Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 21. desember 2008
Þegar nálgast jól
Þegar líður að jólum eru margir siðir sem haldið er í og gaman er að fylgjast með. Þó við séum ekki búin að vera hér nema tvisvar aðdraganda að jólum, þá erum við strax farin að taka eftir mögru hér í kringum okkur. Það eru haldnar veislur hér á hverri helgi hjá bóndanum Fermín og frú, en þegar nær dregur jólum þá fjölgar gestunum eins og í dag.
Svo er sá siður hér sem flestir þekkja en það er stærsta Lotteri heimsins El Gordo sem verður dregið út á morgun en það er um 3 milljónir evra. Það var byrjað á þessu Lotteríi árið 1812, og er hefðin næstum eins, byrjað er að selja miðana í júlí á hverju ári. Útdrættinum er síðan sjónvarpað beint og byrjar á morgun 22 .des kl. 8 um morguninn til hádegis. Það eru foreldralaus börn úr kaþólskum skóla í Madrid sem syngja tölurnar sem dregnar eru út. Svo börnin með skærustu raddirnar eru valin til þess að syngja. Það er ekki talað bara sungið.
Það eru 85.000 númer og hvert númer hefur 185 seríur. Þannig að það eru margir vinnigar á sama númer. Ein sería kostar 200 evrur svo er líka hægt að kaupa einstakan miða fyrir 20 evrur. Þetta eru svaka vinningar 1.vinningur 3.000.000 evrur 2. 1.000.000 og svo framvegis. Þessu bíða spánverjar eftir og þegar búið er að draga þá eru jólin komin hjá þeim. Kannski vinnur eitthvert lítið þorp vinningin sem hafa keypt seríu saman og þá ríkir mikil gleði á þeim bæ og kampavínið flýtur eins og á. É ætla að vakna til að horfa á þetta, en við keyptum ekki miða því hjá okkur er ekki eitt peningum í svona því við vinnum aldrei neitt eða ekki ég.
Svo er annað sem mér finnst svo fallegt hér fyrir jólin en það er þetta jólaskraut sem sett er upp á torgum og þeir kalla El Belén (það var einu sinni í Betlehem) ég hef sýnt ykkur myndir af þessu, það eru búin til lítil þorp af fæðingu Jesú, og eru þau mismundandi eftir þorpum en öll eru þau svakalega falleg og förum við alltaf að skoða þau.
Það er hægt að kaupa öll þessi hús, fólk og dýr til að búa til svona þorp og búa spánverjar til svona heima hjá sér, og leggja þeir mikla vinnu og peninga til að hafa þetta sem fallegast. Svo safnast þeir saman fyrir framan sitt Belén og og lesa úr biblíunni til undirbúnings fyrir jóladag.
Þessar upplýsingar um El Gordo og El Belén fékk ég úr Spaniaposten sem er norskt blað sem er gefið hér út og kostar ekkert og er þar margt hægt að lesa um jólin og allar aðrar fréttir um hvað er að ske hér á Spáni. Takk fyrir það góðu norðmenn sem alltaf eru að hjálpa okkur. Við hittum nokkrar norskar dömur sem voru að fá sér Iriscoffí í Torrevieja um daginn og þegar þær fréttu að við værum Íslendingar þá sögðu þær okkur að norðmenn væru svo góðir og hjálpsamir við Íslendinga og að við töluðum gammelnorsk, takk.
Við bíðum bara eftir jólunum ég bakaði tvær sortir af smákökum, sem ég veit nú ekki hver á að borða og svo er allt tilbúið í Dísudrauminn. Kannski baka ég líka brúna með brúnu ef einhver skildi líta við.
Fallegir jólaföstu dagar hér á Spáni.
Svo er sá siður hér sem flestir þekkja en það er stærsta Lotteri heimsins El Gordo sem verður dregið út á morgun en það er um 3 milljónir evra. Það var byrjað á þessu Lotteríi árið 1812, og er hefðin næstum eins, byrjað er að selja miðana í júlí á hverju ári. Útdrættinum er síðan sjónvarpað beint og byrjar á morgun 22 .des kl. 8 um morguninn til hádegis. Það eru foreldralaus börn úr kaþólskum skóla í Madrid sem syngja tölurnar sem dregnar eru út. Svo börnin með skærustu raddirnar eru valin til þess að syngja. Það er ekki talað bara sungið.
Það eru 85.000 númer og hvert númer hefur 185 seríur. Þannig að það eru margir vinnigar á sama númer. Ein sería kostar 200 evrur svo er líka hægt að kaupa einstakan miða fyrir 20 evrur. Þetta eru svaka vinningar 1.vinningur 3.000.000 evrur 2. 1.000.000 og svo framvegis. Þessu bíða spánverjar eftir og þegar búið er að draga þá eru jólin komin hjá þeim. Kannski vinnur eitthvert lítið þorp vinningin sem hafa keypt seríu saman og þá ríkir mikil gleði á þeim bæ og kampavínið flýtur eins og á. É ætla að vakna til að horfa á þetta, en við keyptum ekki miða því hjá okkur er ekki eitt peningum í svona því við vinnum aldrei neitt eða ekki ég.
Svo er annað sem mér finnst svo fallegt hér fyrir jólin en það er þetta jólaskraut sem sett er upp á torgum og þeir kalla El Belén (það var einu sinni í Betlehem) ég hef sýnt ykkur myndir af þessu, það eru búin til lítil þorp af fæðingu Jesú, og eru þau mismundandi eftir þorpum en öll eru þau svakalega falleg og förum við alltaf að skoða þau.
Það er hægt að kaupa öll þessi hús, fólk og dýr til að búa til svona þorp og búa spánverjar til svona heima hjá sér, og leggja þeir mikla vinnu og peninga til að hafa þetta sem fallegast. Svo safnast þeir saman fyrir framan sitt Belén og og lesa úr biblíunni til undirbúnings fyrir jóladag.
Þessar upplýsingar um El Gordo og El Belén fékk ég úr Spaniaposten sem er norskt blað sem er gefið hér út og kostar ekkert og er þar margt hægt að lesa um jólin og allar aðrar fréttir um hvað er að ske hér á Spáni. Takk fyrir það góðu norðmenn sem alltaf eru að hjálpa okkur. Við hittum nokkrar norskar dömur sem voru að fá sér Iriscoffí í Torrevieja um daginn og þegar þær fréttu að við værum Íslendingar þá sögðu þær okkur að norðmenn væru svo góðir og hjálpsamir við Íslendinga og að við töluðum gammelnorsk, takk.
Við bíðum bara eftir jólunum ég bakaði tvær sortir af smákökum, sem ég veit nú ekki hver á að borða og svo er allt tilbúið í Dísudrauminn. Kannski baka ég líka brúna með brúnu ef einhver skildi líta við.
Fallegir jólaföstu dagar hér á Spáni.