Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 9. mars 2012

Þorra-Góu og Disco blót

Þorra-Góu Disco kvísurnar, Helga, Felí, Harpa og ég.
Þorra-Góu Disco kvísurnar, Helga, Felí, Harpa og ég.
« 1 af 10 »
Þorra-Góu og Disco blót var haldið hér sl. laugardagskvöld. Það var eingöngu íslenskur matur, afgangar frá jólunum og tókst þetta alveg einstaklega vel og var mikið fjör og mikið dansað. Þetta átti að vera svona disco kvöld í leiðinni og vorum við kvensur í hinum ýmsu fötum sem áttu að vera svona aðeins öðruvísi en þegar þú mætir í venjulegt matarboð hérna á Spáni. Svolítið glimmer en við fundum bara ekkert svoleiðis. Mín disco föt eru öll komin í fataskápa LL svo ég fór í kínabúð og fann þar þessa skrautlegu blússu sem ég hefði nú aldrei keypt annars en hún fer mér bara vel.
Matseðillinn var, skötustappa, reyktur rauðmagi, síld, rækjusalat, rúgbrauð, og flatkökur þetta var forrétturinn og svo var hangikjöt með öllu tilheyrandi og ostakaka með aðalbláberjum í eftirétt.
Hér voru spænsk hjón Felí og Eladio þeim fannst þessi matur mjög góður og borðuðu vel og skötustappan rann ljúft niður hjá þeim og reykti rauðmaginn sem Elín Þóra og Jón gáfu okkur vakti mikla lukku hjá öllum. Spánverjunum þykir mjög gaman að dansa sérstaaklega henni svo það var langur tími á milli rétta og dansað og skemmt sér á milli þess sem ég bar inn matinn. Þetta var alveg æðislega gaman, svo var eitt afmælisbarn en Guðmundur átti afmæli á sunnudeginum svo það var skálað í kampavíni kl. 24:00. Þá var búið að fara í mínigolf inní húsbóndaherbergi þar sem Dúddi æfir sig. Svo var setið þar smástund það var það heitt að það var alveg hægt að sitja þar í góðu stuði.
Þetta var alveg ógleymanlegt kvöld og margar myndir teknar en þið fáið sko ekki að sjá þær núna nema bara brot af því besta. Eða þannig. Takk fyrir skemmtunina kæru vinir.
Við höfum ósköp lítið hreyft okkur þessa viku erum bara heima að drolla, liggja í sólinni, prjóna og lesa og læra spænsku. Rétt nennti að fara til Almoradí til að kaupa í matinn, það er bara ósköp gott að slappa af í sveitini.
Nú um helgina förum við á árshátíð íslendinga á Costa Blanca bæ sem heitir San Pedro del Pinatar, hún hefur verið haldin þar undanfarin ár, voða gaman og gist á hóteli yfir nótt.
Er löt að skrifa núna.
Eigið góða daga.