Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 11. desember 2009

Tómlegt hér

Fyrir framan kirkjuna í Torrevieja
Fyrir framan kirkjuna í Torrevieja
« 1 af 10 »
Nú eru okkar kæru gestir farnir heim. Þær fóru í gær í gegnum London , gistu þar á hóteli í nótt og eru líklega svona um það bil að lenda á Íslandi, vonandi hefur þetta gengið allt vel hjá þeim.
Þetta hefur verið yndisleg vika hjá okkur og alveg einstaklega gaman að Rebekka skildi hafa komið, hún sagðist nú bara vera liðugri þegar hún fór. Það var náttúrulega alltaf verið úti að ganga og skoða í búðir og svona, eins og gengur þegar fólk er í útlöndum.
Við fórum á þriðjudaginn til Torrevieja en þar er búið að opna skreytinguna á torginu, sem er um fæðingu Jesú. Svo fórum við líka í kirkjuna en þar var messa svo lítið var hægt að skoða hana almennilega, það var nefnilega frídagur á Spáni 8. des. svo allt var lokað nema nokkrar Kínabúðir og basarinn á höfninni. Við gengum svo niður að sjó í góða veðrinu, og svona eitthvað keypt í leiðinni.
Helga og Gummi voru búinn að bjóða okkur í garðinn hjá sér í beikon og egg svo það var haldið þangað og matnum gerð góð skil. Gaman að geta borðað svona við sundlaugarbakkann í fallegum garði, þær voru voða ánægðar með allt þetta.
Takk kærlega fyrir okkur Helga og Gummi. Nú, svo var haldið til næstu Helgu frænku, eða Helgu Þurý sem er frænka þeirra allra skild í báðar ættir. Þar fengum við kaffi og þessar fínu vöfflur með rjóma. Þær fóru að skoða húsið og svo var spjallað og talað við börnin en Ivan er svo duglegur orðinn að tala íslensku hann talar nú reyndar bæði málin, spænsku líka ekki orðin 3 ára.
Miðvikudagurinn fóru í afslöppun fyrripartinn aðeins farið í hjóltúr til skiptis með Dúdda þær systur, því það eru nú bara tvö hjól, það vantar gestahjólið! legið á þakinu í sólbaði og borðaður hádegismatur þar í fyrsta sinn. Svo fórum við til Almoradí, klára smá innkaup og labba um torgið og skoða bæinn aðeins. Síðan fórum við á kínverskan veitingastað og borðuðum góðan kvöldmat, komum seint heim.
Svo fór nú gærdagurinn í að pakka niður, aðeins að hjóla og svo fóru þær aðeins til Rafal að skoða litla bæinn.
Fermin bóndi kom með appelsínur, lauk, brokkoli, og kál á meðan þær voru hér og bauð þeim að skoða garðinn sinn hann var voða spenntur að fá að sjá þær, og sérstaklega Bekku þegar hann vissi hvað hún var gömul. Svo spurði hann í morgun hvort þær væru komnar heim. Þetta var voða ljúfur tími og takk kærlega fyrir heimsóknina.
Nú bíðum við bara eftir næstu gestum sem koma eftir viku og verða hér fram á næsta ár, hlakka mikið til, meira um það síðar.
En Dúddi minn hefur nú bara verið í skítadjobbi í dag í orðsins fyllstu merkingu, það stíflaðist klósettið, en það er allt komið í lag aftur.
Eigið góða daga elskurnar.
Setti myndir í albúm.