Una paloma blanca
Una paloma blanca, hvað ætli maður sé nú búinn að syngja þetta oft án þess að vita eða einu sinni hugsa um hvað þetta þýðir, en það var okkur sagt um jólin. Ein hvít dúfa.
En hér í kringum okkur er mikil dúfnarækt, margir dúfnakofar en ekki eins og maður man eftir þeim í gamla daga heima. Hér eru þær í einkakofum eða mest 2 í hverju litlu húsi. Þessar dúfur eru ræktaðar sem bréfadúfur og eru málaðar í öllum regnboganslitum það er svo flott að sjá þær á flugi. Margar saman og margir litir. Við sáum einn um daginn vera að venja eina og var með hana bunda við hendina eins og maður hefur séð með erni, svo lét hann hana fljúgja aðeins og svo kom hún til baka og settist á hendina á honum. Svo mættum við einum um daginn með búr á hjólinu sínu þá fara þeir með þær í burtu og láta þær fljúga heim. Þesar dúfur eru í ýmsum keppnum en ég er ekki búinn að kynna mér þetta nógu vel ennþá bara horfa. Ef þið vitið eitthvað um þessr dúfur væri ég mjög glöð að fá upplýsingar um þær.
Annars er lífið hér bara gott búið að rigna í tvo daga allt svo hreint og fínt úti og blóm og tré allt að taka við sér. Það er eiginlega bara vor í lofti hér fuglasöngur og flugur, ekki mikið ennþá. Við fórum í göngutúr um akrana í dag það hanga enn uppi nokkrar appelsínur og fullt af sítrónum.
Það var sláturtíð í morgun annar haninn var tekinn og kalkúnninn fór í síðustu viku blessuð sé minnig þeirra eða þannig.
Nú er einn hani eftir og það eru komir nokkrir litlir kjúklingar, greyin og það eru páskar í næsta mánuði.