Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 25. janúar 2009

Veður (El tiempo)

Erfitt að taka mynd af vindi
Erfitt að taka mynd af vindi
« 1 af 10 »
Hér gengur á með skrítnu veðri segir bóndinn Fermin, honum finnst þetta eitthvað einkennlegt veðurfar.
Á  laugardag var hér svakalegt rok víst leifar af fellibyl eða eitthvað svoleiðis. Þegar við vöknuðum hvein og söng í öllu og þegar við sátum í mestu rólegtheitum við að borða morgunmatinn og lesa eldgamla mogga þá flaug hér inn í patíóið hjá okkur, fúin og lúin spónaplata sem kom frá nágrannanum, okkur brá nú svolítið við. Svo er fína flækjutréð næstum ónýtt út af rokinu. Það er nú það eina sem skemmdist hjá okkur. Ja, fyrir utan að ein þakplatan fór eitthvað að losna, og var það lagað snarlega að spænskum hætti, sett grjót á. Eitt tré hjá Fermin bónda fór alveg í sundur niður við rót.
Við héldum okkur inni við framan af degi því það var varla stætt úti jafnvel ekki fyrir vana Íslendinga í roki. Við fórum svo í göngutúr seinna um daginn þegar mestu lætin voru gengin yfir og þá sáum við stór tré sem höfðu rifnað upp með rótum og einn stærðar kaktus. Enda voru lætin mikil. Fullt af rusli hér í patíóinu sem hafði fokið af trjánum og annað rusl, sem er nóg af hér. Það hefur verið óvenju kalt hér í vetur að sögn þeirra sem til þekkja.
Sunnudagur kom með fínu veðri sól og logni en bara 15 gr. yfir daginn, við fórum á markað og svo vorum við að keyra hér um sveitir og fórum til Rojales og þar var einhver hátíð verið að heiðra fólk og svoleiðis allaveg voru þeir sem voru í búningum allir með einhverjar stittur. Ferðinni var svo haldið áfram til Hörpu, að sækja meðul sem hún keypti fyrir mig heima. Og þá kom rok og svo hellirigning í smá tíma svo var blessuð sólin komin aftur.
En í dag mánudag var ég heima meðan Dúddi fór í skólann hlv. migreni, ég var að reyna að horfa á fréttirnar, og enn er veður vont á mörgum stöðum Spánar, miklar skemmdir af rokinu, og svo snjóar ennþá. En nóg um veður..
Dúddi fékk svaka krassandi tölfur í apótekinu svo mér tókst að klára þetta blogg.
Annars fer nú mesti tíminn hjá okkur núna í að vera í skólanum tvisvar í viku, það tekur nefnilega alveg hálfan daginn. Svo að læra þegar heim er komið því við þurfum að hafa svolítið fyrir þessu að reyna að muna öll þessi skrítnu orð. Svo hvort maður á að þýða þau á íslensku eða ensku og það er stundum bara betra að muna þau á ensku og vera ekkert að flækja íslenskunni í þetta.
Eigið góða daga í öllu veseninu heima.