Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 21. desember 2010
Veðurlýsingar, jól og annað
Það er nú kannski ekki skrítið hvað við íslendingar hugsum mikið um veðrið. Hérna missum við varla af veðurfréttum nema við séum ekki heima. Eins þegar Íslendingar hittast þá er verið að tala um veðrið, "hefur nokkuð ringt hjá þér, voða lítið hjá mér bara nokkrir dropar, en það voru bara svona margar gráður hjá okkur þegar við vöknuðum, fór niður í 0 gr. en hjá þér, en það á nú að fara hitna núna".
Þannig er spjallað saman áður en farið er yfir í alvarlegri mál, eins og hvað kostaði þetta margar evrur sem þú keyptir þarna, en það kostar bara svona mikið á þessum stað. Mælikvaðinn er annaðhvort kjúklingur eða bjórinn.
En veðrið hefur verið alveg með eindæmum leiðinlegt hér á Spáni allt á kafi fyrir norðan og það hefur meira að segja snjóað fyrir sunnan, en hér í Mudamiento fór niður í 0, gráður einn morguninn. Þegar Dúddi fór að höggva pálma einn orguninn var þakið á bílnum hélað. Hann var nú búinn að segja að ef það snjóaði hér færi hann ekki út úr húsi, honum er orðið ansi illa við snjó. Það ringdi mikið í nótt, en ekkert á við það sem er í Andalúsiu, þar rignir svo mikið að sum þorpin eru á floti og húsin full af vatni, það er hræðilegt að sjá þetta í sjónvarpinu. Veturinn kom í dag, samkvæmt þeirra dagatali, þetta var bara haustið og vorið kemur í mars, það verður spennandi að vita hvernig þessi vetur verður, vonandi betri en í fyrra.
Við fengum skemmtilega heimsókn hingað í patíóið okkar einn daginn, tvíburarnir hérna í götunni komu með ömmu sinni klæddar í voða fína búninga, þær voru að fara í skólann að leika í sýningu líklega eitthvað um jólin. Amman er konan sem ég var að hjálpa til með hvítlaukinn um daginn. Það hefur nú ekkert verið að gera fyrir mig þar, akurinn er orðin tómur þetta er harðduglegt fólk það situr í næstum hvaða hitastigi sem er og vinnur, til að bjarga uppskerunni.
Nú eru belssuð jólin að nálgast, maður finnur nú ekki mikið fyrir því hér. Við fórum til Torrevieja í gær til að skoða Balén, sjá götuskreytingar og skoða í búðir sem tilheyrir nú fyrir jólin. Það þarf nú að kaupa eitthvað gott í goggin og eitthvað rautt með.
Við erum búinn að fá nokkra jólapakka og þökkum við kærlega fyrir þá, alltaf svo gaman að fá pakka. Tala nú ekki um að fá Prince Polo sem þau Svana og Magni senda alltaf takk, takk elsku þið, ég var nefnilega búin með það sem ég átti en þetta er bara borðað spari.
Á laugardaginn fórum við til Almoradí og kíktum á Belén þar og skoðuðum markað á torginu með brauði, skartgripum og handavinnu kvennanna hérna hún er ótrúleg en ég hef nú skrifað um hana áður. Það var einnig brúðkaup í kirkjunni voða fínar dömur, sem drógu fínu síðu kjólana eftir götunni þeir voru nú ekki fínir á eftir því það hafði ringt um nóttina.
Nú bíðum við spennt eftir morgundeginum eins og allir Spánverjar en þá verður dregið í El Gordo einhverju stærsta happadrætti heims, við erum búin að kaupa miða, það verður byrjað að draga kl. 8 í fyrramálið og það stendur í 3-4 tíma í sjónvarpinu og þá kem ég mér vel fyrir í sófanum eða stólnum og horfi spennt á börnin sem syngja númerin. Ef ykkur langar til að sjá þetta getið þið farið inná www.rtve.es og finnið El Gordo þetta á að vera í beinni á netinu líka, það er svo gaman að sjá þetta og allt öðruvísi en maður hefur séð áður. Í fyrra vann ég 100 evrur en miðann kostar 20 evrur. Þessi stóri kemur núna hehehe.
Það var stór dagur á laugardaginn þá varð hún Elísabet Ósk stúdent fyrsta barnabarnið mitt, ég er voða stolt af henni og hún varð líka fatatæknir eða eitthvað svoleiðis hún er allavega að læra fatahönnun, amma er nú ekki góð í að muna svona nöfn.
Til hamingju Elísabet mín og Óli til hamingju með fallegu dóttir þína.
Eigið góða daga yfir jólin og Guð geymi ykkur.
Þannig er spjallað saman áður en farið er yfir í alvarlegri mál, eins og hvað kostaði þetta margar evrur sem þú keyptir þarna, en það kostar bara svona mikið á þessum stað. Mælikvaðinn er annaðhvort kjúklingur eða bjórinn.
En veðrið hefur verið alveg með eindæmum leiðinlegt hér á Spáni allt á kafi fyrir norðan og það hefur meira að segja snjóað fyrir sunnan, en hér í Mudamiento fór niður í 0, gráður einn morguninn. Þegar Dúddi fór að höggva pálma einn orguninn var þakið á bílnum hélað. Hann var nú búinn að segja að ef það snjóaði hér færi hann ekki út úr húsi, honum er orðið ansi illa við snjó. Það ringdi mikið í nótt, en ekkert á við það sem er í Andalúsiu, þar rignir svo mikið að sum þorpin eru á floti og húsin full af vatni, það er hræðilegt að sjá þetta í sjónvarpinu. Veturinn kom í dag, samkvæmt þeirra dagatali, þetta var bara haustið og vorið kemur í mars, það verður spennandi að vita hvernig þessi vetur verður, vonandi betri en í fyrra.
Við fengum skemmtilega heimsókn hingað í patíóið okkar einn daginn, tvíburarnir hérna í götunni komu með ömmu sinni klæddar í voða fína búninga, þær voru að fara í skólann að leika í sýningu líklega eitthvað um jólin. Amman er konan sem ég var að hjálpa til með hvítlaukinn um daginn. Það hefur nú ekkert verið að gera fyrir mig þar, akurinn er orðin tómur þetta er harðduglegt fólk það situr í næstum hvaða hitastigi sem er og vinnur, til að bjarga uppskerunni.
Nú eru belssuð jólin að nálgast, maður finnur nú ekki mikið fyrir því hér. Við fórum til Torrevieja í gær til að skoða Balén, sjá götuskreytingar og skoða í búðir sem tilheyrir nú fyrir jólin. Það þarf nú að kaupa eitthvað gott í goggin og eitthvað rautt með.
Við erum búinn að fá nokkra jólapakka og þökkum við kærlega fyrir þá, alltaf svo gaman að fá pakka. Tala nú ekki um að fá Prince Polo sem þau Svana og Magni senda alltaf takk, takk elsku þið, ég var nefnilega búin með það sem ég átti en þetta er bara borðað spari.
Á laugardaginn fórum við til Almoradí og kíktum á Belén þar og skoðuðum markað á torginu með brauði, skartgripum og handavinnu kvennanna hérna hún er ótrúleg en ég hef nú skrifað um hana áður. Það var einnig brúðkaup í kirkjunni voða fínar dömur, sem drógu fínu síðu kjólana eftir götunni þeir voru nú ekki fínir á eftir því það hafði ringt um nóttina.
Nú bíðum við spennt eftir morgundeginum eins og allir Spánverjar en þá verður dregið í El Gordo einhverju stærsta happadrætti heims, við erum búin að kaupa miða, það verður byrjað að draga kl. 8 í fyrramálið og það stendur í 3-4 tíma í sjónvarpinu og þá kem ég mér vel fyrir í sófanum eða stólnum og horfi spennt á börnin sem syngja númerin. Ef ykkur langar til að sjá þetta getið þið farið inná www.rtve.es og finnið El Gordo þetta á að vera í beinni á netinu líka, það er svo gaman að sjá þetta og allt öðruvísi en maður hefur séð áður. Í fyrra vann ég 100 evrur en miðann kostar 20 evrur. Þessi stóri kemur núna hehehe.
Það var stór dagur á laugardaginn þá varð hún Elísabet Ósk stúdent fyrsta barnabarnið mitt, ég er voða stolt af henni og hún varð líka fatatæknir eða eitthvað svoleiðis hún er allavega að læra fatahönnun, amma er nú ekki góð í að muna svona nöfn.
Til hamingju Elísabet mín og Óli til hamingju með fallegu dóttir þína.
Eigið góða daga yfir jólin og Guð geymi ykkur.