Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 22. júlí 2009
Vika liðin
Ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Við erum búin að vera hér í viku, og það var eins og við hefðum komið í gær, nema nú er búið að mála þakið blátt og stöku glugga, og taka aðeins til í garðinum, hefði nú mátt vera meira en eins og ég sagði leiðinlegt.
Síðasta laugardag fórum við í skemmtilegt brúðkaup hjá Bubbu og Atla eða Elísabetu Samúelsdóttir og Atla frey Rúnarssyni.
Athöfnin fór fram í kirkjunni en veislan á ættarsetrinu Góustöðum inní firði. Þetta var mjög falleg athöfn, og var sérstaklega gaman að heyra frumsamið lag eftir föðurinn Samma Einars. og svo sungu þeir það saman Siggi Sam og Sammi, ég man ´nú ekki hver gerði textann en það var mjög fallegt og vel sungið hjá þeim feðgum.
Svo var ekið í veislu á Gósustöðum þar var borinn fram fínn matur eldaður á Murikkapönnum af Steina í Gúmmó og hans frú. Og var boðið upp á vín og vatn með matnum og að sjálfsögðu var skálað í kampavíni. Einnig var hómsveit á staðnum og voru það ekki neinir viðvaningar sem spiluðu þar og sungu, Það var Villi Valli á harmoníku, Baldur Geirmunds á orgel, Sammi Einars bassa, Magrét Geirs söng að sjálfsögðu og Dúddi minn sló trommur, þessi hjómsveit fekk náttúrulega strax nafn og heitir Bandið hennar Bubbu. Alveg stórskemmtilegt band og allir voru duglegir að dansa. Dansað var til 12 en þá varð að hætta, þá setti unga fólkið á sína músík og þá fóru nú þeir eldri að týna tölunni. Bubba og Atli takk kærlega fyrir yndislegt og skemmtilegt kvöld, innilega til hamingju með daginn og megi gæfan blasa við ykkur. Allir hinir sem stóðu að þessu takk, takk.
Það var líka svo gaman að sjá hvað allt var búið að taka í gegn á bænum slá og mála og gera fínt meira að segja að skreyta hjallinn, en þar var líka boðið uppá harðfisk mjög góðan unnin af Sigga Sveins.
Það hefur nú ekki mikið verið að gera síðan aðeins að baka fyrir versló, til að eiga með kaffinu ef einhver rekur inn nefið.
Annars eru 20 ár síðan bústaðurinn var settur niður þar sem hann er í dag, svo kannski verður eitthvað meira um að vera en vanalega sjáum til, það kemur kannski í næsta bloggi. Nú verð ég sambandslaus í einhvern tíma.
Aron minn Atlason átti afmæli 20 júlí innilega til hamingju með daginn elsku Aron, hlakka til að sjá þig bráðum.
Hrefna mín innilega til hamingju með daginn 24. júlí og hafðu það sem best þann dag.
Eigið góða daga hvar sem þið eruð og hver sem er, Guð veri með ykkur og akið varlega.
Síðasta laugardag fórum við í skemmtilegt brúðkaup hjá Bubbu og Atla eða Elísabetu Samúelsdóttir og Atla frey Rúnarssyni.
Athöfnin fór fram í kirkjunni en veislan á ættarsetrinu Góustöðum inní firði. Þetta var mjög falleg athöfn, og var sérstaklega gaman að heyra frumsamið lag eftir föðurinn Samma Einars. og svo sungu þeir það saman Siggi Sam og Sammi, ég man ´nú ekki hver gerði textann en það var mjög fallegt og vel sungið hjá þeim feðgum.
Svo var ekið í veislu á Gósustöðum þar var borinn fram fínn matur eldaður á Murikkapönnum af Steina í Gúmmó og hans frú. Og var boðið upp á vín og vatn með matnum og að sjálfsögðu var skálað í kampavíni. Einnig var hómsveit á staðnum og voru það ekki neinir viðvaningar sem spiluðu þar og sungu, Það var Villi Valli á harmoníku, Baldur Geirmunds á orgel, Sammi Einars bassa, Magrét Geirs söng að sjálfsögðu og Dúddi minn sló trommur, þessi hjómsveit fekk náttúrulega strax nafn og heitir Bandið hennar Bubbu. Alveg stórskemmtilegt band og allir voru duglegir að dansa. Dansað var til 12 en þá varð að hætta, þá setti unga fólkið á sína músík og þá fóru nú þeir eldri að týna tölunni. Bubba og Atli takk kærlega fyrir yndislegt og skemmtilegt kvöld, innilega til hamingju með daginn og megi gæfan blasa við ykkur. Allir hinir sem stóðu að þessu takk, takk.
Það var líka svo gaman að sjá hvað allt var búið að taka í gegn á bænum slá og mála og gera fínt meira að segja að skreyta hjallinn, en þar var líka boðið uppá harðfisk mjög góðan unnin af Sigga Sveins.
Það hefur nú ekki mikið verið að gera síðan aðeins að baka fyrir versló, til að eiga með kaffinu ef einhver rekur inn nefið.
Annars eru 20 ár síðan bústaðurinn var settur niður þar sem hann er í dag, svo kannski verður eitthvað meira um að vera en vanalega sjáum til, það kemur kannski í næsta bloggi. Nú verð ég sambandslaus í einhvern tíma.
Aron minn Atlason átti afmæli 20 júlí innilega til hamingju með daginn elsku Aron, hlakka til að sjá þig bráðum.
Hrefna mín innilega til hamingju með daginn 24. júlí og hafðu það sem best þann dag.
Eigið góða daga hvar sem þið eruð og hver sem er, Guð veri með ykkur og akið varlega.