Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 13. mars 2009

Vorið er komið

Duglega fólkið ó göngutúr
Duglega fólkið ó göngutúr
« 1 af 8 »
Held bara að vorið sé komið, þó hér sé eins og heima að vorið kemur í apríl, en hér er fallegur fuglasöngur og blómin springa út, það er allt miklu grænna og fallegra hérna núna en í fyrra því það hefur ringt svo mikið í vetur.
Sáum að það var verið að slá og setja í garða og máttum til að taka eina mynd af því. Þetta hefur nú verið að gerast  öðru hvoru í allan vetur en vorið er komið í mann.
Á sl. sunnudag var mikið um að vera hjá okkur. Helga Þury, Jesu, Ivan og Sólmar komu í heimsókn um morguninn. Við fórum í heljarinnar göngutúr rúma 2 tíma hérna um svæðið. Ivan var duglegur að labba rétt 2 ára að það var alveg ótrúlegt en kerran var til staðar fyrir hann. Svo komum við hingað heim og fengum okkur kjöt og grænmetissúpu með graskeri í sem þeim finnst svo gott. Þetta var svo gaman að fá þau í svona langa heimsókn.
Svo um kvöldið var búið að bjóða okkur í partý til að halda uppá að einn áfanginn í húsinu hjá Hörpu og Vishnu var búinn. (Ég hef kallað hann Vigfús hér en hann er aldrei kallaður það, fyrirgefðu Vishnu).
 Vorum við mætt kl. 18:00 og var spjallað og verið út í sólinni þar til hún hvarf. Einnig voru í boðinu Helga og Gummi og Vazil frá Úkraínu en hann hefur verið vinnumaður hjá þeim við að flísaleggja og ýmislegt annað, skemmtiegur strákur  sem talar góða spænsku og  var hún aðallega töluð þetta kvöld og var bara ótrúlegt hvað maður gat fylgst með þeim tala.
Svo var okkur boðið uppá indverskan mat, sem ég hef nú ekki borðað oft en þessi var alveg svakalega góður ég bara sleppti því sterka en matseðillinn var svona:
Inversk djúpsteikt snakk, kjúklingakarrý, djúpsteik blómskál, réttur úr hvítkáli og gulrótum, hrísgrjón og salat, það vantar einn réttinn en ég man ekki hvað var í honum því hann var sterkur.
 Harpa sagði að þessir réttir hefðu ekkert sérstakt nafn hjá henni.
Gaman að borða þetta, framandi fyrir mig að borða indverskt í heimahúsi. Takk kærlega Harpa og Vishnu fyrir boðið.
Annars höfum við verið á fullu hér við að gera fínt í borðstofunni og lítur þetta bara vel út hjá okkur svolítið nýtískulegt í gömlu húsi. Dúddi hefur verið að flísaleggja núna í tvo daga og er voða spenntur að sjá hvernig þetta kemur út.
Leiðinlegt með svölurnar okkar þær eru líklega flúnar úr hreiðrinu sínu því að hávaðinn frá helv. hundunum í næsta húsi er svo mikill þeir eru vælandi næstum allan daginn, neinei, þetta hefur minnkað mikið en á tímabili var ég að hugsa um að kaupa mér byssu og skjóta helvítin, eins og vinur minn á Siglufirði sagði einu sinni. En svölurnar eru líklrga farnar og við fáum þá enga unga í húsið í vor.
 En þið ættuð að heyra hljóðið í hananum núna hann er eins og gömul grammafónplata svona rispuð þið  munið, ég lá í sólbaði á þakinu í dag í 23 stiga hita og var að hlusta á hundana og hanan og gat ekki annað en brosað af sveitalífinu, enginn umferð bíla bara dýr og fuglar himinsins líka.
Svo blönduðust inní þetta raddir fólksins sem var að borða, og falleg spænsk músík, yndislegt, vildi að þið gætuð átt svona rólega og góða stund á góðum degi.