Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 19. mars 2012

Vorið er komið!!!!!!!!!

Þessi er flottur alveg eins og Járntjaldið, eigandinn notar hann á markaðnum en hann er teiknari, líka flottur að innan með svipaða innréttingu og okkar
Þessi er flottur alveg eins og Járntjaldið, eigandinn notar hann á markaðnum en hann er teiknari, líka flottur að innan með svipaða innréttingu og okkar
« 1 af 9 »
Það hefur nú svo sem ýmislegt drifið á dagana síðan síðast en ég hef bara ekki haft mig í að skrifa vegna anna við að gera ekki neitt, eða þannig. Við fórum jú á árshátíð þann 10. mars til San Pedro og vorum þar á hóteli yfir nótt. Það var mjög gaman að fara eins og vanalega og hitta alla þessa landa sína og skemmta sér með þeim. Við vorum komin snemma til að bóka okkur á hótelið, ég skrapp í búð og keypti mér garn og ýmislegt fleira handavinnudót eitthvað fer nú af því til Sissu minnar í Danaveldi. En eins og venjulega fórum við í gönguferð um bæinn og fengum okkur svo tapas á sama barnum og í fyrra og maturinn var alveg jafn góður og þá. Sólin skein og veðrið var mjög fallegt og gott við okkur. Um kvöldið var svo farið á árshátíðina sem eins og venjulega er  bara allur pakkinn  og svo dansað á eftir. Og svo morgunverður áður en maður dreif sig heim aftur. Fórum bara á þakið og nutum sólarinnar það sem eftir var dags. Takk fyrir samveruna kæru vinir sem við hittum þarna.
Unnsteinn og Rut komu svo hingað til okkar á fimmtudag og fengu fiskisúpu í matinn og ís með aðalbláberjum á eftir en þetta var restin af berjunum sem ég tók með mér í haust. Takk fyrir komuna kæru vinir , það er alltaf svo gaman þegar þið komið.
Ég var að lesa ansi fróðlega grein í Spaniaposten en það er blað sem norðmenn gefa út hér á tveggja vikna fresti, og gaman er að lesa. Þessi grein er um mat sem ekki á að geyma í ísskáp og það er margt sem kemur manni á óvart. Fyrirsögnin er,, það á ekki allur matur að fara í ískápinn´´ t.d. brauð, kex, hrökkbrauð, epli,plómur, perur, bananar,avókadó, tómatar, og gúrka. Þetta er listi sem þeir telja upp. Hann segir að sumarávextir eigi ekki að fara í ísskáp því þau vilji ekki vera í kulda og eins og tómata eigi alls ekki að geyma í skápnum það eyðileggi tómatana. Eins paprika henni líki ekki vetrarkuldinn í ísskápnum. Eins með brauð og kökur þetta verður bara gamalt af að vera látið liggja í ísskápnum. Hann segir líka að súkkulaði eigi alls ekki að geyma í ísskáp þá verður það hvítt og og lítur út fyrir að vera gamalt, nema að það sé einhver fylling í því sem þarf að vera köld. Þura osta þarf ekki heldur að geyma í ísskápnum ef hann er borðaður innan vissan tíma. Best er að pakka honum inn í pappír og geyma hann á þurrum og myrkum stað. Þeir segja, að borða ost sem er nýbúið að taka út úr ísskápnum er álíka synd og borða ísskápstómat. Matjenterna kaller dette et gastronomisk drap. Til að fá frekari fræðslu um þetta þá er slóðin Klikk.no
Þetta var nú bara svona smá fróðleikur.
Ég fer nú alltaf í skólann á miðvikudögum sem er nú bara gaman að hitta annað fólk, nema einn sem er með mér í bekknum hann er alveg að gera mig vitlausa, hann getur aldrei haldið sér saman og er alltaf babblandi á ensku sem hann á ekki að gera svo ég fór alveg útaf laginu í síðasta tíma og sagði á minni fínu spænsku að nú skildu þau bara tala íslensku í staðinn fyrir ensku svo ég gæti lært betur, æi það fauk smá í mig, helv. kallinn.
Í morgun skildi ég ekkert í þessum spengingum ég hélt að það væri komin borgarasyrjöld hérna eða heimsstyrjöld það voru þessar svaka spengingar ég ætlaði að kúra aðeins lengur en það var bara ekki hægt, svo ég hljóp fram til Dúdda og spurði hvað væri í gangi hér úti ,,FIESTA´´ sagði hann og þá var byrjað að senda upp rakettur klukkan 9 í morgun og þeir eru enn að og ég hrekk í kút við hverja einustu.
Eigið góða daga nú er vorið komið á Spán, alveg yndislegt.