Gestabók

Kristín og Egill

skrifaði þann 12/01/09 klukkan 18:31

Hæ kæru hjón, hissa að heyra frá okkur!!!!!!!
Við fylgjumst nú alltaf með ykkur.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir öll gömmlu og góðu!!!!!
Saknaðar kveðjur Egill og Stína

Kiddý

skrifaði þann 30/12/08 klukkan 23:49

Sælar elskurnar mínar, við hjónakornin óskum ykkur gleðilegs nýjárs og þökkum fyrir allar góðu samverustundirnar á árinu sem er að líða. Kveðja Kiddý og Diddi.

signý

skrifaði þann 23/12/08 klukkan 23:25

Hæ kæru vinir.
Gleðileg jól gott og farsælt nýtt ár hafið það sem allra best um hátíðina og á næsta ári.Gaman að skoða síðuna ykkar Bestu kveðjur héðan af Strikinu frá Daða.
Knús og kossar.

Teddi

skrifaði þann 20/12/08 klukkan 12:50

Sæl fólk! Frétti af síðunni fyrir nokkru en fékk svo slóðina hjá Magna og Svönu. Bestu kveðjur úr snjó og saltkrapi. Teddi og Elín. (Ps. Veit ekki alveg hversu stór Spánn er, en Áróra okkar er hætt að nenna að hanga yfir "gömlu" og verður á Alicante yfir jól og áramót. Ef þið sjáið Teddalegt 19 ára stelpuskott sem stendur varla út úr hnefa, þá er það Áróra mín)

Jón Smári

skrifaði þann 28/11/08 klukkan 14:42

Hæ frændi og frú
Flott að ykkur líður vel í sólinni, og hafið eitthvað fyrir stafni.
Mála og mála og gera við reiðhjól.
Snjó kveðja Jón Smári og fjölsk.

Ella frænka í Mosfellsbæ

skrifaði þann 17/09/08 klukkan 20:24

Sæl frænka.
Takk fyrir kveðjuna um daginn. Ég kíki alltaf reglulega á síðuna ykkar. Alltaf gaman að fá fréttir og sjá myndir af frændfólkinu. Litla daman hennar Tinnu fékk nafnið Sara Lind. Góða ferð til Spánar og hafið það sem best.
Kveðja úr Mosó
Ella

Gunnsteinn Hlíðarvegspúki

skrifaði þann 11/09/08 klukkan 05:30

Góðan og blessaðan daginn. Ég rakst á þessa síðu fyrir algera tilviljun og þar sem ég stoppaði töluvert lengi við og las þessa skemmtilegu pistla þína og skoðaði myndirnar þá mátti ég til með að kvitta fyrir innlitið. Síðan er glæsileg og virkilega skemmtilega uppsett. Ef mér skjátlast ekki þá sýnist mér eitthvað af þessum fallegu myndum sem eru á síðunni ykkar hafi handbragðið hans Gústa stórljósmyndara :)
Kær kveðja,
Gunnsteinn Hlíðarvegspúki, sonur Rabba og Dúu :)

halla

skrifaði þann 03/09/08 klukkan 17:57

Halló Þórdís og takk fyrir síðast, fallegur Ísafjarðarpistillinn þinn.

Sissa og Óli Páll

skrifaði þann 29/05/08 klukkan 09:15

Sæl kæru hjón. ( og þið öll hin )
Það er gaman að skynja gleðina og eftirvæntinguna í textanum, yfir að vera komin HEIM. Alveg frábært. Eigið gott sumar heima á Íslandi, Ísó, Sílakoti, með fjölskyldu og vinum.
Allt gott hér, bara sól og blíða og spáð allt að 30° um helgina. Bændur farnir að hrópa á smá vætu. Þannig að við hin getum ekki og megum ekki kvarta.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Sissa, Óli Páll og co

Signý

skrifaði þann 09/05/08 klukkan 21:40

Hæ gaman að lesa bloggið ykkar og fylgjast með ykkur.bara velkomin heim.Kem kanske í Hjallakot 23.maí.kveðja

Sunneva

skrifaði þann 12/04/08 klukkan 15:56

Vá... heitt og sól og gott.. langar ykkur nokkuð heim?

Alltaf gaman að kíkja hingað. Manni hlínar svo... *bros*

Kveðjur frá Horsens Danmark.

Ágúst, Hrefna og co

skrifaði þann 09/04/08 klukkan 18:02

Úff hvað maður er farinn að sakna ykkar, farið nú að koma heim!

Helga SV

skrifaði þann 07/04/08 klukkan 15:23

Bara svona einu sinni að kvitta, er hvort sem er alltaf inni á síðunum.
En......hlakka til að smakka ætiistlana.
Love
Helga

Baldur og Harpa

skrifaði þann 01/04/08 klukkan 16:19

heil og sæl öll sömul, við vonum að þið hafið haft sem best, en hvernig er það ætla gömlu hjónin ekki að fara að hlamma sér norður á bóginn? koma þau aðfaranótt fimmtudagsins?

kv.frá Barmahlíð

Kiddy sig

skrifaði þann 27/03/08 klukkan 12:55

Elsku Svana! Til hamingju með daginn, vonandi ertu orðin hress, en farðu vel með þig.
kveðjur til Magna, Þórdísar og Dúdda. kveðja Kiddý og Diddi.

kiddy Sig

skrifaði þann 24/03/08 klukkan 14:26

Sælar elskurnar og gleðilega páska! Já það hlýtur að vera svolitið öðruvísi að sitja á pallinum hjá ykkur á páskum en hér heima, en hér hefur verið mikið fjör síðustu daga og mín stórfjölsylda hér samankomin í tilefni fermingar Bjarkar og allri dvöldu í Góustöðum í góðu yfirlæti og fóru heim í dag. Hlakka til að hitta ykkur eftir rúman mánuð.......... kveðja Kiddý
ps. Sýningin hans Ágústar er allveg frábær til hamingju með strákinn.

Signý

skrifaði þann 23/03/08 klukkan 21:14

Hæ elsku vinir nú er maður komin í netsamband ekki maður með mönnum öðruvísi Sigþór búin að græja það fyrir mömmu ,tók bara smá tíma .Gaman að sjá myndir og fréttir frá ykkur.Allt gott að frétta skrapp á Ísafjörð um síðustu helgi .Sigrún og fj líka fórum í Skötufjörðin alvrg æðislegt veður og allt í besta lagi börnin fóru í fjöruferð' og svo var borðað nesti á pallinum góða .Altaf logn og sól í Skötufyrði hefðu sumir sagt.Hlakka til að sjá ykkur með vorinu.

Signý

skrifaði þann 23/03/08 klukkan 21:14

Hæ elsku vinir nú er maður komin í netsamband ekki maður með mönnum öðruvísi Sigþór búin að græja það fyrir mömmu ,tók bara smá tíma .Gaman að sjá myndir og fréttir frá ykkur.Allt gott að frétta skrapp á Ísafjörð um síðustu helgi .Sigrún og fj líka fórum í Skötufjörðin alvrg æðislegt veður og allt í besta lagi börnin fóru í fjöruferð' og svo var borðað nesti á pallinum góða .Altaf logn og sól í Skötufyrði hefðu sumir sagt.Hlakka til að sjá ykkur með vorinu.

AlbertIngason

skrifaði þann 13/03/08 klukkan 23:02

Hann er ótrulegur þessi heimur hér sitjum við á klakanum og fylgjumst með ykkur leggja heitt vatn í húsið ykkar , það er gaman að fylgjast með ykkur landnemunum.
kærar kveðjur Alli ( bróðir hennar Ástu systir ) og Jóhanna.

kolla

skrifaði þann 07/03/08 klukkan 13:06

Rakst á þessa siðu er alltaf þarna öðruhverju bróðir minn byr þarna rett hjá ykkur kv Kolla

Gísla Björg

skrifaði þann 22/02/08 klukkan 23:39

Halló bædi tvö.

Takk fyrir siðast og til hamingju med nýjasta barnabarnið.
Ég var að grúska í gömlum uppskriftum og rakst á fróðleik um þistilhjörtu læt hann fylgja með að gamni.
Uppruni: Norður-Ameríka, Evrópa og Ameríka.
Lýsing: Grænt. Gróf blöð og gildur stilkur. Uppbyggingin líkist rós, en er mun grófari.
Helstu fjölefni: Kalk og C-vítamín.
Ætur hluti: Allur ávöxturinn nema innstu trefjarnar.
Notkun: Bakað, steikt eða soðið, stundum fyllt. Suðutími um 40 mín. Tilbúið þegar blöðin losna auðveldlega frá.

Kveðja úr Cuxhaven Gísla Björg og familie.

Ásdís Sveinsdóttir

skrifaði þann 19/02/08 klukkan 23:15

Ég heyrði af síðunni frá pabba og varð auðvitað að kíkja við. Til hamingju með nýja húsið, þetta hljómar allt svo ótrúlega vel.

Kveðja frá New York

Ásdís

Hólmfríður Þorsteinsdóttir

skrifaði þann 19/02/08 klukkan 11:30

Sæl veri þið Þórdís og Dúddi

Var að frétta af ykkur bara í gærkvöldi og ég verð að segja að ég dáist að ykkar framtaki- maður lifir jú bara einu sinni - eða hvað.
Allt fínt af mér og mínum legg.
Bestu kveðjur og njótið lífsins
Fríða

Gósý

skrifaði þann 16/02/08 klukkan 17:32

Til hamingju, Þórdís og Dúddi með nýja barnabarnið.
Við Tryggvi bíðum nú spennt eftir næsta barnabarni sem kemur væntanlega í byrjun mars og svo barnabarni í júní. Þvílíkt barnalán! Létum taka fjölskyldumynd þegar Ásta gifti sig - í kirkjunni- ekki dugði minna til. Voanandi verður rigngingarkaflanum lokið á svæðinu þegar við hjónin komum í golfferðina um páskana.

Voðalega væri gaman að hitta ykkur.
Bestu kveðjur úr slabbinu, Gósý og Tryggvi

Gróa og Önundur

skrifaði þann 14/02/08 klukkan 21:17

Elsku Þórdís og Dúddi!

Takk fyrir póstinn og góðar kveðjur. Allt gott af okkur að frétta, lærum þegar við komum heim hann á sitt og ég á mitt. Hamingjuóskir með nýja barnabarnið. Það var bara gaman að vera hjá Helgu minni um daginn, rifjuðum upp smá snætutakta, en það verður að taka þá betur síðar. Hópurinn fer svo ört stækkandi að það þarf að leigja sal fyrir súpukvöld. :-)

Annars bestu kveðjur og knús á ykkur.

Gróa og Önundur.

Berglind Ósk Gunnarsdóttir

skrifaði þann 12/02/08 klukkan 01:35

Gaman að sjá að þið hafið það gott í sólinni :)
Við erum að fara til Alicante um páskanna get ekki beðið eftir að fá smá hita í kroppinn.

Þetta er eitthvað sem maður gerir eftir nokkur ár það se sko bókað mál!
Til lukku með barnabarnið.

Kv
Linda

Dedda

skrifaði þann 07/02/08 klukkan 22:23

Sæl bæði tvö og til hamingju með barnabarnið, stóru stelpuna!!!

Ég er farin að sakna ykkar, það verður gaman að hitta ykkur þegar þið komið en það er gaman að geta kíkt inn í ykkar veruleika annaðslagið. Ég er að vinna að lokaverkefninu í skólanum og sýningin verður seinnipartinn í apríl. Annars all gott hér. Kveðja frá mínum.

Sissó og fjölsk.

skrifaði þann 26/01/08 klukkan 21:16

Elsku Dúddi og Þórdís.
Gleðilegt ár og takk fyrir þau liðnu þótt seint sé. Þá sér í lagi góðu stundinar okkar á liðnu sumri á Skarðseyri. Hafi þið það sem allra best og sjáumst við á Skarðseyrinni í sumar ? :o)
Kv. Ásfjölskyldan Akranesi

Þóra Karls

skrifaði þann 23/01/08 klukkan 00:26

Hæ, elskulega frændfólk! Mátti til að kvitta fyrir komur mínar í heimsókn til ykkar, mér finnst alveg frábært að kíkja til ykkar annað slagið, yfir höf og lönd! Bestu óskir um farsælt ár framundan og kærar kveðjur frá Brekku. Þóra Karls

Örn Geir og Þura

skrifaði þann 10/01/08 klukkan 22:11

Komið þið sæl. Við heitum Örn og Þura og við eigum íbúð í Almoradi sem er stutt frá ykkur. Við komum þangað 30 jan. og ætlum að vera í eina víku. Gaman væri að hitta ykkur ef mögulegt á þeim tíma.
Með bestu kveðjum
Þura og Örn
sími 003546176470

Anna Gunnlaugsdóttir

skrifaði þann 02/01/08 klukkan 15:28

Sæl elsku Þórdís og Dúddi!
Gleðilegt ár og takk fyrir gamla árið. Heðan er allt gott að frétta. Vona að ykkur líði vel
kveðja
Anna G.

Egill & Kristín

skrifaði þann 31/12/07 klukkan 18:06

Hæ hæ gleðileg jólin og gott nýtt ár.
Héðan er allt gott að frétta, við eum bara þrjú heima um áramótin.
Rögnvaldur á Sauðárkróki, Sjöfn Ylfa á Flórida.
Verðrið hér er rok og rigning.
Hafið það gott þar til næst.
Saknaðar kveðjur
Egill&Kriss kiss, kiss

Sissa og Óli

skrifaði þann 31/12/07 klukkan 15:31

Sæl elskurnar.
Gleðilegt nýtt ár héðan úr blíðunni í DK
Logn og léttskýjað og hiti við frostmark.
Íslensk humarsúpa, dádýrakjöt og heimalagaður ís m/toblerone.
Bestu kveðjur
Sissa, Óli og börnin.

robbi og gunna

skrifaði þann 23/12/07 klukkan 10:28

oskum ykkur gleðilegra jola og hafið ´það sem allra best i spanverjalandi kær kveðja..fjolsk.urðarvegi 26:):).....

Guðríður og Sammi

skrifaði þann 21/12/07 klukkan 22:01

Elsku Þórdís og Dúddi

Við óskum ykkur innilega gleðilegra jóla og farsæls árs. Vonandi hafið þið það gott í hitanum um jólin. Allt gott að frétta af okkur, við fengum nýtt barnabarn í október þegar Bubba eignaðist stúlku.

bestu jólakveðjur

Guðríður og Sammi

Bára

skrifaði þann 20/12/07 klukkan 09:02

Elsku Þórdís og Dúddi !
Bestu jóla- og nýjárskveðjur
Hafið það gott um jólin við arineld og kertaljós, góða bók og Óla
Þakka þér Þórdís mín fyrir jólakveðjuna, ég sakna þín á skrifstofunni
þú varst einskonar tengiliður milli aldurshópa
Bless elskan

Anna Gunnlaugsdóttir

skrifaði þann 06/12/07 klukkan 15:25

Sæl Þórdís mín og Dúddi
gott að vita að þið eruð nú komin í húsið ykkar .
Kv.
Anna G.

Viðar TM

skrifaði þann 06/12/07 klukkan 10:06

Komið þið sæl, gaman að fylgjast með ykkur, leiðilegt að lenda í þessu með hjólhýsið, en eins og ég segi oft við þá sem koma til mín eftir að hafa lent í tjóni, að meðan líf og heilsan er í lagi þá reddast allt annað. Vonandi hafið þið það gott um jólin, gaman væri að sjá fleiri myndir. Kveðja Viðar TM

steina g

skrifaði þann 26/11/07 klukkan 16:56

mikið erum við búin að hugsa til ykkar eftir að við fréttum af þessum óförum hjá ykkur. Vonum að úr rætist og til hamingju með nýja húsiðh. Baráttukveðjur frá Bjössa og Steinu á klakanum.

Gróa

skrifaði þann 21/11/07 klukkan 19:18

Elsku Þórdís og Dúddi!
Allt gott af okkur að frétta.
Önundur fékk pening í "fermingagjöf" og er búin að kaupa sér flatskjá, greyið!
Annars allt á best róli, ég hef nóg að gera í skólanum og finnst gaman, það versta er að vinnan eyðileggur fyrir mér gamanið.
Nú fer fólk fyrir norðan hníf og gaffal að skreyta húsin sín, ég veit að þeir eru byrjaðir í borg óttans, en síðasta sólarhring hefur verið mikið um jarðskjálfta, skil ekki hvernig hægt er að búa við þessar aðstæður, við höfum heyrt þessa tuggu nokkrum sinnum, og vitum að það er hægt að búa við ýmsar aðstæður.

Til lukku með lífið, húsið og hvort annað.
p.s. nú hittir maður engar kjellur sem finnst gott að fá sér portara, svokallaðar "portvínskonur" eða var það "portkonur"

knús á ykkur frá mér, Nundi er upptekin við að setja upp flatskjáinn.

Helga Sveinbjarnardóttir

skrifaði þann 12/11/07 klukkan 15:47

HÆ.....

E-malin fara ekki til þín fæ þau öll til baka.

Kv. Helga

Fjola og Hoddi

skrifaði þann 08/11/07 klukkan 13:58

Elsku Tordis og Duddi
Til hamingju med allt hja ykkyr
Kvedja fra Kanari
Fjola og hoddi

Anna Gunnlaugsdóttir

skrifaði þann 05/11/07 klukkan 23:43

Elsku Þórdís og Dúddi
Til hamingju með húsið og allt sem þið eruð að gera.
kveðja
Anna

Elísabet Ósk Ólafsdóttir

skrifaði þann 31/10/07 klukkan 14:13

hæhæ, tok mer loksins tima til að kikja hingað inn og lesa blogginn, búið að vera mikið að gera í skólanum og vinnunni og svona :D en annars gengur bara allt rosalega vel í reykjavikinni og kann alveg svakalega vel við mig herna :D

til hamingju með husið annarsvega hlakka til að koma í heimsokn og spreyta mig í spænskunni þar sem eg er jú að læra hana herna í MK :D
annars er ekki mikið meira að fretta af mer var að skipta yfir a malabraut og er þa a næstu önn að fara læra bæði spænsku og frönsku og er natturulega í ensku og íslensku og þarf að taka einn aukaáfanga í dönsku þannig það er aldeilis raðað uppá mann tungumálunum :D

En bið að heilsa og hlakka til að sja ykkur vonandi fljotlega, koss og knús

-Elísabet

Sunneva

skrifaði þann 21/10/07 klukkan 11:31

Þetta er alveg meiriháttar flott síða hjá ykkur hjúum. Ég vona svo sannarlega að ykkur gangi vel í útlandinu góða. Ekki kemur það mér á óvart að þið farið í slíka reisu enda mikið ævintýra blóð sem rennur í ykkar æðum... eða hvernig sem maður orðar það. Ég á alveg örugglega eftir að vera hér fastagestur. Kær kveðja til ykkar OLEE!!! Kveðjur frá Danmörkinni.

p.s. fallegar myndirnar ykkar. Fjölskyldan er alltaf að stækka og stækka. Ekkert nema falleg og góð börn sem koma frá ykkur;) Þið eruð svo sannarlega rík.

Guðríður Ólafsdóttir

skrifaði þann 11/10/07 klukkan 12:03

Sæl stórfrænka .. gott geymi ykkur í útlandinu , frábært að fá að fylgjast með .
Pápi minn ætlaði að reyna skrif til þín í gær en tölvan klikkaði og nú er læknirinn sem og verkfræðingur fjölskyldunnar komnir i vinnu til að redda málum .. ég er stikkfrí en þau bæði biðja kærlega að heilsa .
Guðríður stórfrænka

anna gunnlaugsdóttir

skrifaði þann 09/10/07 klukkan 23:19

Halló Þórdís og Dúddi!
Mikið er gaman að fylgjast með ykkur og sjá hvað ferðalagið ykkar hefur gengið vel.
Kveðja
Anna

Bára

skrifaði þann 09/10/07 klukkan 10:27

Þórdís mín, til hamingju með allt þetta skemmtilega sem þið upplifið
Flott hjólhýsi og fín heimasíða. Kveðja til Dúdda

Ágústa Óladóttir

skrifaði þann 08/10/07 klukkan 08:20

Sæll Dúddi frændi og Thórdís:)
Takk fyrir sídast og gaman ad sjá hvad allt hefur gengid vel hjá ykkur frá thví ad thid fórud yfir grensuna frá okkur!! Til lukku med allt og gangi ykkur sem best áfram. Bidjum líka ad heilsa Helgu Thyrí:)
Kærar kvedjur
Ágústa,Palli og gaurarnir

Guðríður frænka

skrifaði þann 04/10/07 klukkan 14:27

Elsku Þórdís og Dúddi

Gaman að fylgjast með ykkur og sjá að allt gengur vel. Það var leitt að geta ekki hitt ykkur áður en þið fóruð og kveðja.
Ég vona að þið hafið það mjög gott.

kveðja
Guðríður og Sammi