mánudagurinn 21. janúar 2008

Kanina með möndlusósu

Kanína með möndlusósu
Kanína með möndlusósu
Þessa uppskrift prófuðum við Helga líka í haust. Hún er úr bókinni minni góðu.
Við höfðum aldrei eldað kanínu bara borðað hana á veitingastöðum, þá aðallega með miklum hvítlauk en mér finnst hún mjög góð og minnir svolítið á kjúkling. Kjötið er ljóst og mjúkt.
Ég veit nú ekki hvort það eru seldar kanínur á Íslandi en þið ættuð að prófa þetta ef þið sjáið kanínu í búð, það er alveg þess virði. Nema kannski þeir sem eiga þær fyrir gæludýr.
Í þessum uppskriftum er mikill hvítlaukur en hann er mikið borðaður hér eins og flest ykkar vitið, hann er líka góður við kvefi og ýmsum öðrum hvillum.

Kanína með möndusósu


1 kanína skorin í hæfilega bita
Salt og pipar
1/2 bolli olívuolía
2 laukar saxaðir
5 rif hvítlaukur saxaðir
1 matsk. hveiti
250 gr. matartómatar afhýðaðir og skornir í bita
1 bolli hvítvín
250 ml. vatn
100 gr. möndlur saxaðar
2 greinar Timjan
1 lárviðarlauf
1 matsk. möndluflögur


Nuddið kanínubitana með salti og pipar, og steikið í góðum potti úr olíunni vel á öllum hliðum.
Setjið laukinn og hvítlaukinn saman við og steikið smá stund. Setjið þá hveitið og tómatana út í og hrærið vel.
Síðan hvítvínið og 250 ml. af vatni, timjan, lárviðarlauf og möndlurnar söxuðu, bragbætið með salti og pipar ef vill.
Þetta er síðan soðið saman í 45 mínútur. Áður en þið berið þetta fram takið þá timjangeinarnarog lárviðarlaufið upp úr, og stráið mönduflögunum yfir.
Með þessu höfðum við soðnar kartöflur, tómatsalat og brauð. Og eitthvað gott að drekka.

Tómatar með hvítlauk
1 stór matartómatur afhýðaður og skrorin í sneiðar
4 rif hvítlaukur
2 matsk. vínedik
Salt og pipar
Cumin og paprika bara lítið
4 matsk. ólífuolía
400 gr. venjulegir tómatar

Mixið saman matartómatinn og hvítlaukinn. Setjið síðan edikið, salt , pipar, cumin, paprikuduft og olívuolíuna saman við.
Skerið niður venjulegutómatana og setjið á fat, og hellið tómatmixinu yfir skeytið með persillu.
Mjög gott. Má nota með mörgum mat.