30.05.2008 - 22:42
29.05.2008 - 16:39
Skammt stórra högga á milli
Þar sem orkuboltinn ég þarf alltaf að vera að þá ætla ég að opna mína aðra ljósmyndasýningu nú um helgina. Þar ætla ég að sýna 8 portretta af fólki í undarlegum aðstæðum, svona einhvernvegin þar sem það á ekki heima, að gera það sem það er að gera. Erfitt að lýsa þessu, verið bara að koma og berja þetta augum!
Sýningin verður opnuð á laugardaginn kl: 14:00 í Hamraborg á Ísafirði og er ÞÉR boðið sérstaklega...já og þér líka. Aðdragandinn að þessari sýningu var stuttur og þegar ég var beðinn um að halda hana, þá sagði ég bara jájá, en hafði ekki hugmynd um hvað ég ætlaði að sýna.....mér líkt. En þetta fór allt vel og fólk var mjög jákvætt um að vera á þessum myndum. 3 síðustu myndirnar voru teknar á 3 síðustu dögum þannig að þetta var smá rokk en allt fór vel, eins og í góðri lygasögu bara.
Mig langar að þakka eftirtöldum aðilum ómetanlegan stuðning við vinnslu verkefnisins.
og öllum þeim sem nenntu að pósa fyrir mig!
Svo mun ég pósta seríunni hérna á síðuna fljótlega fyrir ykkur sem komist ekki að skoða.
Sýningin verður opnuð á laugardaginn kl: 14:00 í Hamraborg á Ísafirði og er ÞÉR boðið sérstaklega...já og þér líka. Aðdragandinn að þessari sýningu var stuttur og þegar ég var beðinn um að halda hana, þá sagði ég bara jájá, en hafði ekki hugmynd um hvað ég ætlaði að sýna.....mér líkt. En þetta fór allt vel og fólk var mjög jákvætt um að vera á þessum myndum. 3 síðustu myndirnar voru teknar á 3 síðustu dögum þannig að þetta var smá rokk en allt fór vel, eins og í góðri lygasögu bara.
Mig langar að þakka eftirtöldum aðilum ómetanlegan stuðning við vinnslu verkefnisins.
- Vélsmiðjan Þristur
- Rammagerð Ísafjarðar
- Snerpa ehf
- Jón&Gunna
- Leggur og skel
- H-prent
- Funi
- Ísafjarðarkirkja
- Langi Mangi
- Hjónin á Alviðru
- Baldur P. Hólmgeirsson
- Kómedíuleikhúsið
- Víkingaverkefnið á Þingeyri
- Páll Önundarson
og öllum þeim sem nenntu að pósa fyrir mig!
Svo mun ég pósta seríunni hérna á síðuna fljótlega fyrir ykkur sem komist ekki að skoða.
23.05.2008 - 16:20
Ánægja
Ánægja birtist í mörgum formum, ást, stolti, fjölskyldu og stundum veraldlegum hlutum, en það gerðist einmitt í dag í ljósmynduninni að ég varð mjög ánægður með verk sem ég gerði af eigin áhuga og fékk svo fína viðurkenningu af aðilum sem vinna við Byggðasafnið hérna á Ísafirði. Jón Sigurpáls og Böddi höfðu samband við mig fyrr á árinu og höfðu áhuga á að gera póstkort með myndum sem ég hafði tekið niður í Neðstakaupstað og voru póstkortin að berast mér, en Böddi var svo næs að skutla þeim hingað í vinnuna til mín. Er svo ætlunin að reyna að gera 5 ný á hverju ári og verða myndirnar allar teknar með starf Byggðasafnsins í huga um alla Vestfirði. Einnig fengu þeir myndir frá mér i haus nýrrar vefsíðu sem þeir eru að vinna við og verður opnuð innan tíðar.
Frábært!
Frábært!