10.12.2014 - 09:16

Myndavélalaus :(

Ein af seinustu myndunum sem ég tók
Ein af seinustu myndunum sem ég tók

FJANDINN! Þar kom að því að eitthvað gerðist í mínum myndaævintýrum, en aldrei hef ég skemmt vél....áður! Vélin mín endaði í skafli í gær við vinnu og nú fúnkerar hún ekki, ekki neitt! Sennilega hefur komist í hana bleyta og eitthvað skemmst. Ég er alveg ónýtur yfir þessu þar sem fjárlögin leyfa engin frávik þangað til ég er búinn í þessari blessuðu aðgerð. Að vera myndavélarlaus er eitthvað sem ég get ekki hugsað mér, en góður maður hér í bæ, ætlar að hjálpa mér yfir þær tökur sem ég á eftir fram að jólum með því að leyfa mér að nota sína vél þegar á þarf a halda til að klára það sem maður var búinn að lofa. Auðvitað á maður að eiga backup myndavél, en það hefur bara ekki verið svigrúm til þess síðustu ár á meðan við hjónin erum í námi. Þannig að ekki búast við mörgum myndum frá mér næstu vikur og fram á vor, því þann 16. janúar fer ég í gifs í 3 mánuði og sé ég ekki fram á að geta keypt mér aðra vél fyrr en ég kemst á fætur aftur og get farið að vinna, í vor. Helvítis fóturinn neitar að læknast og ætlar læknirinn að stífa næsta lið fyrir neðan núna. Hérna má lesa slysasöguna mína sem ég skrifaði upp fyrir síðustu aðgerð.

Nú er bara að vona að tryggingarnar bæti mér tjónið, en það vill svo vel til að ég er kaskótryggður. Svo er bara að finna mismuninn og kaupa einhverja ágætis vél :)

11.11.2014 - 14:23

JÓLATILBOÐ - 15% afsláttur til 15. des

Jólatilboð gusti.is
Jólatilboð gusti.is

Þá fer jólatilboðið í gang hjá mér og nú er stefnan sett á smá söfnun. Ljósmyndir eru frábærar gjafir!

 

Þar sem ég er að fara í aðgerð á fæti í fimmta sinn þann 16. janúar næstkomandi, hef ég ákveðið að reyna að safna mér fyrir fartölvu sem ég get unnið á í þá 3 mánuði sem ég er í gifsi og fastur upp í sófa. Þegar maður er í námi og vinnur fyrir sjálfan sig er erfitt að afla tekna á meðan ástandið er svona. Sér í lagi þar sem konan er við ritgerðarsmíð og óvíst með vinnu eftir áramótin. Ef ég hef hinsvegar fartölvu, þá er lítið mál fyrir mig að vinna upp í sófa heima og laus við að leiðast og þá get ég halað inn pening fyrir heimilið. Ef þig hefur einhverntíman langað í mynd eftir mig upp á vegg, eða veist um einhvern sem á það skilið frá þér, þá bið ég þig að nýta tækifærið núna :)

 

Ég hvet fólk til að skoða albúmin mín, flestar myndirnar sem fólk leitar yfirleitt af eru undir Scenes from places safninu og þar má finna möppur frá hinum ýmsu svæðum. Ef ykkur vantar hjálp við valið eða einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hringja í síma 8404002 eða senda mér email - agustatla@gmail.com.

 

Sendið mér svo slóðina á myndina og upplýsingar um stærð á agustatla@gmail.com.

 

A.T.H: Verðin hafa ekki hækkað í 3 ár.

 

Endilega kíkið á tilboðin hérna!

13.05.2014 - 08:13

Endalokin nálgast

Jólamyndin 2012
Jólamyndin 2012

Nú er ég staddur í Sviss hjá honum Snorra félaga mínum og á meðan rigningin beljar á rúðunum og Snorri í vinnunni fór maður að hugsa og líta yfir farin veg. Og skoða hverju hefur verið áorkað og hverjar fórnirnar hafa verið. 

Já það er bara þannig. Undanfarin 4 ár höfum við Hrefna verið í námi, Hrefna leggur stund á lögfræði við Háskólann á Bifröst og ég skellti mér í ljósmyndanám í Danmörku. Námið mitt er lotutengt og þess á milli hef ég starfað á Ísafirði. Saga Líf kom svo með mér vestur síðasta vetur og hóf nám í Grunnskólanum á Ísafirði. Systkinin hafa tekið þessu vel, en alltaf erfitt að kveðjast.

Lífið hefur verið pínulítið flókið fyrir ökkur öll og á stundum hefur þetta reynst erfitt, sérstaklega í lotunum í Danmörku. Það kemur upp mikil heimþrá af og til og núna á endasprettinum hefur mér þótt þetta erfiðara en áður. En þessu líkur öllu í sumar, svona að mestu. Hrefna líkur meistaranáminu í endaðan júní og þá kem ég heim líka. Þá eigum við bæði eftir lokasprettinn, en hjá Hrefnu felst það í ritgerðarskrifum og í gær skilaði hún inn umsókn til meistararitgerðarskrifa, vá, það er sko fullorðins! Ég verð svo heima fram í febrúar og tek þá sveinsprófið mitt í seinustu lotunni, sem spannar 5 vikur. Hrefna útskrifast á sama tíma. Þá erum við búin!

 

Stefnan er sett á fluttninga vestur og höfum við fengið hús til leigu á Engjavegi 24. Sem er hús Afa&Ömmu, og líka húsið sem við Hrefna kysstumst fyrsta kossinn og hófum svona eiginlega sambúð fyrir 12 árum, allavega höfum við deilt húsi saman síðan þá :) Sverrir ætlar svo að koma og vera hjá okkur næsta vetur og ganga í MÍ. Þannig að þá verðum við öll sameinuð!

 

Það er gott að hugsa um allt þetta í miðri lotu, endalokin nálgast, sem þíðir aðeins eitt!

 

Nýtt upphaf!

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun