19.03.2008 - 12:28

Ljósmyndasýningar

Ein myndana á sýningunni á Langa manga
Ein myndana á sýningunni á Langa manga
Mig langar bara til að hvetja alla sem vetlingi geta valdið að mæta á mína fyrstu ljósmyndasýningu á Langa Manga í dag kl: 17:00. Sýndar verða 12 landslagsmyndir prentaðar á striga í stærðinni 50x70cm. Svo kl: 18:00 hefst mín önnur ljósmyndasýning, en það er samsýning áhugaljósmyndara og er sú sýning haldin í Edinborgarhúsinu. Báðar sýningarnar standa yfir alla páskana, sem btw verða algert dúndur. Bærinn er að fyllast af fólki og Skíðavikan að fara á fullt skrið. Nógur snjór er á skíðasvæðinu og er fullt að gerast hér og ber þar helst að nefna Aldrei fór ég suður rokksúpuna.

Rokk og ról!
17.03.2008 - 10:47

36

Sá forni
Sá forni
Já það er gaman að eldast, en í dag ku ég verða 36 ára gamall. Ekki degi eldri en 26 í huganum og þar er ég jafn gamall minni heittelskuðu Hrefnu. Ég held að dagurinn í dag verði góður þó mikið sé að gera. Er að undirbúa 2 sýningar og gengur það bara furðu vel. Einnig er strembinn dagur í vinnunni í dag, en ég er að fara að kynna vefkerfið okkar fyrir hugsanlega stærsta kúnna sem við gætum náð í hérna fyrir vestan. Þetta er líka verkefni sem mig hefur alltaf langað að gera og skulum við vona hið besta. En nóg um það.

Allar heillaóskir með afmælisdaginn óskast svo í athugasemdarkerfið bara :)
16.03.2008 - 14:33

Gústi

Ég sjálfur að pússa myndir og ramma saman. Mynd Dagný Þrastar
Ég sjálfur að pússa myndir og ramma saman. Mynd Dagný Þrastar
Fór í gær og setti myndir á álplötur fyrir sýninguna í Edinborgarhúsinu, en þar sýni ég 4 umhverfisportretta. Vil nota tækifærið og þakka Dagný Þrastar fyrir afnotin af rammagerðinni hennar, en hún gerði mér verkið mun auðveldara.

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun