30.03.2008 - 00:27

Sverrir

Saklausi Sverrir
Saklausi Sverrir
1 af 2
Sverrir var í heimsókn hjá okkur um páskana. Það er alveg frábært þegar bæði börnin mín eru í húsi og líður mér sjaldan betur. Saga litla dýrkar þennan dreng og skríkir hátt og snjallt þegar hún sér hann eftir langan tíma, enda er hann mjög góður við litlu systur sína.
Sverrir brallaði ýmislegt yfir páskana og held ég að hann hafi eignast nýtt áhugamál, en Kalli frændi hans tók sig til og kenndi drengnum á bretti og held ég að það sport sitji svolítið í þessum fjöruga dreng. Allavega ætlum við Hrefna, Hafdís og Davíð að splæsa í græjur fyrir hann í sumar svo hann eigi sitt eigið stuff næsta vetur, en hann fékk græjur hingað og þangað um páskana.
Sverrir er nú farinn suður og orðið tómlegt á efri hæðinni hjá okkur. En hann kemur aftur í sumar eins og venjulega og þá verður gaman.

Læt fylgja með 2 myndir sem við tókum um páskana, en litla fjölskyldan skellti sér í stúdíó saman.

Takk fyrir páskana Sverrir Úlfur.
29.03.2008 - 21:14

Svona gerir mašur ekki, Saga Lķf

Canon EOS 5D - 24-105mm L @ 1/100 sek og f/13 - 97mm ISO100
Canon EOS 5D - 24-105mm L @ 1/100 sek og f/13 - 97mm ISO100
Fórum í göngutúr í sjoppuna í dag, en í dag er nammidagur. Ekki gat Saga beðið því hún varð að smakka á ökutæki voru....
20.03.2008 - 20:56

Anna Marķa

Canon EOS 5D - 24-105mm L @ 1/80 sek og f/10 - 24mm ISO800
Canon EOS 5D - 24-105mm L @ 1/80 sek og f/10 - 24mm ISO800
Fór í skírn í dag til vina minna Ragga og Mæju. Falleg athöfn sem var haldin heima hjá þeim. Langaði að pósta þessari mynd því mér finnst svipurinn á séra Magnús óborganlegur og Sara, eldri dóttirin er með lokuð augun og virkar þetta skemmtilega saman einhvernvegin. Sú litla heitir Anna María, til hamingju með þetta kæru vinir!

Landslag

Portrait

Auglżsingaljósmyndun