06.11.2012 - 12:09

Grænlandsferð 2010 - Dagur 4 - Slideshow

Forvitnir Kúlusúkkarar
Forvitnir Kúlusúkkarar

Jájá áfram gengur þetta með myndvinnslu á grænlandsmyndum. Er á meðan er :) Hérna kemur seinasti dagurinn í mannabyggðum. Þessi syrpa er frá bænum Kulusuk og stoppuðum við þar á meðan við biðum eftir farþegunum, en flugvöllurinn er staddur þarna fyrir ofan bæinn. Við Rúnar lentum einmitt þarna fyrir 3 dögum. Þessi bær er svolítið spes, kirkjugarðurinn er eiginlega inn í bænum og er það fyrsta sem þú sérð ef þú kemur frá flugvellinum. Þarna búa um 300 manns. Það var afar áhugavert að ganga þarna um og mynda, og væri ég til í að koma þarna um vetur líka, einhvern daginn.

Hérna má svo sjá hina dagana 3 í safninu:

Smellið svo á Meira til að skoða slideshow!


Meira
05.11.2012 - 20:10

Grænlandsferð 2010 - Dagur 3 - Slideshow

Mér var sagt að klappa ekki hundunum, ég fór eftir því.
Mér var sagt að klappa ekki hundunum, ég fór eftir því.

Nohh strákurinn bara í stuði. Fór að fletta þessum myndum svolítið og minningarnar sem flæða um hugann eru skemmtilegar. Þetta var ómælanleg reynsla, að fá aðeins að líta inn í þorpslíf á austur Grænlandi. En hvar sem maður gekk um þarna, tók á móti manni brosandi fólk. Ég er enn staddur í Taasilaq eins og á degi 2.

 

Það ringdi svo mikið þennan dag að myndavélin mín dó um miðjan daginn. Ég fékk sjokk þá, því hún var bara drukknuð! En ég skaust niður í skútu og skellti henni á ofn í 3 tíma og viti menn, hún hrökk í gang aftur og hefur ekki klikkað síðan, hef ekki einu sinni látið kíkja á hana :)

Maður ætti kannski ekki að segja frá þessu, en ég gleymdi vatnshelda, sérsmíðaða pokanum utan um vélina....í skútunni!

 

En dagarnir á Grænlandi voru 17, dagur 3 fylgir hérna með í slideshowi, smellið á Meira!


Meira
04.11.2012 - 09:45

Grænlandsferð 2010 - Dagur 2 - Slideshow

Grænlenskir herramenn gera að feng dagins
Grænlenskir herramenn gera að feng dagins

Ég fór til Grænlands árið 2010 með Borea Adventures. Þessi ferð var alveg einstök upplifun fyrir mig, ein af þeim stærri í mínu lífi, svona kannski fyrir utan fæðingu barnanna minna og að kynnast konu minni. Þetta var 17 daga ferð til austurstrandar Grænlands, skútuferð með kayakívafi.

Ferðin var þannig sett upp að við flugum til Kulusuk og silgdum svo heim, en hópurinn á undan silgdi til Grænlands, og flaug svo til Íslands. Á meðan ferðinni stóð skrifaði ég dagbók og tók auðvitað fjölda mynda, og eins og ljósmyndarar kannski kannast við, að þá á maður nokkrar óunnar myndir á hörðum diskum. Þetta vill gerast ef maður fer ekki strax í að vinna þetta, en núna er ég að taka dag og dag í að vinna þetta og kláraði ég dag 2 í gær, þannig að ég á 15 eftir :)

 

Hérna má sjá dag 1, en ég læt dag 2 fylgja með hérna í slideshowi. Smellið á Meira til að skoða.


Meira

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun