17.11.2012 - 13:17

Fjölskyldumyndataka

Á Spáni er gott ađ synda og pósa!
Á Spáni er gott ađ synda og pósa!

Þá er komið að því, við fjölskyldan erum að fara í myndatöku! Ætlum að skreppa til hans Gústa í....nei heyrðu....það er ég...

 

Okkur finnst gaman að gera fjölskyldumyndir af og til og það er alveg bannað að hafa þær venjulegar eða hefðbundnar. Nota tækifærið því við erum öll 5 heima þessa helgina, en hann Sverrir er hérna. Að vísu sést lítið til eiginkvendisins, það eru að koma jól....nei....próf!

Núna ætlum við á flott location og það eina sem ég get sagt þér er að það verður eldur á myndinni! Það er gaman að setja eitthvað svona upp fyrir sjálfan sig og leika sér aðeins, mig hlakkar til!

 

Læt hérna flakka með mynd frá 2009, en hún einmitt rataði í jólakortið það ár, vonandi endar þessi í rafrænu jólakorti sem verður sent út 2012 :)

14.11.2012 - 10:13

Tilbođ á strigaprentun - Nú er tćkifćriđ!

Ég ákvað að skella í gott tilboð á strigaprentun til að hífa upp tekjurnar þennan mánuðinn, en þegar maður er orðinn sjálfstæður atvinnurekandi lendir maður í tekjuleysi ef eitthvað kemur fyrir eins og gerðist hjá mér núna :) Hef fengið svo mikið af fyrirspurnum í gegnum tíðina og ákvað að gefa fólki gott tækifæri á að kaupa sér mynd nú eða gefa í gjöf. Fátt skemmtilegra en að eiga eða gefa heimahagana til upphengingar. Ég vona að fólk eigi eftir að nýta sér þetta, en fyrirspurnir eru byrjaðar og er það gaman.

 

Ég hvet fólk til að skoða albúmin mín, flestar myndirnar sem fólk leitar yfirleitt af eru undir Scenes from places safninu og þar má finna möppur frá hinum ýmsu svæðum. Svo má smella hér til að sjá verðskránna og allar upplýsingar, nú eða á þessa fínu auglýsingu hérna að ofan og þá smella tvisvar!

 

Svo ætla ég að malla saman einhvern Facebook leik og veita verðlaun, eina 30x40cm mynd að eigin vali. Mig langar ekki að gera svona líka, kvitta, deila leik því mér hefur þótt þeir þreytandi. Ef einhver er með góða hugmynd hvernig maður setur svona leik fram á feisinu, endilega speak up í commentunum hér að neðan.

 

Nú myndi ég þiggja Like frá þér hérna að neðan, þá fær þetta góða dreifingu á Facebook, takk takk!

09.11.2012 - 10:30

Slysasaga - Uppgjör

Hjóliđ sem gekk frá mér
Hjóliđ sem gekk frá mér
1 af 21

Ég hef ákveðið að skrifa hér sögu mína, um slys sem að ég lenti í árið 2000. Ég fæ margar spurningar um þetta og oft hef ég þurft að útskýra ýmsa hluti sem tengjast þessu og ég held að það sé best að taka þetta saman hér og gera þetta upp, fyrir sjálfan mig. Það er tilkomið vegna þess að nú var ég í 6. aðgerðinni vegna þessa slyss og fór hugurinn að leita aftur, um þennan tíma, sem hefur verið mér frekar erfiður. Ég hef þó passað mig á að gefast aldrei upp, heldur halda alltaf áfram.

 

A.T.H: Myndirnar sem fylgja með eru alls ekki fyrir viðkvæma!


Meira

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun