06.12.2012 - 15:19

Vestfirskir listamenn&lífskúnstnerar

Elfar Logi leikari
Elfar Logi leikari

Ég er að vinna í verkefni sem ber nafnið Vestfirskir listamenn&lífskúnstnerar, og er búinn að vera að vinna í því síðan 2011. Maður ætlar oftast of lítinn tíma í svona, ætlaði í rauninni að vera búinn að þessu, en eins og vill gerast, þá gefst ekki alltaf sá tími sem maður vildi hafa. Það getur verið erfitt að búa á einum stað, vinna í öðrum landshluta og stunda skóla í öðru landi :)

 

En ég er alltaf að vinna í þessu verkefni, og tek myndir af og til af góðu fólki og alltaf er að bætast við flottir listamenn&lífskúnsterar, en af þeim er nóg á Vestfjörðum.

 

Hérna er smá úrtak úr fréttatilkynningu sem ég sendi út í upphafi verkefnisins.


Meira
29.11.2012 - 13:28

Íslenskir ljósmyndarar - Ari Magg

Vefur Ara Magg
Vefur Ara Magg

Ari Magg er frábær auglýsingaljósmyndari, eiginlega bara einn sá skemmtilegasti og flottasti á íslenska markaðinum. Því miður hef ég ekki fundið mikið efni eftir Ara þar sem hann er með persónulegt stuff, þannig að ég veit lítið um hans persónulegu ljósmyndun og bara það sem hann er að sýna frá vinnunni sinni.

Ari er með magnaða vefsíðu sem þægilegt er að skoða og er troðfull af virkilega vel útsettum auglýsingaverkefnum. Þarna er allt spot on, og má vel sjá við skoðun, að hann á rosa mikið af þeim auglýsingamyndum sem maður er að sjá í blöðunum, bæklingum og jafnvel í sjónvarpinu, en Ari fæst við að skjóta video líka.

 

Ótrúlegur ljósmyndari, farið og gleymið ykkur um stund á magg.is! Einnig má gleyma sér á arimagg.com!

 

Svo hef ég heyrt því fleygt að hann sé með heimsins besta aðstoðarmann, en hann kemur næstur í þessari bloggseríu minni um íslenska ljósmyndara :)

25.11.2012 - 11:52

Facebook - Að Like-a eða ekki Like-a

Ég lokaði Facebook aðganginum mínum um daginn. Var þetta partur af meistaramánuðsátaki, en ég setti mér þetta takmark því ég var orðinn eitthvað þreyttur á hávaðanum í Facebook. Með því að segja hávaði, meina ég að mér fannst þetta orðið áreiti og má segja að þetta hafi líka verið mér sjálfum að kenna, ég var með allt of marga "vini", og margir af þeim voru bara að skoða hjá mér myndir og ég þekkti þá ekki neitt. Þannig að newsfeedið mitt var oftast fullt af statusum og skoðunum hjá fólki sem ég þekkti ekki. Maður hefði líka getað sett "hide" á fólk til að sjá ekki hvað kom frá þeim, en einhvernveginn komst ekki upp á lag með það, fannst líka einhver óvirðing falin í því, og samviska mín leyfði mér ekki heldur að henda þeim af vinalistanum :) Reyndi einu sinni að taka til á vinalistanum en fékk alltaf hálfgerðann móral.

 

En satt best að segja, að þá var þetta kærkomin hvíld, þessi meistaramánuður, svo góð að hún leiddi af sér ákvörðun...


Meira

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun