Ferðalagið heim með bílinn I
Þá erum við komin til Þýskalands eftir mikinn akstur hingað. Það var farið frá Mudamiento á laugardaginn 28. apríl og keyrt alla leið á hraðbraut í 8 tíma til bæjar sem heitir Empuriabrava á norðaustur Spáni. Þar þekkjum við gott fólk sem bauð okkur að gista hjá sér. Það var vel tekið á móti okkur og miklar krásir á borðum eins og húsfreyjuni einni er lagið. Daginn eftir var okkur boðið í bátsferð um kanalana sem liggja þarna um allan bæinn. Þarna er svakalega fallegt, stór og flott hús og mikið af allavega flottum bátum og snekkjum. Við fórum líka til bæjar sem heitir því fallega nafni Roses. Þar byggist líka lífið á svona bátaútgerð af öllum toga. Takk kærlega fyrir okkur kæru vinir Þóra og Stefán.
Mánudaginn 30. apríl fórum við svo áleiðis til Frakklands þar sem við vorum búin að ákveða að gista eina nótt. Á leiðinni var ágætisveður til að byrja með en þegar leið á daginn byrjaði að rigna eins og hellt væri úr fötu, og þannig var það bara þangað til við áttum stutt eftir til Pont d´Ain, en það er lítið og skemmtilegt þorp norðan til við Lyon. Þar gistum við eina nótt. Hótelið er gamalt en voða þrifalegt, góð rúm og þægilegt ungt fólk sem rekur það. Þegar við komum þangað skein sólin og klukkan orðin 5 við drifum okkur í sturtu og ætluðum út að ganga og skoða bæinn, en nei nei, þegar við komum niður í lobbý var rigningin búin að ná okkur svo við fórum á barinn og fengum okkur bjór og rauðvín til að vita hvort ekki hætti að rigna.En Það rigndi stanzlaust. Svo við fórum og fengum okkur að borða á stað sem var opinn og fengum okkur ítalskan mat voða góðan en rándýran. Það merkilega við þessa rigninu er að fyrir 5 árum þegar við keyrðum gegnum Frakklandi til Spánar þá ringdi á hverjum degi í 7 daga á meðan við vorum að keyra næstum þessa sömu leið. Frakkland er ekki gott fyrir okkur Dúdda alltaf rigning eins og það er fallegt þarna og gaman að sjá. En við förum líklega ekkert þarna um á næstunni.
1. maí vöknuðum við sem sagt í litlu þorpi í Frakklandi við fórum í morgunmat kl. 7 ,30 tókum daginn snemma, þegar við vorum að koma út þá voru litlir krakkar eða svona um 10 ára að selja litla blómvendi en það tíðkast í þessu litla þorpi að mennirnir kaupi svona vönd fyrir konurnar sínar, ég keypti nú bara minn sjálf, Dúddi var að koma farangrinum fyrir á meðan. Þetta var mikill akstur um 8 tíma, engin rigning bara skíað og gott veður.
Og leiðin lá hingað til Gross Grau til Óla, Gíslu og Hörpu hér var 25 stiga hiti og sól.
Nú erum við búinn að keyra ca 1850 km og erum líklega hálfnuð upp til Randers til Sissu og Óla.
Það er ekki ákveðið hvenær við förum héðan þetta er svo yndislegur staður og gott fólk að vera hjá.
Eigið góða daga og bjarta.
Mánudaginn 30. apríl fórum við svo áleiðis til Frakklands þar sem við vorum búin að ákveða að gista eina nótt. Á leiðinni var ágætisveður til að byrja með en þegar leið á daginn byrjaði að rigna eins og hellt væri úr fötu, og þannig var það bara þangað til við áttum stutt eftir til Pont d´Ain, en það er lítið og skemmtilegt þorp norðan til við Lyon. Þar gistum við eina nótt. Hótelið er gamalt en voða þrifalegt, góð rúm og þægilegt ungt fólk sem rekur það. Þegar við komum þangað skein sólin og klukkan orðin 5 við drifum okkur í sturtu og ætluðum út að ganga og skoða bæinn, en nei nei, þegar við komum niður í lobbý var rigningin búin að ná okkur svo við fórum á barinn og fengum okkur bjór og rauðvín til að vita hvort ekki hætti að rigna.En Það rigndi stanzlaust. Svo við fórum og fengum okkur að borða á stað sem var opinn og fengum okkur ítalskan mat voða góðan en rándýran. Það merkilega við þessa rigninu er að fyrir 5 árum þegar við keyrðum gegnum Frakklandi til Spánar þá ringdi á hverjum degi í 7 daga á meðan við vorum að keyra næstum þessa sömu leið. Frakkland er ekki gott fyrir okkur Dúdda alltaf rigning eins og það er fallegt þarna og gaman að sjá. En við förum líklega ekkert þarna um á næstunni.
1. maí vöknuðum við sem sagt í litlu þorpi í Frakklandi við fórum í morgunmat kl. 7 ,30 tókum daginn snemma, þegar við vorum að koma út þá voru litlir krakkar eða svona um 10 ára að selja litla blómvendi en það tíðkast í þessu litla þorpi að mennirnir kaupi svona vönd fyrir konurnar sínar, ég keypti nú bara minn sjálf, Dúddi var að koma farangrinum fyrir á meðan. Þetta var mikill akstur um 8 tíma, engin rigning bara skíað og gott veður.
Og leiðin lá hingað til Gross Grau til Óla, Gíslu og Hörpu hér var 25 stiga hiti og sól.
Nú erum við búinn að keyra ca 1850 km og erum líklega hálfnuð upp til Randers til Sissu og Óla.
Það er ekki ákveðið hvenær við förum héðan þetta er svo yndislegur staður og gott fólk að vera hjá.
Eigið góða daga og bjarta.