Ţórdís Guđmundsdóttir | ţriđjudagurinn 31. janúar 2012

Pálmar og kartöflur

Pálminn enn í horninu og blómiđ líka og nýjir fuglar á vegginn
Pálminn enn í horninu og blómiđ líka og nýjir fuglar á vegginn
« 1 af 12 »
Það er nú svo sem ekki frá miklu að segja núna, en þó er alltaf eitthvað að ske hér í kringum mann og ýmislegt dútlað.
Kuldaboli hefur verið aðeins að líta við þá sérstaklega á nóttunni og þá er hann lengi að fara úr húsinu á morgnana, en hann hverfur alveg um miðjan daginn því þá er of heitt á hann en svo læðist hann inn aftur á kvöldin og þá verður að fara að kveikja upp í arninum eða á gasofunum. Dagurinn er því oft stuttur hjá manni því manni finnst voða gott að kúra lengi í heitu rúminu svo dagsverkið er stutt, en það er allt í lagi því ekkert er kaupið.
Við tókum okkur nú til um daginn og gáfum Fermín pálmann sem verið hefur hér í patíóinu hjá okkur hann var voða sætur og lítill þegar við keyptum hann, en hann var orðin ansi stór og digur svo við urðum að fjarlægja hann. Fjölskyldan var voða ánægð að fá svona fallegan pálma svo það var drifið í að flytja hann einn daginn. Fermín kom og hjálpaði til og var búinn að grafa holu fyrir hann hérna undir vegg hjá sér svo við getum alltaf fylgst með honum það verður gaman að sjá hann stækka. En það er nú tómlegt í horninu því hitt blómið fór líka út. Þarna ætlum við að setja annað mósaíkborðið og stól og sitja þarna í sólinni snemma á vorin og seint á haustin. Dúddi er nú að mósaika í holuna.
Svo einn daginn fór hann með Fermín að hjálpa honum að setja niður kartöfur og er svolítið öðruvísi útsæði sem hann notar hann tekur stórar kartöflur og brytjar þær niður og búmm svo koma bara kartöflur úr þessu. Við höfðum nú aldrei séð þetta áður en þetta er víst gert í Þykkvabæjnum segir Rut okkur hún er þaðan. Þetta leit samt allt bara vel út og voru þeir enga stund að þessu Fermín var reyndar búinn með hálfan garðinn þegar Dúddi kom út. Hann er bara svo slæmur í bakinu kall greyið enda engin furða eins og þeir standa við öll verk . Gaman að því að hann sendi Dúdda inn til sækja mig til að taka myndir af þeim, eins og við reyndar gerum alltaf þegar eitthvað er um að vera. Hann fylgist greinileg vel með öllu sem við gerum.
Annars er nú ekki mikið að frétta jú við erum að fara á þorrablót með íslendingum á föstudaginn og verða þar um 50 manns maturinn kemur frá Íslandi og hlakkar okkur mikið til að fá að smakka smá súrmat sérstaklega punga, bara að það komi nú nóg af þeim, það vantaði á þá í fyrra. Svo erum við að fara til Madrid 14 febrúar með Helgu og Gumma, að halda uppá afmæli og þar verðum við í 3 daga. Mikið hlakka ég til að fara þangað í fyrsta sinn það verður tekið á móti okkur með pompi og prakt af frænku okkar Jakobínu sem þekkir allt í Madrid. Þið fáið ferðasöguna síðar.
Eigið góða daga á þorra og borðið ekki yfir ykkur af þorramat.
Ţórdís Guđmundsdóttir | föstudagurinn 20. janúar 2012

Bóndadagur

Húsráđendur og gestir í veislunni
Húsráđendur og gestir í veislunni
« 1 af 6 »
Góð fyrirsögn en annars lítið um bóndadag að segja hér á Spáni. Hér ætti annars að vera til bóndadagur því hér er svo mikið af bændum ætli það sé ekki næstum helmingur þjóðarinnar sem býr í sveitum og annar helmingur af því séu bændur. Allaveg hér í kringum okkur eru fullt af þeim sem rækta alskonar grænmeti, og eru einnig bæði með asna, hænur, hana, kanínur og bara nefndu það. Hér í dag er svo 18 stiga hiti yfir miðjan daginn og hægt að halda fína veislu í garðinum, ekki skjálfa úr kulda og komast ekki lönd eða á strönd. Segi nú svona, en mig langar nú ansi mikið í þorramat, hákarl, súrmat sérstaklega punga en hangikjötið á ég og verður eldað á þorra. Bóndinn á þessum bæ fær lambalærissneiðar,sem hann ætlar sjálfur að grilla, spænskar að vísu með bernaisesósu, steiktum sveppum og salati, hljómar bara vel og ef hann er stilltur fær hann rautt í glas. Hann var nú að koma úr hlaupatúrnum sínum en hann er farin að hlaupa smá á hverjum degi svona til að halda sér ungum og hressum heheh, eins og hann sé það ekki.
Við sátum bara úti í dag, ég var að prjóna lopapeysu og Dúddi las fyrir mig uppúr ensku dagblaði voða kósý við vorum búin að taka  húsið í gegn skúra, skrúbba og bóna svo nú er voða fínt hjá okkur. Það hefur verið svo kalt að við höfum varla nennt að þrífa almennilega.
Það var gaman að sjá kellurnar úr Mudamiento í dag þegar þær fóru í sinn daglega göngutúr þær voru flestar með regnhlíf því það má ekki skína sól á andlitið, sólin var nú samt farin að lækka á lofti, annað en við Íslendingar sem ekki meiga sjá sólageisla þá er rifið sig úr fötunum og glennt upp í sólina, en hér passa þær sig kellurnar að hrukkurnar komi ekki of fljótt.
Á síðasta laugardag var okkur boðið í veislu til Helgu og Gumma í nýja húsið með vinum okkar Hörpu, Vishnu, Felí og Heladio það var auðvitað mikið fjör og mikið gaman eins og venjulega og bæði töluð spænska og íslenska og líka öllu ruglað saman voða fjör.
Það eru nú fáar myndir settar inn núna en það koma nokkrar úr veislunni eins og vant er.
Það er alltaf jafngaman í skólanum og gengur bara vel er komin í nýjan bekk svo nú erum við fjögur.
Miklar fréttir, við erum búin að panta farið heim, við komum með norrænu frá Danmörku, ætlum loksins að koma heim með bílinn, það er búið að standa til lengi, en hann mátti vera hér í 6 mánuði en er búinn að vera í 4 ár. Við förum svo þaðan 12 maí og verðum komin heim 16. maí. Svo veislan hans Dúdda verður bara á ferðalagi um Evrópu eða bara í Randes hjá Sissu og Óla Páli.
Eigið góða daga á Þorra.
Ţórdís Guđmundsdóttir | miđvikudagurinn 11. janúar 2012

11. janúar 2012

Kirkjukórinn og orgelleikarinn á ţrettándanum
Kirkjukórinn og orgelleikarinn á ţrettándanum
« 1 af 10 »
Það er kominn 11. janúar.Mikið ósköp líður tíminn hratt, það er eitthvað svo stutt síðan við komum hingað út. Það hefur líka verið ansi mikið að gerast hjá okkur í lok síðasta árs. Það verður að segjast að það var alveg yndislegt ár í alla staði. Vonandi verður þetta ár eitthvað í líkingu við það, fer nú ekki fram á meira.

Í síðasta bloggi sagði ég frá öllu brokkolíinu sem við fengum þá af heilum akri og sem nú er búið að riðja burtu. Nú höfum við fullan akur af kartöflum sem við meigum ganga í og er Dúddi búinn að fara og tína tvo fulla poka bæði fyrir okkur og vini okkar hér nálægt. Ótrúlegt að svona skuli vera farið með matinn en enginn vill kaupa þetta á góðu verði og þá bara rutt burt.
Nú er Dúddi búinn að klára vinnuna í gamla húsinu og gekk það allt vel. Við vorum þar fram á sunnudag. Fórum í íslenska jólamessu sem haldin var í norsku kirkjunni á þrettándanum og kom presturinn frá Íslandi til að messa. Þetta var hátíðleg stund með mörgum landanum. Dúddi fór í kórinn ásamt Unnsteini og fleirum og gekk þetta voða vel hjá þeim öllum og tókst söngurinn vel. Við fórum með Unnsteini og Rut til kirkju og fengum svo voða fínar vöfflur og smákökur á eftir og að sjálfsögðu kaffi og te.
Á eftir buðu þau hjónin okkur í kvöldmat og vorum við þar fram eftir kvöldi og áttum góða kvöldstund með þeim. Takk fyrir góðu vinir.
Daginn eftir fórum við svo að skoða útsölur í Elche og var ansi margt fólk í mollinu það var varla hægt að þverfóta og biðraðir við kassana ótrúlega langar. Það var nú ekki mikið keypt en við skoðuðum. Hávaðinn var svo mikill fyrir okkur Íslendinga sem eigum ekki að venjast öllu þessu fólki og hávaðanum að við fórum bara fljótt heim aftur. Helga og Gummi voru með okkur og var ákveðið þar sem allir voru oðnir svangir að fara út að borða um kvöldið sem var gert og fundum við skemmtilegan Ítalskan veitingastað með góðum mat og íslenskri þjónustustúlku sem var nú ansi mikil tilbreyting. Á eftir kíktum við á bar þar sem unglingahljómsveit var að spila og þar eins og annarsstaðar hér á Spáni var hávaðinn gífurlegur svo það var stoppað stutt þar.
Á sunnudag fórum við svo hingað heim aftur. Ég þarf að stunda skólann og í síðasta tíma var ég bara með einkakennslu þar sem enginn mætti í skólann af þeim sem eiga að vera í sama tíma og ég. Og nú er búið að breyta tímanum nú fer ég á miðvikudögum, vonandi ekki í margra manna hóp þetta hefur verið svo fínt, að ég hef næstum verið í einkatímum í vetur. Hún er svo skemmtileg kennarinn minn. Hana langar til að koma til Íslands, hún var að spurja hvort það vantaði ekki spænskukennara á Íslandi, hún er búinn að fara til Englands að læra ensku og talar hana mjög vel.
Nú er verið að baka Dísudraum sem á að vera eftirréttur á laugardag í veislu sem við förum í hjá Helgu og Gumma.
Var að fá góða uppskrift af brokkolísúpu sem ég ætla að elda á eftir hlakka til að smakka hana.
Eigið góða daga í snjónum á landinu kalda.
Ţórdís Guđmundsdóttir | miđvikudagurinn 4. janúar 2012

2012

Appelsínuţjófarnir, Magni, Dúddi og Anna Ţóra
Appelsínuţjófarnir, Magni, Dúddi og Anna Ţóra
« 1 af 12 »
þá er það komið árið 2012, og hvað skildi það bera í skauti sér.? Ferðalög, barnabörn, glaum og gleði, annars er það svo margt sem það hefur uppá að bjóða að það er best að vita ekkert af því, það á bara að koma manni á óvart. Vonandi verða bara allir við góða heilsu og hafa það gott.

Gamla árið kvöddum við með góðum gestum Önnu Þóru og Magna en þau voru á heimleið frá Garrucha til Íslands og ætla að taka einn mánuð í það, fyrsti viðkomustaður þeirra var hér hjá okkur. Við náðum í þau til Orihuela á föstudagskvöldið. Á laugardagsmorgun fórum við svo á markað í Almoradí og ráfuðum þar um og við Anna Keyptum okkur skó fyrir kvöldið stóðumst það ekki að fá fína skó fyrir 5 evrur, hún svarta en ég rauða svaka flotta með háum hæl og vitið, ég gat verið í þeim í 4 tíma alveg heimsmet held ég hjá mér, ég fílaði mig eins og Victoria Beckham hlaupandi á háum hælum.
Það var ákveðið að hafa fisk í matinn á gamlárskvöld og er það mjög fátítt hjá mér allavega, en við vorum með graflax sem Anna útbjó og svo vorum við með skelfiskréttinn minn og ostaköku í eftirrétt.
Þetta var alveg yndislegt kvöld horfðum á skaupin bæði íslenska og þetta spænska og var gaman að því. Við þurftum ekkert að skilja því þetta var allt svo leikrænt að það þurfti bara að horfa og þá var skellihlegið alveg drepfyndið þetta spænska, er ekki dómbær á þetta íslenska þar sem maður er lítið inn í málum þar.
Á nýársdag fórum við til Alicante að sækja bíl fyrir Magna og Önnu og svo fórum við í nýjársboð til Hörpu og Vishnu og þar voru allir ættingjarnir hér á Spáni og var mikið fjör og gaman og góður matur eins og alltaf hjá þeim hjónum. Anna og Magni fóru svo snemma næsta morgun til Barcelona og þaðan til Ítalíu og þar verða þau í 10 daga.
Hér er sól og gott veður alla daga og miklu betra en í fyrra, það er hlýrra á nóttunni og það þarf ekki að kynda húsið eins mikið og þá. Núna höfum við rétt við bæjardyrnar hjá okkur heilan stóran akur  fullan af brokkoli sem við megum ganga í eins og við viljum. Bóndinn fær svo lítið fyrir að selja það að það verður bara rutt burtu, alveg svakalegt að sjá þetta. Manni verður bara hugsað til allra þeirra sem ekki eiga neitt að borða og þurfa að fá í sig eitthvað af vítamíni sem er í þessu fína brokkoli. Vildi óska að ég gæti sent ykkur eitthvað af þessu. Nú borða ég þetta í hvert mál. Brytja niður brokkoliið set í skál og svo í örbylgjuofnin í svona 3-4 mín. og þá er það mjúkt og fínt. Fermín kom og sagði okkur frá þessu, ég held að bóndinn fái 10 centimos fyrir kílóið sem er bara ekki neitt. En þetta skeður líka með sítrónur og margt annað sem er offramboð af.
Dúddi var svo að hjálpa Fermín að saga niður tvö stór tré eða kollinn af þeim þau vaxa svo mikið yfir sumarið og veita skugga fyrir sólinni, síðan nota þeir greinarnar af þeim til að hita grillið, allt notað hér.
Nú erum við að fara í gamla húsið í nokkra daga að klára það sem eftir var þar, ætlum í Íslenska messu á föstudaginn og klára jólin.
Eigið góða daga.
Ţórdís Guđmundsdóttir | föstudagurinn 30. desember 2011

Gleđilegt nýtt ár

Mynd frá Bélen í Almoradí
Mynd frá Bélen í Almoradí
« 1 af 10 »

Gleðilegt nýtt ár


og farsælt komandi ár


Takk fyrir gamla árið




Feliz anos nueve




Jólin hafa gengið áfallalaust fyrir sig hér hjá okkur fyrir utan mikið át af góðum mat. Á aðfangadag vorum við hjá Palla og Öddu ásamt ættingjum mínum og góðum vinum. Helga og Gummi voru svo heppinn að þau fengu Þóru dóttir sína og fjölskyldu óvænt hingað út sem var auðvitað voða gaman hjá þeim. Óðinn sonur þeirra var komin aðeins á undan og svo kom Klara dóttir Þóru hingað frá Barcelona þar sem hún er aupair. Harpa og Vishnu voru með okkur líka svo þetta voru um 13 manns. Pakkaflóðið var mikið og hafði Fríða Dröfn mikið að gera við að lesa á pakkana hún er 7 ára og fannst stundum erfitt að lesa skriftina.
Í mat fengum við hamborgarhrygg frá Íslandi, kalkún frá Spáni og íslenskan ananasfrómas í eftirrétt þennan sem ég hef haft öll mín jól. Þetta var allt voðalega gott og vel eldað alveg dásemd.
Við girstum svo hjá Palla og Öddu um nóttina og eftir morgunmat fórum við Dúddi niður á strönd og fengum okkur góðan göngutúr í sólinni. Það var fullt af fólki á ströndinni aðallega bretar sem voru þar með rauðar jólahúfur, þar var líka lúðrasveit að spila jólalögin og fólk söng með. Þeir voru að grilla og drekka kampavín með mikið fjör hjá bretum á jóladag.
Við gengum allaleið frá La Zena ströndinni til Cabo roig þetta tók okkur nærri 1 og 1/2 tíma við fórum svo til baka eftir 332 til að sækja bílinn.
Þá var farið heimt ilað skifta um föt og hafa sig til fyrir jólamatinn hjá Helgu og Gumma í nýja húsinu sem þau eru núna flutt í.
Þetta var sama fólkið en maturinn var aspassúpa a la Helga og hangikjöt með hveitikökum sem Þóra bakaði á Íslandi áður en hún kom. Þetta voru yndislegir dagar hjá okkur við fórum svo alveg pakksödd heim til að taka upp bakkana sem bbbbbiðu hér heima eftir okkur.
Takk fyrir jólagjafirnar elskurnar okkar nú höfum við nóg að lesa í vetur fullt af bókum.
Síðustu dagar hafa að mestu farið í leti en aðeins farið í göngutúr og bíltúr og slappa af eftir allt átið.
Jólin hér eru alveg yndisleg ekkert stress hvorki fyrir eða eftir allt bara í góðum gír.
Fermín er búinn að vera að dæla í okkur mandarínum og helling af kartöflum allavega í laginu og svo fengum við flotta ætiþirsla í gær. Fjölskyldan hefur verið hérna hjá honum öll jólin meira og minna sem er gott að vita hann er þá ekki einn. Hann er svo ljúfur kall og góður.
Nú á eftir erum við að fara til Orihuela að sækja Önnu Þóru og Magna en þau eru að koma frá Garrhuca og ærla að vera hérna hjá okkur fram á 2 .jan. Hvað við gerum á gamlárskvöld er bara alveg óráðið það kemur bara í ljós í kvöld eða á morgun. Ekkert stress alltaf hægt að fara og kaupa í matinn allar búðir opnar til kl. 6 á morgun.
Eigið gott og fallegt gamlárskvöld og passið ykkur á flugeldunum.
Og takk fyrir öll innlitin á gamla árinu þau eru bara ansi mörg.