Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 12. ágúst 2012

Sumarið í Sílakoti

Feðgin á ferð um Hornstrandir, Helena og Dúddi
Feðgin á ferð um Hornstrandir, Helena og Dúddi
« 1 af 11 »
Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið fjör í sveitinni í sumar. Börnin og barnabörnin verið mjög mikið hjá okkur og mörg þeirra vilja helst ekki annarsstaðar vera. Þau eru líka svo frjáls þarna úti í náttúrunni og ekki miklar hættur nærri.
Aparólan hefur verið mjög vinsæl í sumar og líka að vera í búinu en þar er allt til alls til að drullumalla. Það hafa líka verið mikið um leiksýningar. Saga og Bjarney hafa samið mörg leikritin og frumsýnt stundum voru 4 á dag, og búningarnir notaðir mikið og mörg börn sem komu í heimsókn fengu hlutverk hjá þeim. Það voru bæði prinsessur, drekar og vondir kallar í þessu leikritum þeirra. Edda, Bjarney og Ásta Lind komu og voru hjá okkur í 1 viku áður en Atli Geir kom í sitt frí, og það var margt gert þá. Ásta Lind varð bara örugg með sig og skreið um allt túnið og fékk að fara í búið líka. Atli Geir og fjölskylda fóru með Dúdda í Vigur og einnig fóru þau sama dag að synda í sjónum, það var 16 stiga hiti og logn og þau voru bara dugleg að geta þetta, hrinstu sig aðeins og fóru svo í heitt bað á eftir.
Dúddi fór í 4 daga gönguferð með Helenu dóttur sinni norður á Hornstrandir, fóru þau með bát til Hesteyrar og löppuðu þaðan til Aðalvíkur að Látrum og eitthvað fleira og enduðu svo aftur á Hesteyri. Veit ekki alla ferðasöguna þar sem ég fór ekki með. En duglega voru þau, og skemmtu sér alveg konunglega að mér skilst.
Já, það hefur ýmislegt verið brallað, svo kom verslunarmannahelgin og var hún óvenju fámenn í þetta skipti sem var bara ágætt. Sissa Einars og Óli Páll komu frá Danmörku með sína fjölskyldu og skemmtu þau sér bara vel að ég held. Skruppu að skoða mýrarboltann kaupa kókoslengur í gamla, spila golf og hitta fólk á Ísó. Það koma engar myndir af þeirri helgi núna þær koma næst.
Ég sit bara hér á Ísó þessa helgi en Dúddi og Saga Líf eru inní bústað ég fer þangað á morgun með mat til þeirra og fleira góðgæti.
Farið vel með ykkur og eigið góða daga.


Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 18. júlí 2012

Stutt yfirlit um sumarið

Svona hefur Skötufjörðurinn litið út næstum hvern morgun í sumar
Svona hefur Skötufjörðurinn litið út næstum hvern morgun í sumar
« 1 af 19 »
Það er alveg ótrúlegt hvað það hefur verið mikið að gera í skemmtilegheitum í sumar, allt á ferð og flugi út og suður alla daga, varla tími til að slappa af. Þetta er bara gaman. Það var fjölskylduhátíð í Sílakoti frá 15 til 17 júní þá mættu allir afkomendur og tengdabörn okkar Dúdda 21  í allt, og var þetta alveg ótrúlega skemmtilegt og vel heppnað, þó veðrið hefði nú alveg mátt  vera aðeins betra. Við gróðursettum fjögur tré fyrir þá sem ekki höfðu fengið tré en það var Ísar Logi og Ásta Lind enda svo ung ennþá. Svo bættum við 2 trjám við fyrir foreldra okkur. En þetta var sett í Eyjulundinn fyrir ofan bústaðin. Það er eini staðurinn þar sem hægt er að planta einhverju því rollunum finnst þetta voða gott, ég sett átta aspir núna um daginn fyrir utan lundinn og það er búið að éta þær allar.
Nóg um það við fórum svo á ættarmót hjá afkomendum Ömmu og afa á Urðarveginum og þar var mikið fjör og mikið gaman eitthvað um 80-90 manns þar og spilað á harmonikku og sög og Saga Líf söng fyrir okkur líka, leikið leirit og sögð úrdráttur úr sögu ömmu og afa, þetta tókst alveg ótrúlega vel miðaða við að stjórin sem átti að sjá um þetta var út um allt og þá var gott að hafa tölvutenginu.
Það hafa komið margir góðir gestir í heimsókn til okkar og takk fyrir heimsókina þið öll.
Við kláruðum með glans að losa Tangagötu 8 og er nú allt komið í hús sem þurfti að fjarlægja þaðan. og nú erum við hér í Tangagötu 16. Annars erum við nú mest bara í sveitinni. Dúddi er núna að labba á Hornströndum með dóttir sinni Helenu og verða þau í fjóra daga og þetta er bara gaman hjá þeim.
Við Saga erum að fara í sveitina en Edda, Bjarney og Ásta litla koma á morgun, alltaf fjör í sveitinni.
Þetta verður nú ekki meira að sinni það þarf bara að halda dagbókinni við.
Eigið góða daga og hafið það gott í sólinni eða rigningunni.
Aron Viðar á afmæli á föstudaginn til hamingju elsku Aron.
Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 8. júní 2012

Ferðalagið heim með bílinn III

Þórshöfn
Þórshöfn
« 1 af 10 »
Nú er orðið langt síðan tími hefur gefist til að klára að skrifa um ferðalagið heim. En sjóferðin með Norrænu var bara engin skemmtisigling, mig er alveg hætt að langa í skemmtisiglinu um Karabíahafið, Atlantshafið fór alveg með þá löngun.
Við fórum frá Hirzhals á laugardegi síðdegis eftir langa bið og leiðinlega. Veðrið var fínt um nóttina og næsta dag fór það að vesna og var sagt að við værum að fara inní 6m ölduhæð um kvöldið. Við vorum nú svo skynsöm að við keyptum okkur sjóveikitöflur í Þýskalandi og má segja að þær hafi alveg bjargað þessari sjóferð. Um kvöldmatarleytið fór skipið að taka ansi miklar dýfur, skuturinn hentist upp í loft og þar sem matsalurinn er þar aftast fór maturinn út um allt og skrækir og öskur hljómuðu um salinn. Þarna voru danskir krakkar að fara í heimsókn til Færeyja og voru ansi miklir píkuskrækir þegar maturinn og gosið flóði um allt. Svona var þetta alla nóttina og varð maður að skorða sig í kojunni til að velta ekki út á gólf. Maður gat nú lítið sofið fyrr en undir morgun þegar skipið var komið til Þórshafnar. Maður svaf út og þegar við komum upp sáum við að það var búið að fresta brottför frá Þórshöfn um sólarhring vegna veðurs, gaman gaman, eins og mann var farið að hlakka til að koma heim. Við fórum svo í göngutúr upp í bæ en það var svo kalt úti, slydda og mikill vindur og hitinn um 1-2 gr. og svo sjóriðan hún var nú ekki til að bæta upp á göngulagið.
Það var nú lítið gert þarna við bara nenntum ekki út í þetta veður þennan dag, en daginn eftir fórum við aftur á kreik fengum okkur að borða, og þarna smakkaði ég það alversta dietcoke sem til er ojjjjjjj.
Það var aftur lagt af stað um 6 leytið og eftir nokkra tíma byrjaði veltingurinn aftur og ölduhæð eitthvað svipuð og þetta var eins, bölvaður veltingur alla leið til Íslands, það var ekki fyrr en við siglinguna inn Seyðisfjörð sem veðrið fór að batna. Ferleg sjóferð þetta, það skemmdust víst nokkrir bílar þarna um borð. Þeir buðu uppá 2 fríar máltíðir út af seinkuninni en ansi voru samt margir sem ekki höfðu list 'a að borða og svo var Ragnar Ingi um borð sem kokkur og bauð hann okkur uppá fínar mátíðir og takk fyrir Ragnar það var voða gaman að hitta þig.
Það var komið að bryggju um tvöleytið og þa´tók við biðröð að komast frá borði og gekk það bara vel fyrir sig. Og þá áttum við eftir að bruna í Bifröst sem var fyrsi áfangastaður hjá Ágúst og Hrefnu. Þetta var löng keyrsla eftir svona svaðilfarir á sjó og vorum við orðin ansi lúin um kvöldið þegar við komumst alla leið í rúmið. Við vorum svo heppin að Svenni bróðir og Ása voru að fara norður og fengum við okkur kaffibolla á Blönduósi gaman að hitta þau.
Á Bifröst vorum við í 2 daga og þá var haldið áfram lengra suður og fyrst til Atla Geirs og Eddu en þar gistum við.
Hektor sonur Helenu átti svo afmæli á laugardeginum 19. maí og þangað var farið í veislu. Mikið var gaman að hitta alla fjölskyldumeðlimi aftur og okkur vel tekið knúsuð og kysst. Maður finnur hvað maður er ríkur þegar maður sér hópinn sinn aftur. Svo eftir nokkra daga fyrir sunnan var haldið vestur á Ísafjörð og svo aftur í bústaðinn og svo aftur á Ísafjörð, svo það er hægt að segja að við séum á eilífu flandri. Nú erum við búin að afhenda Tangagötu 8 og Dúddi alveg að klára bílskúrinn og þá verður hægt að anda léttar.
Eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 17. maí 2012

Afmælisdagur Dúdda 10. maí

Þetta er Kageman
Þetta er Kageman
« 1 af 10 »
Já þá er hann búinn að ná virðulegum aldri þessi elska og lítur bara vel út, ef ég segi sjálf frá.
Á afmælisdaginn vorum við í góðu yfirlæti hjá vinum okkar í Randers. Hann var vakinn með kaffi og voða fínni afmælisköku sem er svona hefðbundin að dönskum síð allavega þarna í kring. Þessi fína kata er kölluð Kageman og er vanin að byrja á því að skera hann á háls og borða höfuðið fyrst, en Dúddi kunni ekki við það og byrjaði á fótunum og fljótlega varð hann fótalaus. Það var svona ýmislegt verið að dunda þennan dag en því miður var rigning og hvasst svo lítið var hægt að vera úti við. Það var byrjað á að setja afmælisbarnið í dekur hjá Sissu hann fékk þessa fínu fótasnyrtingu og ég líka þetta var alveg svakalega gott góð afslöppun. Fórum svo  og fengum okkur  dansk smörrebröd á fínum stað með Sissu og Guðrúnu, svo röltum við bara aðeins um og fórum svo heim og fengum okkur Dísudraum og meiri Kageman. Um kvöldið var svo heljarinnar veisla reyndar bara við fjögur. Það var rækjucokteill, dádýrasteik að hætti Óla og svo eplaeftirréttur Sissu og með þessu var svo drukkið spænskt vín Faustino I. Það var svoða skemmtilegur dagur og var afmælisbarnið ánægt með daginn.
Daginn eftir fórum við svo að skoða Graceland Elvis Museum í Randers, þar er búið að opna Elvissafn húsið er alveg stæling á húsinu hans og við fórum þarna inni og skoðuðum fullt af dóti sem Elvis átti, en það er danskur maður sem hefur verið að safna þessu og koma þessu upp þarna. Þetta er búið að vera þarna í eitt ár.
En nú erum við komin í Bifröst til Ágústar og fjölskyldu og er það voða gott eftir allan þennan velting í Norrænu segi frá því síðar. Dúddi og Ágúst fóru í göngutúr á Grábrók.
Eigið góða og fallega daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 8. maí 2012

Ferðalagið heim með bílinn II

Harpa að borða spaghetti
Harpa að borða spaghetti
« 1 af 10 »
Þá erum við nú komin langleiðina heim til Íslands komin til Sissu og Óla í Randers eftir 2600 til 2700 km. þá er eftir að keyra til Hirzhals á laugardaginn og sigla til Seyðisfjarðar og þangað eigum við að vera komin 15. maí og þá verður stefnan tekin fyrst á Bifröst og síðan Reykjavík.
Eftir dvölina í Frakklandi var haldið á leið til Þýskalands til Óla og Gíslu og var það langur dagur í keyrslu en veðrið var betra en daginn áður og varð bara betra og betra eftir því sem við fórum lengra í norður. Það var steikandi hitit þegar við komum til gross Gerau og setið úti og spjallað fram að kvöldmat. Óli bauð okkur að koma og skoða nýja frystihúsið sem þeir voru að setja upp í alveg nýju húsi og var það glæsilegt á að líta, fullkomið á allavegu og engin lykt komin ennþá. Anars hittum við Óla voða lítið því hann var að vinna eiginlega allan sólarhringinn við að koma verksmiðjunni af stað. Gísla var keyrandi okkur út um allt að skoða umhverfið, við fórum til Darmstad, Mainz og fleiri staða þarna í kringum þau og var voða gaman að skoða sig um í miðju Þýsklandi en þarna höfðum við aldrei komið áður. Það er óskaplega fallegt þarna. Bærinn sem þau búa í Gross Gerau er lítill á þýskan mælikvaðra en er voða vinalegur og fallegur. Skólinn hennar Hörpu er bara rétt hjá þeim svo það er auðvelt hjá henni að fara labbandi í hann. Og svo er verksmiðjan staðsett þarna rétt hjá heimili þeirra líka. við vorum þarna hjá þeim í þrjá heila daga og var það mjög gaman og afslappandi að hvíla sig á þessum langa akstri. Takk kærlega fyrir okkur Gísla, Óli og Harpa.
Á laugardagsmorgni kl. 8 lögðum við svo af stað til Danmerkur á næsta áfangastað til Ágústu frænku Dúdda og Palla í Tönder sem er lítll bær alveg við landamæri þýskalands. Þar vorum við búin að sníkja gistingu eina nótt. Þar var vel tekið á móti okkur eftir 8 0g 1/2 tíma akstur. Maður var nú orðin svona hálf vankaður en hvíldin var búin að vera svo góð á undan. Þarna hittum við líka Gunnar bróður Ágústu og konuna hans Brendu. Var þetta mjög skemmtilegt kvöld með þeim. Gaman að hitta drengina þeirra þrjá, en það bara gleymdist að taka myndir og þykir mér það mjög leitt en þeir koma tveir heim í sumar þá smelli ég af þeim mynd. Takk fyrir yndislegt kvöld og góða gistingu Ágústa, Palli og börnin.
Ég verð nú að segja að það er ómetanlegt að eiga bæði vini og ættingja á þessari leið heim með bílinn þetta er svo gaman að hitta fólkið og sparar manni mikið að þurfa ekki að kaupa gistingu hverja nótt, því þetta er ekkert farið á nokkrum dögum þegar maður er komin á þennan aldur. Því segi ég enn og aftur takka elsku þið sem hafið verið að taka á móti okkur með svona góðu hjarta og leyfa okkur líka að fá smá hvíld úr bílnum.
Það er leiðinlegt að keyra svona mikið á hraðbrautum svo ég byrjaði að prjóna lopapeysuna fyrir Sverrir Úlf á leiðinni og núna er ég að gera munstrið, alveg að verða búin með peysuna, svo það er hægt að segja að tíminn hafi verið nýttur á keyrslunni.
Hingað til Sissu og Óla komum við á sunnudagseftirmiðdag og var það voða gott að hafa lagt þetta allt að baki. Nú erum við hér í góðu yfirlæti og erum að undirbúa smáveislu á fimmtudaginn fyrir Dúdda en þá á hann stórafmæli að heiman.
Ég bakaði Dísudraum fyrir veisluna og bjó til fiskibollur í kvöldmatinn. Okkur finnst ansi kalt úti í dag það er vindur og 14 gr. við förum bara út á morgun.
Eigið góða og bjarta daga.