Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 24. desember 2011

Gleðileg jól

Jólatré í stofu stendur
Jólatré í stofu stendur
« 1 af 7 »

Gleðileg jól



Feliz navidad



Kæru ættingjar og vinir og þið sem kíkið á þessa síðu Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi það vera ykkur friðsælt og gott og njótið að vera saman og verið góð við hvort annað.



Hér var hörkufjör í gær þegar 16 manns komu hingað í sveitina til okkar í skötuveislu, en Magni bróðir minn sá til þess að við fengjum skötu frá Lionsmönnum á Ísafirði og var hún mjög góð vel kæst og alveg yndisleg lykt sem angaði um húsið og næsta nágrenni. Dúddi sýndi nú Fermín skötuna og fannst honum lyktin ekkert slæm en hann vildi ekki smakka. Allir borðuðu vel og það var líka plokkfiskur fyrir þá sem ekki vildu skötu, og nýbakað rúgbrauð sem var bara alveg þrælgott þótt ég segi sjálf frá. Það voru svo smákökur, súkkulaðikaka og kaffi á eftir.  Það var líka að sjálfsöðu bennivínsstaup með.
Ég var svo áðan að gera ananasfrómasinn sem verður eftirréttur í kvöld og meðan ég var að skera ananasinn skein sólin hér inn um eldhúsgluggan, maður er bara strax farinn að finna að hún er farin að hækka á lofti þó ekki sé nema hænufet á dag.
Í kvöld verðum við svo með fjölskyldu Helgu frænku og Gumma, Palla bróðir hennar og Hörpu og Vishnu við verðum þá þrettán svo okkur leiðist ekki. Það er yndislegt að eiga svona góða ættingja að í útlandinu sem bjóða okkur að vera með sér á þessum tíma þegar enginn vill vera einn, kærar þakkir kæra frænka að taka okkur með.
Við verðum svo áfram með þeim á morgun líka í mat hjá Helgu þá fáum við hangikjöt og meðlæti, en í kvöld verðum við heima hjá Palla.
Þetta verða bara friðsæl jól hér hjá okkur og vonandi hjá ykkur líka
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 19. desember 2011

Jólin nálgast

Afurðirnar sem Fermín var að gefa okkur, ómetanlegt.
Afurðirnar sem Fermín var að gefa okkur, ómetanlegt.
« 1 af 9 »
Nú erum við komin heim eftir langa útlegð í vinnu og öðru skemmtilegu. Dúddi er búin að laga eldhúsið í gamla húsinu og er það orðið mjög fínt og flott. Nýr vaskur og nýjar borðplötur og ýmsilegt annað sem var dittað að í leiðinni.
Við vorum duglega að nota tímann líka til að fara á hitting og hitta annað fólk og kynnast nýju og að sjálfsögðu spila minigolf en okkur fer bara vel fram í þeirri iþrótt enda mjög gaman að reyna að keppa við þau bestu.
Veðrið hefur bara verið fínt í desember hlýtt og sól, miklu betra en í fyrra. ÞAð er aðeins kalt í dag en á að hlýna aftur á morgun segja veðurfræðingar ef þeir eru ekki að ljúga hér eins og heima. Ég sat úti í garði á fimmtudaginn og prjónaði og heyrði þá svo fallegan fuglasöng að hann minnti mig bara á vorið heima á Íslandi en það er víst langt í það held ég.
Hér var öll stórfjölskyldan hans Fermíns í gær og mikið fjör. Litlu strákarnir eru alveg hættir að vera feimnir við okkur, þeir eru komnir hingað inn í eldhús áður en við vitum af og jafnvel farnir að betla nammi, það er nú ekki mikið spennandi til hér á þessum bæ allt íslenska nammið búið.
Fermín var að koma með fulla fötu af appelsínum svo nú er nóg til hér og Dúddi fór með honum til að skera hvítlauk svo það verður nóg til af honum líka, hann er svo góður þessi sem eru eins og vorlaukur í laginu svo sætur og mildur. Síðast fengum við fullt af sætum kartöflum.
Það er ansi gaman í skólanum núna hjá Sylviu, hún lét okkur hafa viðlagið við lag sem var vinsælt hérna fyrir nokkrum árum og svo áttum við að finna þetta á youtube og skrifa niður orðin sem við þekktum og náðum í textanum, svo nú er ég búinn að hlusta á þetta lag mörgum sinnm, það eru nú mörg orð sem ég næ og einnig líka mörg orð sem ég næ en veit ekkert hvað þau þýða en Lagið heitir Una rosa es una rosa og hljómsveitin Mecano ef ykkur langar til að heyra lagið, það er alveg ekta spænskt lag og fallegt líka.
Það eru bara gamlar myndir sem fylgja þessu bloggi því það hafa bara verið teknar myndir af eldhúsinu frá því að ég skrifaði síðast enda lítið annað verið að gera en klára þetta verkefni. Myndirnar sem fylgja eru teknar í golfferðinni okkar í október.
Í kvöld erum við svo að fara að keyra Unnstein og Rut út á völl en þau ætla að vera heima um jólin en koma aftur þann 4 jan. þá förum við að sækja þau aftur á völlinn.
Og í kvöld kemur skatan mikið hlakkar mig til, skrifa þegar skötuveislan er búin á Þorlák.
Guð veri með ykkur og eigið góða daga til jóla.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 8. desember 2011

Aldrei heima

Fallegar rósir sem Helga fékk á brúðkaupsdaginn
Fallegar rósir sem Helga fékk á brúðkaupsdaginn
« 1 af 10 »
Það er óhætt að segja að það sé svolítið flakk á okkur núna þessa dagana. Við höfum ekkert verið hérna heima í nærri tvær vikur bara svona rétt kíkt til að setja í vél og athuga hvort allt sé í lagi og hitta Fermín að sjálfsögðu. Þegar við komum áðan var sko vel teki á móti okkur með brosi og vinahótum.
En málið er að Dúddi tók að sér að laga til í eldhúsinu í Gamla húsinu sem við köllum, svo við fluttum bara þangað með nokkrar fatapjötlur og erum þar í vinnubúðum og kunnum bara ágætlega við það, hann smíðar og lagar og ég sit og prjóna vettlinga á börnin.
Við fórum á síðasta laugardag út að borða með Helgu og Gumma til Torrevieja á spænskan stað og borðuðum svolítið skrítin mat og svo var dansað á eftir í miklu stuðu með fullt af ungum spánverjum, en Helga og Gummi áttu brúðskaupsafmæli stórt. Þetta var mikið fjör.
Á þriðjudag fórum við svo með Lárusi og Aðalbjörgu til Mar Menor en þar á hann skútu sem þurfti að ausa og fékk hann Dúdda til að koma með sér og tók það þá tvo tíma að verka skútuna, á meðan fórum við Aðalbjörg á kaffihús og fengum okkur kaffi og snúð. Sátum svo og lásum og saumuðum út á meðan við biðum eftir srákunum. Það var nú sniðugt að sjá þá fara á pínulítlum gúmmíbát með litlum rafmagnsmótor sem gæti alveg verið eins og stór hrærivél.
Þetta er mjög fallegur bær La Logan heitir hann, falleg stönd og fullt af allavega bátum og skútum eða hvað allt þetta heitir sem flýtur á sjónum.
Svo fórum við annan dag til Hörpu og Vishnu til að kíka á bílinn þeirra og í dag fórum við í minigolf í Quesada og svo hingað heim og aftur til baka  á eftir. Dúddi vinnur sko bara hálfan daginn segir hann, þannig að hann er vaknaður snemma á morgana til að geta flakkað seinnipartinn. En nú verðum við að fara að flýta okkur að klára þetta því jólin bíða ekkert eftir okkur og það á margt eftir að gera áður en þau koma. Jólalegt er nú ekki fyrir Íslending að vestan 20 stiga hiti á daginn og sól og bara yndislegt.
Nú er Dúddi búinn að steikja fisk og er ég voða spennt að smakka, því þetta er í fyrsta skipti í okkar búskap sem hann steikir fisk, eða eldar yfirhöfuð.
Eigið góða aðventudaga áfram og Guð veri með ykkur.
Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 27. nóvember 2011

Sunnudagsmorgun

Dúddi að smíða búa til báta og flugvélar fyrir Adolfo
Dúddi að smíða búa til báta og flugvélar fyrir Adolfo
« 1 af 10 »
Sunnudagsmorgun heiður og tær, eða þannig. Eftir miklar úrhellisrigningar hefur loksins stitt upp, og það sama daginn og Helga og Lilli fóru heim eða á föstudagsmorgun. Bara blíða síðan setið uppá þaki og verið að rembanst við að læra sæpnsku eða lesa ensku blöðin, hlusta á hanan gala. Það er nefnilega komin upp nýr söngvari á þakinu núna og hann er á fullu að æfa sig greyið fyrir tónleikana um jólin. Þá syngur hann best og fer þá auðvitað beint í pottinn í jólamatinn, hann syngur kannski jólalögin áður fyrir Fermín. Bara bull en svona er að vakna eldhress á sunnudagsmorgi fá sér Canelte og ristað brauð með jarðarberjasultu ofaná sérstaklega þegar maður má ekki borða sultu. +Eg lét hafragrautinn alveg vera í dag nennti bara ekki að elda hann meira að segja Dúddi fékk sér líka brauð og kaffi og sleppti cornflaksinu og appelsínusafanum nýkreistum.
Nú er hann að gera við smá leka sem kom í ljós í þessum rigningarham, það voru svo mikil læti eina nóttina í þrumum og eldingum að Fermín sagði við okkur næsta dag að það hefði verið Fiesta um nóttina það var varla hægt að sofa.
En sem sagt Helga og Lilli eru farin heim og hefur verið ansi tómlegt hérna síðan maður svona vingsast um og kemur sér ekki að neinu lífið á eftir að falla aftur í sínar föstu skorður. Það var svo gaman að hafa þau þennan tíma aldrei leiðinleg stund alltaf eitthvað verið að gera, þvælast í búðir, markaði og skoða hitt og þetta. Villast aðeins á einhverri leiðinni, fá sér gott að borða sem við Helga erum nú duglegar við, sérstaklega að elda. Það var bara tvisvar farið út að borða. Við fórum á litla barinn hérna í Mudamiento og fengum okkur Tapas þar hjá hjónunum og var hann voða góður og ódýr. Það var skemmtilegt kvöld.
Nú er bara spurningin á ég að nenna að baka eitthvað fyrir jólin? hver á að borða það? eða á ég bara að fara í Ikea eins og fyrir hin jólin og kaupa mér sænskar, þær eru voða góðar og í svo fínum boxum sem gott er að baka rúgbrauð í, þetta er spurning sem ég verð líklega að svara mér bráðum. En í dag ætla ég að baka nokkrar pönnukökur fyrir okkur, ef ég á rjóma að segja.
Dúddi hefur eignast nýjan áhangenda sem heitir Adolfo og barnabarn Fermíns þeir voru í miklum flugvéla og bátasmíðum einn daginn og var mikið gaman að allar flugvélarnar enduðu uppá þaki, svo hann varð að koma uppá þak hjá okkur til að sjá hvar þær voru.
Fermín hefur það fínt hann fer út að veiða á hverju kvöldi og kemur heim með einn til tvo ála í hvert skipti. Og svo kemur hann með kál og appelsínur alltaf öðru hvoru þessi elska.
Eigið góða aðventudaga

Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 15. nóvember 2011

Golfferð til Mojacar

Guðrún, Helga vinkona, ég og Helga frænka á toppi Mojacar
Guðrún, Helga vinkona, ég og Helga frænka á toppi Mojacar
« 1 af 10 »
Það var ákveðið að fara í ferðalag með golfklúbb Íslendinga sem hér er starfræktur og er Lilli að sjálfsögðu genginn í hann svo við fengum að fara með sem vinir og Dúddi sem caddy. Það var vaknað snemma á miðvikudagsmorgun til að vera mætt um háddegi en þetta er 2 tíma akstur í suður. Mojacar er lítill bær í Almeríu og er þar flott hótel og fínn golfvöllur er mér sagt, en ég sá hann aldrei. Dúddi fór sem bílstjóri seinni daginn fyrir Gumma.
Eftir að vera búinn að skrá sig á Hotel Best Oasis Tropical sem er 4 stjörnu hótel var ákveðið að fara að skoða gamla bæinn sem er byggður uppá fjalli, ótrúlega gamall og sjarmerandi bær. Við byrjuðum auðvitað á að skoða markaðinn sem var voða lítill og sætur svo gengum við uppá topp í bænum og fengum okkur snarl að borða. Veðrið lék við okkur sól og logn og alveg yndislegt.
Við fórum svo heim a hótel og slöppuðum af fyrir kvöldið. Það var svo farið að borða kvöldmat og svo var farið á barinn og dansað og spjallað. Náttúrulega farið snemma að sofa eins og í öllum golfferðum að mér skilst þegar golf er daginn eftir.
Strákarnir vöknuðu snemma til að borða og vera mættir á réttum tíma en við kellurnar mættum bara seint í morgunmat og fórum svo í göngutúr til Garrucha sem er næsti bær við, en það ákváðum við að hitta Önnu og Magna sem búa þar um þessar mundir. Þau fóru með okkur um bæinn til að skoða okkur um, en við 4 vorum búinn að ákveða að gista hjá þeim eina nótt áður en við færum heima aftur. Það var rápað um bæinn og ég keypti mér voða flottan kjól alveg óvart það var svo flott búð þarna.
Um kvöldið fórum við svo á aðalfund golfklúbbsins sem gestir að sjálfsöðgu. Lilli fékk verðlaun fyrir besta skor án forgjafar þessa líka fínu rauðvínsflösku sem stoppaði stutt og Lindor konfekt sem hann gaf mér og verður geymt til jóla.
Matur, dans og allur pakkinn voðalega gaman.
Það er ekkert vitlaust að fara í svona golfferðalag ef maður er ekkert að spila, maður hittir fyrir skemmtilegt og fjörugt fólk.
Daginn eftir fórum við svo til Önnu og Magna í Garrucha. Við fórum á markaðinn þar og keyptum okkur mat fyrir kvöldið fórum í göngutúr um höfnina og um bæinn fórum alla leið til Vera. Hjá þeim gistum við svo eina nótt. Takk fyrir skemmtilegt heimboð Anna og Magni.
Við keyrðum svo ströndina heim og stopuðm aðeins í bæ sem heitir Águilas, þetta ferðalag tók um 6 tíma allaleið heim.
Við vorum nú ansi þreyttar við Helga að sitja svona langa leið afturí bílnum, en því miður hefur þeim sið verið komið hér á, á Spáni að þegar gestir koma þá sitja konurnar afturí, nema þegar konur keyra þá sitja þær frammí, ég keyri bara svo sárasjaldan.
Alltaf nóg um að vera hér hjá okkur drífum okkur hingað og þangað það er ekki mikið sólbaðsveður núna þessa dagana en sól og 20 stiga hiti.
Nú pára ég þessar línur og Helga er að útbúa flottan kjúklingarétt með miklu grænmeti og fíneríi.
Anna Lóa systir til hamingju með daginn í dag, nú er bara ár eftir.
Eigið góða daga.

Það eru komnar tvær nýjar uppskriftir á síðuna