Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 19. mars 2012

Vorið er komið!!!!!!!!!

Þessi er flottur alveg eins og Járntjaldið, eigandinn notar hann á markaðnum en hann er teiknari, líka flottur að innan með svipaða innréttingu og okkar
Þessi er flottur alveg eins og Járntjaldið, eigandinn notar hann á markaðnum en hann er teiknari, líka flottur að innan með svipaða innréttingu og okkar
« 1 af 9 »
Það hefur nú svo sem ýmislegt drifið á dagana síðan síðast en ég hef bara ekki haft mig í að skrifa vegna anna við að gera ekki neitt, eða þannig. Við fórum jú á árshátíð þann 10. mars til San Pedro og vorum þar á hóteli yfir nótt. Það var mjög gaman að fara eins og vanalega og hitta alla þessa landa sína og skemmta sér með þeim. Við vorum komin snemma til að bóka okkur á hótelið, ég skrapp í búð og keypti mér garn og ýmislegt fleira handavinnudót eitthvað fer nú af því til Sissu minnar í Danaveldi. En eins og venjulega fórum við í gönguferð um bæinn og fengum okkur svo tapas á sama barnum og í fyrra og maturinn var alveg jafn góður og þá. Sólin skein og veðrið var mjög fallegt og gott við okkur. Um kvöldið var svo farið á árshátíðina sem eins og venjulega er  bara allur pakkinn  og svo dansað á eftir. Og svo morgunverður áður en maður dreif sig heim aftur. Fórum bara á þakið og nutum sólarinnar það sem eftir var dags. Takk fyrir samveruna kæru vinir sem við hittum þarna.
Unnsteinn og Rut komu svo hingað til okkar á fimmtudag og fengu fiskisúpu í matinn og ís með aðalbláberjum á eftir en þetta var restin af berjunum sem ég tók með mér í haust. Takk fyrir komuna kæru vinir , það er alltaf svo gaman þegar þið komið.
Ég var að lesa ansi fróðlega grein í Spaniaposten en það er blað sem norðmenn gefa út hér á tveggja vikna fresti, og gaman er að lesa. Þessi grein er um mat sem ekki á að geyma í ísskáp og það er margt sem kemur manni á óvart. Fyrirsögnin er,, það á ekki allur matur að fara í ískápinn´´ t.d. brauð, kex, hrökkbrauð, epli,plómur, perur, bananar,avókadó, tómatar, og gúrka. Þetta er listi sem þeir telja upp. Hann segir að sumarávextir eigi ekki að fara í ísskáp því þau vilji ekki vera í kulda og eins og tómata eigi alls ekki að geyma í skápnum það eyðileggi tómatana. Eins paprika henni líki ekki vetrarkuldinn í ísskápnum. Eins með brauð og kökur þetta verður bara gamalt af að vera látið liggja í ísskápnum. Hann segir líka að súkkulaði eigi alls ekki að geyma í ísskáp þá verður það hvítt og og lítur út fyrir að vera gamalt, nema að það sé einhver fylling í því sem þarf að vera köld. Þura osta þarf ekki heldur að geyma í ísskápnum ef hann er borðaður innan vissan tíma. Best er að pakka honum inn í pappír og geyma hann á þurrum og myrkum stað. Þeir segja, að borða ost sem er nýbúið að taka út úr ísskápnum er álíka synd og borða ísskápstómat. Matjenterna kaller dette et gastronomisk drap. Til að fá frekari fræðslu um þetta þá er slóðin Klikk.no
Þetta var nú bara svona smá fróðleikur.
Ég fer nú alltaf í skólann á miðvikudögum sem er nú bara gaman að hitta annað fólk, nema einn sem er með mér í bekknum hann er alveg að gera mig vitlausa, hann getur aldrei haldið sér saman og er alltaf babblandi á ensku sem hann á ekki að gera svo ég fór alveg útaf laginu í síðasta tíma og sagði á minni fínu spænsku að nú skildu þau bara tala íslensku í staðinn fyrir ensku svo ég gæti lært betur, æi það fauk smá í mig, helv. kallinn.
Í morgun skildi ég ekkert í þessum spengingum ég hélt að það væri komin borgarasyrjöld hérna eða heimsstyrjöld það voru þessar svaka spengingar ég ætlaði að kúra aðeins lengur en það var bara ekki hægt, svo ég hljóp fram til Dúdda og spurði hvað væri í gangi hér úti ,,FIESTA´´ sagði hann og þá var byrjað að senda upp rakettur klukkan 9 í morgun og þeir eru enn að og ég hrekk í kút við hverja einustu.
Eigið góða daga nú er vorið komið á Spán, alveg yndislegt.
Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 9. mars 2012

Þorra-Góu og Disco blót

Þorra-Góu Disco kvísurnar, Helga, Felí, Harpa og ég.
Þorra-Góu Disco kvísurnar, Helga, Felí, Harpa og ég.
« 1 af 10 »
Þorra-Góu og Disco blót var haldið hér sl. laugardagskvöld. Það var eingöngu íslenskur matur, afgangar frá jólunum og tókst þetta alveg einstaklega vel og var mikið fjör og mikið dansað. Þetta átti að vera svona disco kvöld í leiðinni og vorum við kvensur í hinum ýmsu fötum sem áttu að vera svona aðeins öðruvísi en þegar þú mætir í venjulegt matarboð hérna á Spáni. Svolítið glimmer en við fundum bara ekkert svoleiðis. Mín disco föt eru öll komin í fataskápa LL svo ég fór í kínabúð og fann þar þessa skrautlegu blússu sem ég hefði nú aldrei keypt annars en hún fer mér bara vel.
Matseðillinn var, skötustappa, reyktur rauðmagi, síld, rækjusalat, rúgbrauð, og flatkökur þetta var forrétturinn og svo var hangikjöt með öllu tilheyrandi og ostakaka með aðalbláberjum í eftirétt.
Hér voru spænsk hjón Felí og Eladio þeim fannst þessi matur mjög góður og borðuðu vel og skötustappan rann ljúft niður hjá þeim og reykti rauðmaginn sem Elín Þóra og Jón gáfu okkur vakti mikla lukku hjá öllum. Spánverjunum þykir mjög gaman að dansa sérstaaklega henni svo það var langur tími á milli rétta og dansað og skemmt sér á milli þess sem ég bar inn matinn. Þetta var alveg æðislega gaman, svo var eitt afmælisbarn en Guðmundur átti afmæli á sunnudeginum svo það var skálað í kampavíni kl. 24:00. Þá var búið að fara í mínigolf inní húsbóndaherbergi þar sem Dúddi æfir sig. Svo var setið þar smástund það var það heitt að það var alveg hægt að sitja þar í góðu stuði.
Þetta var alveg ógleymanlegt kvöld og margar myndir teknar en þið fáið sko ekki að sjá þær núna nema bara brot af því besta. Eða þannig. Takk fyrir skemmtunina kæru vinir.
Við höfum ósköp lítið hreyft okkur þessa viku erum bara heima að drolla, liggja í sólinni, prjóna og lesa og læra spænsku. Rétt nennti að fara til Almoradí til að kaupa í matinn, það er bara ósköp gott að slappa af í sveitini.
Nú um helgina förum við á árshátíð íslendinga á Costa Blanca bæ sem heitir San Pedro del Pinatar, hún hefur verið haldin þar undanfarin ár, voða gaman og gist á hóteli yfir nótt.
Er löt að skrifa núna.
Eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 29. febrúar 2012

29. febrúar 2012

Dúddi var að leika í bílaleik með Adolfo á laugardaginn
Dúddi var að leika í bílaleik með Adolfo á laugardaginn
« 1 af 7 »
það er nú ekki oft sem maður notar þessa dagsetningu þess vegna fannst mér alveg tilvalið  að nota hana sem fyrirsögn í dag.
Þegar Óli minn var lítill átti hann vin sem var fæddur á þessum degi og hét einnig Óli og var hann af þeim sökum alltaf kallaður Óli litli því hann var ári yngri. Þetta fannst börnunum þá ansi skrítið að hann átti bara afmæli 4 hvert ár. Ekki veit ég hvar Óli Högna er í dag, en ég bið fyrir kærar kveðjur til hans þeir sem þekkja hann og óska honum til hamingju með daginn.
Lífið hefur verið tekið með miklum rólegheitum síðan við komum frá Madrid, það þurfti að hvíla sig rækilega eftir allan þennan mat og drykk svo ekki sé nú talað um allt labbið um borgina. Nú er bara verið að dunda sér við að læra á morgnana, gera mósaik seinnipartinn og fara í sólbað í leiðinni og svo er prjónað á kvöldin, stundum skroppið í smá göngutúr um sveitina.
En sveitin er að breytast hérna í kringum okkur, þar sem áður voru appelsínutré eða sítrónutré eru nú komnir stórir akrar af ætiþristlum og ýmsu káli og hellingur af hvítlauk. Þetta er víst eitthvað markaðsöflunum að kenna þeir fá sama og ekkert fyrir appelsínur og sítrónur en mikið fyrir ætiþirsla. En eins og ég sagði um daginn um brokkolíakurinn sem var allur spændur upp viku seinna hefði hann getað selt fyrir helmingi hærra verð, þar sem ræktunin í öðrum héruðum eyðilagðist í frosti. Svona getur þetta orðið enginn veit hvað getur skeð bara á nokkrum dögum. Eins eru að rísa hér ný hús og verið að gera upp eldgömul sem voru nærri að hruni komin það er eitt voða flott hús hérna í Mudamiento sem er að verða tilbúið og á að selja, með stórum akri þetta var bara hálf ónýtt hús sem er með öllu nýju núna en hann vill fá margar evrur fyrir það skilst mér.
Á sl. laugardag fengum við góða gesti frá Madrid, Helga Þurý og fjölskylda kom í heimsókn og borðuðu með okkur kjötsúpu með kalkúnakjöti sem var mjög góð. Áður höfðum við farið í göngutúr og fórum ránshendi um akur og fengum okkur sítrónur og appelsínur, þetta er akur sem hætt er að hugsa um og verður líklega ætiþistla akur eftir einhverja mánuði. Appelsínur eru dýrar í Madrid eins og Helga segir það er allt dýrt í Madrid. Hér færðu 5 kg. af appeslínum á 2 evrur í Madrid kostar kílóið 2 evrur. Eins er með annað, glas af bjór getur kostað 5 evrur en hérna á litla barnum okkar færðu 1 bjór 1 rauðvínsglas og eina litla flösku af vatni fyrir 3 evrur. Gott að búa í Mudamiento!
Það hefur bara verið mikið að gera í dag hjá mér fyrst skólinn með nýja kennaranum henni Isabellu, svo fór ég að skrifa og svo í klippingu og eldaði svo fyrir okkur steikan fisk með frönskum sósu og salati.
Og svo kemur landsleikur í fótbolta milli Spánar og Venesúela á eftir, áfram Spánn.
Eigið góða daga elskurnar.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 20. febrúar 2012

Madrid, Madrid

Viva Madrid
Viva Madrid
« 1 af 12 »
Madrid er mikil borg og svakalega gaman að skoða. Þessi ferð verður ógleymanleg fyrir margar sakir.
Dagur 1:
Það var aðvitað keyrt eins og leið lá að heiman á Hostelið sem við bjuggum á í Madrid. Það var auðvitað borðaða nesti á leiðinni, ekkert verið að eyða peningum á einhverjum sjoppum. Bara haft með sér brauð, bjór og rauðvín að sjálfsögðu.
þetta gekk allt vel hjá okkur að keyra þetta enda með Maríu GPS sem leiðsögumann. Við vorum að vísu búinn að fara í nokkra hringi þegar við fundum hótelið, sem var svo á móti innkeyrslunni í þinghúsið, svo þar máttum við hvergi stoppa, ekki einu sinni til að taka farangurinn út. Verðirnir voru strax komnir á vettvang. Svo þá var María stillt upp á nýtt á heimisfang Helgu Þurí og gekk það ekki alveg jafn brosulega að finna það og þar fengum við stæði. En þau voru svo elskulega að geyma bílinn fyrir okkur í bílageymslu allan tímann. Helga bauð okkur uppá hjónabandsælu sem hún hafði bakað og var yndislegt að fá eitthvað svona íslenskt. Það var svo gaman að koma til þeirra og sjá hvar þau búa og íbúðina sem þau eru að gera upp og hitta litlu prinsana. Og þaðan tóum við leigubíl á hótelið til að ná farangrinum með okkur.
Um kvöldið vorum við á eigin vegum og fórum út til að finna okkur stað til að borða á og var gaman að rölta um þetta hverfi sem er mjög mikið um að vera á allan sólarhringinn. Það var margt fólk á ferli í svona stórborg og augun voru út um allt.
Við fengum okkur að sjálfsögðu tapas þar sem við vourum nýlega búin að fá köku hjá Helgu.
Staðurinn sem við fundum heitir Viva Madrid og er eldgamall og rosa góður matur.  og svo kíktum við á einn bar á leiðinni í hátinn og skáluluðum fyrir afmælisbarninu.
Dagur 2:
Það var ekkert verið að rífa sig upp eldsnemma, Binna leiðsögumaður ætlaði að hitta okkur um 12 leytið á Puerta del Sol.
Það fylgdi enginn morgunmatur með hótelinu svo það var fengið sér banani og kjúklingur í morgunmat ásamt vatni. Svo fórum við á bar við hliðina til að fá okkur te og brauð áður en við hittum Binnu eða Jakobínu Davíðsdóttir hún var svo elskuleg að vera með okkur allan tímann og þræða með okkur  miðborg Madrid . Við erum frænkur, ég, Helga og Binna, við eigum allar sama langafann hann Bjarna Jónatanson sem er nú löngu dáinn.
Við byrjuðum á að skoða San Micahel markaðinn en þar er mikill gourmet matur á borðum flott tapas og vínbarir og fínerí. Svo löbbðum við út um allt og skoðuðum konungshöllina vísu bara að utan og svo fórum við í dómkirkjuna svaka stór og flott kirkja en þar rétt hjá á Helga Þurí heima.  Svo var aftur farið heim til að hafa sig til fyrir afmælisveisluna um kvöldið.
Helga og Gummu buðu til veislu í tilefni afmælis frúarinnar, kampavín, og flottur matur á fínum stað sem ég veit bara ekki hvað heitir gleymdi að spurja Binnu. Þar sungum við fyrir hana og hún fékk litla tertusneið með kerti á og kampavín á liðið í boði hússins.
Svo var gengið heim á leið og auðvitað kíkt á einn bar á leiðinni heim, kvöldið ungt og við áttum það sjálf.
Dagur 3:
 Sama og fyrri daginn nema ég sleppti kjúklingnum í morgunmat og fékk mér kex.
Við hittum Binnu aftur á Puerta del Sol en það get ég sagt ykkur að ég man nú ekki hvað þau heita öll flottu söfnin og húsin svo ég tali nú ekki um torgin, garðana og allt hitt sem við sáum en eitt er víst að við vorum búinn að ganga okkur upp að hnjám. Gigtveikar kellingar að strunsa svona um stórborg verða þreyttar í mjöðum og hjám, en mikið var þetta gaman samt. Tala nú ekki um að fara í Desigual búð á 5 hæðum til að leita að pilsi það tók nú á en pilsið fannst eftir mikla leit og var keypt eitt og annað frá þessu fræga merki.
Það var haldið áfram að borða góðan mat og drekka vín vín sem kostuðu nú ekki magar evrur. Við fórum á eitt kaffihús sem er mjög frægt í Madrid og þar er búið að taka margar spænskar bíómyndir og heitir Nuevo Café Barbieri og er nákvæmlega eins og þegar það var opnað 1901 sömu borðin speglarnir, gólfið og veggirnir það var voða gaman að sitja þarna við máttum t.d. ekki hreyfa borðin svo við gætum setið saman. Kvöldið endaði svo á góðum og skrmmtilegum bar þar sem við vorum að æfa okkur að tala spænsku og spánverjarnir að æfa sína ensku, voða gaman og skemmtilegt ungt fólk sem nennti að tala við okkur.
Dagur 4:
Nú var ekkert til í morgunverð nema vatn við fórum bara og fengum te og brauð. Fórum að sækja bílinn til Helgu og Jesú og tókum við bara leigubíl svo við þyrftum ekki að fara að ganga eftir korti líka. Þá áttum við eftir að rata til baka og sækja farangurinn og finna bílastæði nálægt hótelinu og labba svo með töksurnar sem við og gerðum fyrir rest.
Þetta var alveg ótrúlega skemmtileg ferð og margt skemmtilegt að minnast sem ekki verður ritað á þessa síðu. Þið sem hafið komið til Madrid vitið kannski hvað maður er að tala um. Það voru ekki skoðuð nein söfn í þetta sinn ,það verður bara næst enda tekur það svo mikinn tíma og við ekki safnglöð.
Myndavélin var að stríða okkur smá tíma einn daginn en sú gamla var með í för því þessi nýja er biluð.
Það verða settar fleiri myndir sérstaklega af matnum sem við vorum að borða í flokkinn myndir hér til hlíðar ef ykkur langar til að skoða.
Elsku skemmtilega fólk sem var með okkur í þessari ferð takk aftur og aftur fyrir okkur og skemmtilega tíma.
Eigið góða daga elskurnar.


Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 12. febrúar 2012

Nú er kuldaboli í heimsókn

Þar sem pálminn var áður er komið borð og stóll
Þar sem pálminn var áður er komið borð og stóll
« 1 af 6 »
Hann er leiðinlegur gestur hann Kuldaboli, hann er ekki bara hér á Spáni heldur tegir hann sig um alla Evrópu meira segja til Rómar. Það er nú bara önnur höndin sem hefur verið að flækjast hér og hefur voða lítið náð hingað til okkar nema í nótt þá fraus vatnið í smátíma. Það er búið að reka hann í burtu núna segja veðurfræðingar að það eigi að fara hitna smásaman fram að mánaðmótum. Fermín bóni segir 14 daga þá verður orðið hlýtt og gott aftur. Maður er nú ekkert að biðja um 30 stig þau koma brátt en svona um 21 á daginn og svona 10 á næturnar þáer þetta fínt. Alltaf fer maður að tala um veðrið.
Við höfum annars voða lítið verið heima eftir áramótin. Það hefur verið nóg að gera fyrir Dúdda í Gamla húsinu og eins var hann að hjálpa Gumma að hellu leggja fyrir framan nýjs húsið hjá þeim, það verður voða fínt þegar það verður búið.
Við fórum á þrrablót Íslendinga hérna um daginn og var voða gaman góður matur sem var pantaður að heiman og dugði fyrir alla og allir fengu hákarl og punga ens og þeir vildu meira að segja súran hval. En það sem verra var að ég gleymdi myndavélinni og það eru engar myndir frá þessari skemmtun nema af veitingastaðnum sem é tók daginn eftir. þEtta vars  sekmmtileg stund og þakka ég þeim sem að þessu stóðu kærlega fyrir þið stóðuð ykkur með sóma.
Dagarnir líða annars hér allir í rólegu og góðu umhverfi hérna í sveitinni, það er gaman að sjá að hér er verið að byggja upp gömul hús sem eru að hruni kominn svo eitthvað er að lagast kreppunni. Hérna bakvið okkur er að rísa alveg nýtt íbúðarhús.
Það er nú buið að vera í byggingu í tvö ár og var byrjað á sundlauginni svo kom útieldhús og klósett og núna er verið að setja herbergin þetta fólk hérna virðist safna peningum og svo byggir það bara um leið og einhver peningur er í buddunni þá er haldið áfram, held ég.
Svo verður farið í ferðalag á miðvikudagsmorgun og keyrt til Madrid og verið þar í 3 nætu á hóteli og hlakkar okkur mikið til að hitta Helgu Þyri og strákana hennar alla 3 sko líka Jesú og fá að sjá hvernig þau hafa það í stórborginni.
Nú erum við búin að setja Tangagötu 8 í sölu og vonandi langar einhvern til að eignast það góða hús með góðum anda í.
Þetta er fallegt hús með góðum og stórum garði á besta stað í bænum, við eigum nú líklega eftir að sakna þess en þetta er bara dauður hlutur og lífið heldur áfram.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur.