Viva Madrid
Verið að borða nestið á leiðinni
Ferðalangarnir í setustofunni á Hostel Olga
Frænkurnar , Helga með afmælisgjöfina
Þinghúsið okkar hótel var hinumeginn
Kallinn á hestinum á Puerta del Sol
Ég fékk að dansa við Chaplin það kostaði 50 centimos
Að versla í Desigualbúðinni
Helga Þurý og Carmen vinkona Binnu
Afmælisbarnið hún Helga með tertuna sína
Styttur á húsi
Gott koníaksglas á gamla kaffihúsinu
Madrid er mikil borg og svakalega gaman að skoða. Þessi ferð verður ógleymanleg fyrir margar sakir.
Dagur 1:
Það var aðvitað keyrt eins og leið lá að heiman á Hostelið sem við bjuggum á í Madrid. Það var auðvitað borðaða nesti á leiðinni, ekkert verið að eyða peningum á einhverjum sjoppum. Bara haft með sér brauð, bjór og rauðvín að sjálfsögðu.
þetta gekk allt vel hjá okkur að keyra þetta enda með Maríu GPS sem leiðsögumann. Við vorum að vísu búinn að fara í nokkra hringi þegar við fundum hótelið, sem var svo á móti innkeyrslunni í þinghúsið, svo þar máttum við hvergi stoppa, ekki einu sinni til að taka farangurinn út. Verðirnir voru strax komnir á vettvang. Svo þá var María stillt upp á nýtt á heimisfang Helgu Þurí og gekk það ekki alveg jafn brosulega að finna það og þar fengum við stæði. En þau voru svo elskulega að geyma bílinn fyrir okkur í bílageymslu allan tímann. Helga bauð okkur uppá hjónabandsælu sem hún hafði bakað og var yndislegt að fá eitthvað svona íslenskt. Það var svo gaman að koma til þeirra og sjá hvar þau búa og íbúðina sem þau eru að gera upp og hitta litlu prinsana. Og þaðan tóum við leigubíl á hótelið til að ná farangrinum með okkur.
Um kvöldið vorum við á eigin vegum og fórum út til að finna okkur stað til að borða á og var gaman að rölta um þetta hverfi sem er mjög mikið um að vera á allan sólarhringinn. Það var margt fólk á ferli í svona stórborg og augun voru út um allt.
Við fengum okkur að sjálfsögðu tapas þar sem við vourum nýlega búin að fá köku hjá Helgu.
Staðurinn sem við fundum heitir Viva Madrid og er eldgamall og rosa góður matur. og svo kíktum við á einn bar á leiðinni í hátinn og skáluluðum fyrir afmælisbarninu.
Dagur 2:
Það var ekkert verið að rífa sig upp eldsnemma, Binna leiðsögumaður ætlaði að hitta okkur um 12 leytið á Puerta del Sol.
Það fylgdi enginn morgunmatur með hótelinu svo það var fengið sér banani og kjúklingur í morgunmat ásamt vatni. Svo fórum við á bar við hliðina til að fá okkur te og brauð áður en við hittum Binnu eða Jakobínu Davíðsdóttir hún var svo elskuleg að vera með okkur allan tímann og þræða með okkur miðborg Madrid . Við erum frænkur, ég, Helga og Binna, við eigum allar sama langafann hann Bjarna Jónatanson sem er nú löngu dáinn.
Við byrjuðum á að skoða San Micahel markaðinn en þar er mikill gourmet matur á borðum flott tapas og vínbarir og fínerí. Svo löbbðum við út um allt og skoðuðum konungshöllina vísu bara að utan og svo fórum við í dómkirkjuna svaka stór og flott kirkja en þar rétt hjá á Helga Þurí heima. Svo var aftur farið heim til að hafa sig til fyrir afmælisveisluna um kvöldið.
Helga og Gummu buðu til veislu í tilefni afmælis frúarinnar, kampavín, og flottur matur á fínum stað sem ég veit bara ekki hvað heitir gleymdi að spurja Binnu. Þar sungum við fyrir hana og hún fékk litla tertusneið með kerti á og kampavín á liðið í boði hússins.
Svo var gengið heim á leið og auðvitað kíkt á einn bar á leiðinni heim, kvöldið ungt og við áttum það sjálf.
Dagur 3:
Sama og fyrri daginn nema ég sleppti kjúklingnum í morgunmat og fékk mér kex.
Við hittum Binnu aftur á Puerta del Sol en það get ég sagt ykkur að ég man nú ekki hvað þau heita öll flottu söfnin og húsin svo ég tali nú ekki um torgin, garðana og allt hitt sem við sáum en eitt er víst að við vorum búinn að ganga okkur upp að hnjám. Gigtveikar kellingar að strunsa svona um stórborg verða þreyttar í mjöðum og hjám, en mikið var þetta gaman samt. Tala nú ekki um að fara í Desigual búð á 5 hæðum til að leita að pilsi það tók nú á en pilsið fannst eftir mikla leit og var keypt eitt og annað frá þessu fræga merki.
Það var haldið áfram að borða góðan mat og drekka vín vín sem kostuðu nú ekki magar evrur. Við fórum á eitt kaffihús sem er mjög frægt í Madrid og þar er búið að taka margar spænskar bíómyndir og heitir Nuevo Café Barbieri og er nákvæmlega eins og þegar það var opnað 1901 sömu borðin speglarnir, gólfið og veggirnir það var voða gaman að sitja þarna við máttum t.d. ekki hreyfa borðin svo við gætum setið saman. Kvöldið endaði svo á góðum og skrmmtilegum bar þar sem við vorum að æfa okkur að tala spænsku og spánverjarnir að æfa sína ensku, voða gaman og skemmtilegt ungt fólk sem nennti að tala við okkur.
Dagur 4:
Nú var ekkert til í morgunverð nema vatn við fórum bara og fengum te og brauð. Fórum að sækja bílinn til Helgu og Jesú og tókum við bara leigubíl svo við þyrftum ekki að fara að ganga eftir korti líka. Þá áttum við eftir að rata til baka og sækja farangurinn og finna bílastæði nálægt hótelinu og labba svo með töksurnar sem við og gerðum fyrir rest.
Þetta var alveg ótrúlega skemmtileg ferð og margt skemmtilegt að minnast sem ekki verður ritað á þessa síðu. Þið sem hafið komið til Madrid vitið kannski hvað maður er að tala um. Það voru ekki skoðuð nein söfn í þetta sinn ,það verður bara næst enda tekur það svo mikinn tíma og við ekki safnglöð.
Myndavélin var að stríða okkur smá tíma einn daginn en sú gamla var með í för því þessi nýja er biluð.
Það verða settar fleiri myndir sérstaklega af matnum sem við vorum að borða í flokkinn myndir hér til hlíðar ef ykkur langar til að skoða.
Elsku skemmtilega fólk sem var með okkur í þessari ferð takk aftur og aftur fyrir okkur og skemmtilega tíma.
Eigið góða daga elskurnar.