Fiesta, fiesta
Það er nú ekki hægt að segja að það sé einhver lognmolla hérna hjá okkur núna. Veturinn var nú ósköp rólegur og góður en nú rekur hver veislan aðra. Á laugardag fórum við til San Pedro del pinatar á árshátið Íslendinga hérna. Þetta er alltaf haldið á sama stað og þar fáum við gistinu á sama hótelinu og veislan er haldin, gott hótel og góður morgunmatur.
Þetta var ansi fjörug og skemmtileg hátíð eins og alltaf. Það er nú komin sú hefð á okkur ásamt vinum að við mætum strax eftir hádegi komum okkur fyrir í herberginu og svo er farið út að ganga og skoða bæinn og borða saman tabas um miðjan daginn. Nú var farið í nýja átt og fundum við miðbæinn og skoðuðum hann aðeins, þetta er voða skemmtilegur bær sem gaman væri að skoða betur. Við fundum fínan bar þar sem við keyptum okkur fjóra tabasrétti, alla góða og ég var nú svo góð við Gumma að ég baðaði hann uppúr rauðvíni, hellti heilu rauðvínsglasi yfir hann, nýju buxurnar og skyrtuna. Sem betur fer kom þjónninn óðar með voða gott sprey og spreyjaði yfir buxurnar og allt fór úr þeim en skytan er eitthvað erfiðari.
Svo af því ég hellti niður úr glasinu þá var komið með nýja flösku á borðið og hún var auðvitað drukkin líka en hana þurftum við ekki að borga. En kvöldið var mjög skemmtilegt með góðum vinum og fórum við þaðan á sunnudagsmorgun til að mæta í næsta partý.
Já á sunnudaginn var okkur boðið í afmælisveislu hjá frænku okkar Helgu henni Jakobínu Davíðsdóttir, sem er við nám í Madrid nú eftir áramót. Hún var að erindast hérna og bað um að fá að halda afmælið heima hjá Helgu og Gumma og fékk hún auðvitað góðfúslegt leyfi til þess. Þetta var sko ekkert slor sem boðið var uppá þarna hjá henni. Allur matur keyptur í fínum búðum í Madrid ferskur og fínn, en af því mér finnst svo gaman að tala um mat þá fáið þið matseðilinn ef ég man hann allan, þetta var allt á spænska vísu. Ég og Carmen vinkona Jakobínu bjuggum til kartöflueggjaköku svo nú kann ég það. Skinka, ostur, olífur, fyllt brauð sem heitir eitthvað p með túnfisk og ýmsu grænmeti þetta voru forréttir svo kom kræklingur og litla skelin sem var hituð með hvítlauk og olíu alveg himnesk. Svo eftir þetta og góðan tíma komu grillaðir réttir, paprika, sepia, sem er mjög lík smokkfiski, heldur minni og með þykkari kápu, síðan svínakjöt, sem er eins og bacon en bara ekki reykt, bara sett salt á þetta allt. Svo voru tvennskonar pylsur eða blóðpylsa með hrísgrjónum og svo þessi chorzo sem er mjög algeng hér þetta var svo borðað með brauði og tómatsalati. Engir diskar bara gafflar og sérvéttur og svo setja spánverjar þetta inní brauðið. Það var ýmist staðið eða setið við að borða. Og ekkert uppvask á fullt af diskum bara puttamatur alveg æðislegt. Takk fyri Jakobína þetta var frábært boð. Þarna í þessu boði voru 4 spánverjar og hitt íslendingar stundum vissi maður ekki hvar maður átti að vera því svo kom enskan inní líka og ég varð bara rugluð á þessu en reyndi við spænskuna á meðan við Carmen vorum að elda og lærði ég heilmikið af henni bæði um mat og spænsku.
Þið sjáið að þetta var mikil helgi í mat og drykk og svo þurfti ég að mæta í nýja spænskutímann á mánudaginn kl hálf tólf það var varla runnið af manni, en það gekk nú allt vel, svo var ég líka í tíma í dag, bara gaman, ég er nú svolítið montin af mér að vera að læra núna komin á þennan aldur en ég held að það sé bara aldrei of seint að leyfa heilanum að glíma við eitthvað óvænt.
Hér hefur veðrið verið heldur leiðinlegt en Fermín segir að vorið komi á föstudaginn og ég trúi honum alveg. Það er svo mikið af ætiþirslum hérna núna sem hann er alltaf að færa mér, ég sauð 16 núna áðan sem ég geymi fyrir gestina sem koma í apríl.
Svo er annað partý á morgun afmæli hjá Hörpu.
Eigið góða daga.
Þetta var ansi fjörug og skemmtileg hátíð eins og alltaf. Það er nú komin sú hefð á okkur ásamt vinum að við mætum strax eftir hádegi komum okkur fyrir í herberginu og svo er farið út að ganga og skoða bæinn og borða saman tabas um miðjan daginn. Nú var farið í nýja átt og fundum við miðbæinn og skoðuðum hann aðeins, þetta er voða skemmtilegur bær sem gaman væri að skoða betur. Við fundum fínan bar þar sem við keyptum okkur fjóra tabasrétti, alla góða og ég var nú svo góð við Gumma að ég baðaði hann uppúr rauðvíni, hellti heilu rauðvínsglasi yfir hann, nýju buxurnar og skyrtuna. Sem betur fer kom þjónninn óðar með voða gott sprey og spreyjaði yfir buxurnar og allt fór úr þeim en skytan er eitthvað erfiðari.
Svo af því ég hellti niður úr glasinu þá var komið með nýja flösku á borðið og hún var auðvitað drukkin líka en hana þurftum við ekki að borga. En kvöldið var mjög skemmtilegt með góðum vinum og fórum við þaðan á sunnudagsmorgun til að mæta í næsta partý.
Já á sunnudaginn var okkur boðið í afmælisveislu hjá frænku okkar Helgu henni Jakobínu Davíðsdóttir, sem er við nám í Madrid nú eftir áramót. Hún var að erindast hérna og bað um að fá að halda afmælið heima hjá Helgu og Gumma og fékk hún auðvitað góðfúslegt leyfi til þess. Þetta var sko ekkert slor sem boðið var uppá þarna hjá henni. Allur matur keyptur í fínum búðum í Madrid ferskur og fínn, en af því mér finnst svo gaman að tala um mat þá fáið þið matseðilinn ef ég man hann allan, þetta var allt á spænska vísu. Ég og Carmen vinkona Jakobínu bjuggum til kartöflueggjaköku svo nú kann ég það. Skinka, ostur, olífur, fyllt brauð sem heitir eitthvað p með túnfisk og ýmsu grænmeti þetta voru forréttir svo kom kræklingur og litla skelin sem var hituð með hvítlauk og olíu alveg himnesk. Svo eftir þetta og góðan tíma komu grillaðir réttir, paprika, sepia, sem er mjög lík smokkfiski, heldur minni og með þykkari kápu, síðan svínakjöt, sem er eins og bacon en bara ekki reykt, bara sett salt á þetta allt. Svo voru tvennskonar pylsur eða blóðpylsa með hrísgrjónum og svo þessi chorzo sem er mjög algeng hér þetta var svo borðað með brauði og tómatsalati. Engir diskar bara gafflar og sérvéttur og svo setja spánverjar þetta inní brauðið. Það var ýmist staðið eða setið við að borða. Og ekkert uppvask á fullt af diskum bara puttamatur alveg æðislegt. Takk fyri Jakobína þetta var frábært boð. Þarna í þessu boði voru 4 spánverjar og hitt íslendingar stundum vissi maður ekki hvar maður átti að vera því svo kom enskan inní líka og ég varð bara rugluð á þessu en reyndi við spænskuna á meðan við Carmen vorum að elda og lærði ég heilmikið af henni bæði um mat og spænsku.
Þið sjáið að þetta var mikil helgi í mat og drykk og svo þurfti ég að mæta í nýja spænskutímann á mánudaginn kl hálf tólf það var varla runnið af manni, en það gekk nú allt vel, svo var ég líka í tíma í dag, bara gaman, ég er nú svolítið montin af mér að vera að læra núna komin á þennan aldur en ég held að það sé bara aldrei of seint að leyfa heilanum að glíma við eitthvað óvænt.
Hér hefur veðrið verið heldur leiðinlegt en Fermín segir að vorið komi á föstudaginn og ég trúi honum alveg. Það er svo mikið af ætiþirslum hérna núna sem hann er alltaf að færa mér, ég sauð 16 núna áðan sem ég geymi fyrir gestina sem koma í apríl.
Svo er annað partý á morgun afmæli hjá Hörpu.
Eigið góða daga.