Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 22. nóvember 2010

Húsbóndaherbergið

Krossinn sem er efst á fjallinu
Krossinn sem er efst á fjallinu
« 1 af 10 »
Það er nú bara orðið langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér. Það hefur bara verið nóg að gera hér í sveitinni.
Við fórum í Ruda Verde göngutúr á laugardeginum og var það 1 1/2 tíma göngutúr með leiðsögumanni, við höfðum reyndar farið í þessa göngu í fyrra líka, en það er alltaf gaman að labba þetta með öðru fólki, það var nú ekki margt núna.
Dúddi fór svo í göngutúr  með Ignacio á sunnudagsmorguninn kl. 8. Þeir keyrðu að Orhiulea fjallinu og löbbuðu upp, það var reyndar keppni í gangi þess vegna fóru þeir svona snemma til að sjá hlauparana koma í mark, en Dúddi vissi það nú ekki en það voru margir sem tóku þátt í þessu hlaupi, annars get ég voða lítið sagt um þessa ferð því ég fór ekki hann bætir kannski einhverju við þegar hann les þetta yfir eins og alltaf.
Þegar hann kom heim þurfti ég að hreyfa mig, svo við fórum í hjóltúr til Catral sem er bær hér við hraðbrautina við vorum um 30 mín að hjóla þangað, svo fórum við aðra leið heim og komum við á bensínstöðinni þar sem við stoppum oft og fáum okkur eitthvað en þar er fínn bar og veitingahús. Þar var voða gaman að sitja í sólinni og horfa á krakka leika sér inní blöðrum sem flutu á sundlaug, þau veltust um og voru að reyna að hlaupa en það gekk nú ekki alltaf sem best hjá þeim. Þarna sátum við lengi og horfðum á.
Vikan hjá Dúdda hefur nú eiginlega öll farið í að klára að laga húsbóndaherbergið sitt, það er búið að setja upp eldhúsinnréttinguna og laga allt þar í kring svo þetta er orðið allt annað. Setja líka skilrúm fyrir ofan sófann og ditta að þessu og hinu voðalega fínt hjá honum núna. Ég bara prjóna og prjóna og hekla inná milli . Það hefur bara ekki verið nein vinna í gangi þessa viku eitthvað aðeins einn daginn sá ég, það hefur verið svo mikill vindur og kalt á morgnana þau sitja kannski einhversstaðar í skjóli sem ég veit ekki hvar er. Það er ekki búið að fastráða mig ennþá eða að semja um kaup, þá gerir maður auðvitað ekki neitt. Ég þarf nú að fara bráðum hvítlaukurinn er að verða búinn.
Við fengum góða gesti á laugardagskvöldið og var þá boðið uppá spænska og íslenska rétti, það var voða gaman og tókst bara vel að ég held og allir skemmt sér vel. Takk fyrir komuna kæru vinir.
Það er aðeins farið að kólna núna sérstaklega á nóttunni en við höfum góðar sængur svo okkur er ekki kalt. Sólin skín núna en það er ansi mikill vindur. Ég ætla að fara núna uppá þak að hengja út þvottinn sem verður svo orðin þur eftir svona tvo tíma.
Eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 12. nóvember 2010

Blómapotturinn og vinnan

Önnur hlíðn á blómapottinum
Önnur hlíðn á blómapottinum
« 1 af 10 »
Úti er sól og logn 20. gr. hiti. Hugsið hvað þetta er ljúft.
Vorum að koma úr hjólatúr, það er svo gott að hjóla í svona veðri.
Það hefur nú bara verið mikið að gera þessa vikuna. Ég kláraði að gera mósaík blómapottinn sem hefur verið í vinnslu í tvær vikur. Það var bara ansi gaman að gera þetta svo kemur þetta bara vel út. Hann lífgar uppá blómabeðið okkar hérna hinu megin við götuna. Þetta er múrsteinn sem ég fyllti svo með mold svo geta blómin skotið rótum niður í moldina fyrir neðan. Það þarf að vísu að vökva þetta oft, því moldin hér er svo leirkennd að þetta verður eins og leirkrús.
Ég er farin að fara út á götu á hverjum morgni svona til að skoða lífið hér í kring. Einn morguninn sá ég fólk sitja og vera eitthvað að vinna svo ég lallaði til þeirra og horfði smá stund og spurði svo hvort ég gæti hjálpað. "Komdu á morgun, svo ég fór næsta morgun kl. 10:00 þá var mér bent á lítinn stól og breitt yfir mig slopp, og látin fá búnt af hvítlauk, þessum langa ekki eins og við erum með heima. Það þarf að taka dauðu laufin burtu og svo er þetta sett í búnt með 5 stk. í , og svo í annað stærra búnt með 5 búntum í. Það var voða gaman að sitja þarna og hlusta á þau tala og skilja varla eitt einasta orð. Nema stundum þá náði ég meiningunni. Ég hef nú grun um að það sé ansi mikið spjallað um nágrannana, það væri nú gaman að vita hvað þau segja um okkur, við erum líklega kölluð Hola fólkið, því það er næstum það eina sem við segjum við þau. Ég fór bæði á þriðjud. og miðvikudag, og var í einn til tvo tíma, seinnidaginn tók ég þessar myndir, þá var ég nú bara látinn sitja á plastkassa það vandist en ég var ansi þreytt í bakinu á eftir og rassinn svolítið aumur. Launin eru góð, fyrsta daginn fékk ég hvítkauk og ætiþirsla, og var sagt að búa til eggjaköku eða Tortilla eins og hún heitir á spænsku. Það gerði ég auðvitað og smakkaðist mjög vel. Seinni daginn fékk ég meiri hvítlauk svo nú er til nóg af honum hér á þessum bæ. Ég fékk frí í gær því þá fór ég til tannsa. Ætlaði svo að mæta í morgun en þá var bara engin vinna. Svo ég fór bara að skúra í staðin, sem var víst orðið tímabært. Athuga bara aftur eftir helgi því mér sýnist vera nóg eftir á akrinum, svo eru hvítlauks akrar hér allt í kring.
Jón fylgdist grannt með einum og nú er farið að spretta vel úr honum Jón, vel vökvaður og vel hirt um hann.
Á þriðjudagskvöldið vorum við boðin í mat til hjóna sem búa á La Zena svæðinu og heita Lárus og Aðalbjörg við kynntumst þeim gegnum Unnstein og Rut, og vorum við öll í matarboði hjá þeim fengum góðan mat og svo var okkur kennt spil sem heitir Mexican train, en það er svona svipað Domino spili, ansi gaman að spila þetta. Takk fyrir góða kvöldstund góðu vinir.
Það gengur vel hjá tannsa hann syngur núna fyrir mig Bob Dylan og hrósar manni í hástert hvað maður sé góður sjúklingur, manni finnst maður vera orðin lítil stelpa sem er góð hjá lækninum, næst ætla ég að vita hvort ég fái ekki verðlaun.
Ætlum á markað á morgun og í Ruta Verde göngu. Svo fer Dúddi í fjallgöngu á Orihuela fjallið á sunnudagsmorgunn kl. 8:00 með Ignacio tengdasyni Fermín.
Eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 6. nóvember 2010

Hér og þar

Pálminn fyrir, þið sjáið svo þrjá litla menn við stigann Dúddi, Gummi og Vishnu
Pálminn fyrir, þið sjáið svo þrjá litla menn við stigann Dúddi, Gummi og Vishnu
« 1 af 10 »
Nú er laugardagur og við fórum á markaðinn í Almoradí, og keyptum bæði blóm, ávexti og grænmeti. Það var eins og alltaf fullt af fólki og gaman að vera þar. Kíktum líka í eina stóra nýja kínabúð og keypti mér litla fötu. EInnig keyptum við okkur steiktan kjúkling, ég steikti svo karftöflur og sveppi með og rauðvín og, gerðum gott ástand, eins og sumir segja.
Úti í garði hjá nágrönnunum er afmælisveisla, eitthverrt barnabarn á afmæli, og þar var sungin afmælissöngurinn á spænsku, gaman að heyra þetta þó það væri nú pínu falskt, en bara eins og það á að vera, gaman að hafa svona líf í kringum sig. En fjölskyldan er hér voða mikið núna vegna veikinda Carmen. Dæturnar koma til að hjálpa mömmu sinni að þrífa. Það er nefnilega allt skúrað á hverjum degi, myndarskapur það, þær mættu alveg koma til mín líka.
Annars er ég búinn að vera marga daga uppá þaki við að gera mósaik, það koma myndir af því á næsta bloggi, það er ekki tilbúið fyrr.
Fermín er alltaf að fara að veiða og fór hann áðan með bros allan hringinn, hann veiðir hér í kanölunum allt í kring, ekki vildi ég borða þá fiska, ekki einu sinni pissa í þessa kanala. Ef fiskarnir lifa í þeim þá geta þeir víst borðað þá segja þeir. Hitti hann eftir veiðina og hann fék bara einn lítin titt, en brosti samt.
Það kemur nú ekki mikið af grænmeti núna til okkar bara grasker það eru til tvö stór hérna núna. Jú hann gaf okkur Granatepli um daginn, sem við borðum á hverjum morgni með cornfleks. Það er enginn uppskerutími núna allir akrar fullir af allskonar káli og fíneríi.
Á síðust helgi var svona pálmalaugardagur, þá fórum við til Helgu og Gumma að hjálpa þeim að laga pálmann í garðinum hjá þeim hann var orðinn ansi stór og mikill. Þeir voru duglegir karlarnir við að hökkva hann á meðan fórum við á markaðinn kellurnar. Svo var borðuð fiskisúpa sem ég kom með, sem var afgangur frá þvi deginum áður en þá voru Jón og Elín Þóra hér í mat.
Um kvöldið fórum við svo út að borða og fengum okkur svaka gott snitshel, og á bar á eftir, skemmtileg helgi.
Á fimmtudaginn var okkur svo boðið í indverskan mat á búgarðinn hjá Hörpu og Vishnu, góður matur og gott fólk sem gaman er að hitta. Þar var okkur boðið uppá rússneskt rauðvín sem var bara ansi gott. Og rann það ljúft niður með góðum mat og sterkum. Takk fyrir skemmtilegt boð góðu vinir.
Nú er ég byrjuð að fara til tannlæknis í La Zena hverfinu og er hann sænskur, það verður sko nóg að gera hjá honum bara við mig. Hann er voða skemmtilegur syngur fyrir mig á sænsku, og spyr svo á meðan maður er með fullan munnin af drasli, syng ég ekki vel, og hvað gerir maður annað en jánkar, skíthræddur um að hann meiði mann annars. Ég veit nú ekki hvort þetta er mikið ódýrara en heima, hérna er ég bara meira og þetta var nauðsynlegt. Svo nú fer maður í bæinn í hverri viku sem er bara ágætt. Og nú eru Dúddi og Gummi með smáverkefni í nokkra daga svo hann fer oftar. Ég verð bara heima suma dagana og leik mér að gera mósaik eða prjóna sem er ekki leiðinlegt, er með tvær peysur í takinu núna.
Veðrið hefur verið alveg indislegt sól og logn á hverjum degi svo við höfum ekkert þurft að kynda ennþá en nú spáir vísst rigingu næstu daga, en þetta er eins og heima það gengur nú ekki allt eftir sem þeir segja blessaðir veðurfræðingarnir.
Eigið góða og skemmtilega daga.

Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 27. október 2010

Rólegt líf

Ég og Ásta í Gudalest
Ég og Ásta í Gudalest
« 1 af 10 »
Nú hefur lífið aftur fallið í sinn vanalega farveg. Við komin heim í húsið okkar og góðir vinir verið með okkur hérna fyrstu dagana.
Þau eru nú farin aftur heim til Íslands í sitt venjubunda líf. Þetta var rosalega góður tími á meðan þau voru. Margt gert sér til skemmtunar. Við fengum lánuð hjól hjá Erni og Þuru og voru Jón og Ásta dugleg að nota þau á meðan þau voru hér. En allt tekur enda, góður tími sem maður á í endurminningabókinni. Takk fyrir heimsóknina kæru vinir.
Nú gengur allt í föstum skorðum, við drífum okkur út að hjóla, enda er ég nýbúinn að fá hjólabuxur og hraðmælir á hjólið með kílómetramælir, þetta var gjöf frá Jóni og Ástu, takk fyrir góðu vinir. Við fórum í dag í 12 km. langan hjólatúr, fórum alveg að afleggaranum til El Saladar, snerum þar við og fórum næsta stíg sem við sáum og hjóluðum á bensínstöðina sem er í San Juan og fengum okkur Te og bjór. Yndislegt veður til að hjóla í sól, logn og hitinn um 20 gr. Í gær hjóluðum við til Rafal og keyptum í matinn, og löbbuðum um bæinn. Svo nú er gaman að sjá hvað maður fer langt í einu. Ég er nú ekkert að hjóla hratt því ég þarf svo margt að skoða í leiðinni, ég verð alltaf að líta eftir hvort ég sjái kannski fallegt flísabrot.
Mig vantar nefnilega grænar og gular flísar, Dúddi fann nokkrar rauðar í gær, sem duga í bili. Nú bíða ég bara eftir að andinn komi yfir mig til að byrja á næstu mósaíkmynd. Kannski ég byrji bara á borðinu núna.
Dúddi er búinn að mála svefnherbergið og nú er það mjög ljósgrænt, og miklu hlýlegra en það var svona sjúkrahúshvítt. Það var allt þrifið hátt og lágt og verður yndislegt að fara að sofa þar í kvöld.
Næstu dagar eru bara á rólegu nótunum að ég held. Ég ætla til tannlæknis á morgun og svo förum við út á völl að sækja okkar góðu vini Unnstein og Rut, þau eru að koma í húsið sitt og verða líklega fram í desember. Það verður gaman að hitta þau aftur.
Svo það verður ekki hjólað á morgun en allt í lagi að taka einn dag í frí, er það ekki?........
Fermín er alltaf að færa okkur eitthvað, um daginn kom hann með kál sem systir Carmen vildi gefa okkur og ég hef bara séð hjá Carlos kokki, þau sögðu það heita blanco(veit ekkert hvernig þetta er skrifað) það væri dýrt og það væri bara fyrir kapitalisma, hann sagði mér auðvitað að nota það í súpu, en satt að segja veit ég ekkert hvernig á að nota það. Kokkurinn tók hýðið af eins og af rababara og bjó til einhverskonar samloku úr þessu en því miður man ég það bara ekki. En ef einhver hefur hugmynd um þetta kál væri ég voða ánægð ef ég fengi þá smá athugasemd um það. Það er ekki gott hrátt, ég hef nú bara steikt það með öðru grænmeti.
Eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 20. október 2010

Ferð til Gudalest og Alcalá del Júgar

Gudalest
Gudalest
« 1 af 10 »
Það var lagt upp í ferð á mánudagsmorgun vaknað snemma og lagt af stað um kl.10:00, bara gott hjá okkur. Ferðinni var heitið til Gudalest sem var fyrsti áfangi ferðarinnar. Gekk þetta allt mjög vel enda tvær Maríur gps með í för landakort og svo okkar vit sem er nú alveg frábært þegar fjögur leggast á eitt að rata.
Ég hef tvisvar áður komið til Gudalest fyrst 1983 og hefur þetta ekkert breyst síðan þá nema ef vera skildi að meira skran er í búðunum. En við löbuðum upp á efsta torgið og sáum mjög fallegt útsýni og fallegar götur þarna uppi, á leið niður fórum við á Microgigante safnið, en það er safn  þar sem þú verður að skoða listaverkin gegnum stækkunargler, þar sem þau eru svo lítil. Listaverk málað á hrísgrjón er þar ásamt mörgum öðrum svona litlum, ótrúlega flott. Næsti viðkomustaður var Fonts de L'Algar eða Algarfossar eins og íslendingar kalla þá þeir eru beint fyrir ofan þorpið Altea. Það er vont að finna þetta og ekki nógu vel merkt við flæktumst ansi mikið við að leita að þessu, það er farið til fossana í gegnum þorpið Callosa d'en Sarriá.
Þetta er fallegt svæði þar sem gaman er að skoða, þarna má líka stökkva fram af kletti og beint í ána, eins hægt að vera ofar með börn að leik í ánni, sem er auðvitað gott á sumrin í miklum hita, bara muna að hafa með sér bol og handklæði. Við röltum þarna um góða stund og skoðuðm allt. Nú er svo lítill ferðamannastraumur og mikið af öllum veitingastöðum og annað er lokað.
Við fórum frá fossunum seinnipartinn og ferðinni heitið langt inní land til Alcalá del Jugar sem er mjög sérstakt þorp. Við ákváðum að gista á leiðinni þangað því þetta tók tvo og hálfan tíma að keyra. Um sjöleytið steig bílstjórinn á bremsuna og sagði athugum hvað það kostar að gista hérna.Þetta var fínt hótel við veginn og heitir Hotel Gasaqui þetta er hótel með spa og sundlaug, og var bara ákveðið að gista þarna. Við fengum sitthvort herbergið sem er svona hálfgert bungalov, sér inngangur. Baðkar með nuddpotti og fínerí og var það sko notað þetta er fínt.
Um kvöldið þurfti svo að borða, og þá vernsaði í því, matsalurinn er lokaður á mánudögum svo við fórum á bensínstöðina en þar var ekkert spennandi. Við spurðum strákinn í lobbýinu hvar við gætum borðaða og útskýrði hann það fyrir túlknum okkar honum Dúdda. Það átti víst að ver 2o mín. gangur svo það var aftur farið á bensínstöðina og gengið sér gönguvatn. Við þurftum að fara um undirgöng í svarta myrkri en þar var útafkeyrla af hraðbrautinni, þetta gekk nú allt vel en ekki fundum við neinn matsölustað, eftir 20. mín. Svo túlkurinn fór aftur af stað og hitti mann í göngutúr og labbaði bara með okkur á staðinn, við fengum allavega að borða á Hotel La Valle í bæ sem heitir Aielo de Malferit, Tapas í forrétt og fisk með miklum hvítlauk og ágætis rauðvín með. Svo tríluðm við bara heim aftur eins og ekkert væri, þannig að þennan dag var mikið labbað.
Fórum líka af stað á þriðjudagsmorgun kl. 10:00 eftir morgunverð á bensínstöðinni, ekki alveg beint besta hollustan en hvað um það. Leið okkar lá til  Alcalá del Júgar, sem tók okkur um 2 tíma að fara bæði á hraðbraut og eins á sveitavegum.
Þangað vorum við komum um kl. 11:30 og fórum að skoða okkur um þar. En það sérstaka við þetta þorp er að þú þarft að keyra af sléttunni og niður í dal og þú verður að keyra uppúr honum aftur. Maður eiginlega dettur ofan í dalinn, svo hanga húsin utan í hlíðunum og  þar eru líka hellahús, sem eru byggð inní bergið og svo eru bara gluggar á berginu alveg stórkostlegt. Efst upp við brúnina er kastali og þar fórum við inn og vorum við Ásta ansi lofthræddar og þorðum ekki efst upp, en Jón og Dúddi létu sig hafa það og söðust næstum hafa verið lofthræddir. Þar sást svo vel yfir og er líka gaman að vera þarna og sjá útsýnið yfir þennan sérstaka stað. Við skoðuðum hann líka vel og fórum eftir að við fengum okkar að borða um kl. 3:00. Þetta er ólýsanlegt þetta er svo fallegt og undarlegt landslag.
Ferðin lá svo heim á leið að nýju og fórum við leiðina til Murciu sem við fórum líka og skoðuðum aðeins en við fundum ekki miðbæinn það kemur bara næst.
Mjög eftirminnileg ferð með góðum vinum, og sem seint gleymist.
Lífið gengur annars bara sinn vanagang hér, aðeins farið að kólna á nóttuni, en mjög fínt á daginn yfir 20 gr. svo húsið er ekkert farið að kólna enn. Dúddi og Jón eru að laga gasleiðsluna og setja gaskútinn úr eldhúisnu fram í húsbóndaherbergi gott að fá svona hjálp.
Í dag hefði mamma mín átt 87 ára afmæli, blessuð sé minning hennar. Fjóla systir hennar ætlar að gifta sig í kvöld honum Steina sínum innilega til hamingju með daginn.
Hver dagur er góður dagur.