Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 19. apríl 2011

Skólaferðalagið til Orihuela

Kona Johns, ég og Eillin skólasystkinin
Kona Johns, ég og Eillin skólasystkinin
« 1 af 10 »
Hingað til hef ég bara farið í skólaferðalag með Gaggó á Ísafirði, en nú var komið að því að fara í ferðalag með skólanum hér í Almoradí, þar sem ég er að læra spænsku. Kvöldið áður höfðum við fengið góða gesti frá Íslandi Helgu og Lilla, það var farið illa með þau fyrsta daginn, bara skilin eftir heima og látin sjá um sig sjálf, höfðu ekki einu sinni bíl, því hér í sveitinni er langt í allt. En þau fóru í göngutúr og sólbað og höfðu það bara fínt held ég. Okkur var svo boðið í súpu um kvöldið til Eyrúnar og Guðfinns.
Ferðalagið hjá okkur hófst kl 8:30 um morguninn þá fórum við á okkar bíl til Orihuela, við þurftum að nota Maríu GPS til að finna réttan stað þar sem við áttum að hitta fólkið, en það gekk nú brösulega, því bílstjórinn vildi ekki láta Maríu ráða, en við fundum þetta fyrir rest og vorum ekki síðust. Þetta var mikill göngutúr frá kl. 10:00 til kl 14:00 um daginn við byrjuðum á að skoða voða flott nýtt safn með frægum málverkum og styttum og allavega fínerí þetta safn heitir Mueso de arte Sacro.
Þaðan var farið í kirkju rétt hjá sem heitir Catedral del Salvador voða falleg eins og þær eru nu flestar, þar var orgel sem var sett langt upp í lofti og er síðan 1600 og eitthvað og er enn notað í kirkjunni. Á báðum þessum stöðum er bannað að taka myndir.
Síðan var aftur farið í langt labb til að skoða flotta og eldgamla kirkju þar sem við máttum ekki einu sinni koma við veggina og er ekki opin fyrir hvern sem er en þetta er líka skóli bæði barnaskóli og unglingaskóli ásamt þessari kirkju og flottum garði og bókasafn með eldgömlum bókum sem enginn má snerta, þetta var ein af ríkustu kirkjum á Spáni. Þetta flotta hús heitir Convento de Santo Domingo. Loks fórum við svo að skoða húsið sem einn frægasti rithöfundur Spánar átti heima í sinni bernsku, held að hann hafi verið ljóðskáld. Casa del poeta Miguel Hernández. Þetta er lítið hús með minnsta eldhús sem ég hef séð en flottum garði og góðum útihúsum fyrir dýrin. Þegar þarna var komið voru allir orðnir svangir og þyrstir og labbað til baka þar sem við hittumst. Veitingastaðurinn sem við fórum að borða á var þar nálægt í svona sundlaugargarði þetta var allt nýtt, þarna var stór sundlaug bæði úti og inni.
Þetta var 6 rétta máltíð og var maður alveg að springa eftir þetta og vitandi að maður átti að fara í matarboð  um kvöldið.
Þetta er matseðillin: Menú: Jamón Y queso, croquetas, ensalada, caldo con pelota, arroz y costra, tarta de chocolate og svo nóg að drekka með eins og hver vildi. Caldo se pelota er súpa með einni stórri kjötbollu í allt í lagi en ekkert sérstök.
Arroz y costra er hrísgrjón neðst, þá kemur kjúlli og kalkúnn, þá allavega pylsur og síðast eru sett hrærð egg ofan á allt saman og bakað í ofni, þetta er réttur sem er bara gerður í Orihuela og Elshe, sagði kennslukonan þetta er svolítið sérstakt að borða en kom bara of seint því maður var að verða saddur af öllu hinu.
Þetta var voða skemmtilegur dagur þó ekki lærði maður mikið í spænsku því þetta voru allt englendingar og lærði maður bara ´því meira í því máli.
Við fórum svo í annað partý um kvöldið og skemmtum okkur voða vel.
Á laugardag var farið á markað í Almoradí og seinna um daginn var brunað og keypt gasgrill og um kvöldið voru grillaðir kjúklingar. Sunnudagurinn var einnig markaðsdagur og farið í sólbað og svona.
Í dag er engin sól en 18, stiga hiti og við Helga búnar að fara í einn göngutúr og ætlum að fara aftur seinna í dag, Lilli er nefnilega í golfi og Duddi að þrífa flísarnar á þakinu.
Eigið góða daga og gleðilega páska.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 13. apríl 2011

Það er komið vor

Pálminn að koma með nýju blöðin
Pálminn að koma með nýju blöðin
« 1 af 9 »
Það er komið sumar eða vor eins og spánverjar kalla þessa mánuði, sumarið kemur reyndar ekki fyrr en 20 júní. Það hefur verið alveg yndislegt veður í heila viku og það hafa verið sleginn hitamet hérna á mörgum stöðum, miðað við árstíma.
Það er svo gott og gaman að labba hér um akurvegina núna, appelsínutrén að blómstra og lyktin er svo góð, vildi að ég gæti sett hana á krukkur og komið með hana heim til Íslands, og sleppt henni út í Skötufirði.
Blómin okkar eru líka að blómstra og pálminn er að koma með fullt af nýjum greinum. Það er voða spennandi að sjá hvernig þetta kemur, því þetta er í fyrsta sinn sem koma ný blöð. Vínberjatréð sem Svenni gaf okkur er allt að koma til eftir veturinn það er líka spennandi hvort við fáum vínber í haust.
Á síðasta laugardag voru Helga og Gummi hér í heimsókn hjá okkur og við ætluðum að fara í göngutúr en það var svo heitt að við sátum bara frammi í húsbóndaherbergi það var svalast þar, fengum okkur kampavín og skáluðum fyrir 9. apríl. Afmælisdegi og dánardegi pabba, elsku kallinn ég hugsa að hann hafi bara verið ánægður með það og eins hvað við höfum það gott hérna í sveitinni.
Það gengur vel hjá mér í skólanum og á föstudaginn förum við Dúddi í skólaferðalag til Orihuela með öllum nemendunum í skólanum. Förum að skoða söfn og kirkjur og borða ekta orihuelanskan mat, 4 réttir, eftirmatur og alles.
Það er nú verst að þurfa að skilja gestina, sem koma á morgun eftir heima, bíllaus en nóg af mat og vonandi verður bara sólskin svo þau geti farið í sólbað. En Helga og Lilli koma á morgun og er ég orðin voða spennt að fá gesti, því það hefur enginn komið síðan í haust, get varla beðið. Helga kemur frá Íslandi en Lilli frá Sevilla þar sem hann hefur verið í golfi.
Annars gengur lífið sinn vanagang hérna hjá okkur, Fermín þessi elska kemur með grænmeti á hverjum degi og spjallar við okkur í leiðinni.
Reyndar fórum við í minigolf á Íslendingahittingnum á sl. föstudag og Dúddi vann og fékk eina rauðvínsflösku í verðlaun.
 Hitinn í dag var 25 gr. og sól.
 Takk fyrir innlitin og skrifin á síðuna, alltaf gaman að sjá þegar einhver skrifar smá.
Eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 6. apríl 2011

Eitt og annað úr sveitinni

Svona var borðið áður en það var fúað
Svona var borðið áður en það var fúað
« 1 af 10 »
Það er nú ekki mikið að gerast hér hjá okkur núna, flestar veislurnar búnar og maður er bara í því að slappa af og  njóta góða veðursins sem er komið til okkar núna.
Sl. föstudag fengum við góða gesti í heimsókn, Bertu Svenna, Auðunn, Ingþór og Möggu, þau kíktu hér aðeins til að fá að sjá sveitina, þau fengu auðvitað ætiþyrsla að borða og köku sem við höfðum keypt fyrir pabba daginn hérna, voða góða og svo smá spænskt vín Moscatell sem er léttur líkjör.
Annars var ég bara dugleg að klára mosaik borð sem hefur verið í mótun í vetur og hefur beðið eftir að góða veðrið kæmi svo maður geti verið að þessu uppá þaki. En nú er því lokið og það er bara fínt, það er í stíl við orminn og á að koma niður í patíóið  þegar við erum búin að taka pálmann í burtu. Hann er að verða of stór hérna, það verður sjónarsviptir af honum en það gerir ekkert til það er nóg af pálmum hérna í kringum okkur. Annars eru þeir bara svo margir dauðir.
Við höfum verið dugleg að fara út að hjóla og ganga. Við erum bæði búinn að fá okkur ný gleraugu en þið fáið enga mynd af okkur strax með þeim. Dúddi er duglegur að æfa sig á hjómborðið og vaska upp, hann er búinn að gera eina mósaikmynd á þakinu sem þið fáið að sjá síðar.  Ég sit og prjóna á meðan hann æfir sig með heyrnatólum svo ég heyri ekki neitt.
Það var nú að vísu veisla á mánudaginn, spænsk hjón vinir Helgu frænku elduðu fyrir okkur ekta spænska paellu, með fiski, og kjúkling, hún var svaka góð, á undan fengum við skinku, ost og pylsu þetta var svona ekta spænsk, en á eftir var ekta íslensk hnallþóra, marens, rjómi og jarðarber voðalega góð, fjöskyldukaka hjá frænku en þar er hún kölluð vonda kakan.
Þetta var mjög skemmtilegur dagur og ekki spillti veðrið fyrir 24. stiga hiti og sól.
Anars hefur mikið breyst hér í kringum okkur síðan Carmen dó, dæturnar koma að vísu á hverjum degi en það er samt mikið sem vantar. Börnin koma ekki eins oft og áður og það vantar svona þennan spænska hávaða. Börnin eru nú farin að þora að koma hingað inn í patíóið til okkar með boltana sína og hentu þeim alla leið inní eldhús til að fá athygli okkar þetta er voða gaman, þau eru mjög kurteis og elskuleg. Fermín er ekki mikið heima nema að hugsa um garðinn sinn og við erum að drukkna í baunum núna, margir pokar komnir í frystinn, þeim verður nú líklega bara hent þegar við förum heim. Hann fer oft að veiða með vinum sínum og kemur heim með fullt af álum. Hann hefur nú boðið Dúdda að koma með en hvenær vitum við ekki.
Það er gaman í skólanum og ég hef bara lært helling í spænsku, kennarinn afsakar sig nú oft við mig og segist ekki tala íslensku eða hafa skýringar, fyrir næsta tíma á ég nefnilega að þýða ensku yfir á spænsku, ég á nú eftir að sjá hvernig það gengur.
Núna bíð ég spennt eftir næstu viku því þá fáum við góða vini í heimsókn Helgu og Lilla og þegar þau fara þá koma Óli og Badda og verða í viku. Hlökkum mikið til.
Eigið sólskinsdaga.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 30. mars 2011

30. mars 2011

Harpa og fíni maturinn hennar
Harpa og fíni maturinn hennar
« 1 af 10 »
Datt í húsmóðurgírinn í morgun því nú ver, það er svo leiðinlegt. Er búinn að baka brauð fyrir mig með engum sykri er í bindindi, sko sykur bindindi. Svo er ég búinn að baka tvo marengsbotna sem eiga að vera eftirréttir í næsta partý, sem verður Paellupartý og flott kaka í eftirrétt sem Helga skreytir en ég baka, góð samvinna, svo verður vinkona Helgu, spænsk, sem ætlar að elda og kenna okkur að búa til ekta paellu. Gaman að gera eitthvað svona úti núna þegar sólin og hitinn eru mætt á svæðið.
Annars hefur þetta tímabil núna í marsmánuði einnkennst af veislum og matarboðum allskonar. Fyrir hálfum mánuði vorum við boðin til Hörpu og Vishnu í afmælisveislu sem Harpa hélt mánuði eftir afmælið sitt, þar vorum við í hópi íslendinga og enskumælandi fólks, þannig að fjölbreytnin í tungumálunum hjá okkur í þessum veislum er talsverð og við æfumst bæði í ensku og spænsku. Við fengum voða góðan mat hjá Hörpu blöndu af inverskum, íslenskum,  enskum og spænskum hún er svo mikill kokkur og eldar góðan mat, réttirnir voru svo margir að þið fáið bara mynd af þeim. Við sváfum hjá þeim í fyrsta skipti og var gaman að sofa lengst út í sveit, meiri en okkar. Þau eru með sítrónuakur alveg við húsið hjá sér, og þar eru sko góðar sítrónur. Takk kærlega fyrir okkur Harpa og Vishnu.
Svo var síðasta helgi alveg pökkuð af veislum, föstudaginn fórum við snemma að heiman fórum í mini golf en unnum nú ekkert.
Um kvöldið var okkur svo boðið í mat til Guðrúnar og Kára og þar var voða flottur matur á borðum eins og í öllum þessum boðum.
Æðislegt sjávarréttasalat og kjúklingaréttur svakalega gott, takk fyrir okkur Guðrún og Kári.
Laugardagur fór í markaðsferð og Dúddi að laga bíl. Seinnipartinn var svo farið til Bertu Svenna, Auðuns, Möggu og Ingþórs í gamla húsið eins og við köllum það, En það er húsið sem þau keyptu fyrir um 20 árum síðan og er alveg yndislegt hús, þar höfum við Dúddi gist áður með Helgu og Lilla. Þarna var búið að bjóða okkur í mat og gistingu. Við fengu Mohíto í fordrykk blandaðan af Bertu alveg svaka góður, svo fengum við Kanínupottrétt alveg svakalega góðan og svona öðruvísi en maður hefur smakkað áður það var notað mikið hvítvín. Og á eftir var full skál af nýjum jarðarberjum sem eru núna út um allt og ódýr.
Takk kærlega fyrir okkur Berta og co.
Þið sjáið að það þýðir ekkert að vera eitthvað að reyna að vera stilltur og fara í bindindi, það gerir  maður þegar við komum heim þá er allt svo dýrt að maður tímir engu, segi svona.
Nei lífið er ljúft hérna hjá okkur þegar sólin skín og hitinn kominn í 24 stig um hádegi. Dúddi úti að laga blómabeðið og ég að baka. Það er ansi tómlegt hérna við hliðina á okkur, en það kemur alltaf ein dóttir á hverjum degi til Fermíns og eldar og þrífur fyrir hann. Við reynum líka að vera duglega að tala við hann og nú er það svo slæmt að frystirnn er fullur af ætiþirslum og baunum, ég fæ orðið tíu Ætiþirsla á dag. Ætla að geyma fyrir Helgu þegar hún kemur.
Það gengur vel hjá mér í skólanum og hef ég bara lært heilmikið, bara töluð spænska í tímanum en stundum er gripið í ensku þegar englendingarnir skilja ekki en hún svissar aldrei í Íslensku. Hún segist nú ætla að læra hana seinna. Ég þurfti fyrir síðasta tíma að skrifa smá um Ísafjörð, Mi ciudad es pequéna y bonita, þetta var ein setning sem ég sagði.
Svo gerði ég fína tortillu núna fyrir okkur í hádegismat, steikti lauk, hvítlauk og ætiþirsla og skellti svo eggjum með  og borðað með brauði svaka gott. Maður ætti kannki að fara að skipta yfir í eldhúsblogg og segja hvað ég er að elda.
Nú er búið að setja hér á sumartíma svo við erum tveim tímum á undan ykkur á Íslandi, skil ekki hvað alltaf er verið að flækjast svona með tímann, en að sumi leyti gott nú er bjart svo lengi á kvöldin.
Eigið ljúfa og góða daga.



Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 21. mars 2011

Minningarorð um Carmen

« 1 af 2 »
Langar að skrifa nokkur fátækleg orð um góða konu sem ég þekkti nú lítið en var nágranni okkar í 4 ár, hefði alveg viljað kynnast henni meira en málaörugleikar hömluðu því.
Klukkan átta í morgun vorum við vakinn með banki á dyrnar og sagt að Carmen væri dáinn. Aftur var bankað kl. níu og sagt að jarðarförin væri kl. hálf fimm í dag.
Okkar yndislega nágrannakona, hún veiktist af krabbameini í lungum sl. sumar og var slæm þegar við komum hingað út, en hresstist svo um jólin en í janúar fékk hún slæma flesnu og eftir það í mjaðmirnar svo hún gat ekki gengið og þurfti mikla umhyggju sem hún fékk af dætrum sínum sem eru þrjár, þær voru hér allan sólahringinn.
Ég man að fyrsta veturinn okkar hér var hún alltaf að þrífa, hún skúraði út úr dyrum á hverjum degi, byrjaði snemma morguns og söng við sína vinnu fallega sálma sem ég þekkti ekki. Þegar búið var að þrífa þá var byrjað að elda og hér ilmaði alltaf af góðum mat milli eitt og tvö á daginn og svo var borðað. Seinnipartinn notaði hún svo til að hvíla sig og fara í göngutúra með frænkum og vinkonum sínum hérna í götunni. Carmen og Fermín eiga 5 barnabörn sem voru hér næstum uppá hvern dag og var hún viljug að vera með þau hér úti, fara labbitúr með þau og alveg örugglega hafa þau fengið eitthvað gott í goggin hjá ömmu. Það má segja að Carmen og Fermín hafi tekið okkur í fóstur síðan við komum hingað, færandi okkur grænmeti og annað, sem ég hef nú reyndar oft sagt frá hér á þessari síðu.
Jarðarförin var sem sagt líka í dag og fórum við Dúddi þangað að sjálfsögðu, vissum nú reyndar lítið hvernig á að haga sér en þetta gekk samt allt vel hjá okkur. Athöfnin byrjaði á að kistan stóð fyrir utan kirkjudyrnar og presturinn blessaði hana. Síðan var kistan borin inn og sett við altarið eins og venja er. Fermín og dæturnar gengu fyrst inn. Krikjan var þéttsetinn og við stóðum allan tímann  ásamt fleirum. Fyrir utan þá sem voru úti, en þar voru margir. Þessi athöfn var falleg og allt allt öðruvísi en maður á að venjast. Presturinn talaði um Carmen, einn sálmur sunginn, gengið til altaris en öðruvísi en hjá okkur. Svo var farið út og við rekin inní bíl,(ekki samt okkar því hann var heima), til að fara í kirkjugarðinn. Þar var ótrúlegt að sjá. Við vorum með svo góðri konu að hún setti okkur fremst og þegar kistan var opnuð til að gá hvort væri verið að jarða rétta manneskju, náði ég aðeins að blessa hana, en það var gler yfir kistunni. Þarna lá hún falleg og friðsöm á leið til Guðs. Lokið var síðan sett á aftur. Kistan svo sett inn í skáp og múrað fyrir. Guð blessi Carmen og hennar fjölskyldu og styrki þau í sinni sorg.

Eigið góða daga.