Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 22. september 2011

22. september 2011

Eiríkur Sigurðs, með Ísafjörð í baksýn
Eiríkur Sigurðs, með Ísafjörð í baksýn
« 1 af 5 »
Jæja, loksins læt ég nú verða að því að skrifa hér nokkrar línur. Viðkoma mín á Akranesi var í fjóra daga í góðu yfirlæti á sjúkrahúsi og hef ég verið að jafna mig á því síðan, og ósköp lítið gert. Ég hef búið hjá Helgu vinkonu minni og hún hefur alveg séð til þess að ég geri ekki neitt annað en að prjóna. Hún hugsar svo vel um mig, eldar oní mig og þvær af mér fötin líka hún er alveg yndisleg vinkona þær gerast ekki mikið betri það get ég sagt ykkur. Hún er líka búin að rúnta með mig út um allt og ég er búinn að kaupa jólagjafir fyrir stóru börnin okkar og meira að segja pakka þeim inn svo ætlar hún að koma þessu til skila á réttum tíma.
Það er svolítið skrítið að sitja bara og meiga ekki gerta neitt, ekki lyfta neinu þungu ekki teygja sig mikið og labba bara passlega langt í einu því þá verður maður aumur, maður heldur áður en þetta gerist að tíminn verði lengi að líða og þetta geti maður nú ekki, en svo þegar þetta rennur upp þá er bara ekki annað hægt, því maður vill ekki skemma neitt og svo er maður bara ósköp lítill í sér. En þetta er stundum ansi óþægilegt get ég sagt ykkur, segja"æi getur þú gert þetta fyrir mig" eitthvað nauðaómerkilegt sem þriggja ára barna gæti gert, en svona er þetta og maður er farin að sætta sig við þetta þegar maður má og getur gert allt.
Í gærkvöldi var ég á frænkuhitting hjá Siggu Brynju og vorum við að skipuleggja ættarmót ömmu og afa frá Urðarvegi 11 á Ísafirði og var þetta mjög góð og yndisleg kvöldstund með frænkum mínum. Það er búið að ákveða stað og stund næsta sumar svona í stórum dráttum. Svo vonar maður bara að það verði góð mæting hjá liðinu en það eru komin alltof mörg ár síðan við hittumst síðast.
Nú á næsta sunnudag á að skíra litlu stúlkuna hjá Atla og Eddu og svo förum við út á mánudagsmorgun 26. sept. og er okkur farið að hlakka mikið til að komast loksins uppúr ferðatöskunum, en í þeim hefur maður næstum búið í fjóra mánuði, svolítið þreytandi. Hvað ég hef sofið á mörgum stöðum þetta sumarið ætla ég bara ekkert að telja. Svo eru matarboð bæði á föstudag og laugardag svo það er nóg að gera þangað til við förum, já og svo fer ég í saumklúbb á laugardagsm. kl. 11:00 allaleið til Hveragerðis hjá Úllu.
Dúddi fór vestur um daginn og hitti sín skólasystkini og var það mikið fjör hef ég heyrt en ég gat því miður ekki verið með þeim, en ég set inn myndir en hvað fólk þetta er hef ég ekki hugmynd um. Dúddi fór nefnilega aftur vestur í gær með Járntjaldið og kemur til baka í kvöld.
Ætla að láta þetta duga í bili læt heyra frá mér þegar ég er komin heim til Spánar á minn stað við skrifborðið. Hlakka til að komast í sólina og borða allan góða matinn á Spáni hitta Fermín og alla hina nágrannana.
Eigið góða daga
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 3. september 2011

Hittingur árgangs 47 frá Ísafirði

Tekin af svölunum hjá Stúdíó Dan
Tekin af svölunum hjá Stúdíó Dan
« 1 af 10 »
Eitt af því skemmtilega sem við höfum gert í sumar var að hitta árgang 47 frá Ísafirði. En á síðustu helgi héldum við uppá 50 ára fermingarafmælið okkar. Það var vel mætt við vorum 64 með mökum. Við hittumst við Hótelið kl. 11 á laugardagsmorgni og löbbuðum uppí kirkjugarð og lögðum blóm á leiði 3 skólabræðra okkar sem þar eru jarðaðir. Einn er jarðaður í garðinum í Engidal og fórum við með blóm þangað daginn áður.
Síðan röltum við um Ísafjörð, niður í bæ og um gömlu göturnar í fylgd Sigurðar Péturssonar sagnfræðings og var það ótrúlega fróðlegt og margt sem maður vissi nú ekki um sinn fæðingarstað og þá skemmtilegu sögur sem hann sagði okkur um gamla Ísfirðinga. Við kígtum við í Stúdíó Dan í gömlu Rækjustöðinni og þaðan fórum við í Tjöruhúsið og fengum hina rómuðu fiskisúpu sem Maggi Hauks eldar. Það kemur víst fólk alla leið frá útlöndum bara til að borða í Tjöruhúsinu.
Um kvöldið eða um 7 leytið hittumst við svo á Hótel Ísafirði til að borða hátíðarkvöldverð og var þar mjög góður matur og fallega fram borin, Humarsúpa, lambafillet, og ávextir með ís á eftir. Ásdís Magg hélt hátíðarræðu og margir brandarar flugu um loftið og gamlar sögur síðan við vorum yngri.  Skemmtileg stund með gömlum skólafélögum. Þar sem gömul vináttu bönd voru bundin, og góð vinátta á milli okkar.
Það er svo dýrmætt að eiga svona góða félaga sem maður hefur þekkt frá því maður byrjaði í skóla og hefur þekkt alla tíð síðan. Það slitna oft bönd en það er ekki erfitt að binda þau aftur með því að hittast svona, eins og okkar árgangur hefur gert á fimm ára fresti og stundum oftar, alveg frá því við vorum að ég held 15 ára gagnfræðingar.
Takk fyrir ánægjulegar stundir öll sem mættuð og vonandi sjáumst við sem fyrst aftur.
Nú erum við Dúddi lögð af stað frá Ísafirði, byrjum í Bifröst en í dag var Hrefna tengadóttir mín útskrifuð úr frumgreinadeild hér við háskólann, hún er svo að fara í lögfræðina og byrjar á mánudaginn. Duglega kona, Ágúst sonur minn er í Danmörku að læra ljósmyndun svo hún er ein hér með börnin tvö, þangað til í byrjun des. þegar hann kemur heim úr sinni fyrstu önn.
Hér voru einnig í dag Atli, Edda og börn en Edda er að byrja í frumgreinadeild utanskóla með lítið barn á brjósti, þetta eru alveg hörkuduglegar tengdadætur sem við eigum, húrra fyrir ykkur, ég er mjög stolt af ykkur.
Við Dúddi höldum svo áfram með smá viðkomu á Akranesi eða ég en Dúddi fer áfram í Kópavog til Helenar ég kem svo seinna.
Eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 24. ágúst 2011

Nýtt barnabarn og fleira

Ég og Ásta Lind sólahringsgömul
Ég og Ásta Lind sólahringsgömul
« 1 af 19 »
Það er óhætt að segja að mikið sé að gera hjá okkur, nýbúið að skíra einn kút, þegar annað barnbarn fæðist.
17. ágúst eignuðust Atli Geir og Edda litla stúlku sem var 17 merkur og 54 cm. og hefur verið nefnd Ásta Lind
fallegt nafn á fallegri lítilli stúlku. Ég fór suður til að sjá hana og fjölskylduna og var hjá þeim yfir helgina síðustu.
Ásta Lind er róleg og góð með dökkt hár og líkist pabba sínum. Aron og Bjarney eru mjög ánægð og stolt af litlu systir og við auðvitað líka þetta er nú alltaf kraftaverk þegar lítið barn fæðist.

Það hefur líka verið sorg í sumar hjá okkur eins og gengur í öllum fjölskyldum, en minn elskulegi frændi Siggi Sveins frá Góustöðum dó í sumar. Hann hefur verið minn uppáhaldsfrændi síðan ég man eftir mér, alltaf var hann svo góður og elskulegur við okkur. Hans er sárt saknað og er stórt tómarúm sem hann skilur eftir sig hjá fjölsykdunum hérna á Ísafirði þá meina ég okkur systkinum börnum Guðmundar Sveins. Blessuð sé minning hans.
Einnig fór ég í jarðarför hjá konu Gunnars Sveinssonar, Fjólu en þau búa í Keflavík, þannig að för mín suður var bæði gleðileg og sorgleg. Fjóla var yndisleg kona sem gaman var að ræða við og gott var að heimsækja þau  hjón heim.
Blessuð sé minning Fjólu.

Annars gengur lífið sinn vanagang við erum komin á Ísafjörð núna og búið að loka sumarparadísinni fyrir veturinn þar sem við höfum ekki tíma til að vera þar lengur í ár. Dúddi hefur verið duglegur að fara til berja og við getum tekið með okkur einhver ber til Spánar þegar við förum þangað sem verður líklega ekki fyrr en um mán.mót sept. okt.
Harpa og Vishnu komu í heimsókn og gistu hjá okkur eina nótt og Dúddi dreyf þau með sér til berja í Skötufirðinum og voru þau mjög ánægð og var gaman að hafa þau hjá sér, takk fyrir komuna, sjáumst á Spáni.
Í ár var Saga Líf vinnumaðurinn, hún hjálpaði afa að pakka saman trambólíni, aparólunni og fleira dóti, þau voru bara tvö í sveitinni í tvo daga þar sem ég stakk af suður og var hún voða góð hjá afa sínum á meðan. Hrefna kom svo og sótti hana á laugardagsmorgun þegar hún og þau voru að fara aftur á Bifröst. Og nú er sú litla Saga Líf byrjuð í skóla 6 ára.

Ég lofaði að tala um verlunarmannahelgina en hún var ósköp hefðbundin ekki margir gestir þetta árið en góðir, sólin skein, það var vindur, regn, og allur pakkinn af veðri nema snjókoma, bálið var á sínum stað og kúturinn líka, nema núna var haldið af honum brotið svo hann er í smá lamasessi en verður lagaður fyrir næsta ár.
Ég er nú farin að hlakka til að komast aftur til Spánar í húsið mitt og hætta þessu flakki hérna heima maður er aldrei á sama stað nema stutta stund í einu, það verður fínt að komast í rólegheit í sólinni og prjóna. Þó ég sé nú alltaf að prjóna hérna líka.
Eigið góða berjadaga.

Set hérna líka myndir frá versló.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 15. ágúst 2011

Ættarmót skírn og fleira

Ég og Ísar Logi
Ég og Ísar Logi
« 1 af 12 »
Jæja, loksins sest maður og skrifar smá, sumarið hefur liððið ansi fljótt hjá okkur enda mikið um að vera og flækingur mikill á okkur. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt allt saman.
Við fórum á ættarmót í byrjun júlí á Laxárbakka, en það var föðurfjölskylda Dúdda sem hittist þar stór hópur og var þetta mjög vel heppnað. Helena, Harry og börnin voru þarna með okkur, og var Dúddi settur í hlutverk um kvöldið sem sýningarstúlka og tókst það bara vel hjá honum og af mikilli innlifun. á laugardeginum um hádegið stakk ég af frá ættarmótinu og fór í 70 ára afmæli hjá Fjólu frænku minni sem hún hélt að Krumshólum í Borgarfirði, mjög fallegur staður og afmælið indislegt þarna hitti maður fullt af ættingjum sem ég hef ekki séð lengi. Fínar hnallþórur með kaffinu, ég var samferða Svenna og Ásu þetta var mjög skemmtilegur dagur hjá báðum ættum mínum og Dúdda.
Svo var það 23. júlí að ég fékk þann heiður að halda á Ísari Loga undir skírn og fór hún fram í Sílakoti ásamt fullt af fólki sem var boðið bæði í skírn og 30 ára afmæli Hrefnu mömmu Ísars. Þetta var mjög hátíðlegt og fallegt og sólin fór að skína um leið og presturinn byrjaði að blessa strákinn. Ég ákvað strax og ég var beðin um að halda á honum að ég yrði í upplutnum hennar mömmu og var ég bara voða fín í honum. Heiðrún hjálpaði mér að klæða mig í hann og gekk það bara nokkuð vel hjá okkur þó við værum báðar óvanar að klæðast upplut. Um kvöldið var svo húllumhæ með Hrefnu allir að grilla saman syngja og hafa það skemmtilegt.
Þann 26. júlí áttum við Dúddi svo 25 ára brúðkaupsafmæli og í ár mundum við eftir því. Það var nú engin veisla og varla til matur í kotinu. Það voru eldaðar fiskibollur í dós með karrýsósu og kartöflum og drukkið voða fínt rauðvín með, þetta var bara fínt það verður bara tekið á því seinna að halda uppá þennan stóra áfanga hjá okkur, og hvað tíminn hefur flogið áfram þessi ár og margt búið að gera og bralla, við erum eiginlega bara hissa hvað þetta hefur liðið skjótt og vel hjá okkur.
Svo rann auðvitað verslunarmannahelgin upp en um hana verður fjallað síðar hér á síðunni.
Nú sit ég á Góustöðum ættaróðalinu okkar hér í Skutulsfirði  og pára þessar línur en eins og ég hef sagt áður þá er þetta blogg einskonsr dagbók fyrir okkur Dúdda en gott fyrir mann að geta flett upp í einhverju þegar gleymskan kemur upp.
Eigið góða daga
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 7. júlí 2011

Stiklað á stóru

Helena og Dúddi eftir útskrift
Helena og Dúddi eftir útskrift
« 1 af 10 »
Loksins gefur maður sér tíma til að setjast niður og skrifa nokkrar línur á þessa síðu. Það hefur verið ansi mikið að gera síðan við komum heim, og mikill flækingur á okkur fram og til baka. Þetta hefur verið yndislegur tími með börnum og barnabörnum og vinum og öðrum ættingjum. Það verður nú ekki sagt frá öllu því þá yrði komin heil bók.
Við vorum með 3 börn í sveitinni í  viku, Saga og Aron voru nú lengst en Bjarney var í viku svo það var nú fjör þá vikuna en veðrið var svo fallegt og börnin voru úti alla daga, en það hefði mátt vera hlýrra. En nú er sumarið loksins komið og hitinn alveg fínn og sólin skín.
Það var yndisleg athöfn þegar Helena útskrifaðist sem sálfræðingur BA gráðu veðrið var fínt og skemmtileg veisla á eftir með fjölskyldu og vinum. Á þessari athöfn hittum við óvænt okkar kæru vini Unnstein og Rut en Sigurlaug dóttir þeirra var líka að útskrifast að mig minnir á heilsufræðibraut. Á annan í hvítasunnu fór ég svo á frænkuhitting heima hjá Hrönn dóttir Fjólu og var það voða gaman að hitta frænkur síðan sem maður hefur ekki séð í fjölda ára. Þar var ákveðið að halda ættarmót á næsta ári afkomendur Ólafs Jakobssonar og Önnu Filippíu Bjarnadóttur. Það verður ábyggilega voða gaman.
Svo fórum við vestur aftur með Sögu og Aron og vorum í bústaðum með smá skreppi til Ísafjarðar að versla mat og fleira.
Þetta hefur verið svona ansi mikill asi en bara gaman.
Nú um þessa helgi erum við að fara á ættarmót hjá Dúdda það verður haldið að Laxárbakka, en um leið ætla ég að skreppa smástund til Borgarnes í afmæli hjá Fjólu frænku sem hún heldur þar.
Nú sit ég í Tangagötu 16 á Ísó, og pára þessar línur, búinn að kaupa mér pung frá símanum svo nú get ég farið í tölvuna mína hérna, en það hef ég ekki getað og þess vegna hefur verið lítið skrifað.
Lofa að ekki líður svona langt á milli skrifa,
Eigið góða daga.