Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 26. maí 2011

Á heimleið

Ivan og Sólmar að hoorfa á myndband
Ivan og Sólmar að hoorfa á myndband
« 1 af 12 »
Nú er verið að ganga frá öllu hérna, skúra, skrúbba og bóna. Taka til allsstaðar þrífa ísskáp og henda mat sem verður ónýtur hérna á meðan við verðum í burtu. Það er bara verst að það er svo heitt að maður svitnar út í eitt, maður tekur nú baðið bara um leið og maður hverfur út um dyrnar. Það þarf nú reyndar að horfa á síðasta þáttinn af sápunni áður en við förum, það verður nú leiðinlegt að sjá ekki hvernig þetta fer nú allt,  maður veit nú að þetta hlýtur að enda allt vel, kannski verður hún bara ennþá þegar við komum aftur hver veit.
Á síðasta laugardag komu Helga Þurý og fjölskylda í heimsókn og voru hér hjá okkur hálfan daginn og undu sér bara vel, það var best að vera í húsbóndaherberginu þar var kaldast að sitja og börnin fengu að horfa á íslenskar gamlar vídeómyndir ég meina með íslensku tali, en þeir skilja það alveg eru alveg ótrúlegir hvað þeir eru duglegir að skilja bæði tungumálin. Um kvöldið fórum við svo til Almoradí og hittum Þuru og Örn ásamt vinum þeirra og þar  sátum við í góðu yfirlæti fram á kvöld.
Þá löbbuðum við Dúddi út til að fá leigubíl heim en hann var erfitt að finna svo við fórum bara í smá pöbbarölt en það var nú ekki mikið fjörið við vorum líklega of snemma á ferðinni. En það var einn sem sá aumur á okkur maður sem átti flottan Benz, hann baust til að keyra okkur heim á fína bílnum sínum og við þurftum ekkert að borga. Annars hafa dagarnir bara verið rólegir við verið mest hér heima. Á þriðjudaginn fórum við til að kveðja Unnstein og Rut og fengum vöfflur og rjóma og þá kom það upp að Rut átti afmæli, við vissum bara ekkert um það, til hamingju með daginn þinn Rut mín.
Nú er bíllinn kominn á sinn stað í bílskúrinn og komið fullt af dóti í patíóið hjá okkur í staðinn en þetta er alveg ómetanlegt að eiga svona góða granna, María ætlar að vökva þessi fáu tré sem við erum með, Þau eru búin að kyssa okkur bless og Ignasíó kom hingað líka í matartímanum sínum þau eru alveg yndisleg.
Mikið er ég nú feginn að eldgosið skuli ekki hindra okkar heimför en tímasetninginn á þessu flugi er ömurleg, að fara í loftið á miðnætti og koma heim um miðja nótt, en þetta á víst að vera fjölskylduvænt, hvað sen það nú þýðir.
Hlökkum mikið til að koma heim og hitta ykkur öll svona til gamans má geta þess að hitinn er núna um 32. gr og sól og maður situr bara inni.
Eigið góða daga og hafið það sem best.
Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 20. maí 2011

Lítið að segja

Flottar kartöflur!!!
Flottar kartöflur!!!
« 1 af 6 »
Nú fer að stittast í heimferð og það er komið svona eirðarleysi í mann, þið vitið maður heldur að maður eigi eftir að gera svo margt og hafi svo mikið að gera að maður má ekki vera að neinu. Þannig er ég núna, nenni ekki að sitja í sólinni af því ég á svo margt eftir að gera, áður en ég fer heim í 3 mánuði eða 4. En svo er bara ekkert að gera. Pakka nokkrum druslum niður í tösku, úða með skordýraeitri svo ekki fyllist allt af flugum og maurum, loka gluggum og hlerum, skrúfa fyrir vatn og gas og fara svo út á völl og passa sig að missa ekki af vélinni til fyrirheitna landsins, þar sem er víst skítakuldi núna og hér er ég að drepast úr hita. Þetta er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að jafna þessu aðeins allaveg á meðan ég er heima heheheh.
Nú er maður búinn að fara í klippingu og láta snoða sig, hún er svo elskuleg hún Carmen hárgreiðslukona hvað hún getur dundað við hárið á manni hún grandskoðar hverja lufsu og athugar hvort þetta sé nú jafnt alltsaman og ekki er hún að flýta sér. Það tekur alveg 1 1/2 klukkutíma að fara í klippingu bara í klippingu. Nú erum við aðeins að spjalla bara voða lítið en nú skil ég þó hvað hún er að segja við mig. Hvort ég vilji blástur eða froðu. Hún er líka voða hrifin af þessu norræna gráa hári og finnst það svo normal, af því ég lita það ekki eins og flestar spænskar konur gera. Dúddi fór líka að láta snoða sig í leiðinni.
Dúddi var svo að hjálpa Fermín að gera við sprungna slöngu í hjólinu hans. Og það er ákveðið eins og fyrri ár að bíllinn fer inní bílskúr hjá honum, það þarf bara aðeins að taka til segir hann. Það er allt fullt af kartöflum hjá honum núna, hann var að taka upp í morgun, hann gaf okkur nokkrar stórar það dugar ein í matinn fyrir okkur. Þessi elska honum finnst svo gaman að segja Dúdda frá þegar hann fer að veiða, hann fékk nefnilega einn stóran ál alveg um 1 kíló núna eitt kvöldið, hann brosti hringinn þegar hann var að segja okkur þetta.
Við fórum eins og Íslendinga er siður í Evrovision partý og var það voða gaman og fjörugt kvöld.
Dúddi gaf mér myndavél í afmælisgjöf þó afmælið sé nú ekki fyrr en í júlí hún er voða góð svipuð og ég átti svo það er ekki mikið að læra og hún er BLEIK.
Hlakka til að sjá ykkur öll og eigið góða daga í kuldanum.
Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 13. maí 2011

Það er heitt úti

Spænskur Dísudraumur, sem var bakaður fyrir Dúdda á afmælisdaginn
Spænskur Dísudraumur, sem var bakaður fyrir Dúdda á afmælisdaginn
« 1 af 10 »
Nú kl. 13:00 að spænskum tíma er hitinn kominn í 28 gr. og logn og mér er heitt og ég er sveitt, eða það lekur af mér svitinn ef ég hreyfi mig eitthvað. Svo ég ákvað bara að setjast við tölvuna og reyna að skrifa eitthvað á þessa síðu, sem mér finnst nú yfirleitt mjög gaman, en þegar efniviðurinn er lítill þá skrifa ég um lífið hérna hjá okkur, en það er nú frekar rólegt svona um miðja viku. Á síðustu helgi fórum við í heimsókn til Helgu og Gumma og þau gáfu okkur markesu þið vitið svona til að setja upp sem vörn fyrir sólinni. Það var auðvitað borðaður góður matur og rautt með og svo skelltum við okkur á ball. Þar var voða gaman allir að dansa frá 5 ára til níræðs hugsa ég. Mest voru þetta spánverjar og spænsk músík við reyndum að sýna smá spænska flamengo takta en það tókst nú ekki alveg nógu vel, þegar við sáum hvað hinar voru flottar.
Á sunnudagsmorgun fórum við svo í góðan göngutúr meðfram ströndinni. Takk fyrir skemmtilegt kvöld.
Seinna um daginn fórum við svo til að hitta vini okkar Unnstein og Rut og vorum þar fram á kvöld, þar fengum við grillaðan kjúkling að hætti Unnsteins, alltaf gaman að hitta þau. Takk fyrir þetta kæru hjón.
Nú er ég aftur byrjuð í skólanum og kennarinn setur manni svo mikið fyrir að læra heima að ég sit við á hverjum morgni í svona 2 tíma, en þetta er voða gaman og mér fer bara mikið fram.
Dúddi er búinn að setja upp markesuna þetta er voða fínt og betra að geta nú setið hérna fyrir utan í skugganum ef maður vill. Þetta kemur voða vel út og er Fermín voða hrifin af þessu hjá honum. Fermín kemur mikið til okkar núna og spjallar og það rignir yfir okkur hvítum spænskum laukum góðir í salat, og steikir á pönnu með eggjum segir Fermín, en allar hans uppskriftir eru með steiktum eggjum, kál, hvítlaukur, baunir, bueno segir hann.
Nú eru bæjarstjórnarkosningar hér hjá okkur, í gær kom Fermín með bæjarstjórann í Mudamiento hingað til að vita hvort við kjósum hér, en nei, hann var nefnilega að útbýta kosninga seðlum. Við hjóluðum til Rafal í morgun og var ansi heitt en þar í bæ keyrðu bílar um bæinn og voru með kosningaáróður allvega tveir frá sitthvorum flokknum. Við kíktum líka í kirkjuna en það er búið að taka hana alla í gegn bæði úti og inni og er hún stórglæsileg.
11. maí reið yfir mikill járskjálfi í Lorca, sem er borg í Murciahéraði og er líklega svona tveggja tíma akstur héðan frá okkur, það er hræðilegt að sjá mörg húsin í bænum sem hafa hrunið eins og spilaborgir og mörg eru mikið skemmd. Fólk má ekki fara heim til sín og svaf allavega fyrstu nóttina á götum úti. Þetta er hér í fréttum allan daginn í sjónvarpinu og maður finnur nú þegar þetta er svo nálægt manni, hvað þetta er hræðilegt, aumingja fólkið, Guð blessi það.
Við fundum smá hristing Dúddi sat í sófanum og kallaði jarðskjálfti, en ég var í símanum og var ekkert að hlusta á hann svo kveiktum við á sjónvarpinu og þá var þetta að ske.
Það er lítið af myndum tekið núna, myndavélin er oðin ansi gömul og leiðinleg, það þarf að fara að splæsa í nýja.
Hafið það gott og eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 7. maí 2011

Allir gestir farnir

Óli Reynir og hurðin fram í húsbóndaherbergið hver er stærri?
Óli Reynir og hurðin fram í húsbóndaherbergið hver er stærri?
« 1 af 10 »
Það er óhætt að segja að ró hafi færst yfir heimilið, nú eru góðu gestirnir okkar farnir til síns heima.
Hér hafa verið gestir í 3 vikur fyrst Helga og Lilli og svo Óli Reynir og Badda.
Óli og Badda fóru á fimmtudaginn í glampandi sól og 30 stiga hita og þannig hefur veðrið verið síðan.
Það var margt brallað með þeim eins og öðrum gestum, kíkt á hitt og þetta, en þau höfðu ekki komið á þetta svæði áður.
Við sýndum þeim að sjálfsögðu flottasta golfvöllin hérna og kíktum aðeins á fleiri. Einnig var farið til Torrevieja og rölt um höfnina og fengið sér að borða. Svanhvít og Siggi buðu okkur í mat eitt kvöldið en þau eru foreldrar Kidda, mannsins hennar Heiðu sem er dóttir Óla og Böddu. Það var voða skemmtilegt kvöld, góður matur og félasskapur, þau fengu svo að kikja aðeins á Lillabar á leiðinni heim. Óli og Dúddi voru farnir að fara út að hjóla og skoða sig um í svietinni á meðan við Badda lágum í sólbaði eða vorum við eitthvert annað dútl. Takk fyrir komuna allir okkar kæru vinir það var reglulega gaman að hafa ykkur.
Nú er allt komið í réttar skorður og við að undirbúa okkur fyrir heimferð. Það þarf margt að hafa í huga, og engu má gleyma þegar farið er í burtu í svona langan tíma. Svo er skólinn byrjaður á fullu aftur, nóg að gera.
Eitt get ég sagt ykkur að við eigum líklega 10 kg af baunum í frystinum sem ég veit ekkert hvað á að gera við, sumt ætla ég að gefa vinum mínum, en hitt fer líklega bara aftur í jörðina. Svo eigum við líka frystan soðin Ál, og einnig kanínu svo við erum nú ekki aldeilis matarlaus hér þangað til við förum. Fermín þessi elska er alltaf að færa okkur mat, full fata af appelsínum í gær.
Nú er eitthvert pálmaævintýri í gangi svo við erum að fara í bæinn.
Guð geymi ykkur og eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 28. apríl 2011

Góðir vinir í heimsókn

Við Helga úti á göngu
Við Helga úti á göngu
« 1 af 10 »
Það er óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör hér í sveitinni í tvær vikur. Helga og Lilli í heimsókn og alltaf verið eitthvað að bralla.
Það er búið að fara í heimsóknir og fá gesti. Byrjuðum strax kvöldið eftir að þau mættu, að fara í heimboð til Eyrúnar og Guðfinns, fyrr um daginn hafði verið  farið í minigolf en enginn var vinningurinn. Það er búið að þræða flesta markaði hér í kring og erum nýbúin að finna flottan markað hér í Callosa, stutt frá. Við fórum og löbbuðum um Torrevieja og strákarnir fóru og löguðu hliðið við Gamla húsið eins og það er kallað hér en það er húsið sem er í eigu margra þar á meðal Helgu og Lilla. Það var líka haldin smá dansleikur hérna sem tókst bara vel með 6 manns, voða gaman.
Við erum búin að vera dugleg að fara út að labba og liggja í sólbaði, því veðrið hefur verið alveg til friðs. Sól og um 20- 25 stig á hverjum degi með smá rigingu inná meðal, en þau fóru allavega brún heim.
Dúddi er nú í annari ferðinni á völlinn í dag, Lilli fór um 5 leytið í morgun og Helga núna svo það er nóg að gera. Hann kemur til baka með næstu gesti sem eru Óli Reynir og Badda og ætla þau að vera hér í viku. Það koma sem sagt allir í einu, en það hafa engir gestir verið hjá okkur síðan í haust þegar við komum, þetta er voða gaman. Þau fara aftur 5. maí og þá förum við að pakka saman til að fara heim.
Hér er allt við það sama Fermín gaf okkur kanínu á fæti um daginn og Dúddi þurfti að gera að henni hún bíður suðu í frysti og verður borðuð við tækifæri.
Þarf að halda áfram að undirbúa fyrir næstu gesti. Það er ansi heitt núna komin 26 stig.
Eigið góða daga.