Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 30. desember 2010

Jólagleðin

Við jólatréð á aðfangadag
Við jólatréð á aðfangadag
« 1 af 10 »
Hér höfum við átt yndisleg og róleg jól borðað góðan mat, lesið og horft á sjónvarpið, gamlar góðar myndir og annað.
Það hefði nú mátt vera aðeins meiri sól, en við getum nú ekki kvartað þar sem mikill snjór hefur tafið margt fólk í því að geta hitt sína nánustu um jólin. Hér sjáum við engan snjó bara hitinn hefur farið niður í frostmark. Attaf fer maður að tala um veðrið.
Á aðfangadag vorum við hjá Helgu og Gumma og áttum þar yndislegt kvöld með syni þeirra Óðni, Ingibjörgu og Hauk, þetta var mjög hátíðlegt og ekki skemmdi nú kvöldið að borða hangikjöt með öllu tilheyrandi, þau komu meira að segja með Maltöl með sér, svo þetta var alveg fullkomið, takk fyrir þetta yndilega kvöld.
Á jóladagsmorgun fórum við í kirkju, jólamessu. Við vorum nú búin að reyna að spurja Fermín hvort það væri ekki messa, jú hann sagði að hún væri kl 10:30 á laugardag. Ég var löt og ætlaði varla að nenna, Dúddi fór á hjólinu til að gá hvort messan væri. Hann kom svo mæddur heim rak mig á fætur en ég svaf svo vært, og sagði að messan væri að byrja. Svo ég hentist á fætur, skvetti framan í mig ísköldu vatni og út í kirkju þá var fólkið bara að tínast inn. Svo allt í einu opnast hurð með látum og út svífur presturinn í fullum skrúða, syngjandi sálm og bara byrjar á þessum sálmi og allir tóku undir. Enginn kór og ekkert orgel en þetta var svo fallegt, að heyra hvað fólkið söng þetta vel, það voru nú nokkrar konur sem sungu áberandi mest, það var líklega kórinn blandaður saman við aðra. Kona fór með jólaguðspjallið höldum við, og það voru sungnir tveir sálmar, í einni ræðu prestsins komu þessar líka brjáluðu sprengirnar og skotið var upp rakettum, sem við sáum að voru tilbúnar fyrir utan þegar við fórum inn. Við hrukkum í kút og þá föttuðum við af hverju við heyrum svona oft sprengingar í hádeginu. Hvað um það þetta var voða fallegt allir fóru til altaris nema við, og svo þegar messan var að enda þá fóru allir í röð og presturinn hélt á dúkku sem á að tákna jesúbarnið og allir kysstu það. Hann hafði nóg að ger við að þurka löppina á dúkkunni. Ég fór nú bara þegar allir voru farnir og klappaði henni, og fór með mína bæn í huganum. Það er allstaðar í þessum kirkjum stytta af Maríu mey við altarið þar sem þetta er kaþólskt, en einnig er líka alltaf stytta af Jesú sem við förum líka til. Svo var farið farið heim og fengið sér snarl. Seinna um daginn birtust Svenni og Bogga í heimsókn þá voru þau að koma úr messu í Torrevieja og datt í hug að keyra í sveitina og heimsækja okkur, voða gaman að fá óvænta heimsókn á jóladag. Þau fengu kaffi og Ikea piparkökur með kaffinu og Turrón en það er eiginlega svona konfekt þeirra spánverja, eins og konfektið hjá okkur því þetta er mest borðað á jólunum, mjög gott og til í mörgum sortum.
Um kvöldið elduðum við svo okkar árlegu appelsínuönd, og frómas á eftir.
Síðan höfum við bara verið mest löt eins og á að vera á þessum dögum. Fórum reyndar í göngutúr um Gurdamar og skoðuðum virkið á hæðinni, það var bara góður göngutúr.
Á gamlárskvöld verðum við aftur hjá Helgu, Gumma og fjölskyldu ásamt fleiri gestum, og verður örugglega gaman þá.
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, og öll innlitin á síðuna okkar, gaman að sjá hvað margir kíkja inn,, og verið nú dugleg að segja hæ.
Verð nú eiginlega að bæta við að Dúddi fékk stóru gjöfina í ár, nýtt Yamaha hljómborð, svo nú er hann farinn að æfa sig aftur.
Eigið góða daga og passið ykkur á rakettunum annað kvöld.
Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 24. desember 2010

Jólin, jólin allstaðar

Jólatréð í stofu stendur
Jólatréð í stofu stendur
« 1 af 4 »


                                    GLEÐILEG JÓL



                                    FELIZ NAVIDAD



Kæru ættingjar, vinir og aðrir sem heimsækja þessa síðu Gleðileg jól og hafið það sem best um hátíðirnar. Verum góð við hvort annað og skemmtum okkur vel. Það er alltaf gaman að hitta góða vini og ættingja um jólin og njótum þess.

Við fórum í gær og fengum nasaþef af jólunum eins og venja er frá okkar heimabyggð og borðuðum Þorláksmessuskötu hún var vel kæst og góð þetta var á íslenskum veitingastað sem heitir Caruso og er í Torrevieja. Þarna voru á milli 30 og 40 manns og allir ánægðir. Þarna hittum við frændur mína úr Hnífsdal Magga og Óla Sig. Sveins og sonur Magga og frú voru líka með. Það var gaman að sjá ættingja sína þarna, þó við höfum nú ekki mikið samband.
Nú er ég að sjóða rauðskálið, fromasinn var gerður í gær bæði anans og jarðarberja svo klárum við að pakka inn gjöfunum og þá er bara allt klárt. Við þurfum ekki að hugsa um að elda í dag því okkur er boðið í hangikjöt og tilheyrandi til Helgu og Gumma og verður gaman að vera með þeim ásamt Óðni syni þeirra Ingibjörgu og Hauk.
Takk fyrir öll innlitinn og fyrir komment á síðuna.
Eigið góða jólahelgi hugurinn er hjá ykkur, og Guð geymi ykkur öll.
Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 21. desember 2010

Veðurlýsingar, jól og annað

Óli og Elísabet á útskriftardaginn
Óli og Elísabet á útskriftardaginn
« 1 af 10 »
Það er nú kannski ekki skrítið hvað við íslendingar hugsum mikið um veðrið. Hérna missum við varla af veðurfréttum nema við séum ekki heima. Eins þegar Íslendingar hittast þá er verið að tala um veðrið, "hefur nokkuð ringt hjá þér, voða lítið hjá mér bara nokkrir dropar, en það voru bara svona margar gráður hjá okkur þegar við vöknuðum, fór niður í 0 gr. en hjá þér, en það á nú að fara hitna núna".
Þannig er spjallað saman áður en farið er yfir í alvarlegri mál, eins og hvað kostaði þetta margar evrur sem þú keyptir þarna, en það kostar bara svona mikið á þessum stað. Mælikvaðinn er annaðhvort kjúklingur eða bjórinn.
 En veðrið hefur verið alveg með eindæmum leiðinlegt hér á Spáni allt á kafi fyrir norðan og það hefur meira að segja snjóað fyrir sunnan, en hér í Mudamiento fór niður í 0, gráður einn morguninn. Þegar Dúddi fór að höggva pálma einn orguninn var þakið á bílnum hélað. Hann var nú búinn að segja að ef það snjóaði hér færi hann ekki út úr húsi, honum er orðið ansi illa við snjó. Það ringdi mikið í nótt, en ekkert á við það sem er í Andalúsiu, þar rignir svo mikið að sum þorpin eru á floti og húsin full af vatni, það er hræðilegt að sjá þetta í sjónvarpinu. Veturinn kom í dag, samkvæmt þeirra dagatali, þetta var bara haustið og vorið kemur í mars, það verður spennandi að vita hvernig þessi vetur verður, vonandi betri en í fyrra.
Við fengum skemmtilega heimsókn hingað í patíóið okkar einn daginn, tvíburarnir hérna í götunni komu með ömmu sinni klæddar í voða fína búninga, þær voru að fara í skólann að leika í sýningu líklega eitthvað um jólin. Amman er konan sem ég var að hjálpa til með hvítlaukinn um daginn. Það hefur nú ekkert verið að gera fyrir mig þar, akurinn er orðin tómur þetta er harðduglegt fólk það situr í næstum hvaða hitastigi sem er og vinnur, til að bjarga uppskerunni.
Nú eru belssuð jólin að nálgast, maður finnur nú ekki mikið fyrir því hér. Við fórum til Torrevieja í gær til að skoða Balén, sjá götuskreytingar og skoða í búðir sem tilheyrir nú fyrir jólin. Það þarf nú að kaupa eitthvað gott í goggin og eitthvað rautt með.
Við erum búinn að fá nokkra jólapakka og þökkum við kærlega fyrir þá, alltaf svo gaman að fá pakka. Tala nú ekki um að fá Prince Polo sem þau Svana og Magni senda alltaf takk, takk elsku þið, ég var nefnilega búin með það sem ég átti en þetta er bara borðað spari.
Á laugardaginn fórum við til Almoradí og kíktum á Belén þar og skoðuðum markað á torginu með brauði, skartgripum og handavinnu kvennanna hérna hún er ótrúleg en ég hef nú skrifað um hana áður. Það var einnig brúðkaup í kirkjunni voða fínar dömur, sem drógu fínu síðu kjólana eftir götunni þeir voru nú ekki fínir á eftir því það hafði ringt um nóttina.
Nú bíðum við spennt eftir morgundeginum eins og allir Spánverjar en þá verður dregið í El Gordo einhverju stærsta happadrætti heims, við erum búin að kaupa miða, það verður byrjað að draga kl. 8 í fyrramálið og það stendur í 3-4 tíma í sjónvarpinu og þá kem ég mér vel fyrir í sófanum eða stólnum og horfi spennt á börnin sem syngja númerin. Ef ykkur langar til að sjá þetta getið þið farið inná www.rtve.es og finnið El Gordo þetta á að vera í beinni á netinu líka, það er svo gaman að sjá þetta og allt öðruvísi en maður hefur séð áður. Í fyrra vann ég 100 evrur en miðann kostar 20 evrur. Þessi stóri kemur núna hehehe.
Það var stór dagur á laugardaginn þá varð hún Elísabet Ósk stúdent fyrsta barnabarnið mitt, ég er voða stolt af henni og hún varð líka fatatæknir eða eitthvað svoleiðis hún er allavega að læra fatahönnun, amma er nú ekki góð í að muna svona nöfn.
Til hamingju Elísabet mín og Óli til hamingju með fallegu dóttir þína.
Eigið góða daga yfir jólin og Guð geymi ykkur.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 13. desember 2010

Andinn er ekki yfir mér

Vinnulaun einn daginn, döðlur frá pálma
Vinnulaun einn daginn, döðlur frá pálma
« 1 af 10 »
Andinn er ekki yfir mér,
ég ekkert kann að skrifa.
 Þetta veit ég að góð kona frænka Dúdda orti og eru fleiri línur sem ég man nú ekki, en lýsa alveg mínu ástandi þessa dagana, það hefur einhvern veginn ekki verið neitt sérstakt til að skrifa um, að mér finnst. Maður hefur verið á fullu að reyna að hugsa um að kaupa einhverjar jólagjafir fyrir litlu krílin okkar svo þau gleymi ekki ömmu og afa á Spáni. Þetta verður allt að vera létt og lítið annars er svo erftitt að koma þessu heim. Sorglegt hvað að er orðið dýrt að senda póst eins og það er gaman að gleðja aðra með þvi að senda pakka eða bréf. Það drepur mann nú ekkert að senda bréf, en pakki kostar heilan helling kílóið.
En þetta er nú allt farið frá okkur eða Dúddi er á leiðinni með þetta til Unnsteins en þau yndislegu hjón ætla að taka þetta fyrir okkur til Ísland á fimmtudaginn með jólafluginu heim. Við erum heppinn í ár því við vorum eitthvað svo sein með þetta allt.
Annars er þetta haust búið að vera svolítið öðruvísi en hin, Dúddi hefur verið að fá smáverk að vinna og er ansi oft í burtu eða ég fer með honum og sit einhversstað og prjóna og er þá ekki heima og ekkert verður úr verki með því. Kemst ekki í búðir þegar mig langar því ég er úti í sveit og ég er nú ekki mikið fyrir að hjóla ein. Nú eru þeir vinir Dúddi og Gummi í óða önn að fella dauða pálma, það kom pöntun í gær um að fella 4 stk. í sama garðinum, hugsið ykkur hvað það verður tómlegt í þeim garði.
En honum líkar þetta vel að hafa eitthvað fyrir stafni, verst hvað það er langt að keyra. Nú þegar húsbóndaherbergið er orðið svona fínt þá er rólegt hér heima, en hann er nú að hugsa um að mála húsið eftir áramótin.
Við fórum 3. des. út að borða með vinum okkar og spænskum vinum Helgu frænku en Helga og Gummi áttu brúðkaupsafmæli og sæpnsku hjónin höfðu nýlega átt afmæli og þessu var öllu slegið saman og farið á mjög góðan kínverkan stað. Þetta var hörkupartý. Fyrst vorum við hjá Helgu og Gumma í kampavíni og tapas. Svo var aftur skálað á staðnum í boði veitingastaðarins því við vorum búinn að láta vita að þau ættu afmæli. Þau fengu líka gjafir og við allar hálsmen. Þetta var voðalega skemmtilegur hópur og gott kvöld.
Svo núna á laugardag var jólahittingur á veitingastað sem íslendingar eiga hér í Algorfa svo 10. min keyrsla frá okkur en langt að labba, hann heitir Café Sofá mjög vinalegur staður við fengum okkur þar drykki og samlokur þar hittum við marga íslendinga sem við höfum ekki séð áður og eigandinn spilaði á gítar og söng. Við fórum svo hingað heim og fengum okkur kjötsúpu. Mjög gott kvöld með góðum vinum.
Nú eru jólin að nálgast með öllum sínum gylliboðum hér eins og annarsstaðar. Það er nú ekki mikið um jólaskraut á húsum en flestir bæir eru búinar að setja upp hjá sér skeytingar á götum. Næsta laugardag þá verður Belén hér í Almoradi opnað og þá ætlum við að fara í bærinn og vera viðstödd það er voða hátíðlegt og gaman að skoða þessa litlu jólasögu sem þeir setja svo fallega upp, á næstum hverju torgi í öllum bæjum. Ég sá í sjónvarpinu í gær eina svona sögu það voru 10.000 stk í því og ljós, vatn, næturljós og einnig þrumur og eldingar, æði flott. En ef þið vitið ekki um hvað ég er að tala þá skrifaði ég um þetta í fyrra fyrir jólin.
Nú er skýjað en 15 gr. hiti og logn. Spánverjum finnst kalt, allavega Fermín. Dúddi hefur verið að hjálpa honum að saga í eldinn því kallinn er svo slæmur í öxlinni og Dúddi fær alltaf eitthvað að launum aðallega grænmeti, fínt fyrir okkur.
Eigið góða daga við jólaundirbúning, og stressið ykkur ekki of mikið, jólin koma samt.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 1. desember 2010

Kryddið í lífinu

Dúddi að undirbúa tréð
Dúddi að undirbúa tréð
« 1 af 10 »
Ég las ansi fróðlega grein um kryddið Azafrán,eða saffran eins og það er kallað á íslensku, í norsku blaði nýlega og nú skilur maður voða vel af hverju þetta er svona dýrt krydd.
Smá úr greininni vonandi er þetta svona sæmilega rétt hjá mér.
Spánn var einu sinni stórútflytjandi af saffran en það er mikill vinna við þetta, 70% af saffran í heiminum var ræktað á sléttunum í La Mancha héraðs. En í dag kemur mest af saffrani frá Iran, en flestir segja nú að besta saffranið komi frá Spáni. Saffran er mikið notað á spáni og þá sérstaklega í Paella sem gefur henni þennan fallega gula lit.
Þetta er eitt af dýrustu kryddum í heimi. Í eitt kíló af saffran þarf minnst 70.000 krókusa eða um það bil 150-200 þús. þræði sem er tínt og hreinsað í höndum. En þetta krydd kemur úr litlum blómum sem heita krókusar en þeir eru aðeins öðruvísi en þeir sem við þekkjum á Íslandi. Þegar þú kaupir saffran skaltu alltaf kaupa þræði, ekki mulið gult. Gurkemeie eða saflor var oft og er notað til að plata fólk. Í Evrópu er saffaran notað í marga rétti, t.d. franskar fiskisúpur og ítalska réttinn Risotto og í t.d. Spænku paella. Í Iran nota þeir saffran mikið í allvega grjónarétti, svo er til saffran ís. En eins og segir í greininni ef þú kaupir malað saffran getur þú ekki verið viss um að gera góða kaup á þessu dýra kryddi. En saffran gerir mjög gott bragð af mat og eins verður hann svo fallegur á litinn.
Í síðustu viku fór Dúddi til Unnsteins að hjálpa honum að fella pálma sem bölv. bjöllurnar voru búinar að drepa, eins og svo marga pálma á þessu svæði, ég las í ensku blaði að það væru 1600 pálmar dauðir bara í kringum Elshe. Jæja nema að þetta gekk bara svo vel hjá þeim, Dúddi leigði keðjusög af stærri gerðinni til að vinna á þessu. Það er mikill  sjónarsviptir af þessum fallegu pálmum í görðum hjá fólki, eins hér á svæðinu, þessi fallegu tré eru bara flest að deyja eða viss tegund sem þessi bjalla vill bara. Vonandi hefur verið svo kalt nú undanfarna daga að hún drepist bara.
Það spurja mig margir hvort það sé vont veður, nei, en það er kalt og búið að vera rigning í tvo daga, ekki hvasst eða neitt svoleiðis eins og á mörgum stöðum á Spáni, það var rokhvasst á Canari og svo snjóar á norður Spáni, við erum á besta stað á Costa Blancaströndinni. Hér er yfirleitt besta veðrið á Spáni á veturna. Sólin skín núna og er hitinn komin í 15 gr. sem er bara fínt alveg hægt að sitja í sólinni og prjóna.
Helga Þurý kom í heimsókn á sunnudaginn með strákana sína og það var svo gaman að fá þau í heimsókn, þeir voru líka svo fínir í lopapeysunum sem ég prjónaði á þá sl. vetur, þær eru mikið notaðar núna þar sem þau eru flutt til Madrid og þar er kalt. Ég var líka búinn að prjóna eina peysu á hana en hún var alltof stór og líklega fær Jesú hana í jólagjöf svo stór var hún, ég prjóna bara aðra á hana seinna.
Já, má ekki gleyma að segja ykkur að ég fór til hárgreiðsludömunnar minnar í Rafal, hún er alveg yndisleg kona og dúllar svoleiðis við hárið manni. Það verður allt að vera á sínum stað. Nú lét ég klippa mig stutt. Svo hef ég verið hjá tansa og hann er búinn að gefa mér nýtt look, ég er komin með þessar fínu framtennur svo nú er maður bara eins og ný, eða þannig.
Til hamingju með 1. des.
Allir dagar eru góðir dagar, sérstaklega með bros á vör.