Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 17. október 2010

Ískápsvandamál

Glæsilegur ísskápur
Glæsilegur ísskápur
« 1 af 10 »
Leiðinlegt með þennan ísskáp okkar, þessi stóri og fíni ísskápur. Í fyrra þegar við komum, var hann lifandi þó slökkt væri á honum þar bjuggu svona um nokkur hundruð lifrur sem svo urðu að litlum flugum, þær höfðu það af þótt þær væru frystar, þær skriðu út úr honum þegar hann hitnaði aftur. Það var nú gert við þetta allt, ísskápurinn settur til læknis og þrifin hátt og lágt sett á hann nýtt gas og dúllað við hann, þetta kostar nú allt peninga svona snyrtimeðferð. En svo tekur hann uppá því að fara ekki í gang, núna í haust, bara kælir sig aðeins og er með stæla, við gátum nú sett annan ísskáp í gang sem er lítið betri hann frystir bara en það var nú gott að geta bjargað berjunum.
Jæja, það voru svo bara eintómir hátíðisdag hérna á Spáni og engan viðgerðarlækni hægt að fá til að gera við fyrr en á miðvikud. Dúddi fór í heimsókn til hans á mánudegi og hann kom á miðvikudegi, var nú búinn að segja Dúdda að líklega væri hann ónýtur hann læki, en hann kom og lísti yfir dauðadómi á fína skápinn, reyndi nú að fylla hann með gasi en allt kom fyrir ekki.
Við Ásta höfðum farið til Almoradí að versla á meðan þeir Jón biðu úrskurðar. þegar við svo komum heim var allt yfirstaðið og þeir búnir að kaupa nýjan skáp. Eða Dúddi var búinn að skoða hjá kallinum skáp með frysti að neðan og útlitsgallaður og við fengum hann á mjög góðu verði. Svo meðan við Ásta fórum í hjóltúr kom skápurinn nýji, voða flottur en vondur frystir, hann kælir vel.
Lífið hefur annars bara verið ljúft með góðum vinum Ástu og Jóni.  Við hittum Jón og Elínu og skiluðum bílnum til þeirra. Takk fyrir lánið. Erum búin að fara á hitting einu sinni, þá kíktum við á ströndina í La Zena og höfðum með okkur nesti rauðvín, osta og brauð og nutum þess bara að slappa af og horfa á fólkið leika sér í sólinni og sandinum. Það var auðvitað aðeins rölt um.
Jón og Ásta hafa verið dugleg við að fara út að hjóla hérna í kring, við vorum svo heppinn að fá lánuð hjól fyrir þau hjá Þuru og Erni og hafa þau verið óspart notuð. Förum á markaði og dúllum okkur. Þau eru nú að ganga uppá fjallið okkar Callosa de Segura í annað skipti, Þau fóru í fyrra en fundu ekki gestabókina svo nú á að skrifa í hana. Ég sit bara heima og hef það fínt svona fjallgöngur eru ekkert fyrir mig lengur, ég tók þann pakka út þegar ég var ung.
Á morgun ætlum við að fara í ferðalag og koma heim á þriðjudagskvöld þið fáið að heyra af því síðar.
Fermin og Carmen eru alltaf jafn yndisleg það er ekki mikil uppskera hjá honum núna en við erum búin að fá fullt af rauðlauk.
Carmen hefur verið veik í sumar og er með krabbamein við vitum nú ekki mikið meira en hún hefur mjög ljótan hósta. Dætur þeirra og barnabörn eru mikið hérna hjá þeim og hún er alveg rólfær.
Þau eru kominn á toppinn það var að koma sms.
Eigið yndislega daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 11. október 2010

Góð heimkoma á Spán

Atli Geir og Aron á leið út að hjóla
Atli Geir og Aron á leið út að hjóla
« 1 af 10 »
Þá erum við komin aftur til vetursetu á Spáni, veðrið tekur yndislega á móti manni 25-27 gr, hiti yfir daginn sól. Það hafa komið nokkrir regndropar síðan við mættum en ekkert að ráði, mætti alveg vera meira því hér hefur líklega lítið rignt í sumar.
Við fórum nú frá ísafirði  29. sept. og höfðum bara ansi mikið að gera í borginni. Okkur var boðið í mat öll kvöld. Byrjuðum hjá Dený og Brynju á föstudagskvöld og var alveg yndislegt að hitta þau með Helgu og Lilla rifjaðir upp gamlir dagar og mikið hlegið . Takk fyrir okkur kæru vinir.
Svona var þetta bara öll kvöld góður matur og gott og skemmtilegt fólk. Aðallega börn og barnabörn sem eru nú alltaf í fyrsta sæti hjá manni. Laugardagskv. eldaði Atli Geir þennan fína indverska rétt handa okkur. Ég fór í bíó með Aron og Bjarney að sjá Aulinn ég, á sunnudeginum Edda koma líka með, jújú allt í lagi að fara með börnunum en ekkert sérstök mynd. Svo á meðan við vorum í bíó, var  Dúddi að leika í auglýsingu, nú er hann semsagt orðin auglýsingaleikari sá gamli minn. Var að leika bátasmið sem var að dunda við bátinn sinn, pússa og mála og sitthvað dútl. Þetta er auglýsing fyrir banka og þið sjáið hana ábyggilega í sjónvarpinu fljótlega.
Um kvöldið var svo borðað hjá Helenu og Harrý. Mánudagurinn hjá Helgu og Lilla og um kvöldið hjá Viktor og Gullý. Þriðjudagur hjá Gurry og Róbert, og þar var Dedda og allt hennar lið. Svo enduðum við á Svenna og Ásu og fannst við bara góð að geta hitt alla sem eru nú svona nánastir okkur.
Við höfum hér góða gesti núna Ásta og Jón komu með okkur út, það var nú gott að fá hjálp við að þrífa húsið og koma öllu í samt lag aftur, alltaf gaman að hafa góða vini hjá sér, þau eru núna í hjóltúr, Dúddi að finna einhvern til að kíkja á ísskápinn og ég að skrifa þetta rugl.
Það var alveg fín aðkoma núna bara eins og við hefðum farið í helgarreisu, flott eftir 4 mán.
En helv. ísskápurinn er eitthvað að stríða okkur núna vill ekki frysta, vona bara að við þurfuðm ekki að kaupa nýjan. Það var nú ekkert lifandi í honum núna eins og í fyrra en hann er líklega móðgaður yfir því að við slökktum á honum. Þetta er virðulegur skápur því hann gerir nú mesta gagnið hér á heimilinu allavega þegar svona heitt er í veðri.
Við höfum nú verið ósköp róleg hér, bara haft það náðugt og gott. Förum til Santa Pola á eftir til að skila bílnum til Jóns og Elínar en þau lánuðu okkur bílinn til að komast af flugvellinum, takk kærlega fyrir.
Eugið ljúfan dag.
Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 28. september 2010

Barnabarn

Hrefna og Ísar Logi bara nokkra stunda gamall
Hrefna og Ísar Logi bara nokkra stunda gamall
« 1 af 10 »
Alltaf er nú gaman þegar fjölskyldan stækkar, þegar í heiminn kemur lítið kraftaverk, eins og þegar barn fæðist.
Ágúst og Hrefna eiguðust lítinn strák aðfararnótt 24. september, 16 merkur og 50 cm, dökkhærður og mjög ólíkur Sverrir og Sögu þegar þau voru svona pínulítil, þau voru bæði svo ljós eins og pabbinn en þessi ætlar að líkjast móður sinni meir.
Já, þau eru ansi lítil þegar þau koma í heiminn, maður er einhvernveginn búinn að gleyma því þegar það skeður næst. Við vorum nú búinn að fylgjast vel með kúlunni í sumar og sjá hana stækka og mömmuna verða fallegri með hverjum mánuði. Svo labbar hún hér út um kl. 12 á miðnætti og er búinn að fæða litla kraftaverkið kl. 1:50, svona á að fara að þessu ekkert hangs.
Í alvöru þá gekk þetta eins og í sögu og þeim líður báðum vel og hann er duglegur að drekka, rólegur og sefur vært. Hann hefur verið nefndur Ísar Logi, en Ísar er gamalt íslenst nafn, ég hafði aldrei heyrt það áður, en það venst bara vel. Ísar Logi er barnabarn nr. 8 hjá okkur samanlagt, einnig er 3 önnur á ská, svo þetta er orðin stór hópur hjá okkur.
Stóra systir Saga Líf er duglega að hjálpa til við að sendast og sækja bleiju og annað. Hún tekur þessu öllu bara vel. Sverrir Úlfur stóri bróðir kom í heimsókn úr Rvík. til að sjá bróðir sinn, og hitta vinina í leiðinni. Innilega til hamingju Ágúst, Hrefna og börn. Svo er Sverrir Úlfur 13. ára í dag til hamingju stóri strákur.
Helgin fór í matarboð, föstudagskvöldið hittumst við frændsystkin 2 ættliður ættaður frá Góustöðum og vorum með skemmtilegt matarboð hjá Guðríði og Samma og var Siggi frændi og Dedda þar heiðursgestir, var mikið spjallað og borðaður góður matur, allir komu með eitthvað gott í gogginn. Takk fyrir skemmtunina kæru ættingjar og makar.
Á laugardagskvöldið hittust svo Mallakútar en það er matarklúbburinn okkar hér á Ísó. Hann var haldinn að þessu sinni hjá Óla Reynir og Böddu, yndislegur matur og skemmtilegt kvöld, takk fyrir kæru vinir.
Nú er maður bara að klára að ganga frá öllum lausum endum áður en maður fer í burtu af landinu. Við förum til Reykjavíkur á fimmtudagsmorgunn og svo út 7. okt. Mig er nú farið að hlakka til að komast í sólina og heim í dótið mitt og hætta að búa í ferðatösku eins og þetta sumar hefur verið. Það hefur verið ansi viðburðarmikið alltaf nóg að gera á öllum sviðum.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 23. september 2010

Frágangur

Svona var veðrið þegar við vorum að ganga frá á Skarðseyri
Svona var veðrið þegar við vorum að ganga frá á Skarðseyri
« 1 af 10 »
Ég er búinn að komast að því að maður á alltof mikið af allavega drasli, sem maður tímir ekki að henda og finnst einhvern veginn að það þurfi að fylgja manni gegnum allt lífið. Samt eru þetta bara dauðir hlutir og margir hverjir gera ekkert gagn, þvælast bara með manni, en ef maður setur þá ofaní kassa og sér þá ekki í þrjú ár, þá er maður búinn að gleyma þeim. Svo lítur maður ofaní einn kassann og sér eitthvað þá kemur, nei, sáðu þetta" ég var búinn að gleyma þessu, en hvað þetta er sætt!!!!! og búmm það fer aftur ofaní kassa og verður þar kannski um ókominn ár. Svo kannski koma börnin eða barnabörnin einhverntímann og segja nei, "átti amma svona en sætt, og fer aftur í kassa eða á haugana. Þetta tekur bara pláss hjá manni sem maður hefur svo aldrei nóg af, undir þetta drasl. Sjáið allar bækurnar sem fólk er í vandræðum með, við eigum líklega 20 kassa bara með bókum!!! hvað á maður að gera við þetta, ég hef engar hillur eins og er líklega lendir þetta allt á haugunum, en ég get bara ekki kastað bókum, það var manni innrætt í gamla daga, ég fæ verki bara við tilhugsunina.
Nú erum við búinn að loka sumarbústaðnum og tók það heilan dag að ganga frá öllu því dóti, það er eins manni finnst gaman að punta með öllu þessu dóti, setja upp rólur, trampolín og annað fyrir börnin að leika sér með, en svo þarf að taka þetta allt saman á haustinn. Ásamt öllu puntinu sem maður sankar að sér og þetta er nú voða fallegt, það er kannski bara söknuður við að pakka þessu saman aftur.
En veður eru oft válind á Skarðeyri svo maður tínir allt saman svo það lendi ekki inní botni Skötufjarðar eða skemmi eitthvað. Veðrið var fínt þegar við vorum að ganga frá sól og logn en kalt og allt gekk þetta nú vel.
Við erum endalaust að ganga frá einhverju því það er langt þangað til við komum aftur heim á Ísó, ef allt gengur upp eins og verið hefur.
Nú erum við að bíða eftir að barnabarnið komi í heiminn, hjá Hrefnu, Ágúst, Sverrir og Sögu Líf og er þetta að verða ansi spennandi.
Það er enn logn hér á Ísafirði eins og er hér flesta daga og nú er líka sól.
Eigið góða haustdaga.
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 11. september 2010

Allt á fullu

Ivan að hjálpa frænda að þrífa krækling
Ivan að hjálpa frænda að þrífa krækling
« 1 af 10 »
Það er best að setjast niður og skrifa smá. Það hefur bara verið svo mikið að gera hjá okkur að ég hef bara ekki gefið mér tíma til að hugsa neitt um þessa síðu, en ég hef nú ekki í hyggju að hætta, það má kalla þetta svona smá sumarfrí.
Hér á Ísafirði hefur verið bongóblíða í marga daga hreyfist ekki hár á höfði og fjöllinn speglast í sjónum. Ég segi nú bara að þetta hef ég ekki upplifað hér í svona marga daga, og eiginlega bara í allt sumar hefur veðrið verið draumur, 10-15 stig dag eftir dag og sól og logn stundum svona hálf skýjað. Nú búum við á Hlíf íbúðum aldraðra hér og er það alveg stórfínt og með útsýn upp í fjall. Svo förum við til Ágústar um næstu helgi, en þar er von á barnabarni í kringum 20. sept.
Við höfum verið á ansi miklu flakki í sumar svona vægt til orða tekið, en við höfum sofið í 12 mismunandi rúmum í sumar og er mig farið að langa í mitt eigið á Spáni, þó hin hafi nú flest verið ágæt þá er alltaf gott að koma í rúmið sitt.
Ég held að við séum búinn að borða allan þann helsta íslenska mat sem mann langar að smakka, og það var stórveisla hjá Dísu í sumarbústaðnum í skóginum þegar hún bauð okkur uppá sigin fisk og saltað 2 ára selspik mmmmmmmmmmmmmmmm þetta kórónaði allan mat í sumar þetta var svo gott, bara eins og flottasti matur á frönskum veitingastað, þetta er alveg satt þetta er bara sælgæti. Takk fyrir þetta Dísa.
Í gær borðuðum við svo hjá Önnu Lóu allavega góða rétti úr laxi, einn veiddist inná Skarðseyri en Gulli veiddi hina á stöng. Einnig hér takk fyrir gott kvöld með systkinunum. Þetta var líka veisla og eru þær nokkrar á næstu helgum, eða þangað til við förum, allar að vera uppseldar hjá okkur.
Helga Þurý, Jesú og börn komu í heimsókn til okkar í sveitina og voru einn sólarhring í æðislegu veðri og voru þau svo ánægð og fannst staðurinn dásamlegur útsýnið og allt, Jesú var alveg uppnuminn af þessu öllu, hann hefur aldrei komið vestur áður. Helga týndi fullt af berjum til að taka með til Spánar. En nú því miður eru þau að flytja til Madrid, svo það verður langt að heimsækja þau þegar við komum út. En þetta var yndisleg heimsókn og drengirnir skemmtu sér voða vel fengu að fara á sjóinn og vera á ströndinni eins og þeir kölluðu það að fara niður í fjöru. Takk fyrir heimsókina og komið endilega aftur á næsta ári.
Svo einn laugardag var farið í heimsókn út í Arnardal til Kiddýjar og Gulla og þar var veislumatur á borðum og gistum við þar eina nótt, enda enginn ökufær eftir að hafa farið með  veitingar í heita pottinn, já ég fór líka. Yndislegt kvöld, takk fyrir það kæru hjón.
Dúdda var boðið að fara í skútusiglinu með Auroru frá Þingeyri til Ísafjarðar og fór hann kl. 6 í morgun það hlýtur að vera æði í þessu líka fína veðri, bara að þeir fái vind í seglin en hér inná Ísafirði er logn og sólskin.
Á eftir ætla ég að fara að skoða Komedíuleikhússkólann sem verður staðsettur í gamla Norðurtanganum, en þar ætlar Saga mín að fara að læra leiklist, hún er nú bara 5 ára en er ábyggilega gott efni í leikkonu þegar fram líða stundir.
Svo er bara að njóta  góðaveðursins, en þetta eru eins og góðir vetrardagar á Spáni.
Eigið góða daga.

Ég var að fá mér flakkara til að geyma myndirnar mínar en fj, ég kann ekkert á þetta en ætla að reyna að setja nokkrar myndir inn með þessu ef það tekst.