Ískápsvandamál
Leiðinlegt með þennan ísskáp okkar, þessi stóri og fíni ísskápur. Í fyrra þegar við komum, var hann lifandi þó slökkt væri á honum þar bjuggu svona um nokkur hundruð lifrur sem svo urðu að litlum flugum, þær höfðu það af þótt þær væru frystar, þær skriðu út úr honum þegar hann hitnaði aftur. Það var nú gert við þetta allt, ísskápurinn settur til læknis og þrifin hátt og lágt sett á hann nýtt gas og dúllað við hann, þetta kostar nú allt peninga svona snyrtimeðferð. En svo tekur hann uppá því að fara ekki í gang, núna í haust, bara kælir sig aðeins og er með stæla, við gátum nú sett annan ísskáp í gang sem er lítið betri hann frystir bara en það var nú gott að geta bjargað berjunum.
Jæja, það voru svo bara eintómir hátíðisdag hérna á Spáni og engan viðgerðarlækni hægt að fá til að gera við fyrr en á miðvikud. Dúddi fór í heimsókn til hans á mánudegi og hann kom á miðvikudegi, var nú búinn að segja Dúdda að líklega væri hann ónýtur hann læki, en hann kom og lísti yfir dauðadómi á fína skápinn, reyndi nú að fylla hann með gasi en allt kom fyrir ekki.
Við Ásta höfðum farið til Almoradí að versla á meðan þeir Jón biðu úrskurðar. þegar við svo komum heim var allt yfirstaðið og þeir búnir að kaupa nýjan skáp. Eða Dúddi var búinn að skoða hjá kallinum skáp með frysti að neðan og útlitsgallaður og við fengum hann á mjög góðu verði. Svo meðan við Ásta fórum í hjóltúr kom skápurinn nýji, voða flottur en vondur frystir, hann kælir vel.
Lífið hefur annars bara verið ljúft með góðum vinum Ástu og Jóni. Við hittum Jón og Elínu og skiluðum bílnum til þeirra. Takk fyrir lánið. Erum búin að fara á hitting einu sinni, þá kíktum við á ströndina í La Zena og höfðum með okkur nesti rauðvín, osta og brauð og nutum þess bara að slappa af og horfa á fólkið leika sér í sólinni og sandinum. Það var auðvitað aðeins rölt um.
Jón og Ásta hafa verið dugleg við að fara út að hjóla hérna í kring, við vorum svo heppinn að fá lánuð hjól fyrir þau hjá Þuru og Erni og hafa þau verið óspart notuð. Förum á markaði og dúllum okkur. Þau eru nú að ganga uppá fjallið okkar Callosa de Segura í annað skipti, Þau fóru í fyrra en fundu ekki gestabókina svo nú á að skrifa í hana. Ég sit bara heima og hef það fínt svona fjallgöngur eru ekkert fyrir mig lengur, ég tók þann pakka út þegar ég var ung.
Á morgun ætlum við að fara í ferðalag og koma heim á þriðjudagskvöld þið fáið að heyra af því síðar.
Fermin og Carmen eru alltaf jafn yndisleg það er ekki mikil uppskera hjá honum núna en við erum búin að fá fullt af rauðlauk.
Carmen hefur verið veik í sumar og er með krabbamein við vitum nú ekki mikið meira en hún hefur mjög ljótan hósta. Dætur þeirra og barnabörn eru mikið hérna hjá þeim og hún er alveg rólfær.
Þau eru kominn á toppinn það var að koma sms.
Eigið yndislega daga.
Jæja, það voru svo bara eintómir hátíðisdag hérna á Spáni og engan viðgerðarlækni hægt að fá til að gera við fyrr en á miðvikud. Dúddi fór í heimsókn til hans á mánudegi og hann kom á miðvikudegi, var nú búinn að segja Dúdda að líklega væri hann ónýtur hann læki, en hann kom og lísti yfir dauðadómi á fína skápinn, reyndi nú að fylla hann með gasi en allt kom fyrir ekki.
Við Ásta höfðum farið til Almoradí að versla á meðan þeir Jón biðu úrskurðar. þegar við svo komum heim var allt yfirstaðið og þeir búnir að kaupa nýjan skáp. Eða Dúddi var búinn að skoða hjá kallinum skáp með frysti að neðan og útlitsgallaður og við fengum hann á mjög góðu verði. Svo meðan við Ásta fórum í hjóltúr kom skápurinn nýji, voða flottur en vondur frystir, hann kælir vel.
Lífið hefur annars bara verið ljúft með góðum vinum Ástu og Jóni. Við hittum Jón og Elínu og skiluðum bílnum til þeirra. Takk fyrir lánið. Erum búin að fara á hitting einu sinni, þá kíktum við á ströndina í La Zena og höfðum með okkur nesti rauðvín, osta og brauð og nutum þess bara að slappa af og horfa á fólkið leika sér í sólinni og sandinum. Það var auðvitað aðeins rölt um.
Jón og Ásta hafa verið dugleg við að fara út að hjóla hérna í kring, við vorum svo heppinn að fá lánuð hjól fyrir þau hjá Þuru og Erni og hafa þau verið óspart notuð. Förum á markaði og dúllum okkur. Þau eru nú að ganga uppá fjallið okkar Callosa de Segura í annað skipti, Þau fóru í fyrra en fundu ekki gestabókina svo nú á að skrifa í hana. Ég sit bara heima og hef það fínt svona fjallgöngur eru ekkert fyrir mig lengur, ég tók þann pakka út þegar ég var ung.
Á morgun ætlum við að fara í ferðalag og koma heim á þriðjudagskvöld þið fáið að heyra af því síðar.
Fermin og Carmen eru alltaf jafn yndisleg það er ekki mikil uppskera hjá honum núna en við erum búin að fá fullt af rauðlauk.
Carmen hefur verið veik í sumar og er með krabbamein við vitum nú ekki mikið meira en hún hefur mjög ljótan hósta. Dætur þeirra og barnabörn eru mikið hérna hjá þeim og hún er alveg rólfær.
Þau eru kominn á toppinn það var að koma sms.
Eigið yndislega daga.