Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 11. apríl 2010

Svona eitt og annað

Baunir frá Fermín
Baunir frá Fermín
« 1 af 10 »
Nú eru páskarnir liðnir og allt komið í sinn fasta farveg, hver sem hann nú er hérna. Það er samt alltaf nóg að gera og tíminn líður alltof hratt. Nú er búið að skoða bílinn, svo hann er löglegur bæði hér og heima, þurftum að kaupa ný dekk á greyið þau voru orðin svona Yul Brinner eins og sagt var í gamla daga. Dýrt er það, en þú færð ekki skoðun á bílinn nema hann sé á góðum dekkjum. Harpa og systir hennar komu hingað í smá heimsókn um daginn en Díana var hér í heimsókn ásamt manni og syni í viku. Þær komu til að skoða listaverkið sem verður bráðum afhjúpað með mikilli viðhöfn á afmælisdag Dúdda 10. maí, vona ég.
Á laugardagsmorguninn fórum við í göngutúr eða Ruta Verde sem er farinn frá Almoradi og er gengið um akra og tún og skoðuð falleg tré, gamlar brýr og fleira, við fórum alveg niður að ánni Rió Segura. þessi gönguleið kallast Ruta de los Mazones þar er að finna 93 ára gamalt fíkjutré sem er svaka stórt og hefur alltaf fengið að vaxa villt, aldrei klippt eða neitt hugsað um það, eigendurnir ákváðu bara að leyfa því að hafa sína hentisemi, enda er það ósköp fallegt. Því miður tæmdist rafhlaðan í myndavélinni svo við gátum bara tekið eina mynd og er hún af skilti sem segir hvaða leið við fórum. Þetta var voða gaman og margt fólk með i för flestir enskir að ég held. Þetta tók alveg tvo tíma, við urðum að flýta okkur til baka því við fórum út á flugvöll að sækja vini okkar Unnstein og Rut en þau voru að koma aftur út, þau fórum heim í desember. Mikið var gaman að hitta þau aftur og komu þau færandi hendi. Hvað haldið þið, á laugardagskvöldi sátum við hér og borðuðm Hrogn, ýsu og niðursoðna lifur, þetta voru sko aldeilis kræsingar nammmmmm. Þetta var yndisleg máltíð, takk fyrir kæru vinir.
Svo var sest og beðið eftir að fótboltaleikurinn hæfist og fékk ég mér smá rauðvín, það var ekki hægt með íslenska matnum. Svakalega var gaman að horfa á þennan leik Real Madrid og Barcelona og auðvitað unnu Barkarnir glæsilega og Messi alveg í essinu sínu. Við heyrðum svo að hér allt í kring var skotið upp blysum og haft hátt, því hér eru flestir áhangendur Barcelona.
Í dag fórum við á markað að kaupa grænmeti, svo kíktum við á torgið í Almoradí þar sem voru margir básar allair með Oulet vörur, svaka fín föt og skó allt á niðursettu verði þá meina ég niðursettu verði. Ég keypti mér eitt pils á 10 evrur sem átti að kosta 70. Svo var hæt að kaupa sér smá paellu og bjór á 1 evru mjög gott og gaman að vera þarna í þessu fína veðri.
Það er nú ekki margt að ske framundan en aldrei að vita hvað rekur á fjörur manns.
En heimferðin er pöntuð fimmtudaginn 27. maí.
Eigið góða daga öll.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 31. mars 2010

Páskavikan hér, Semana santa

María mey kemur út úr kirkjunni
María mey kemur út úr kirkjunni
« 1 af 10 »

GLEÐILEGA PÁSKA



Hér er mikið um hátíðahöld af tilefni páksanna, í hverjum bæ hér í kring allavega, er mikið um skrúðgöngur og hátíðlegheit.
Sjónvarpið er á fullu með beinar útsendingar frá hinum ýmsu bæjum hér í kring, nú er verið að sýna beint frá Alicante, Jesú og María í fullum skrúða óskaplega fallegt og flott og þetta bera menn og konur um þröngar götur ábyggilega um 500 kg.  hvert. Það eru konur sem bera Maríu.
Við Dúddi fórum á þriðjudagskvöldið  kl. 22:00 til Almoradí og þá var skrúðganga hinna þöglu þetta var eitthvað Hermanadad Silencio er ekki alveg viss, er ekki góð í biblíusögum. Þetta var voða hátíðlegt. Fyrst komu þeir með stórt líkneski af Jesú og svo kom María út úr kirkjunni fallega böðuð kertaljósum, ég missti alveg andann þegar styttan af Maríu kom þetta var svo fallegt. Þá styllti fólkið sér upp með stór kerti og það labbaði með kertaljós kring  um torgið og tók þetta um 2 tíma. Það var ótrúlegt að sjá alla þessa spánverja svona þögla allan þennan tíma. Já það var slökkt á öllum götuljósum, börum og heimahúsum þar sem skrúðgangan fór hjá, ég er enn svolítið hissa á þessu öllu þegar ég fer að hugsa um þetta, hvað trúin hér er sterk hjá fólki, maður sér bæði konur og menn gráta við þessi tilefni.
Þetta var á þriðjudaginn við höfum svo sem ekki mikið varið að gera síðan.Dúddi þurfti reyndar aðeins að laga  bílinn svo hann fái skoðun.Á fimmtudagsmorgun fórum við svo hjólandi til Rafal á markað þar sem verið var að selja kanínur til slátrunar og var gaman að horfa á konuna sem var að kaupa, velja hana. Hún tók í afturlappirnar og lét kanínuna sveigja sig alla til svo valdi hún líklega þá liðugustu og sem var með bestu vöðvana. Svo var okkur boðið í mat til Helgu og Gumma með Binnu sem á húsið í Andalúsíu, Ágústa var líka með og fengum við grillaða bjórkjúklinga voða góða, skemmtilegt kvöld og mikið hlegið, takk fyrir okkur.
Í morgun páskadag fórum við svo til Almoradí að horfa á skrúðgönguna þar sem er alltaf svo flott og skemmtileg. Ótrúlegt líka að sjá mennina sem bera þessi líkneski þeir voru flestir með eitt,48 fílhrautir karlmenn að bera og þeir meira segja dönsuðu með þetta. Ég saði nú kannski frá þessu í fyrra líka en mér finnst þetta bara svo flott að ég vil deila þessu með ykkur.
Ég hef nú aðeins verið að fylgjast með hvað er að ske á Ísafirði og sé að þar er nóg um að velja og gaman að sjá það, og mikið stuð, ég fæ nú alltaf pylsu og kók fýlingu þegar það eru páskar, bæði síðan maður var krakki á dalnum og biðja um pylsu sem maður fékk nú ekki oft, eða þegar maður var að vinna í skálnum á páskum, þær eru ófáar pylsurnar sem maður afgreiddi þá. Eða munið eftir kvöldvökunum með vinsælustu hjólmsveitum landsins í þá daga eins og Flowers og fl. man ekki nöfnin á þeim lengur, alltaf voða fjör, svo mikið drullumall fyrir utan að það þurfti að smúla suma sem voru úti að slást, skemmtilegar minningar af gömlum skíðavikunum á dalum. Hér höfum við ekkert Aldrei fór ég suður eða Vegir liggja til allra átta nei, hér höfum við allar stórmyndirnar í sjónvarpinu, Ben Húr, Spartakus, Jesú, Móse og allar hinar Jesú og Maríu myndir voða flottar og gamlar með þessum gömlu leikurun.
Eigið góða daga öll og guð veri með ykkur.
Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 28. mars 2010

Andalúsíuferð

Castil de Campo húsið hennar Binnu er næstum efst til hægri.
Castil de Campo húsið hennar Binnu er næstum efst til hægri.
« 1 af 11 »
Til Andalúsíu brunuðum við fimmtudaginn 18. mars um hádegi í sól og góðu veðri ásamt ferðafélögum okkar Helgu og Gumma. Áfangastaðurinn var lítið þorp sem heitir Castil de Campo og þar eru íbúar svona um 300-400 manns mjög vinalegt með snarbröttum götum og mjóum, ekta spánskt sveitaþorp. Það var nú erfitt fyrst að labba niður til að versla og svo upp aftur en nú er maður bara kominn í góða þjálfun.
Þarna voru auðvitað eldaðar góðar krásir en eldhhúsið er ansi lítið.Allt gekk þetta þó stórslysalaust og bragðaðist maturinn mjög vel þarna í sveitaloftinu.
Þarna í kring eru ekkert nema ólívutré, olívutré og aftur ólívutré  svo langt sem augað eigir. Brattir og hlykkjóttir vegir minntu mann  á Skógarbrekkurnar á heiðinni í gamla daga. Svolítið öðruvísi landslag en hér hjá okkur. En alveg óskaplega fallegt.
Veðrið hefði mátt vera betra en við fengum sól annað slagið og rigingu líka. Þarna allt í kring hefur rignt næstum stanzlaust í 3 mánuði og sást það aðeins á húsinu sem við vorum í. Frænka okkar Helgu á þetta hús, hún Jakobína og þarna vorum við í viku og höfðum það fínt. Fórum og skoðuðum öll litlu þorpin þarna í kring, ég man nú ekki hvað þau heita öll. Eitt þorp sem heitir Iznájar er mjög eftirminnilegt það stendur við vatn og er í brekku og eftst uppi er stór kastali, þarna gengum við upp og lentum í einni götu með svaka flottum bláum blómapottum á öllum hliðum mjög fallegt og eftirminnilegt.
Það var aðeins dyttað að húsinu ræst út og eitt og annað smálegt lagað enda tveir laghentir og laglegir menn með í för. Við fórum í þorp sem heitir Priego de Cordoba og tekur um 15 mín. að fara þangað, þar er flottasta kirkja eða kapella sem ég hef séð, þar var allt í gulli ótrúlega fallegar styttur. Þarna var gengið um, skoðað í búðir líka skoðaðir garðar og ráðhúsið. Einnig fórum við í ansi skemmtilegt þorp sem heitir Almedinilla þar búa svona um 3000 manns að mig minnir. Það var auðvitað farið á markað og sá bær heitir Alcalá la Real. Þetta var stór markaður og þar keypti ég mér skó sem verður fínt að hafa heima á Ísland hlýir og góðir úr leðri og kostuðu bara 10 evrur. Eftir vikudvöl í sveitinni var ákveðið að fara áleiðis heim og fara aðra leið. Fórum við sem leið lá til suðustrandar Spánar og lentum í fallegum bæ, Salobrena með hvítum húsum, þröngum götum og auðvitað stórri kirkju. Þarna var nú meiningin að gista eina nótt en það var allt svo dýrt að við keyrðum áfram til annars bæjar við ströndina sem heitir Adra við vorum þar á fínu hóteli, borðuðum þar kvöldverð og hlustuð á brjálaða spænska músík á barnum á eftir, þar var reyndar stoppað stutt, svona hálfgerð ferðaþreyta í liðinu. Daginn eftir var svo lagt af stað heim, fórum gegnum Almeríu og Lorca en María Gps leiddi okkur stystu leið heim eins og vanalega ef hún er beðin um það.
Það var gott að koma heim eftir skemmtilegt og gott ferðalag með góðum ferðafélögum, takk fyrir okkur kæru vinir.
Og nú taka páskarnir við hér með öllum sínum skrúðgöngum og fíestum að spánarsið. Ekkert páskaegg.
Fleiri myndir eru í myndaalbúminu.
Eigið góða og fína páska.

Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 17. mars 2010

Fallas

Þetta er toppurinn á turninum María mey sýnist mér
Þetta er toppurinn á turninum María mey sýnist mér
« 1 af 9 »
Ég fór inn úr sólinni til að horfa á veðurfréttirnar en það gerir maður nú hér á Spáni líka.
Þá var verið að sýna frá Fallas hátíð í Valenciu, ég vildi að ég væri þar og gæti sýnt ykkur góðar og margar myndir þaðan því þetta er alveg ótrúlegt að sjá. Allan daginn gengur fólk í skrúðgöngu með blómvönd sem það lætur hjá svaka styttu og svo er blómunum raðað á hana í fallegum munstrum. Þetta er alveg svakalega flott en eins og orðabókin segir:
Fallas
Á hátíð heilags Jósefs, San José. Í marsmánuði votta íbúar Valensíu verndarengli sínum virðingu með tilkomumikilli fiesta
Las fallas. Fallas eru risastórar fígúrúr ú pappamassa, tré, pappír og taui sem falleros hafa eytt mörgum mánuðum í að búa til. Oftast eru þetta skrípamyndir af stjórnmálamönnum og öðrum þekktum fígúrum. Í lok hátíðarinnar þegar veitt hafa verið verðlaun fyrir besta líkneskið, kveikja falleros í listaverkunum. tilv.líkur
Þið ættuð að sjá þessar fígúrur þær eru svo stórar, flottar og vel gerðar að unun er á að horfa, ég hef nú bara séð þetta í sjónvarpinu en ég skal einhvern tímann fara þarna til að sjá þetta með eigin augum það er ábyggilega alveg þess virði að eyða einhverjum evrum í Valenciu til að sjá þetta allt. Ég tók nokkrar myndir úr sjónvarpinu en það er ekki verið að sýna fígúrurnar núna. En þessi hátíð sdendur eiginlega alla vikuna.
Kiddý og Diddi voru hérna hjá okkur fram á sunnudag en þá fóru þau til La Marina í hús sem þau hafa fengið lánað. Á laugardagskvöldið fórum við á barinn hérna í Mudamiento sem er lengra frá og fengum okkur að borða Tapas. Það var reglulega gaman að borða þarna og góður matur. Þetta er bar sem er rekinn af fjölskyldu, mamma eldar, pabbi á barnum og strákurinn þjónn. Við eigum örugglega eftir að fara þangað aftur, við kunnum nú ekkert að panta við skildum bara sumt og létum hann bara ráða, við fengum Calamaris, sepia, sveppi, salat með túnfisk, franskar, og brauð, mikið af góðu víni og góðum félagsskap.
Takk fyrir heimsóknina kæru hjón stutt og skemmtileg heimsókn, vegna þess að við erum á leið í smá frí í nokkra daga.
Fermin passar húsið eins og venjuleg og gaf okkur appelsínur í nesti. 
Ágúst minn á afmæli í dag, innilegar hamingjuóskir frá okkur og stór knús líka til ykkar allra.
Eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 13. mars 2010

Árshátíð, gestir og fleira

Upp við kirkjuna í Callosa
Upp við kirkjuna í Callosa
« 1 af 10 »
Fyrir viku síðan fórum við Dúddi á árshátíð FHS hér á Spáni, hún var haldin eins og undanfarinn ár í San Pedro del Pinatar á mjög fínu hóteli sem heitir Hótel Traína. Við mættum snemma til að bóka okkur inn. Síðan var farið í göngutúr um bæinn og sest á veitingahús, þar fengum við okkur Tapas, pöntuðum 6 rétti, fengum svo aðra 3 í boði hússins. Þeir voru að kynna okkur fyrir nýjum kjúklingarétti og smokkfisk þetta var allt voðalega gott og gaman að borða þetta. Við vorum 6 saman en því miður var engin mynd tekinn. Það hefur verið eitthvað voða mikil leti eða gleymska með myndavélina núna vont, vont. Það verður tekið á þessu mjög fljótlega sko myndavéla letinni.
Við mættum svo á árshátíðina um kvöldið og fengum þar 3 rétta máltíð, voða fínn matur og svo að sjálfsögðu gott ball á eftir. Allavega dönsuðum við Dúddi mikið, en það hefur nú lítið farið fyrir svoleiðis skemmtilegheitum í vetur. Fórum svo heim á sunnudag og slöppuðum af, hélt nú að ég fengi harðsperrur en þær komu sem betur fer ekki.
Ég var svo aðeins að dunda í listaverkinu, en það gengur hægt aldrei tími til þess eða veðrið verið leiðinlegt, það hefur nefnilega verðið kuldaboli. En það á víst að lagast eftir helgina allavega sáum við fallegan rauðan lit á kortinu í gær.
Kiddý frænka og Diddi komu svo hingað á miðvikudagsmorgun og hafa verið hér hjá okkur. Það hefur nú mest bara verið slappað af. ÞAð var hægt að sitja út í sólinni tvo fyrst dagana, fórum á markað til Rafal á fimmtudagsmorgun og svo í göngutúr upp að kirkjunni í Callosa, eldaður góður matur og annað. Í gær fórum við svo á hitting á sundlaugabarnum í La Mimosas. Þar spiluðum við mínigolf og hittum marga íslendinga, skruppum í stóra kínabúð og komum við á Lillabar hjá Helgu og Gumma og þáðum góðar veitingar, kærar þakkir fyrir það kæru hjón.
Í dag fórum við svo á markaðinn í Almoradí og gengum okkur upp að hjám við að skoða og spekulera þar var keypt eitt og annað nytsamlegt og ekki nytsamlegt eins og gengur á mörkuðum. Þau fara svo til La Marina á morgun þar sem þau hafa fengið hús til að vera í. En til stendur að við förum til Andalúsíu einhvern daginn eftir helgi ekki alveg búið að ákveða hvenær það verður.
 Fermín og Carmen passa húsið fyrir okkur á meðan. Þegar við komum hingað í sl. haust gáfum við Fermin svarta húfu með mynd af íslandi þar sem stendur á henni I love Vestfirðir ég keypti hana í búðinni í Súðavík fyrir hann. Hann notaði hana aldrei fyrr en á jólum og núna er hann bara með hana á sunnudögum og er voða fínn með hana.
En nú er sólin farin að skína á okkur. Eigið góða daga elskurnar