Lagt af stað eftir 2 tíma
Jæja, nú er að koma að því að klára að pakka niður, vikta allar töskur og poka svo maður verði nú ekki með yfirvikt.
Þessi tími hér í borginni hefur verið æði erilsamnur, við erum búinn að vera í matarboðum á næstum hverju kvöldi í tvær vikur.
Við gistum hér hjá Atla og fjölskyldu en erum á eilífu flakki. Dúddi hefur verið mikið þessa viku að hjálpa Deddu systir sinni að koma sér fyrir í annari íbúð og hefur bara gengið vel. Ég hef aftur á móti bara druslast hér heima við ,sótt Bjarney Kötu nokkrum sinnum í leikskólann og hitt Helgu vinkonu.
Á síðasta laugardag fór ég í saumaklúbb til Hveragerðis hjá Úllu og þar vorum við saman 10 skólasystur en þessi klúbbur var að mig minnir stofnaður á árunum 68-70, eða þegar Breiðholt var að byggjast upp því ég man að einhver átti heima þar og þótti manni mikið ferðalag að fara alla leið uppí Breiðholt frá miðbænum þar sem ég átti heima þá. Svo þið sjáið kæru vinkonur að þessi klúbbur er orðinn gamall, oft hefur verið skipt um mannskap nýjar komið og aðrar farið og stundum komið aftur, og svo hefur maður oft komið í heimsókn þegar maður hefur verið á ferðinni í bænum.
Svo má geta þess að klúbburinn á Ísó er af sama stofni 1947 árganginum og hann var sstofnaður um 1974-5, þegar ég var nýflutt í Fjarðarstrætisblokkina. Látið mig vita ef ég er að fara með eintómt bull.
Í gær var hér hífandi rok og rigning en við Bjarney fukum hingað heim frá leikskólanum og fannst henni bara gaman að láta vindinn taka aðeins í sig. Við fukum það er alveg satt, hérna út götuna svo amma þurfti að halda fast í hana.
Svo kom fjölskyldan okkar hingað til Atla í gær og við borðuðum kjúklingasúpu saman voða var gaman að hafa þau hérna, það vantaði bara þau þrjú sem eru á Ísafirði, Ágúst og fjölsk.
Nú er bara að far að klára að pakka.
Hlakka til að sjá Spán og dótið okkar þar, svo ég tali nú ekki um aðeins meiri hita.
Eigið góða daga hvar sem þið eruð.
Þessi tími hér í borginni hefur verið æði erilsamnur, við erum búinn að vera í matarboðum á næstum hverju kvöldi í tvær vikur.
Við gistum hér hjá Atla og fjölskyldu en erum á eilífu flakki. Dúddi hefur verið mikið þessa viku að hjálpa Deddu systir sinni að koma sér fyrir í annari íbúð og hefur bara gengið vel. Ég hef aftur á móti bara druslast hér heima við ,sótt Bjarney Kötu nokkrum sinnum í leikskólann og hitt Helgu vinkonu.
Á síðasta laugardag fór ég í saumaklúbb til Hveragerðis hjá Úllu og þar vorum við saman 10 skólasystur en þessi klúbbur var að mig minnir stofnaður á árunum 68-70, eða þegar Breiðholt var að byggjast upp því ég man að einhver átti heima þar og þótti manni mikið ferðalag að fara alla leið uppí Breiðholt frá miðbænum þar sem ég átti heima þá. Svo þið sjáið kæru vinkonur að þessi klúbbur er orðinn gamall, oft hefur verið skipt um mannskap nýjar komið og aðrar farið og stundum komið aftur, og svo hefur maður oft komið í heimsókn þegar maður hefur verið á ferðinni í bænum.
Svo má geta þess að klúbburinn á Ísó er af sama stofni 1947 árganginum og hann var sstofnaður um 1974-5, þegar ég var nýflutt í Fjarðarstrætisblokkina. Látið mig vita ef ég er að fara með eintómt bull.
Í gær var hér hífandi rok og rigning en við Bjarney fukum hingað heim frá leikskólanum og fannst henni bara gaman að láta vindinn taka aðeins í sig. Við fukum það er alveg satt, hérna út götuna svo amma þurfti að halda fast í hana.
Svo kom fjölskyldan okkar hingað til Atla í gær og við borðuðum kjúklingasúpu saman voða var gaman að hafa þau hérna, það vantaði bara þau þrjú sem eru á Ísafirði, Ágúst og fjölsk.
Nú er bara að far að klára að pakka.
Hlakka til að sjá Spán og dótið okkar þar, svo ég tali nú ekki um aðeins meiri hita.
Eigið góða daga hvar sem þið eruð.