Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 13. maí 2009

Eftir afmæli og klifur

Strákurinn sextíu+
Strákurinn sextíu+
« 1 af 10 »
Það er óhætt að segja að hér sé ekki slegið slöku við hvort sem er í göngutúrum, vinnu svo ekki sé nú talað um hjólaferðir, auðvitað með smákemmtun inn á milli .
En eftir klifrið voru nú sumir með smá harðsperrur eins og vera ber, þetta er nefnilega ansi bratt fjall, og niðurleiðin reyndi mikið á skrokkinn þetta eru nú enginn ungabörn lengur en stóðu sig með mikilli prýði og voru ekkert að kvarta undan smá verkjum hér og þar, sem nú eru horfnir með öllu eftir alla hjóltúrana.
10. maí varð svo húsbóndinn löggiltur ellilífeyrisþegi og var nátturulega haldin smá veisla í tilefni dagsins, þar sem góðir vinir frá íslandi voru í heimsókn á sama tíma. Við buðum líka Helgu og Gumma að vera með okkur hér.
Við höfðum hvítlauksrækjur, endur og annað góðgæti og var auðvitað skálað í kampavíni fyrir stráknum, svo var eðal rauðvíni með matnum á eftir.
Svo fórum við göngutúr daginn eftir með gestunum ,fórum ávaxtahringinn, svo seinna um daginn fórum við í góðan hjóltúr, sem er nú orðin viss  áfangi á hverjum degi. Það er búið að hjóla um 40 km. síðan við fengum hjólin lánuð, fórum í 17 km. túr í dag til San Bartolome og tókum marga hringi með útúrdúrum, voða gaman í sól og góðu veðri.
En við fengum lánuð tvenn hjól hjá Helgu Þurý og Jesu svo við gætum öll hjólað saman. Þetta er alveg voða gaman að þeytast hér um akrana á góðu hjóli.
Einnig er  búið að fara til Elche að versla og svo fórum við Ásta bara tvær í bæinn í dag og ég keyrði til Almoradí, þá er ég alltaf svo montin. En strákarnir voru heima að vinna við pípulagnir á baðinu í bakgarðinum og tók það bara hálfan daginn. Svo það var gott að fara í svona góðan hjóltúr á eftir.
Við eigum góða daga og vonandi þið líka.
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 9. maí 2009

Fjallið klifið

Fjallið okkar sem klifið var í dag
Fjallið okkar sem klifið var í dag
« 1 af 10 »
Hér hafa undur og stórvirki gerst, búið er að klífa fjallið Sierra De Callosa De Segura sem er 566 metrar á hæð.
Þetta gerðu þau í morgun Dúddi, Ásta og Jón og lögðu af stað kl. rúmlega 9 í morgun, með nokkrar vatnsflöskur og súkkulaði til að fá orku. Þetta tók þau um 1 1/2 tíma. Finnst mér þetta mikið afrek hjá þeim. Tala nú ekki um þann sem verður 67 ára á morgun, þau virðast nú bara vera spræk  eftir þetta.
Veðrið var fínt hjá þeim skýjað en ekkert of heitt og útsýnið hefði kannski mátt vera betra.
Ég letinginn var heima og baka tertur og búa til marmelaði úr ávextinum sem heitir Niesperó af tréu hérna úti en þetta er fínt í mauk framleiðslan heitir núna Niseperumauk. Annars er þetta bara fínt hjá okkur rólegt og gott enginn sól í dag svo hægt er að jafna sig eftir bruna fyrri daga.
Við fórum nefnilega í góðan göngutúr í gær í sólinni og varð vart við vægan bruna á mönnum sem eru ekki duglegir að bera á sig.
Annars fórum við til Torrevieja á fimmtudaginn og náðum í nýju gleraugun mín þvílíkur munur að vera komin með sólgleraugu í þau.
Annars er lífið bara ljúft og gott.
Eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 5. maí 2009

St Marqueshelgi

Sjáið litlu Svöluungana, þeir eru frjórir
Sjáið litlu Svöluungana, þeir eru frjórir
« 1 af 10 »
Ja, mikið líður tíminn hratt, mér finnst ég vera nýbúinn að skrifa á þessa bloggsíðu og svo er bara komin heil vika, ussuss.
Það er líka alltaf nóg um að vera, það er varla stund til að fara út að hjóla.
Við fórum nefnilega í útilegu á síðustu helgi, fórum á föstudagsmorgn og komun heim seinnipart á sunnudag.
Það var svona Marqueshelgi. Dúddi fór að hjálpa Gumma að setja upp Marqesu, svo þegar átti að fara að byrja þá vantaði eitthvað og þeir svo bjartsýnir að halda að einhver búð sé opin á 1. maí en þá var allt lokað, við munum nú varla eftir svona dögum, þó skömm sé að. En þeir fóru þá bara að steypa eitthvað smá. En Helga dreif mig í garðavinnu, rétti mér klippur og ég fékk svona klippiæði, þetta var allt komið í flækju þetta tré hjá henni, svo ég reif og sleit og hún líka og nú er þetta svo fínt, en handleggirnir á mér eru ein stór rispa eftir rósir og  annað, þetta grær allt saman aftur.
Við fórum svo seinnipartinn í 1 1/2 tíma göngutúr um svæðið hjá þeim voða dugleg.
Svo um kvöldið fengum við ja vitið þið hvað, systir hennar hún Björg og Úlfar maður hennar komu með saltkjöt og baunir svo það varð svona Marqesu 1.maí sprengidagur hjá okkur. Björg var búin að standa allan tímann sem við vorum í göngutúr að elda og passa að súpan brynni ekki við. Þetta var alveg voðalega gott nammmmmmmmm. Takk fyrir matinn Björg og Úlfar.
Laugardagmorgun fórum við kellurnar á markaðinn og þeir að halda áfram með Marquesuna, þetta gekk fljótt og vel hjá þeim þegar búið var að versla stóra skrúfbolta. Þá var skipt um viftu þeir voru nú svolítið skondið að sjá þá þrjá um þetta litla verk og enginn fann skrúfjárnið.
Það gengu nú ansi nargir góðir brandarar þessa helgi og góð músík spiluð.
Seinna um daginn fórum við svo niður í bæ til Torrevieja til að skoða torgið, labba um höfnina og fengum okkur svo kebab á pínulitlum stað í miðbænum. Allt í kringum hann voru stærri pöppar með stóra skjái til að horfa á Real Madrid- Barcelona spila í fótbolta, alltaf þegar Barcelona skoraði voru mikil öskur svo þetta var að mestu fólk sem hélt með þeim.
Höfnin var full af fólki sem var að horfa á þetta. Eiður var ekki að spila sögðu þjónarnir okkur.
Svo var haldið áfram á leið heim, labbandi því við höfðum geymt bílana langt frá og bara labbað í góða veðrinu.
Þá duttum við inná einn  ekta spænskan Tapasbar, þar stoppuðum við og fengum okkur rauðvín og disk með Tapas fyrir okkur öll alveg svakalega gott. Og ekki var hætt þar nei, það var keyrt heim og kíkt á pöpp rétt hjá þeim svo hægt væri að labba heim. Þetta varð því heljarinnar laugardagskvöld hjá okkur eftir alla þessa vinnu hmmmmmmmmm.
Við fórum svo heim á sunnudag fyrst fórum við á Sítrónumarkaðinn að skoða dótið þar, kítum svo við á nýjum veitingastað sem verður með íslensku ívfi og heitir Caruso. Svo með viðkomu hjá vinum okkar Unnsteini og Rut og fengum þar góðan kaffisopa og meðlæti.
Í gærkveldi fórum við svo í mat til Ægirs og Geirlaugar en þau eiga hús í La Marina. Þangað var líka boðið Elínu og Jóni.
Þið sjáið að það er nóg að gera hér í sveitasælunni. Dúddi er að hamast við að búa til sturtu í bakgarðinum svo hægt sé að smúla fólk sem kemur af ströndinni. Ég er að hekla sjal. Jón og Ásta koma á morgun.
Eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 27. apríl 2009

Annasöm helgi

Við einn herbílinn á torginu
Við einn herbílinn á torginu
« 1 af 10 »
Hér hefur verið alveg fullt að gera í heimsóknum og hitta fólk fara í skírn og nefndu það.
Við fórum auðvitað á markaðinn á laugardaginn, þar er alltaf eitthvað um að vera.
Þennan dag var herinn, slökkviliðið, lögreglan, og strákarnir sem fara af stað ef það verður slys á vegum úti, bara fjamdi myndarlegir og gaman að horfa á þá leika slys, klippa sundur bíl og bjarga mann út úr því.
Svo var keypt ódýrt grænmeti og farið heim, því okkur var boðið í íslenkst grillað lambakjöt um kvöldið
hjá Gumma og Helgu. Þar er í heimsókn systir hennar og frænka mín sem ég var að hitta í fyrsta skipti, en hún heitir Björg líka kölluð Bíbí og maður hennar Úlfar. Var þetta hið skemmtilegasta kvöld eins og alltaf hjá þeim hjónum. Takk fyrir okkur.
Það var nú aðeins kíkt á kosninga sjónvarpið en ekki var ég nú spennt yfir því. Gott að vera laus við allt þetta þvaður í fólki það er alveg sama hver kemst til valda þetta er allt eins, verður kannski gott í smátíma svo  haga þessir sér alveg eins og hinir......
Nóg um pólitík hún er svo leiðinleg.
Á sunnudaginn fórum við í skírn Hjá Helgu Þurý og Jesu, það var verið að skíra litla strákinn þeirra og heitir hann Sólmar Aron.
Þetta var kaþólsk skírn og var voða gaman að sjá þetta en eitt fannst mér skrítið það var enginn sálmur sunginn.
En þetta var voða hátíðlegt 4 börn skírð og voru þau blessuð í bak og fyrir og hafði presturinn nóg að gera við að hlaupa á milli barna til að blessa þau.
Svo á eftir var okkur boðið til veislu 6 rétta máltíð í klúbbhúsinu á golfvellinum í Campoamor, svaka flottur og góður matur
fyrst kom kolkrabbi soðin í sósu, svo smokkfiskur calamaris la romana, svo hrísgrjónaréttur með sjávarfangi.
Þá kom sorbete úr appelsínu og kampavíni.
Við gátum  svo valið hvort við vildum nautakjöt eða skötusel ég fékk mér skötusel og Dúddi nautakjötið sem var nú eiginlega of hrátt en það var steikt aftur í hvelli.
Svo kom skírnartertan, sem var mjög góð, svampbotn með möndlum í, krem á milli og dýsætt krem ofaná og var hún líka skreytt með storki með barn, og var boðið uppá kampavín með tertunni og svo kaffi á eftir.
Og með þessu öllu var svo boðið uppá fyrst hvítvín og svo rauðvín og síðast kampavín. Þetta var alveg yndsleg máltíð, þarna vorum við bara þrjú sem töluðum íslensku, það var gaman að sitja og hlusta á spánverjana og skilja bara þó nokkuð eða þannig. Þetta var alveg yndilegur dagur með góðu fólki.
Takk fyrir Helga og Jesu.
En við vorum svo pakksödd eftir allan þennan góða mat um helgina að það var bara soðinn fiskur í kvöld ýsa og kartöflur, en ýsuna keyptum við í Iceland búðinni hér rétt hjá og var hún bara góð.
Eigið góða daga með sól í heiði.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 22. apríl 2009

Ruta verde í Almoradí

Frá göngutúrnum ef þið skoðið vel sjáið þið pólís
Frá göngutúrnum ef þið skoðið vel sjáið þið pólís
« 1 af 10 »
Hér í kringum Almoradí eru margar gönguleiðir sem eru merktar og kallast "RUTA VERDE, því þar er gengið um götur sem liggja í gegnum græna akra, fulla af allskonar grænmeti og ávöxtum. Einnig er farið og skoðuð gömul tré, en það eigum við eftir.
Við ákváðum á síðasta laugardag að skella okkur í einn slíkan göngutúr. Það er farið frá torginu, í þetta skiptið var farin leið sem heitir Ruta de la Huerta, og er um 4 km. en við vissum ekkert hvert við færum. Við gengum þarna um skoðuðum akra og falleg hús og skepnur og allt í fylgd lögreglu eða Protector Policía, sem sagt ef einhver hefði gefist upp eða orðið veikur þá voru þeir tiltækir fyrir fólk. Eins stoppuðu þeir umferð og héldu leiðinni greiðfærri fyrir alla, voða gaman að upplifa þessa vernd hér.
Leiðsögumaðurinn sem var falleg spænsk senjorita, talaði góða ensku svo við skildum hvað hún var að segja okkur. Reglulega skemmtilegt og við ætlum nú að fara aftur næst þegar þetta verður.
Seinna um daginn komu svo Elín Þóra og Jón í mat til okkar.
Á sunnudag fórum við á sunnudagsmarkaðinn en hann rigndi niður, það var svoleiðis hellirigning að öllu var bara lokað um kl. 12 ef það var þá allt opnað. Fórum í bíltúr með Helgu og Gumma seinna um daginn.
Á þriðjudag vöknuðum við í glampandi sól og góður veðri, fórum til Torrevieja, Dúddi til að aðstoða Gumma við nýja sturtu og svo fór Helga með mér í bæinn til að athuga um ný gleraugu, við gengum heilmikið um ströndina og um bæinn, hún var að sýna mér ýmsa staði. Svo nú erum við aðeins fróðari um Torrevieja.
Hugrökk kona hún Þórdís, hún fór nefnilega í klippingu í dag í Rafal. Mig minnir nú að ég hafi sagt síðast þegar ég fór að þetta myndi ég aldrei gera aftur að fara og láta klippa mig hér á Spáni. En hann Dúddi minn var búin að sjá svo heimilislega og fína stofu í Rafal, beint á móti þeirri sem hann fer á, svo ég ákvað í morgun að nú léti ég verða af þessu og hætta þessu rausi, ég verð að láta klippa mig, en ég var siðast klippt á Ísó í ágúst svo það var komin tími til að snyrta gráu hárin og líta aðeins betur út.
Þetta var sko heimilislegt, fín stofa, þar sem börnin voru að leika sér og að ég held bara öll fjölskyldan saman komin til að spjalla, en ekki eins og fallbyssur. Þarna voru líka gamlar konur í lagningu með rúllur og fínt og ekki sama hvernig þetta var gert. Fyrst klippti mig ein og svo kom önnur ung til að blása mig, og ég er svo ánægð með þetta, aldrei slíku  vant, ég á nú reyndar eftir að vakna í fyrramálið og sjá hvernig þetta lítur út þá.
Hér er núna kl. 21:00 20 stiga hiti og logn alveg yndislegt, og fuglarnir okkar eru búnir að verpa eggjum en við sjáum nú ekki hvað þau eru mörg því hreiðrið er svo hátt uppi.
GLEILEGT SUMAR OG TAKK FYRIR VETURINN!
Takk fyrir innlitið öll og eigið góða sumardaga.