Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 26. desember 2009

Maturinn og jólin

Jólatréð með öllum pökkunum undir
Jólatréð með öllum pökkunum undir
« 1 af 10 »
Þetta hafa verið yndislegir dagar með góðu og skemmtilegu fólki. Aðfangadagur rann upp bjartur og fagur, við Helga fórum og kíktum aðeins til Rafal til að kaupa rækjurnar sem voru í matinn á jóladag hjá okkur, við ákváðum að hafa þetta svolítið spánsk og keyptum okkur kassa af stórum rækjum sem hér heita Langostino. Og auðvitað kíktum við apðeins á markaðinn en hann var nú ósköp lelegur því það hafði rignt um nóttina. Við dubbuðum okkur svo upp til að fara að borða hangikjöt og uppstúf og tilheyrandi heima hjá Helgu frænku og Gumma ásamt öllum hinum sem voru hér í skötu. Húsfreyjan bjó til sína jólaaspassúpu sem var mjög  góð, svo var hangikjöt sem hennar gestir höfðu komið með að heiman ásamt Orabaunum (vantaði bara appelín og malt)þessu var öllu gerð góð skil með fínu rauðvíni. Eftirrétturinn af minum og Helgu Svenna sið ananasfrómas sem við bjuggum til. Allir komu með eitthvað og þetta var alveg draumur að vera svona mjörg saman á þessum aldri. Síðan voru jólapakkarnir opnaðir en allir gáfu öllum eitthvað smávegis. Takk fyrir yndislegt kvöld kæru vinir.
Jóladagur rann líka upp enn bjartari en hinn, það var glaðasólskin og við drifum okkur eftir morgunmat í langan göngutúr hér um svæðið 1/1/2 tíma. Seinnipartinn var orðið skíjað og þá fórum við í bíltúr upp að vatni, sem er hér rétt hinumegin við fjöllinn.
Svo voru eldaðar Langostinur en þær eru soðnar þegar maður kaupir þær og svo hendir maður þeim aðeins á heita pönnu og borðar þetta eins og villimaður með höndunum og hefur sítrónu og aiolisósu með,algjört sælgæti. Hvort spánverjar borða þetta svona veit ég ekki en ég held það eftir því sem ég hef séð. Síðan steikti ég andabringur í appelsínusósu namm gott. Eftirrétturinn var framreiddur af Lilla sem lagaði expresso kaffi og Helga skenkti Carlos I, fljótlegt og gott.
Annar í jólum er nú ekki til á dagatali spánverja nema það er frí í skólum. Við fórum á markaðinn eins  og venjulega, fórum og keyptum mat til að hafa í kvöldmatinn Auðunn og Fríður voru hér með okkur í mat í kvöld og það var nýr svínahryggur með brúnuðum kartöflum, sveppasósu og alles, voða gott og var jólaísinn hennar Helgu í eftirrétt. Gott kvöld og gaman að fá þau í heimsókn.
Eins og þið sjáið þá er bara talað um mat, það eru nú einu sinni jólin og við Helga saman þá kemur alltaf eitthvað gott uppúr pottunum.
Í fyrramálið ætlum við svo að skreppa á sítrónumarkaðinn áður en við förum í næsta partý sem verður hjá Hörpu og Visnhu, meira um það síðar.
Eigið góða daga og ég vona að þið sem lesið þetta hafið gaman af svona bulli um mat.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 24. desember 2009

Skötuveislan

Skötuhópurinn,Björg, Úlfar,Dúddi, Harpa, Helga, Ása, Lilli, Gummi, Helga og Visnhu
Skötuhópurinn,Björg, Úlfar,Dúddi, Harpa, Helga, Ása, Lilli, Gummi, Helga og Visnhu
« 1 af 10 »



GLEÐILEG JÓL


FELIZ NAVIDAD





Það var kátt á hjalla hér í gær þegar haldin var skötuveisla að gömluð og góðum sið á Þorláksmessu.
Skatan var að sjálfsögðu vestfisk og mörinn líka og mikið var þetta gott, Helga bakaði rúgbrauð og þetta rann ljúft niður með sterku víni í litlum glösum, og rauðvín, hvítvín og bjór. Rauðvín er bara ansi gott með skötunni.
Hér var góður hópur af íslendingum bæði sem eru hér í jólafríi og þeir sem búa hér yfir veturinn eins og við. Við borðuðum inni en vorum svo úti á palli því það var 17 gr. hiti og logn en ekki mikil sól. Svona öðruvísi þorláksmessa en maður á að venjast.
Nú er veðrið voða gott hér, um 17. gr. logn og aðeins rigning. Við erum bara í afslöppun og erum bara að bíða eftir að tíminn líði til að fara að borða hjá Helgu frænku og Gumma með öllu fólkinu sem var hér í gær.
Við verðum svo hér heima á morgun jóladag og líka á annan í jólum. Þá koma Auðunn og Fríður hingað til okkar í mat.

Við óskum ykkur öllum Innilega GLEÐILEGRA JÓLA og hafið það sem best um hátíðina.
hvar sem þið eruð stödd í heiminum
Takk fyrir öll innlitin á síðuna okkar, það er gaman að sjá hvað margir kíkja við hjá okkur.
Eigið góða daga um jólin
Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 20. desember 2009

Jólin að koma

Helga í Mudamiento
Helga í Mudamiento
« 1 af 10 »
Já nú er kátt í höllinni. Helga og Lilli komu í heimsókn á fimmtudaginn og verða fram í janúar svo það er mikil gleði hér nú.
Við fórum á markaðinn á laugardag og einnig í dag sunnudag. Einn daginn fórum við á litla barinn hér í Mudamiento og þá var búið að kveikja á jólaljósunum og bærinn er voða fínn. Annars er kuldaboli hérna ennþá og er víst ekkert að fara sá leiðindagaur. Mætti ég nú heldur biðja um nokkra jólasveina til að syngja fyrir mig.
Það var verið að opna Balén (Balén er jólaskeyting spánverja en þar er sagt frá fæðingu Jesú ótrúlega fallegt)hér í Almoradí á laugardaginn með hátíðahöldum kórsöng og fl. einnig voru opnir sýnigarbásar með ýmsum varning sem er búinn til hér á svæðinu, og set ég inn eina  mynd af guðdómlega fallegri handavinnu konan sýndi mér þetta og hún saumar þetta út með nál og tvinna þetta er svo fínt og fallegt að ég varð bara stopp,  hef alltaf haldið að svona lagað sé gert í saumavél.
Á laugardaginn áttu okkar góðu gestir 39 ára brúðkaupsafmæli og það var auðvitað haldið uppá það með pompi og brakt. Kampavíni, skeljaforréttur og svínahryggur með góðu rauðvíni auðvitað.
Við fórum svo á markaðinn í dag og löbbuðum um en það var bara svo fj. kalt að við stoppuðum ekki lengi og fórum bara í smá bíltúr um svæðið. Dúddi og Lilli fóru svo á æfingasvæðið á La Finca golfvellinum og slóu nokkra bolta á meðan gengum við Helga frá jólagjöfunum , dúlluðum okkur hér og hlustuðum á íslensk jólalög.
Hér er nú ekki mjög jólalegt með útsprungin blóm og græna akra allt í kring, en við erum búinn að skreyta jólatréð og skreyta aðeins. Það eina sem minnir á jólin er það hvað það er kallt úti.
Eigið góða daga svona rétt fyrir jólin.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 16. desember 2009

Kuldaboli á Spáni

Hér er hægt að sjá í hvíta tinda
Hér er hægt að sjá í hvíta tinda
« 1 af 6 »
Það hefur ekki verið kallt á Spáni, það hefur verið skítkalt.
Já, það hefur verið ansi kallt hér, á mánudaginn var hér grenjandi rigning allan daginn og um kvöldið fór svo að snjóa hér í kirngum okkur það náði nú ekki til okkar, en þegar ég fór í göngutúr í gærmorgun sá ég hvíta tinda langt í burtu.
Það eina sem gekk var að fara út í góðan göngutúr um nágrennið til að reyna að hita kroppinn aðeins. Það er kalt hér í húsum yfir veturinn því hér er rafmagnið dýrt, engin hitaveita eða þannig lúxus. Maður fer að skilja það núna hvað við búum í rauninni við mikinn lúxus á Íslandi með alla þessar hitaveitur og orku úr jörðinni, þegar maður sér fréttir héðan og fólk getur ekki hitað húsin sín, heldur klæðir börnin í mörg náttföt svo þeim verði ekki kallt á nóttinni. En á einum stað mældist 18 gr, frost hér á Spáni og þeir líktu því við Rússland. Í gær skein svo sólin en hitinn fór bara upp í 10 stig svona eins og heima. Í dag er svo heitara en engin sól. Vonandi fer þetta að lagast aftur eða komast yfir 10 stiginn, annars byrjar veturinn hér 21. des og er í 4 mánuði þá kemur vorið,en mikið er nú samt farið að hlína seinni part vetrar
Á sunnudaginn fórum við í heimsókn til Unnsteins og Rutar og vorum þar bæði í kaffi og mat og komum ekki heim fyrr en seint um kvöldið. Alltaf svo gaman að hitta þau, en þau verða heima um jólin. Takk fyrir okkur kæru vinir.
Nú erum við búin að  kaupa okkur kartöflur líklega ein 25 kíló af vini hans Fermíns svo við þurfum nú ekki að druslast með þær heim af markaðnum í vetur. Fermín kom svo með fulla fötu af appelsínum í gær, þetta er voða gott nú getum við kreyst appelsínur á hverjum degi og gefið Helgu og Lilla fullt af vítamínum þeim veitir ábyggilega ekkert af því þegar þau koma.
Þau koma á morgun og verða hér hjá okkur alveg fram í janúar og hlakkar okkur mikið til að fá þau.
Nú er ég að elda krassandi kjötsúpu með miklu grænmeti og helling af hvítlauk. Ekki veitir af ef kuldinn heldu áfram.
Kannski koma gestirnir bara með sólina með sér frá Íslandi til tilbreytingar.
Eigið góða daga, ekki stressa ykkur of mikið fyrir jólin þau koma samt.
Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 11. desember 2009

Tómlegt hér

Fyrir framan kirkjuna í Torrevieja
Fyrir framan kirkjuna í Torrevieja
« 1 af 10 »
Nú eru okkar kæru gestir farnir heim. Þær fóru í gær í gegnum London , gistu þar á hóteli í nótt og eru líklega svona um það bil að lenda á Íslandi, vonandi hefur þetta gengið allt vel hjá þeim.
Þetta hefur verið yndisleg vika hjá okkur og alveg einstaklega gaman að Rebekka skildi hafa komið, hún sagðist nú bara vera liðugri þegar hún fór. Það var náttúrulega alltaf verið úti að ganga og skoða í búðir og svona, eins og gengur þegar fólk er í útlöndum.
Við fórum á þriðjudaginn til Torrevieja en þar er búið að opna skreytinguna á torginu, sem er um fæðingu Jesú. Svo fórum við líka í kirkjuna en þar var messa svo lítið var hægt að skoða hana almennilega, það var nefnilega frídagur á Spáni 8. des. svo allt var lokað nema nokkrar Kínabúðir og basarinn á höfninni. Við gengum svo niður að sjó í góða veðrinu, og svona eitthvað keypt í leiðinni.
Helga og Gummi voru búinn að bjóða okkur í garðinn hjá sér í beikon og egg svo það var haldið þangað og matnum gerð góð skil. Gaman að geta borðað svona við sundlaugarbakkann í fallegum garði, þær voru voða ánægðar með allt þetta.
Takk kærlega fyrir okkur Helga og Gummi. Nú, svo var haldið til næstu Helgu frænku, eða Helgu Þurý sem er frænka þeirra allra skild í báðar ættir. Þar fengum við kaffi og þessar fínu vöfflur með rjóma. Þær fóru að skoða húsið og svo var spjallað og talað við börnin en Ivan er svo duglegur orðinn að tala íslensku hann talar nú reyndar bæði málin, spænsku líka ekki orðin 3 ára.
Miðvikudagurinn fóru í afslöppun fyrripartinn aðeins farið í hjóltúr til skiptis með Dúdda þær systur, því það eru nú bara tvö hjól, það vantar gestahjólið! legið á þakinu í sólbaði og borðaður hádegismatur þar í fyrsta sinn. Svo fórum við til Almoradí, klára smá innkaup og labba um torgið og skoða bæinn aðeins. Síðan fórum við á kínverskan veitingastað og borðuðum góðan kvöldmat, komum seint heim.
Svo fór nú gærdagurinn í að pakka niður, aðeins að hjóla og svo fóru þær aðeins til Rafal að skoða litla bæinn.
Fermin bóndi kom með appelsínur, lauk, brokkoli, og kál á meðan þær voru hér og bauð þeim að skoða garðinn sinn hann var voða spenntur að fá að sjá þær, og sérstaklega Bekku þegar hann vissi hvað hún var gömul. Svo spurði hann í morgun hvort þær væru komnar heim. Þetta var voða ljúfur tími og takk kærlega fyrir heimsóknina.
Nú bíðum við bara eftir næstu gestum sem koma eftir viku og verða hér fram á næsta ár, hlakka mikið til, meira um það síðar.
En Dúddi minn hefur nú bara verið í skítadjobbi í dag í orðsins fyllstu merkingu, það stíflaðist klósettið, en það er allt komið í lag aftur.
Eigið góða daga elskurnar.
Setti myndir í albúm.