Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 8. desember 2009

Þau fóru á tindinn

Dedda á toppnum á Callosa
Dedda á toppnum á Callosa
« 1 af 10 »
Hér er fjör með gestum. Við fórum á Bar Jesulín sem er matsölustðaur og krá hér í sveitinni.
Þar borðuðum við afmæliskvöldverð með Deddu. Við fengum okkur nokkra Tapasrétti og það gekk bara vel að velja reyndar urðu þetta bara fiskiréttir en þeir voru voða góðir. Við áttum staðinn fyrir utan eitt par sem var á staðnum.
Svo í gærmorgun fóru Dedda og Dúddi að klífa fjallið okkar Sierra de Callosa og gekk það bara vel að þeirra sögn, fundu gestabókina og gátu skrifað í hana. Þetta er nú bæði brött og erfið leið að fara en þau stóðu sig með prýði bæði tvö.
Á meðan sátum við og prjónuðum, fórum svo í göngutúr til Mudamiento, sátum við kirkjuna ó sólinni, horfuðm á strákana setja upp jólaljósin og fengum okkur kaffi og té á barnum, ég pantaði fyrir þær dísætt kaffi sem heitir Bombon kaffi með caramellurjóma.
Við fórum svo til Elce að kíkja á moll og komum seint heim.
Yndislegir dagar hjá okkur og vonandi ykkur líka
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 5. desember 2009

5. desember 2009

Dugleg að opna kampavín
Dugleg að opna kampavín
« 1 af 9 »
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Dedda.
Hún er 50 ára í dag.

Góðir gestir að halda upp á afmæli Deddu.
Ferðin yfir hafið gekk vel, með við komu í London, þær voru allar hressar og kátar þegar þær lentu í Alecante.
Hún fékk ávexti í rúmið og svo var farið á markaðinn. Farið heim í sólbað og opnuð kampavín.
Í kvöld förum við svo á Bar Jesulín að borða.
Við eigum góðan dag.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 2. desember 2009

Markaður og fótbolti

Ungir menn sem voru að berjast með sverðum
Ungir menn sem voru að berjast með sverðum
« 1 af 10 »
Eins og svo oft áður fórum við Dúddi á markaðinn í Almoradí á laugardagsmorgun eða reyndar ekki fyrr en um hádegi, því við vorum að bíða eftir spænskri konu sem við höfðum hitt hér fyrir utan húsið og hún reyndar kom hingað á föstudag bæði með barn og hund til að rabba við okkur og skoða húsið. Hún talar mjög góða ensku svo við fengum margar upplýsingar hjá henni. Svo ætlaði hún að koma á laugardagsmorgun með sænska vini sína sem langaði til að hitta okkur sem búa hér í sveitinni. Hún var ekki komin hingað um hádegið svo Dúddi hjólaði til hennar en við vitum hvar hún á heima, þá sagði maðurinn hennar að hún hefði þurft að skreppa til Murcia og hann viti bara ekki neitt.
 Svo við bara fórum til Almoradí þar sem við vissum að það var heilmikið um að vera. Þetta var nú allt á lokasprettinum þar þegar við komum en þarna voru ýmis faratæki til sýnis, naut, hestar, asnar, gömul hjól og gamlir bílar. Þarna var einnig fimleikastúlka og  strákar í búningum að berjast með sverðum. Þetta er einhver trúarhátíð sem ég hef nú ekki enn komist að hver er. Við keyptum okkur helling af ávöxtum og grænmeti, og líka jólarósir fékk tvær á 5 evrur voða sætar.
Á sunnudag fórum við svo til Helgu og Gumma því það var ákveðið, (látið ekki líða yfir ykkur sem til þekkið), að við ætluðum saman á pöbb til að horfa á fótbolta. Ég af öllum sem aldrei hef verið fyrir þá íþrótt á minni ævi. Bara fundist leiðinlegt að horfa á alla þessa sætu stráka elta einn bolta, það var þó skárra í gamla daga þegar buxurnar voru ekki svona síðar þá gat maður horft á falleg læri hmhm.
Nú er ég orðin svo spennt þegar viss lið eru að keppa að ég verð bara að horfa og vita hvernig úrslit ráðast. Horfði t.d. á Spánn-Argentína um daginn og var voðalega ánægð þegar Spánn vann. Eins var núna á sunnudaginn að ég varð alveg vitlaus af gleði þegar Barcelona eða börsungar unnu Real Madrid, það var bara frábært. Nú bíð ég bara eftir næsta leik verst hvað maður skilur lítið þegar verið er að tala um þessa leiki í sjónvarpinu þeir tala allir spænsku þar. En hér er voða mikið talað um fótbolta þetta er einhverskonar menningarkúltúr hér. Allir barir þar sem við vorum voru fullir af fólki að horfa bæði konur og menn og þær voru alveg jafn æstar og kallarnir bæði ungar og gamlar.
Merkilegt að fá einhverja svona áráttu á þessum aldri að fara að hafa áhuga á fótbolta, ég veit ekki einu sinni reglurnar bara horfi til að sjá skoruð mörk. Er það svona sem maður verður við að flytja til annars lands?
Ég man að 1982 fórum við Stína vinkona mín til Spánar í sólarlandaferð en þá hafði einhver keppni í fótbolta verið hér á Spáni við sáum nú engan leik en það var allt fullt af minjagripum til um þessa keppni, ég keypti voða flottan bolta fyrir strákana þar sem öll lið sem kepptu voru skráð á boltann, hann fékk aldrei að fara út úr húsi þessi bolti í mörg ár, en svo týndist hann en ég á ennþá húfu sem er merkt þessum atburði og er hún vel geymd. Þegar við komum svo heim þá var Ísafjörður að mig minnir í 1. deild og Stína sem er mikill fótboltakona fékk mig til að koma á leik með sér upp á Torfnesvöll, mikið þótti mér það leiðinlegt og svo var manni svo svakalega kalt nýkomnar úr hitanum á Spáni.
Nú bíðum við bara spennt eftir gestunum sem koma á morgun Bekku, Disu og Deddu það verður voðalega gaman að fá þær vona bara að hitinn eins og hann var í dag haldist á meðan þær eru 17. gr. og logn.
 Við fórum í smá hjóltúr og týndum nokkur flísabrot.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur í jólaösinni.


Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 26. nóvember 2009

Litlar fréttir

Við í hjóltúr í gær næstum komið sólarlag
Við í hjóltúr í gær næstum komið sólarlag
« 1 af 5 »
Hér gengur lífið sinn vanagang, lítið farið og mikið gert hér heima við. Eins og oft hefur verið sagt frá þá er Dúddi enn að útbúa baðið, þetta er hans áhugamál í dag. Hann mætir kl. 10. á hverjum morgni og segist bara vinna hálfan daginn, en hann er nú stundum lengur en það. Tímakaupið er ekki hátt hjá mínum kalli. En hann hefur svo gaman af því að vera núna að flísaleggja veggina, enda fengum við flísar á hlægilegu verði miðað við heima. Fermeterinn kostaði 3 evrur og við þurftum 12 svo þið sjáið að þetta er nú ekki mikill peniningur. Þetta verður svaka fínt hjá honum hann fær að velja þetta allt meira að segja hengið fyrir og hvaða litasamsetning á að vera á þessu.
Nú er ég að reyna að klára fína borðið sem ég gerði í vor en ég átti eftir að setja fúuna á það þetta er nú ekki alveg nógu gott enda ekki von hjá óreyndri manneskju í mósaíkgerð. Við eigum nú von á gestum og er Dedda búin að læra þetta aðeins svo hún kennir mér vonandi eða miðlar af sinni reynslu.
Já, við eigum sem sagt von á gestum 3. des. og er okkur farið að hlakka mikið til, Rebekka, mamma Dúdda, Dísa og Dedda systur hans eru að koma og ætla að vera í viku. Ég hef varla þorað að minnast á þetta því mér finnst þetta svo ótrúlegt að hún sérstaklega Bekka mín sé að koma 89 ára. Við erum svo spennt að fá þær allar við pökkum þeim bara vel inn á nóttunni svo þeim verði ekki kalt.
Nú er nefnilega farið að kólna á nóttunni, dagarnir eru fínir hitinn fer svona um 20 gr. en það ávíst að fara að kólna eitthvað og hér eru bændur farnir að þrá rigningu því það er allt að skrælna hérna í kring og akrarnir eru ansi þurrir svo það fer mikið vatn í að vökva.
Við fórum í fyrradag til La Marina til að heimsækja Auðunn og Fríður og var okkur tekið þar eins og vanalega með kostum.
Dúddi fékk lánaðan flísaskerara og ég fékk uppskrift af rúgbrauði sem ég ætla að prófa að baka. Svo þarf ég að fara að kaupa mér rauðrófur og sjóða niður það lærði ég af Fríður og þær eru alveg svakalega góðar, hættulega maður getur borðað svo mikið af þeim.
Eigið góða daga á aðventunni.

Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 18. nóvember 2009

Snákurinn og hjólatúrinn

Blómapottur með snák í
Blómapottur með snák í
« 1 af 8 »
Það hefur nú ýmislegt verið að gerast hér í sveitinni okkar, það er alltaf verið að punta hér og þar, nú er búið að laga allar gangastéttar í Mudamiento þannig að hjólastólar komist þar um og verið að malbika eina af fáu götunum þar. Voða fínt.
Einn daginn er við sátum hér úti Dúddi í smá pásu, kom Fermin og talaði mikið og við reyndum að skilja, hann dinglaði lyklum framan í okkur og benti bak við hús. Ég var alveg viss um að hann vildi að við pössuðum húsið fyrir hann eða eitthvað svoleiðis,
neinei, hann benti þá bara Dúdda að elta sig og fór með hann bak við hús, en þar er smá ræma sem við eigum en höfum ekki einu sinni aðgang  að hann sagði honum að þetta yrðum við að þrífa. Þarna var allt fullt af yllgresi sem bara þurfti að rífa upp og gekk bara vel,tveir fullir ruslapokar.
Svo var það einn daginn að ég sat úti og var að prjóna í góða veðrinu að mér var litið upp á svona lítinn vasa á veggnum með rauðum plastblómum, að mér fannst eitthvað einnkennilegur litur á þessu og fór að kíkja, var þá ekki snákur í blóminu.
Ég kallaði auðvitað á Dúdda sem kom og fannst þetta alveg voða skemmtilegt en við kunnum ekkert á svona dýr og vissum ekkert hvort þetta er eitthvað sem getur bitið mann. Svo það var kallað á Fermin til að skoða þetta og hann fór og greyp kóstinn til að drepa hann, en þá kom Carmen og tók af honum kóstinn "ekki með honum,, sagði hún.
Hann náði þá í bambusstöng og byrjaði að ýta í hann en hann hafði sko bara byrjað að skírða upp vegginn, svaka flottur snákur, en hann náði honum niður og það var tekinn af honum hausinn, eins og þeim fyrri sem kom í vor og ég sagði frá hér. Já það er fjör í sveitinni.
Á sunnudaginn var svo farið í langan hjóltúr til að vita hvernig nýja hjólið reyndist ojoj, ekki alveg nógu vel, það brakar i öllum gírum það er vont að skipta um gír, ég veit aldrei í hvaða gír ég er, svo ég kalla bara " í hvaða gír er ég núna,, Það eru sem berur fer bara fáir í kringum okkur og enginn sem skilur það ylhýra.
En við fórum sem sagt alla leið til Cox, þangað er líklega 1/2 tíma ferð ef lítið er stoppað og góðir hjólastígar við hjóluðum í gegnum bæinn og vorum að leita að uppgöngu á hólinn þar sem virkið er, þetta er sem sagt gamalt virki ekki kapella eins og ég hélt.
Við fundum stíg og leiddum hjólin áleiðs upp svo enginn sæi þau og þeim yrði ekki stolið svo var þeim læst rækilega við tré. Upp fórum við gegnum urð og grjót og nokkra kaktusa en við fórum upp á þak og þvílíkt útsýni váááá´.
Þar sem við stóðum  og vorum að líta niður sáum við þennan svaka fína göngustíg hellulagðan hinu meginn við það sem við vorum að krönglast upp. Svo ég fór niður þar og Dúddi tók hjólin niður fyrir þá gömlu sætur í sér alltaf.
Þegar við svo komum heim eftir 3 tíma hjól og göngutúr var ég allavega ansi þreytt á góðan hátt.
Barnabörnin hans Fermin voru hér að leika sér í sólinni.
Í gær fórum við svo aðeins í bæinn eins og við segjum þurftum nefnilega að fá nýja petalasveif á hjólið hún var ónýt svo það þurfti oft að stoppa til að laga í hjóltúrnum. Í búðinni sem við keyptum hjólið í fengum við bara nýja sveif og ekkert mál.
Við fórum í heimsókn til Unnsteins og Rutar og fengum þar alveg dýrlegan hádegisverð og kaffi og meðí.
Eigið góða daga
Ég set inn fleiri myndir af snáknum og hjóltúrnum og fleira í möppuna myndir á síðunni ef ykkur langar að kíkja.