Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 16. ágúst 2009

Galtarviti

Galtarviti
Galtarviti
« 1 af 10 »
Fyrir 9 árum í október hringdi Óli sonur minn í mig og spurði hvort við gætum lánað honum X mikinn pening, "hvað ætlar þú að gera við þá spurði ég,, "kaupa Galtarvita sagði Óli sallarólegur "Galtarvita,, hrópaði ég hvað ætlar þú að gera við hann, "bara vera þar.
 Hann hafði þá séð auglýsingu í blaði að hann væri til sölu og hann fékk ekki frið í sínum beinum fyrr en hann var búin að senda inn tilboð, sem var svo tekið og hann vantaði pening í viðbót til að geta tekið tilboðinu. Auðvitað fékk hann lánið sem er í dag hlutafé okkar í Galtarvita.
Í átta ár hef ég svo verið að safna kjarki til að fara þangað og loksins kom kjarkurinn, nú fer ég, það var sjóferðin þangað sem alltaf hefur dregið úr mér kjarkinn. Svo á föstudaginn fórum við Dúddi með Óla í fínu veðri og það get ég sagt núna að mikið skil ég hvað Óli hefur verið að sækjast í, öll þessi ár. Friður og ró bara fuglarnir sem fljúga yfir og svo bara fegurðin við að vera á eyðilandi. Þarna fer hann í næstum öllum sínum fríum  yfir sumarið, það var svo gaman að labba með honum um svæðið þarna þekkir hann hverja þúfu og hvern hól og allar berjalautirnar.
Við komum á föstudag og fórum um svæðið og Dúddi fór að slá túnið, skoða bílinn, svo var grillað og borðaður góður matur.
Á laugardag var svo ákveðið að fara í berjatínslu sem var nú aðaltilgangur ferðarinnar fyrir Óla, byrjað var að tína strax um morguninn og var tínt fram að hádegi, síðan var farið í göngutúr upp að Ólafsgnýpu eða ég ,en þeir héldu svo áfram fram að vatni ég fór bara niður til að tína ber. Það var tínt allan daginn og vorum við búin að tína um 60 kg af krækiberjum og 7 kg af aðalbláberjum þegar kvölda tók. Hörkuduglegt fólk finnst mér.
Við settumst svo á blett sem þeir kalla heimsenda til að horfa á sólarlagið frá Galtarvita.
Á sunnudag var svo farið að tína meiri ber eða klára að fylla allar dollur sem fundust á bænum.
Heimferð var svo á sunnudag um kl. 15:00 og var sjóferðin bara góð, ég kveið nú svolítið fyrir heimferðinni en allt gekk mjög vel næstum slettur sjór.
Það má segja að þetta er algjör paradís þarna, sjórinn, fuglarnir, vindurinn og bara allt svæðið er svo skemmtilegt þó ekki sé það stórt eða mikið, en fjöllin brött, og fjaran bara steinar og möl.
Kyrrð og ró og vitinn svo tignarlegur með sínu ljósi sem skín fyrir alla sem um sjóinn sigla.
 Mikið skil ég nú hann Óla minn.
Nú eiga þetta með honum 3 aðrir ungir menn sem hafa mikinn vilja og áhuga til að gera margt þarna, en það er erfitt með aðföng það er annaðhvort á sjó, en þarna er erfitt að leggja þar sem engin er bryggjan, eða að koma með þetta yfir veturinn meðan snjórinn er og yfir erfiða fjallvegi að fara en við það hafa þeir notað snjósleða. Þeir hafa nú samt verið duglegir.
 Þarna eru veður válind á vetrum og það hefur fokið hjá þeim þök og fleira.
Þetta var fyrsta ferðin mín og þær eiga vonandi eftir að verða fleiri, takk Óli fyrir að hafa hringt hérna um árið og fara með mig loksins í þessa paradís þína.
Eigið góða daga við erum að fara inn í Skötufjörð.
Fleiri myndir frá Galtarvita eru komnar inná myndir.
Ef þið viljið fræðast meira um Galtarvita þá er heimasíðan galtarviti.com eða á Facebook galtarviti hægt er að gerast vinur eða aðdáandi.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 13. ágúst 2009

Yfirlit sumars

Dúddi að slá túnið á Skarðseyri
Dúddi að slá túnið á Skarðseyri
« 1 af 20 »
Það er óhætt að segja að langt sé síðan hér hefur verið ritað. Það hefur bara verið svo mikið að gera og ég ekkert í tölvusambandi, þannig að ég hef bara verið í sumarfríi eins og aðrir. Það er líka fínt að taka smá frí.
Síðan síðast þá hófst hinn árlegi undirbúningur fyrir verslunarmannahelgina en í ár voru 20 ár síðan Sílakot var settur niður á Skarðseyri, hugsa sér tuttugu ár.
Við vorum svo heppin að fá lánaða góða sláttuvél hjá Magna á Seljalandi þannig að nú var vel slegið.
Jón, Ásta og Bjarney Kata komu viku fyrir versló og voru með okkur í bústaðnum, í allra handa veðri sól rigning og rok.
Það var mjög gaman að fá að vera með þeim svona lengi. Fyrstu gestirnir á versló komu svo á fimmtudegi og voru það Kristín Úlfs. og Egill frá Sigló með syni sína og tengdadóttir sem er ættuð frá Ísó.
Annars fauk þessi verslunarmannahelgi út í veður og vind, það var annaðhvort rok, rigning eða pínulítil sól svona inn á milli en það var hlýtt í hjartanu svo allt var skemmtilegt.
Hefðbundin dagskrá var að sjálfsögðu, krikket á laugardag, ásamt sameiginlegri grillmáltíð og fjöldasöng.
Á sunnudag var svo púttkeppnin og vippkeppnin sem var alveg hörkuspennandi. Svo var verðlaunaafhending og börnin skemmtu með leikriti sem þau undirbjuggu alveg sjálf, reglulega upprennandi leikarar.
Í fyrsta skipti í mörg ár var kvenmaður sem vann krikkertkeppnina en sigurvegari var Helga Svenna eftir bráðabana við Jón Veturliðas.
Púttkeppnin var alveg sér á parti í ár, óvart dúkkaði upp sponsor sem gaf alveg svaka fínan lítinn ferðaísskáp í verðlaun, svo það var alveg hörkuspennandi keppni úr þessu, því allir vildu þau skápin eiga.
Eftir mikla keppni en vippið var talið með í þessu, það sigraði Egill Rögnvaldsson frá Siglufirði og mikið var hann ánægður hann var að springa af stolti og átti það bara skilið að vinna, komin alla leið til Ísó til að vera með okkur á versló.
Á sunnudagskvöldið var svo brennan mikla sem rigndi svo niður.
Þetta var reglulega skemmtileg helgi sem við áttum þarna saman fjölskylda og vinir og hafið öll kærar þakkir fyrir komuna og góða og skemmtilega helgi.
Svo var bara slappað af. Á síðustu helgi átti Ögurkirkja 150 ára afmæli og fórum við í messu og veislukaffi sem var alveg voðalega flott með fleiri, fleiri hnallþórum að sveitasið. Við skruppum svo til Birnustaða ég og Bekka tengdó en hin fóru að veiða í Laugardal og fengu marga silunga sem voru svo steiktir um kvöldið , þau gistu svo hjá okkur um nóttina, Dedda, Rafn Ingi, Arnór, Gurrý, Róbert og Bekka og áttum við mjög gott kvöld saman.
Svo kom Saga Litla í heimsókn og var hjá okkur frá sunnudegi  til fimmtudags eða í dag, og var margt brallað.
Dúddi fór á sjóinn og veiddi marga þorska í matinn, hann var saltaður og frystur og í dag eru fiskibollur.
Farið fljótt yfir sögu set myndir inn seinna en nokkrar núna.
Eigið góða daga, það eru spennandi dagar í vændum hjá mér segi frá því seinna.

Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 22. júlí 2009

Vika liðin

Feðgarnir að syngja til Bubbu og Atla
Feðgarnir að syngja til Bubbu og Atla
« 1 af 10 »
Ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Við erum búin að vera hér í viku, og það var eins og við hefðum komið í gær, nema nú er búið að mála þakið blátt og stöku glugga, og taka aðeins til í garðinum, hefði nú mátt vera meira en eins og ég sagði leiðinlegt.

Síðasta laugardag fórum við í skemmtilegt brúðkaup hjá Bubbu og Atla eða Elísabetu Samúelsdóttir og Atla frey Rúnarssyni.
Athöfnin fór fram í kirkjunni en veislan á ættarsetrinu Góustöðum inní firði. Þetta var mjög falleg athöfn, og var sérstaklega gaman að heyra frumsamið lag eftir föðurinn Samma Einars. og svo sungu þeir það saman Siggi Sam og Sammi,  ég man ´nú ekki hver gerði textann en það var mjög fallegt og vel sungið hjá þeim feðgum.
Svo var ekið í veislu á Gósustöðum þar var borinn fram fínn matur eldaður á Murikkapönnum af Steina í Gúmmó og hans frú. Og var boðið upp á vín og vatn með matnum og að sjálfsögðu var skálað í kampavíni. Einnig var hómsveit á staðnum og voru það ekki neinir viðvaningar sem spiluðu þar og sungu, Það var Villi Valli á harmoníku, Baldur Geirmunds á orgel, Sammi Einars bassa, Magrét Geirs söng að sjálfsögðu og Dúddi minn sló trommur,  þessi hjómsveit fekk náttúrulega strax nafn og heitir Bandið hennar Bubbu. Alveg stórskemmtilegt band og allir voru duglegir að dansa. Dansað var til 12 en þá varð að hætta, þá setti unga fólkið á sína músík og þá fóru nú þeir eldri að týna tölunni. Bubba og Atli takk kærlega fyrir yndislegt og skemmtilegt kvöld,  innilega til hamingju með daginn og megi gæfan blasa við ykkur. Allir hinir sem stóðu að þessu takk, takk.
Það var líka svo gaman að sjá hvað allt var búið að taka í gegn á bænum slá og mála og gera fínt meira að segja að skreyta hjallinn, en þar var líka boðið uppá harðfisk mjög góðan unnin af Sigga Sveins.

Það hefur nú ekki mikið verið að gera síðan aðeins að baka fyrir versló, til að eiga með kaffinu ef einhver rekur inn nefið.
Annars eru 20 ár síðan bústaðurinn var settur niður þar sem hann er í dag, svo kannski verður eitthvað meira um að vera en vanalega sjáum til, það kemur kannski í næsta bloggi. Nú verð ég sambandslaus í einhvern tíma.

Aron minn Atlason átti afmæli 20 júlí innilega til hamingju með daginn elsku Aron, hlakka til að sjá þig bráðum.
Hrefna mín innilega til hamingju með daginn 24. júlí og hafðu það sem best þann dag.

Eigið góða daga hvar sem þið eruð og hver sem er, Guð veri með ykkur og akið varlega.
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 18. júlí 2009

Sumar blogg

Pallurinn búin flottur??????
Pallurinn búin flottur??????
« 1 af 10 »
Það verður nú að segjast eins og er að það kemur nú yfir mann smá sumarleti við að setja hér inn línu, en vegna fjölda ákorenda þá held ég nú áfram við þetta. Það er víst svo að maður er nú hálf hallærislegur að vera ekki komin á facecbokk eða hvað það heitir en þangað hef ég ekki áhuga á að fara inn. Svo þeir sem vilja fylgjast með okkur verða bara að líkja á síðuna það er bara verst að ég get ekki fylgst með ykkur.
Það hefur nú ekki mikið verið að gerast hjá okkur síðan við lukum við pallinn, þá kom svona smá púst á eftir. Þann dag voru Helga og Gummi á leið vestur á Þingeyri í sína íbúð og gistu hjá okkur eina nótt í Gestahúsinu eða Pakkhúsinu eins og sumir vilja nefna svona hús. Þeir fóru aðeins á sjóinn og við fórum í labbitúr. Voða gaman að fá þau í heimsókn líka á Íslandi.
Einnig litum við í heimsókn í Hjallakot og kíktum þar á miklar stigaframkvæmdir  en þetta verður mikill munur hjá þeim að ganga upp og niður í bústaðinn, alveg heljarinnar stigi og vel gerður.
Við fórum svo hingað á Ísó á mánudaginn og höfum verið að eða Dúddi að mála þakið á Tangó og ég að reyna að gera eitthvað við þennan garð úff,úff er ekki með græna putta bara bláa eða gráa og finnst gaman að prjóna. Það þarf samt að líta eftir eignunum, þær laga sig ekki sjálfar sem eru dauðar.
Ágúst og fjölskylda eru komin til Spánar og líkar vel hef ég heyrt frá þeim sem lesa facebook. Enda er þetta alveg yndislegur staður og það er víst ansi heitt á þeim.
Við erum að fara í skemmtilegt sveitabrúðkaup í kvöld þar sem veislan verður haldin á Góustöðum ættaróðalinu okkar hér á Ísafirði. Bubba og Atli eru að fara að gifta sig, það verður örugglega voða gaman. Segi ykkur frá því næst, áður en ég fer aftur í sveitina þar sem ég kemst ekki í tölvuna, sem er bara gott.
Hér er um 15 gr, hiti nærri logn og ég held það mætti gifta sig í þessu.
Eigið góða daga í sólinni elskurnar mínar það gerum við hér í Tangó núna.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 6. júlí 2009

Mikið að gera

Verið að laga brekkuna með mold undan gamla pallinum Aron og Hektor hjálpa til
Verið að laga brekkuna með mold undan gamla pallinum Aron og Hektor hjálpa til
« 1 af 12 »
Set nokkrar línur hér inn. Það er svo mikið að gera í sveitinni í bústaðnum að enginn tími er til að blogga hér.
Margir hafa litið við og haldið hefur verið uppá afmæli og sitthvað gert.
Nú er verið að smíða nýjan pall við húsið svo allur tími fer í það.
Atli Geir og fjölskylda voru hjá okkur í heila viku, og hjálpað mikið til við pallin, svo hann er langt komin núna.
Komum í bæinn til að sækja meira timbur, en erum svo á leiðinni aftur inneftir.
Það var smá kerruævintýri hjá okkur um daginn þegar við fórum með fyrsta farminn af timbrinu. Gamla góða kerran hans Dúdda sem hefur nú þjónað okkur oft og mörgum fleirum, brotnaði á leiðinni, við vorum komin til Súðavíkur þegar hún fór bara í tvennt. Við vorum svo heppin að hitta fólk á göngu sem vísaði  okkur á mann sem ætti kerru. Það var hringt í hann og við fengum aðra á stundinni, alltaf gott að þekkja gott fólk. Þetta var okkur líkt að lenda í svona veseni.
Annars eru bara góðir og heitir dagar hjá okkur núna. Sólin skín og jörðin ilmar.
Eigið góða daga.