Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 24. júní 2009

Allt að gerast

Naustahvílft í nætursólinni.
Naustahvílft í nætursólinni.
« 1 af 10 »
Allt að gerast!
 Gaman að heyra þetta hjá 3 ára gutta, þegar upptalningur á einhverju sem á að fara að gera eða er búið að gera.
En það er allt að gerast hjá Hektori Hermanni núna og Aroni Viðar en þeir eru hjá okkur núna í sveitinni og það er nóg að gera hjá þeim. Afi er komin með 2 viðhengi en honum er fylgt eftir hvert sem hann fer jafnvel stundum svo slæmt að það er beðið fyrir utan klósettið. Það er búið að veiða þrjá silunga, fara á sjóinn og svo að moka fyrir nýja pallinum. Þeir guttar eru mjög duglegir bæði að flækjast fyrir og að moka. Það var aðeins slappað af í gær á milli skúra en það ringdi svolítið á köflum.
Enda voru þeir báðir með verki í fótunum í nótt greyin litlu, það má ekki þræla þessum borgarbörnum svona út.

Frá síðasta bloggi þá var farið í mat með Mallakútum laugardaginn  og þar auðvitað yndislegur matur að venju hjá Höllu og Hafsteini. Við löbbuðum svo heim í yndislegri sumarnóttinni á Ísafirði eins og þær gerast fallegastar.

Næstu helgi á eftir var svo brunað suður á ættarmót að Kringlumýri rétt hjá Selfossi, en þar býr ein frænka mín hún María og hennar maður. Við fengum lánað fellhýsið og bílinn hjá Helenu og Harry svo það fór bara vel um okkur í þessum fínu græjum.
Þetta voru niðjar Bjarna Jónatanssonar langafa míns, pabba Önnu Bjarna ömmu okkar yndislegu sem bjó á urðarvegi 11, sem nú er búið að rífa fyrir löngu. Þetta var ansi skemmtilegt mót hefði mátt vera betra veður. Gaman að hitta svona marga ættingja bæði sem maður þekkti og að kynnast nýjum.
Nú svo var brunað aftur í bæinn, dótinu skilað og sofið eina nótt í Kópavogi og svo brunað vestur aftur í sveitina með guttana tvo eins og fyrr er sagt.
Skruppum aðeins í bæinn til að sækja olíu, mat og fleira og íspinna fyrir suma sem eiga að fá verðlaun.
Allt að gerast þessa góðu daga í sveitinni og svo eigum við von á fleirum í heimsókn um helgina.
Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 12. júní 2009

Komin heim í sveitina

Í göngutúr í Fossvogsdal
Í göngutúr í Fossvogsdal
« 1 af 10 »
Þá erum við komin allaleið heim í heiðardalinn okkar. Eftir gott flug heim þar sem við hittum yngstu meðlimi fjölskyldunnar ásamt öllum hinum. Við gistum hjá Helenu og Harry og vorum svo boðin í mat hingað og þangað.
Það var farið með börnin í göngutúr niður í Fossvogsdal voða gaman að labba þar og Hector var að reyna að veiða síli, en illa gekk í það skiptið, einnig var afi duglegur að fara með þau á róló.
Við fórum og skoðuðum nýju íbúðina hjá Atla og Eddu í Kópavogi, og Bjarney Kata og Aron fóru svo með okkur í göngutúr þar til að sýna okkur hvar leikskólinn er og stóri skólinn sem Bjarney fer í þar næsta haust. Voða falleg og góða íbúð sem þau hafa keypt sér.
Þá var Dedda heimsótt og þar hittum við Dísu systir, sem var á leið til USA með tvö barnabörn Hermann Frey og Andreu í heimsókn til Auðuns Braga sonar síns. Þar verður hún í 2 vikur.
Einnig var kíkt við hjá Jóni og Ástu og að sjálfsögðu líka til Helgu og Lilla, allir hressi hér í kuldanum á þessum klaka.
Það er bara fjandi kalt hérna það var heitara í fyrra svei mér þá, eða er ég bara orðin von svo meiri hita, en þetta er nú að lagast.
Við komum svo keyrandi hingað vestur á fimmtudegi ásamt Deddu og Sverrir Úlf og vorum smá hér á Ísó og fórum svo á laugardegi í sumarbústaðinn gátum bara ekki beðið lengur að fara að koma honum í sumarskapið.
Enda erum við bara búin að vera dugleg þessa daga. Saga Líf kom með okkur inneftir og Hrefna, Ágúst og Sverrir komu svo seinna um daginn, með frægan ljósmyndara með sér sem heitir Stefan og er frá Sviss ansi skemmtilegur náungi sem tók mikið af myndum og einhverjar voða fínar af okkur Dúdda inni í húsi. Það verður nú gaman að sjá þær. Hann var fyrsti gesturinn í gestahúsinu í sumar.
Það var margt gert meðal annar lagt net og komu 3 litlir silungar í það, það voru nefnilega selir að flækjast þarna rétt við netið og þeir borða bara alla fiskana sem annars færu í netið, ekki skemmtilegir.
Svo var hekkið klippt eða sagað niður, ég sendi Dúdda uppá loft að smíða skáp á meðan því hann hefði aldrei getað klippt trén svona, þau eiga nefnilega að fá að vaxa greyin ekki klippa þau svona segir hann. Svo ég gerði þetta bara sjálf í áföngum svona eins og giktin leyfði. Voða fínt núna og allt að stækka aftur tala nú ekki um ef það hlýnar aðeins og sólin skín.
Verðum hér á Ísó fram yfir helgi en förum þá aftur í sveitina og svo suður á ættarmót.
Eigið góða daga
Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 29. maí 2009

Á leið heim

Gatan okkar og fjallið í baksýn
Gatan okkar og fjallið í baksýn
« 1 af 7 »
Þá erum við á leiðinni heim eftir 8 mánaða útiveru, það er eins og við höfum komið í gær, nema hvað það er orðið ansi heitt eða svo finnst mér, Dúddi kvartar ekki undan hitanum honum finnst þetta bara gott.
Þetta hefur annars verið fremur strembin vika hjá okkur, það þarf að huga að svo mörgu þegar maður fer, það má engu gleyma.
Passa að vel sé gengið frá öllu, eitra fyrir skordýrum og þrífa, svo gaman sé að koma aftur í húsið sitt.
Þetta hefur nú mest bitnað á Dúdda í ár, því bakið á mér eða mjöðmin fór að láta illa svo ég hef gengið fyrir lyfjum síðustu daga og bið og vona að á morgun verði ég orðin góð. Vonandi kemst ég heim án mikilla leiðinda.
Í dag fórum við í smá bíltúr, skoðuðm ströndina í Guardamar og settum hana inn í Maríu GPS, svo betra verði fyrir Ágúst og fjölskyldu að rata þangað í sumar þegar þau koma.
Það er svo fallegt úti núna, blómin springa út og öll trén í blóma, það er ekki farið að skrælna ennþá, því það ringdi svo vel í vor. Hitinn í dag var um 26 stig, sól og smá vindur. Það munar 3 gráðum á hita hér og niður á strönd hvað það er heitara hér inn til landsins.
Fermín og frú ætla að passa fyrir okkur húsið vökva blómin hér fyrir framan og bíllinn fer inní bílskúr eins og í fyrra þau eru alveg ótrúlega góð við okkur, sem betur fer eigum við smá saltfisk sem einn gesturinn kom með og smá íslenskt sælgæti til að gefa þeim.
Unnsteinn og Rut ætla að keyra okkur á völlin á eftir, góðir vinir þar.
Við erum sem sagt á leiðinni heim í fallega fjörðin okkar með smá stoppi í höfuðborginni til að hitta blessuð börnin, fjöslyldu og vini.
En ég rakst á þetta kvæði í gömlum mogga sem okkur bast hér í vetur og mér finnst svo fallegt og lýsa firðinum okkar svo vel
læt það flakka með hér

Ísafjörður ægifagur
um þig leikur dýrðardagur.
Logn á polli, logn til fjalla
leikur sól um Gleiðarhjalla.
Prestabugt með gullnar gárur
geymir sínar freyðibárur.

Spegilsléttur speglar flötur
sprottnar hlíðar, hús við götur
hamrabeltin himinháu
himingeiminn tign þá bláu
fjöllin innst í fjarðarbotni
fegurð skarta á mararbotni.
(höf.ók.)

Sjáumst bráðum öll stór og smá og eigið góða daga.
Íslenski síminn opnar við lendingu 8963193

Smá viðbót kl 14:00
Spánn öskrar og grætur af því við erum að fara heim,
en hér er núna þrumur og grenjandi rigning.
Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 24. maí 2009

Listamaðurinn

Borðið fyrir
Borðið fyrir
« 1 af 7 »
Þetta er nú svona hálfgert grobb að segja að maður sé listamaður, en ég ákvað það í fyrravetur að reyna að verða svona lítill listamaður. Fór að safna að mér flísabrotum sem urðu oft á vegi okkar Dúdda þegar við vorum í göngutúrum hér um sveitir.
Þetta liggur sumstaðar í hrúgum og við tíndum allt sem við sáum svo þetta er til hér í bunkum. Núna er maður orðin svo vandlátur og vill finna fallegri brot eða öðruvísi á litinn, en það er bara ekki til lengur hér þar sem við löbbum eða hjólum.
Ég ætla að setja hér inn myndir af borðinu sem ég var að dunda við að mósaika eða leggja á flísar.
Þetta borð fundum við í bæ hér rétt fyrir sunnan Orihuela eftir ábendingu frá Hörpu, þau voru nú tvö en við tókum skárra borðið fyrst, en fórum svo seinna til að sækja þetta sem ég er nú búin með. Hitt bíður eftir næsta vetri og er stærra.
Gaman væri að fá comment á hvað ykkur finnst um.
Við erum svo oft spurð hvað eru þið eiginlega að gera allan daginn, af því við erum ekki í vinnu, en það er bara nóg að gera við að halda heimili, því þetta er okkar heimili núna. Dúddi er búin að vera svo duglegur að hræra steypu til að laga veggina frammi þar sem nú er komin sturta, og vígði hann hana í gær þó það eigi nú eftir að flísaleggja allt, það verður gert næsta vetur.
Svo hef ég verið að prjóna, ég er búin með eina lopapeyru á Bjarney Kötu og svo eina á mig. Bara gott hjá mér með hálf lamaðar hendur eða slæmar fyrir handavinnu, svo núna er ég að hekla sjal.
Við höfum varla hreyft okkur neitt í burtu héðan í heila viku, fórum aðeins í hjóltúr til Rafal og svo í stóru búðina sem er svona Húsasmiðja allt til. Svo í gær var ég aeins að beyja mig eftir blaði þegar bakið klikkaði eða mjöðmin, en við drulluðum okkur á markaðinn svona til að gera smá innkaup. Svo fór ég uppá þak makaði mig í olíu og lét sólina skína á mig, það lagaðist aðeins, en svo gerði alltí einu svaka dembu og með þrumum og eldingum svo við hlupum inn aftur.
Svo eldaði ég kanínu fyrir okkur í kvöldmat, var bara ansi góð með miklum hvítlauk.
Ekki er nú mjöðmin orðin góð svo það verður bara haft hægt um sig á meðan þetta lagast.
Bara svona láta ykkur vita að Fermín er enn að færa okkur eitthvað, í gær kom hann með fulla fötu af nýuppteknum kartöflum og var það ekkert smælki eins og heima neienei stórar bökunarkartöflur svaka góðar sem við borðuðum með kanínunni.
Annars bara góðir dagar og styttist í heimferð.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 18. maí 2009

18. maí

Lagt upp í síðasta hjóltúrinn
Lagt upp í síðasta hjóltúrinn
« 1 af 10 »
Þetta er svo sem enginn sérstakur dagur, hann er á morgun þegar Hector Hermann verður 3 ára. Hvað tíminn líður fljótt.
Það er allt í rólegheitum hér hjá okkur núna, bara tvö í kotinu. Dúddi að múra og múra slétta veggi og pússa baðið frammi.
Jón og Ásta fóru heim á laugardagskvöldið og þegar við vorum búin að keyra þeim fórum við til Helgu og Gumma að horfa með þeim á Eurovision og rétt komum til þeirra þegar íslenska lagið var á skjánum, þá heyrðum við það í fyrsta skipti og vorum bara stolt af okkar konu og fögnuðum mikið þegar í ljós kom að hún varð í 2 sæti.
Dúddi og Gummi skelltu sér svo í laugina á sunnudeginum.
Við fórum á mjög skemmtilegan stað að borða á fimmtudagskvöldið í Torrevieja alveg ekta góðan Tapasstað. Þar héngu lærin í loftinu allskonar gamalt dót var  á veggjum og var þetta alveg rosalega skemmtilegt kvöld, með góðu fólki.
Maturinn var líka góður fengum okkur nokkra tapasrétti og vorum ansi södd eftir allan þennan mat.
Á undan buðu Helga og Gummi okkur uppá fordrykk og var gaman að sitja í garðinum hjá þeim í sólinni og góða veðrinu.
Öll takk fyrir skemmtilegt kvöld.
Föstudaginn var bara verið hér heima farið í sólbað og svo út að hjóla, til Almoradí til að versla, þau komu svo við á litlum bar og fengu sér bjór til að komast heim aftur. Hjólin voru sko notuð sem fengin voru að láni fyir þau og fóru þau um 100 km. á þessum tíma. Það síðasta sem þau gerðu áður en farið var í flug var að hjóla til Callosa upp að lestarteinum með Dúdda. Ég var nú bara heima til að spilla ekki hraðanum hjá þeim.
 Þetta er svo tilvalið svæði til að hjóla á, margir vegir út um allt og engar brekkur eða mikið erfiði. Svo spillir nú ekki veðrið fyrir.
Nú sit ég hér inni og skrifa þessar línur og horfi á kokkinn í sjónvarpinu, hann er svo skemmtilegur, hann heitir Carlos syngur og dansar og eldar ábyggilega alveg svakalega góðan mat, nú er hann að elda eitthvað sem ég náði ekki alveg, en er kjöt og einhver mús með kartöflum, lauk, og persillu. Náði því hann er að búa til Crogettur.
Nú fer tíminn að styttast hér við komum heim 30. maí ef flug leyfir, þeir eru víst alltaf að breyta fluginu svo við sjáum bara til. það er að mörgu að huga áður en maður leggur í hann.
Svaka fallegur dagur og góður vonandi hjá ykkur líka.