Kerruævintýri
Það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið erilssamir ef vægt er til orða tekið. Við fengum hringingu á mánudaginn og okkur sagt það sé verið að losa hús hér sem bankinn sé að taka og þar sé ýmislegt sem við gætum kannski notað hjá okkur.
Jú við förum á þriðjudag til að skoða þetta og þá eru þarna bara svo margir munir sem við höfum verið að treyna að kaupa vegna kreppunnar og krónunnar og við ákváðum bara að taka næstum allt. Ætla nú ekkert að fara tíunda það allt hér en þetta er búið að bjarga krónunni okkar í bili og gera fínt hérna hjá okkur.
Það var gott að geta hent út 30 ár gömlum sófa og fl.
En sagan er nú bara hálfnuð, við fengum náttúrulega lánaða kerruna hans Auðuns mikinn kostagrip og búinn að hanga aftaní mörgum bílum hér á Spáni þar á meðal okkar eina helgi áður.
Við förum á miðvikudagsmorgun, sækjum kerruna og förum svo í skólann voða spennt að fara að flytja dótið, geymum bílinn og kerruna fyrir utan veitingahúsið þar sem skólinn er.
Við förum svo sem leið liggur frá skólanum og erum bara rétt komin að vatnsgarðinum þegar sæt löggukona kemur og biður okkur að fara á hliðarveg þar hjá. jú´ju við gerum það og hugsum nú taka þeir bílinn. Nei við erum ólögleg, það er ekki sama númer á bílnum og kerrunni og það má ekki. Nú voru góð ráð dýr, það var hringt í ofboði í Auðunn og hann beðinn að koma með bílinn og skírteini yfir kerruskrattann. Eða fæðingarvottorð eins og Auðunn kallar það.
Ég hringdi líka í Gumma og sagði honum að við kæmum nú ekki strax því löggan væri búin að stoppa okkur. Hann var nefnilega í flutningaliðinu. Hann var bara svo sætur að hann, kom sem betur fer því hann er bæði góður í spænsku og ensku. Allavega hefur hann verið okkar bjargvættur þessa daga. Þarna vorum við í 1 tíma að hanga meðan löggurnar voru að hringja útum hvippinn og hvappinn út af einni kerru. Svo kom dráttarbíll til að fjarlæga gripinn, heyrðu þá hafði hann enga kúlu og það þurfti að koma annar með kúlu, þeir voru ábyggilega þarna 10 löggur, þeir hefðu ábyggilega getað stöðvað einn tvö þjófa á meðan þeir voru að dudda þetta. Þeir fóru með kerruna í geymslu.
Auðunn og Fríður komu alla leið frá La Marina með pappíra og svo áttum við að fara á lögreglustöðina sem er betur fer stutt hjá. Þar fengum við sektarmiða sem við þurftum að fara á pósthús til að borga!!! Siesta kl. 1/2 þrjú á Spáni öll pósthús lokuð, svo vildu þeir líka fá eigandann af bílnum ásamt öllum skírteinum plöggum og öðru sem fylgir bæði kerru og bíl og við vorum búinn að senda hann heim.
Svo það kom panikk á okkur og við eltum þau til La Marina við þá komin á Bensinn hans og hann á okkar bíl. Skiptum aftur um bíla og ákveðið var að við myndum hittast á löggustöðinni daginn eftir. Tókum pappírana fórum á pósthús sem við fundum opið og borguðum sektina. Fórum svo og fylltum bílinn okkar og Gumma af dóti og fórum hingað heim. Þá átti Gummi eftir að keyra alla leið til baka, vorum öll orðin þreytt eftir svona löggudag.
Fimmtudagur: 6 1/2 tími í löggustúss!!!!!!!! Dýrt af hafa mann á kaupi 20 evrur. Jók
Mættum á lögreglustöðina kl. 11 um morguninn með alla pappíra, og Auðunn, þá kom nú ýmislegt í ljós. Það þurfti að fara með bílinn og kerruna í skoðun eða okkur skildist það væri nú allt sem snerist um kerruna, nei það kom svo i ljós að bílinn þeirra var óskoðaður sem þeim var sagt að hefði verið skoðaður í desember. Auðunn búinn að skrifa nafnið sitt tvisvar á blaðið svo við héldum nú að hann væri laus og mætti bara fara á okkar bíl.
Við vorum komin með þeirra bíl aftur og ætlum að fara og sækja kerruna til að fara með allt draslið í skoðun og sendum þau heim, nei,nei eigandinn verður að koma og skrifa undir, þið fáið ekki kerruna fyrr, "við erum með bílinn! en nei,nei hann verður að koma!,já þau þurfa líka að koma með spænsku kennitöluna, nú það er byrjað að hringja í þau og tók það þau smá tíma að svara, og þeim sagt að það þurfi líka að koma með spænku kennitöluna, svo þau fara alla leið heim og til baka aftur til að Auðunn gæti skrifað nafið sitt og kennitölu.
Ókey, út kemur þessi fræga kerra og það er farið á skoðunarstöðina og ætlum að fara og láta skoða hana, við slepptum Auðunni ekkert heim í þetta sinn sem var eins gott því bíllinn þurfi í skoðun, og létum við því skoða hann en ekki var hægt að skoða fjandans kerruna því skoðunarskírteinið er týnt. Og okkur sagt að við gætum líklega fengið nýtt skírteini fyrir hana þar sem hún var keypt og það til er í Elche og komin Síesta ekki opnað aftur fyrr en fimm.
Við fórum þá og fengum okkur að borða enda öll orðin svöng og þyrst. Fórum til La Marina því það var í leiðinni til Elche og var brunað til Elche, þá var þetta fyrirtæki farið á hausinn og aðrir teknir við og allir pappírar um kerruna glataðir þá voru nú bara keypt á hana ný ljós fyrst við vorum komin í umboðið. Við aftur til baka, Auðunn og Fríður skilin eftir heima þau orðin þreytt eins og við þetta var búin að ver 6 tíma törn.
Og við aftur á skoðunarstöðina og þá var okkur bara sagt að það mætti þá bara henda kerrunni því það þarf að vera til skráningarskírteini fyrir henni.
Við fórum nú heim til Helgu og hún gaf okkur góðan fiskrétt að borða og ákveðið var að fara bara á föstudagsmorgun til að sækja pappírana sem löggan hélt eftir. Þeir fóru svo í flutninga Dúddi og Gummi, en ég fékk að vera eftir heima hjá Helgu enda búinn að fá nóg af þessu lögguævintýri.
Þeir fóru svo eina ferð hingað og voru svo reyndar að tala um það að ef löggann stoppaði þá fyrir utan húsið komið myrkur kl. 12 á miðnætti við að hlaða kerru fulla af dóti, þeir áttu þeir hvorki bíllinn, kerruna eða húsið sem þeir voru að tæma, svo eins líklegt er að þeir sætu í steininum núna ef hún hefi mætt á staðinn.
En við tókum nú með okkur góðan túlk á föstudeginum hana Helgu frænku mína og þetta gekk allt upp fengum pappírana og við og löggann brostum öll út að eyrum. En kerrufjandinn er enn óskoðaður og óskráð.
Það eru nefnilega lög hér að bara sá bíll sem er með sömu númer og kerran meiga fara saman út að keyra, þetta vissum við bara ekkert um, við erum búinn að fara margar ferðir með þessa kerru en þarna vorum við tekinn. 120 evrur í sekt, en við græddum meira á þessu svo við erum bara ánægð.
Auðunn og Fríður, takk fyrir góða daga og fyrir kerrulánið eða ólánið. Gummi og Helga takk fyrir alla hjálpina.
Sólin skín.
Eigið góða kerrudaga
Jú við förum á þriðjudag til að skoða þetta og þá eru þarna bara svo margir munir sem við höfum verið að treyna að kaupa vegna kreppunnar og krónunnar og við ákváðum bara að taka næstum allt. Ætla nú ekkert að fara tíunda það allt hér en þetta er búið að bjarga krónunni okkar í bili og gera fínt hérna hjá okkur.
Það var gott að geta hent út 30 ár gömlum sófa og fl.
En sagan er nú bara hálfnuð, við fengum náttúrulega lánaða kerruna hans Auðuns mikinn kostagrip og búinn að hanga aftaní mörgum bílum hér á Spáni þar á meðal okkar eina helgi áður.
Við förum á miðvikudagsmorgun, sækjum kerruna og förum svo í skólann voða spennt að fara að flytja dótið, geymum bílinn og kerruna fyrir utan veitingahúsið þar sem skólinn er.
Við förum svo sem leið liggur frá skólanum og erum bara rétt komin að vatnsgarðinum þegar sæt löggukona kemur og biður okkur að fara á hliðarveg þar hjá. jú´ju við gerum það og hugsum nú taka þeir bílinn. Nei við erum ólögleg, það er ekki sama númer á bílnum og kerrunni og það má ekki. Nú voru góð ráð dýr, það var hringt í ofboði í Auðunn og hann beðinn að koma með bílinn og skírteini yfir kerruskrattann. Eða fæðingarvottorð eins og Auðunn kallar það.
Ég hringdi líka í Gumma og sagði honum að við kæmum nú ekki strax því löggan væri búin að stoppa okkur. Hann var nefnilega í flutningaliðinu. Hann var bara svo sætur að hann, kom sem betur fer því hann er bæði góður í spænsku og ensku. Allavega hefur hann verið okkar bjargvættur þessa daga. Þarna vorum við í 1 tíma að hanga meðan löggurnar voru að hringja útum hvippinn og hvappinn út af einni kerru. Svo kom dráttarbíll til að fjarlæga gripinn, heyrðu þá hafði hann enga kúlu og það þurfti að koma annar með kúlu, þeir voru ábyggilega þarna 10 löggur, þeir hefðu ábyggilega getað stöðvað einn tvö þjófa á meðan þeir voru að dudda þetta. Þeir fóru með kerruna í geymslu.
Auðunn og Fríður komu alla leið frá La Marina með pappíra og svo áttum við að fara á lögreglustöðina sem er betur fer stutt hjá. Þar fengum við sektarmiða sem við þurftum að fara á pósthús til að borga!!! Siesta kl. 1/2 þrjú á Spáni öll pósthús lokuð, svo vildu þeir líka fá eigandann af bílnum ásamt öllum skírteinum plöggum og öðru sem fylgir bæði kerru og bíl og við vorum búinn að senda hann heim.
Svo það kom panikk á okkur og við eltum þau til La Marina við þá komin á Bensinn hans og hann á okkar bíl. Skiptum aftur um bíla og ákveðið var að við myndum hittast á löggustöðinni daginn eftir. Tókum pappírana fórum á pósthús sem við fundum opið og borguðum sektina. Fórum svo og fylltum bílinn okkar og Gumma af dóti og fórum hingað heim. Þá átti Gummi eftir að keyra alla leið til baka, vorum öll orðin þreytt eftir svona löggudag.
Fimmtudagur: 6 1/2 tími í löggustúss!!!!!!!! Dýrt af hafa mann á kaupi 20 evrur. Jók
Mættum á lögreglustöðina kl. 11 um morguninn með alla pappíra, og Auðunn, þá kom nú ýmislegt í ljós. Það þurfti að fara með bílinn og kerruna í skoðun eða okkur skildist það væri nú allt sem snerist um kerruna, nei það kom svo i ljós að bílinn þeirra var óskoðaður sem þeim var sagt að hefði verið skoðaður í desember. Auðunn búinn að skrifa nafnið sitt tvisvar á blaðið svo við héldum nú að hann væri laus og mætti bara fara á okkar bíl.
Við vorum komin með þeirra bíl aftur og ætlum að fara og sækja kerruna til að fara með allt draslið í skoðun og sendum þau heim, nei,nei eigandinn verður að koma og skrifa undir, þið fáið ekki kerruna fyrr, "við erum með bílinn! en nei,nei hann verður að koma!,já þau þurfa líka að koma með spænsku kennitöluna, nú það er byrjað að hringja í þau og tók það þau smá tíma að svara, og þeim sagt að það þurfi líka að koma með spænku kennitöluna, svo þau fara alla leið heim og til baka aftur til að Auðunn gæti skrifað nafið sitt og kennitölu.
Ókey, út kemur þessi fræga kerra og það er farið á skoðunarstöðina og ætlum að fara og láta skoða hana, við slepptum Auðunni ekkert heim í þetta sinn sem var eins gott því bíllinn þurfi í skoðun, og létum við því skoða hann en ekki var hægt að skoða fjandans kerruna því skoðunarskírteinið er týnt. Og okkur sagt að við gætum líklega fengið nýtt skírteini fyrir hana þar sem hún var keypt og það til er í Elche og komin Síesta ekki opnað aftur fyrr en fimm.
Við fórum þá og fengum okkur að borða enda öll orðin svöng og þyrst. Fórum til La Marina því það var í leiðinni til Elche og var brunað til Elche, þá var þetta fyrirtæki farið á hausinn og aðrir teknir við og allir pappírar um kerruna glataðir þá voru nú bara keypt á hana ný ljós fyrst við vorum komin í umboðið. Við aftur til baka, Auðunn og Fríður skilin eftir heima þau orðin þreytt eins og við þetta var búin að ver 6 tíma törn.
Og við aftur á skoðunarstöðina og þá var okkur bara sagt að það mætti þá bara henda kerrunni því það þarf að vera til skráningarskírteini fyrir henni.
Við fórum nú heim til Helgu og hún gaf okkur góðan fiskrétt að borða og ákveðið var að fara bara á föstudagsmorgun til að sækja pappírana sem löggan hélt eftir. Þeir fóru svo í flutninga Dúddi og Gummi, en ég fékk að vera eftir heima hjá Helgu enda búinn að fá nóg af þessu lögguævintýri.
Þeir fóru svo eina ferð hingað og voru svo reyndar að tala um það að ef löggann stoppaði þá fyrir utan húsið komið myrkur kl. 12 á miðnætti við að hlaða kerru fulla af dóti, þeir áttu þeir hvorki bíllinn, kerruna eða húsið sem þeir voru að tæma, svo eins líklegt er að þeir sætu í steininum núna ef hún hefi mætt á staðinn.
En við tókum nú með okkur góðan túlk á föstudeginum hana Helgu frænku mína og þetta gekk allt upp fengum pappírana og við og löggann brostum öll út að eyrum. En kerrufjandinn er enn óskoðaður og óskráð.
Það eru nefnilega lög hér að bara sá bíll sem er með sömu númer og kerran meiga fara saman út að keyra, þetta vissum við bara ekkert um, við erum búinn að fara margar ferðir með þessa kerru en þarna vorum við tekinn. 120 evrur í sekt, en við græddum meira á þessu svo við erum bara ánægð.
Auðunn og Fríður, takk fyrir góða daga og fyrir kerrulánið eða ólánið. Gummi og Helga takk fyrir alla hjálpina.
Sólin skín.
Eigið góða kerrudaga