Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 17. apríl 2009

Svona eftir páska

Líkneski af Maríu mey
Líkneski af Maríu mey
« 1 af 10 »

Á páskadag vöknuðum við snemma og fórum til Almoradí til að sjá skrúðgönuna þar. Hún er mjög falleg og gaman að horfa á, þetta var aðeins öðruvísi en í fyrra. Maður stendur líka alveg bit yfir allri  þessari vinnu sem liggur að baki þessu öllu og trúin er sterk hjá þessu fólki. Við sáum konur félla tár þegar líkneskið af Maríu mey fór hjá ótrúlegt. Það er líka lúðrasveit sem spilar á eftir hverju líkneski ,einnig ótal trommuslagarar og allt táknar þetta eitthvað. Þetta er því voða hátíðlegt.

Seinna um daginn vorum við svo sótt af Hörpu og Vishnu til að fara í 40 ára afmæli hjá Arnari frænda mínum syni Helgu og Gumma, sem haldið var heima hjá þeim. Þetta var heljarinnar veisla alveg voða gaman að vera með þessu fólki, spjalla og hafa gaman af. Það var boðið upp á kampavín og tapasrétti sem voru alveg ofsalega góðir og ungu konurnar höfðu gert sjálfar að mestu leyti, Helga tengdadóttir og Stefanía vinkona. Mikið af Helgum í þessari fjölskyldu. Dúddi spilaði afmælissönginn á munnhörpuna og fleiri lög við góðar undirtektir.
Þau höfðu líka alveg svakalega góða barþjóna sem voru Þorri og Óðinn Arnarsynir. Þarna vorum við í góðu yfirlæti framá  kvöld.
Takk fyrir keyrsluna Harpa. Arnar og fjölskylda takk fyrir boðið þetta var svo gaman, svo  ég tali nú ekki um að kynnast mörgum af nýju frændfólki.
Einn daginn ákváðum við að fara í smá hjóltúr ekkert langt bara að hreyfa okkur, áður en við vissum af vorum við komin í bæ sem við vissum bara ekkert hvað heitir eða hvernig við ættum að komast út úr honum þannig að best væri að fara aftur heim.
Mér finnst vont að hjóla á miklum umferðargötum, svo við löbbuðum í gegnum bæinn með hjólin þá var þetta orðin labbihjólatúr eins og þeir verða stundum. En allt í einu rákum við augun í Optiker San Bartólome, þá vissum við í hvaða bæ við vorum, það er bær sem er hér vestan til við okkur og við höfðum bara keyrt í gegnum einu sinni. Svo rákum við augun í sjúkrahúsið og þá vissum við hvaða leið ætti að fara heim. Úr þessu varð 2 tíma hreyfing sem átti bara að vera smá, en svona er þetta stundum hér. Það eru svo margar leiðir  til að hjóla og ganga ef maður bregður út af vananum og prófar eitthvað nýtt má bóka að eitthvað svona gerist. Við förum nú líklega að verða búin að finna allar svona leiðir í næsta nágrenni.

Á þriðjudaginn sat ég hér úti í mesta sakleysi og var að lesa, og sá útundan mér einhverja litla hreyfingu hélt bara að þetta væri fluga, en nei í ræsinu hérna í pátíóinu var lítill snákur að leika sér að fara upp á milli rifanna, ég fraus í stólnum, Dúddi hafði farið á hjólinu með flöskur og nú voru góð ráð dýr, sem betur fer fór María Fermínsdóttir framhjá og ég sýndi henni þetta, hún hljóp og sótt pabba sinn , hann kom með prik , tók af honum hausinn og henti honum út í garð. Ég spurði hvort þetta væri hættulegt, nei,nei sagði hann og hristi hausinn.
Við höfum nú ekki orðið vör við neitt svona hér fyrr, einstaka skrítna pöddu en það er líka allt.
Við ætlum til La Marina í dag að hitta Íslendinga.
Eigið góða daga á góða Íslandi.
Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 12. apríl 2009

Páskadagur

Á sunnudagsmarkaðnum
Á sunnudagsmarkaðnum
« 1 af 10 »
GLEÐILEGA PÁSKA!!
Kominn páskadagur, ósköp er tíminn fljótur að líða veturinn búinn og við bráðum á leiðinni heim, en svona gengur þetta víst.
Við fórum í gærkveldi með góða gesti sem höfðu verið hér hjá okkur í viku, út á flugvöll þau voru að fara heim til Íslands.
En Lóa og Guðmundur voru hér hjá okkur í viku í góðu yfirlæti vona ég og var voða gaman að fá þau í heimsókn.
Við kíktum á sunnudagsmarkaðinn og einnig á Torreviejasvæðið. Við fórum einnig með þau á ströndina í Gudarmar og La Marina svæðið svona til að þau viti nú um hvað við erum að tala. Í gær keyrðum við svo upp til Callosa og sýndum þeim útsýnið og bæinn þar.
 Guðmundur fékk nátturúlega að taka aðeins til hendinni og hjálpaði Dúdda að setja krana á vatnsinntakið svo hægt sé að skrúfa fyrir þegar við förum heim. Einnig fékk Lóa að losa baunir úr belgjum en Fermín hellti hérna yfir okkur helling af baunum á meðan þau voru hér svo nú er frystinn næstum fullur. Og svo fengum við fullann poka af ætiþirslum í gær frá hinum nágrönnunum svo ég er alveg í vandræðum hvað ég á að gera við þetta allt, og hann lofaði að koma með eitthvað kál í dag upps.
Ég er nú að reyna að koma þessu út hérna til vina minna en það eru nú ekki allir vanir að borða þetta. Á þessu heimili er þetta í öll mál. Enda mjög hollt og gott. Við fórum í gær í heimsókn til Santa Pola að heimsækja Elín Þóru og Jón en þau voru að koma út aftur og ætla að vera hér í mánuð.
Það koma nú ekki margar myndir með þessum pisli ég var búin að fá allar myndirnar frá Guðmundi og setja í folder og fínt voða montin og færði svo mínar þangað líka og svo ætlaði ég aðeins að taka til, en þá bara fóru þær allar í ruslið og eru þar og ég næ þeim víst ekki til baka, eða kann það ekki og get því ekki sett með þessum pisli nema nokkrar sem voru teknar fyrsta daginn. Kannski getur einhver kennt mér að sækja þær aftur við tækifæri.
Það er svona að vakna snemma og geta ekki sofnað aftur og ætlar sér að gera eitthvað, nota tímann þá fer allt í rusl.
Nú galar haninn í sífellu, þessi sem enn lifir,  þessi rámi fór í pottinn nú um páskana greyið, þessi kemur til, það pirrar hann ábyggilega að sjá ljósglampa svona snemma héðan frá okkur.
Núna á eftir ætlum við til Almoradí til að horfa á skúðgöngu með flottum líkneskjum blómum skreytt, eins og hefur verið hér alla páskavikuna, en við ekki komist til að sjá. Svo förum við í 40 ára afmæli hjá nýja frænda mínum syni Helgu og Gumma það verður gaman að hitta allt það fólk aftur. Meira um það seinna.
Ég fékk sent páskaegg nr. 6, frá ungri góðri vinkonu minni henni Kristínu Guðmunds. og hún hafði mikinn áhuga á að vita málsháttinn, hann er bara nokkuð góður og hljóða svo:
Settu ekki kommu þar sem samviskan segir þér að eigi að vera punktur.
Takk fyrir eggið Kristín og Hálfdán.
Eigið góðan páskadag gott fólk, það ætlum við að gera í sólinni.
Tókst að ná myndunum úr ruslinu og set nokkrar i viðbót.
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 4. apríl 2009

Að kjósa á Spáni

Fyrir utan ræðsmannskrifstofuna á Benidorm
Fyrir utan ræðsmannskrifstofuna á Benidorm
« 1 af 8 »
Allt hefur nú gengið sinn vanagang hér hjá okkur, fyrir utan smá heimsóknir til vina og frændfólks, og svo var farin ferð til Benidorms til að kjósa, já kjósa.
Það var boðið uppá það að fara með rútu til ræðismannsins á Benidorm til að kjósa, og var það í boði sjálfstæðisflokksins,
við ætluðum nú ekki að nenna að fara enda ekki miklir pólitíkusar og fylgjumst ekkert með þessu öllu. En þegar okkur var boðið að fara með einkabíl og að Dúdda að keyra þá slóum við til, enda ekki á hverjum degi sem maður situr í góðum Benz.
Við fórum á fætur kl. 7. um morguninn sem er nú afar sjaldgæft. Við fórum á okkar bíl til La Marina til að hitta Auðunn og Fríður, þaðan fórum við svo um kl. 8 áleiðis til Benidorm. Allt gekk þetta fínt nema við vorum svolítinn tíma að finna ræðismanninn en þetta var góður göngutúr um Laugaveginn á Benidorm eins og hann er kallaður af Íslendingum sem þangað koma.
Svo var farið inn að kjósa og fengum við þar tilgerð plökk, ekki veit ég nú hvort allt var rétt gert en kjörseðillinn fór í umslagið og var sent til sýslumanns á Ísafirði að ég held. Það var nú verið að gantast með allt þetta pólitíska rugl á Íslandi á meðan við biðum í langri biðröð til að afhenda bréfið. Þau voru nú ekki viss um að listinn með bumbustafinn fengi nú mörg atkvæði af þessu fólki en það voru nú samt nokkrir bláir þarna, að ég held  svo eitthvað græða þeir kannski á þessu.
Flokkurinn bauð svo í kaffi, kökur og brandý að loknum kosningum.
Þetta var bara ansi skemmtilegur dagur og ég keypti mér silfurskó á 1 evru, kannski ekki neinir fyrsta flokks en þeir verða hér og allar sem komast í þá mega fá þá lánaða, svona skíðafélagssilfurskór, ekki flott?
Nú er Dúddi að gera við smá leka á þakinu sem snýr að Fermín og er hann búinn að mála allan vegginn alveg niður stigann hjá honum, og við fengum kálhaus strax.
Nú eru Lóa og Guðmundur á leiðinni til okkar og förum við út á völl að sækja þau í kvöld.Þau lenda kl. 22:00 að spænskum tíma og erum við orðin voða spennt að hitta þau. Nú eru 2 tímar á milli Íslands og Spánar.
Bara góðir og ljúfir dagar sólin skín og spáin er að það verði sól alla næstu viku en hér eru mikil hátíðahöld á Spáni vegna páskavikunnar eða Semana Santa. Þið fáið kannski eitthvað að heyra af því seinna.
Takk fyrir innlitið á síðuna, Svenni fyrsta pressa held ég að heiti Creanza, það verður tekið frá fyrir þig og ykkur öll,  ég fer bara í næstu búð og kaupi Don Simon.
Ljúfur laugardagur vonandi hjá ykkur líka.
Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 29. mars 2009

Lífið er gott

Loftnetsviðgerðir
Loftnetsviðgerðir
« 1 af 9 »
Nú hefur færst rólegheit yfir bæinn, það voru svo sem enginn læti með Svenna og Ásu í heimsókn bara indælt og gott. Og ekki skemmdi veðrið fyrir sól upp á hvern dag.
Þau fengu nú að vinna fyrir sér, með því að vinna við grænmeti og laga loftnet og taka niður gamlar rennur sem voru utan á húsinu. Þess á milli var farið í göngutúra og labbað í bænum allt bara rólegt og gott.
Við fórum einn daginn í smá bíltúr hérna yfir fjöllin til Hondón og komum við í gróðrarstöð, þar keyptu þau og gáfu okkur, mér stærðarinnar Jukku og Dúdda vínberjatré Merlot, svo nú er beðið spennt eftir að vínber komi á tréð, þeir ætla held ég í vínrækt með einu tré Svenni og Dúddi. Þetta lífgar ósegjanlega upp á portið fyrir framan húsið.
Þau fóru svo á föstudag áleiðis til London og verða þar hjá Þórdísi Sveins sem verður hvorki meira eða minna  en "Doktor í félagsfræði" 2 apríl úr breskum háskóla flott hjá henni guðdóttur minni. Ég man ennþá þegar ég hélt á henni undir skírn í Akureyrarkikju hvað ég var montin og hissa að hún  skildi vera skírð í höfuðið á mér. Þá ung kona.  Ég er mjög stolt af henni og innilega til hamingju Þórdís mín.

Á leið frá flugvellinum fórum við á hitting í La Marina og fórum svo í heimsókn til Auðuns og Fríðar og vorum boðin þar í mat, alltaf svo yndisleg. Þar fékk ég  í fyrsta skipti, og að ég skildi borða það er ég mest hissa á en þetta voru Hrossabjúgu, ég hef aldrei getað borðað hest sama hvort það er folald eða hross. En þau voru bara ágæt ég var alveg hissa. Dúdda fannst þetta algert æði að fá svona mat íslenskan í þokkabót. Já maður prófar margt hér á Spáni, heima hefði ég aldrei borðað þetta.
 Við eigum svaka góðan steinbít núna sem er algjör sparimatur og maður læðist í svona öðru hvoru.

Enn um nágrannana ekki Fermín heldur þá sem býr hægramegin við okkur séð frá götu, hún bankaði eitt kvöldið og gaf okkur bæði baunir og ætiþirsla, og á girðingunni að framan var bundin poki með brokkolí sem við vitum ekki hvaðan kom. Hún kom svo aftur í gærmorgun með brauðbollur þrjár tegundir svona spænskar svaka góðar, við verðum alltaf jafn hissa á öllum þessum gjöfum.

Í gær fórum við til Almoradí á markaðinn og þar vissum við að eitthvað yrði um að vera. þar voru trommuleikarar þetta er kallað BATUKADA voða gaman að hlusta á þau, svo labba þau um með svaka trommur. Ef þið viljið heyra svona þá sláið bara inn í goggle og þá kemur þetta upp, Það gerði ég til að vita hvað þetta væri.

Hér er núna grenjandi rigning og spáir því í nokkra daga en á að létta til í kringum næstu helgi. En það er gott að rigni þá fyllast allir brunnar, bændur verða glaðir og allt svo heint og fínt.
Svo í dag er allt þrifið út úr dyrum. Við erum að fara í heimsókn til Helgu Þurý, og til Rutar og Unnsteins núna á eftir.
Annars lítið að frétta allt gott á góðum hellirigingardegi.

Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 25. mars 2009

Góðir gestir í heimsókn

Setið við kaffisopa á markaðnum
Setið við kaffisopa á markaðnum
« 1 af 10 »
Svenni og Ása komu eins og um var talað í heimsókn sl. föstudagskvöld og var vélin frá London meira að segja 20. mínútum á undan áætlun. En þau voru nú búin að vera á feðalangi frá 4 um nóttina. Þau voru nú samt bara hress við komuna.
Þau voru náttúrulega drifin á markað á laugardagsmorgun í Almoradí til að kaupa blóm og grænmeti, og svo var labbað um og fengið sér kaffi og líkjör.
Seinna um daginn fórum við svo til að skoða útsýnið í Callosa og ganga um gamla bæinn þar. Svo dubbuðum við okkur upp í fínu fötin og fórum sko fínt út að borða á El Cruce flottan veitingastað sem er hér við gatnamótin til Almoradí. Svenni bauð okkur í tilefni af 60 ára afmælinu sem hann átti daginn áður. Eða daginn sem þau lentu hér.
Sunnudagurinn var tekin svona með ró, fórum niður á strönd til La Marina í göngutúr, þaðan á ströndina í Guadamar og þar fengum við okkur tapas að borða voða gott og skemmtilegt. Hér hefur verið mikið fjör og gaman, meðan við vorum á gangi eftir ströndinni fórum við að syngja svona lágt að vísu og úr þeim söng varð til vísa, við lagið um hann Úrgang bónda,
Ása byrjaði á fyrstu línunum við kvöldmatinn og svo kláraði Dúddi.
Svona er vísan og syngið með:
Hann kom með fulla fötu í dag hann Fermín bóndi
og skildi okkur eftir ein með baunirnar
en artistokkana sem hann okkur sendi
við borðuðum í forréttinn í dag.
Viðlag:

Hænurnar og haninn uppá þaki
göluðu mjög snemma þennan dag
en kanínan í kjallaranum þagði
yfir þessu öllu fékk víst slag.

 
Svenni eldaði svo góðan kvöldverð og forrétturinn var ætiþirslar eða artistokkar  sem uppskrift er af á síðunni. En Fermín bóndi hafði komið með fullar fötur eins og segir í vísunni, baunir og stokkana. Þeir voru svo settir í vinnu strákarnir við að gera að þeim svo hægt væri að sjóða þá og frysta og Ása var með baunirnar alltaf nóg að gera á bænum þó lítið sé kaupið.
Mánudagurinn fóru svo í góðan og langan göngutúr. Fyrst ávaxtahringurinn og svo til Rafal til að versla aðeins í matinn aðallega mjólk fyrir börnin.
Í gær fórum við svo í stóru búðirnar í Torrevieja og löppuðum um bæinn og fengum okkur pizzu, þaðan lá svo leiðin í matarboð til Helgu og Gumma, eins til að sína Svenna og Ásu, frænka þurfti að sjá frænda og svoleiðis. Það var nátturulega voða gaman að vera með þeim og borða góðan mat, og spjalla. Komum seint heim.
Undur og stórmerki gerðust svo í dag þegar ég fór ein með Ásu í búðir til Almoradí keyrði sem sagt og við komum alveg heilar heim aftur og keyptum okkur skó og í matinn ég er alveg  voða ánægð með mig. Ég spurði bara hvort Ása væri ekki vel tryggð og svo var ekið af stað, flott hjá þeirri gömlu.
Svenni er hér í stífum æfingabúðum og tekur  50 armbeygjur á hverjum morgni, það má ekki slaka á, Fossavatnsgangan bíður eftir Vasagönguna, allt er sextugum fært.
Strákarnir eru núna í hjóltúr, búnir að laga sjónvarpsstöngina og setja nýja. Ása eldar kvöldmatinn og ég bulla hér.
Yndislegir dagar með mínu fólki.