Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 8. nóvember 2011

Skemmtilegir dagar 2

Útsýnið frá Callosa de Segura en þangað fórum við með Bertu og Auðunn
Útsýnið frá Callosa de Segura en þangað fórum við með Bertu og Auðunn
« 1 af 10 »
Það er óhætt að segja að það séu áfram skemmtilegir dagar hérna hjjá okkur alltaf nóg að gera og ýmislegt dundað sér til ánægju. Nú eru Berta og Auðunn farinn heim og Helga og Lilli flutt til okkar. Þau komu á laugardaginn og hefur tíminn síðan flogið áfram.
Á sunnudag var hér hörkupartý með góðum vinum, við Helga elduðum matinn og voru ostar í forrétt, kakúnn í mangósósu í aðalrétt og ostakaka  með aðalbláberjum i eftirrétt.
Við vorum eiginlega að halda uppá 25 ára brúðkaupsmafmælið sem við Dúddi áttum í sumar en þá var nú ósköp fátt gert enda mikið að gera þá eins og alltaf á Íslandi.
Það eru ósköp lítið til að skrifa um annað en veðrið hefur verið hálfleiðinlegt að undanförnu riging og hvasst en í dag skein sólin aftur og ég fór í skólann, en ég hef verið í fríi í tvær vikur og nú verður ekkert sluksað meira í vetur þetta verður að ganga hjá mér þessi lærdómur, enda er þetta voða gaman að glíma við.
Fermín er alltaf að gefa okkur grænmeti kál og góða hvítlaukinn fékk ég í dag og bjó þá til tortilla eða omelettu, með hvítlauk, graskeri, púrru og lauk svaka gott og allir borðuðu vel.
Á morgun förum við í ferðalag með íslenska golfklúbbnum hérna til Mojacar og verðum þar á hóteli í tvo daga og hlökkum við mikið til að breyta um svæði og skoða nýja staði. Fermín mun að sjálfsögðu passa húsið fyrir okkur á meðan.
Það verður kannski eitthvað meira að skrifa um eftir þá ferð.
Eigið góða daga og hafið það sem best.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 31. október 2011

Skemmtilegir dagar

Lilli, Helga og ég komin í gamla húsið
Lilli, Helga og ég komin í gamla húsið
« 1 af 10 »
Já það er óhætt að segja að það séu búnir að vera skemmtilegir dagar hjá okkur. Helga og Lilli eru komin út og höfum við verið saman í viku í gamla húsinu þeirra í Las Mismosas. Þar var haldið uppá afmælið hans  Lilla. Þar bauð hann nokkrum gestum og við Helga elduðum fyrir gestina og okkur salfisk og kjúkling saman á fati og var það mjög gott. Þetta er uppskrift frá Magna á Seljalandi bróðir mínum, hún bragaðist bara mjög vel hjá okkur svona í fyrsta skipti, það á alveg örugglega eftir að elda þennan rétt aftur. Eftirrétturinn var svo ísterta og svo auðvitað þessi hefðbundi. Því miður tók ég engar myndir svo ekki er hægt að sýna ykkur þær. En gestirnir voru Helga og Gummi og Ólína Halldórs. og Arnaldur maðurinn hennar. Reglulega skemmtilegt kvöld.
Takk fyrir það.
Við höfum svo verið að flækjast um aðeins fara á markaði og annað. Það komu rigningardagar og þá var setið inni og prjónað á fullu. Lilli og Dúddi fóru í golf, Dúddi sem caddy og það er búið að skrá Lilla í golfklúbbinn hérna sem Íslendingar eru með hér, og erum við að fara með þeim í golfferð og gistum tvær nætur á hóteli hérna aðeins fyrir sunnan Cartagena. Þetta verður ábyggilega skemmtileg ferð.
Auðunn og Berta systir Helgu er svo hérna núna með þeim í húsinu þau komu hingað á laugardaginn og voru fram á sunnudag við elduðum góðan mat og höfðum það skemmtilegt, farið í göngutúr og litið inn hjá Carmen á barnum.
Nú eru hérna frídagar og ekkert opið allir í fríi Hallowin er það víst og svo er dagur hinna dauðu á morgun, en það er hann kallaður hérna skilst mér. Svo nú er frí í skólanum á morgun ég fór að vísu ekkert síðasta þriðjudag svo þetta er að verða ansi langt frí hjá mér og þá dettur alveg botninn úr mér, verð að hafa mikið fyrir því að koma mér af stað aftur, en ég kíki á þetta svona stöku sinnum yfir daginn.
Það er ansi hlýtt hérna í dag og bara gott að sitja hérna í eldhúsinu og skrifa þessar línur þó andinn sé ekki yfir mér í þetta sinn, en svona til að láta ykkur vita að við höfum það mjög gott og erum eiginlega lúxusfólk að vera í svona indislegu umhverfi og hita á meðan allt er að fara á kaf í snjó í henni Ameríku og eins hjá ykkur, sem mér skilst á fréttum að heiman.
Nú erum við að fara í afmælisveislu í kvöld hjá Felí og Klaka ásamt vinum og verður gaman að fara í heimsókn til spánverja og fá að borða afmælismat á spænsku. Ég ætla ekki að gleyma myndavélinni núna.
Eigið góða daga alla daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 19. október 2011

Allt og ekkert

Sit úti í patíói með markesuna úti
Sit úti í patíói með markesuna úti
« 1 af 8 »
Hér gengur lífið sinn vanagang, allt og ekkert að ske og tíminn líður alltof hratt við erum næstum búin að vera í 4 vikur og finnst við vera ný komin. Við höfðum líka bara verið duglega að fara og hitta fólkið hér í kringum okkur. Fórum t.d. í minigolfið á síðasta föstudag og gekk okkur báðum mjög vel slóum okkar persónulegu met í skori. Dúddi var einn af fjórum sem voru með besta skorið en sá sem var með flestar holur í höggi hann fékk rauðvínsflöskuna eins og gefur að skila. Ég var bara tveimur á eftir þeirri sem vann, svo þetta er allt að koma hjá okkur, það er bara svo gaman að vera með og hitta fólkið.
Eftir þetta fórum við svo í mat til Hörpu og Visnhu upp í sveit, þar voru ættingjar Vishnu í heimsókn, sem búa í London og var gaman að hitta þau. Við fengum að sjálfsöðu inverskan mat, sem var mjög góður og fínan eftirrétt. Það gleymdist bara að taka myndir fyrr en svo seint svo þær eru fáar og leiðinlegar.
Á laugardeginum fórum við svo á Íslendingaball með Magna og Önnu  Þóru þar var grillað kjöt svona þrenna, salat og rauðvín með, á eftir var svo dansað. Ég er í dansbanni ennþá segir Dúddi ég verð víst að ná mér betur, ég er bara orðin ansi góð.
Við vorum nú ekki lengi þarna aðeins svona til að sjá fólkið, það er nú langt hjá okkur að keyra heima eða um 1/2 tími.
Við höfum bara verið að dúlla okkur hérna heima farið í smá göngutúra og Dúddi út að hjóla, hann er að safna spýtum í eldinn núna fyrir veturinn, þá verður notalegt við arininn. Ennþá er bara svo hlýtt en það hefur nú samt sem áður kólnað aðeins þessa dagana, svo nú get ég farið að halda á með mósaikið sem við erum að gera hérna á þakinu. Það verður voða skrautlegt ef það þá klárast.
Ég bakaði rúgbrauð einn daginn og gekk það bara vel okkur var nefnilega gefin reyktur rauðmagi og það varð að fá almennilegt brauð með. Elín Þóra og Jón gáfu okkur rauðmagann, en þau hittum við á fimmtud. fórum til þeirra og fórum út að borð kínverskan voða góður matur.
Annars hefur allt bara verið rólegt og gott ég bara dugleg að prjóna, en rólegheitin eru líklega búin á morgun því þá koma Helga mín og Lilli í heimsókn og við ætlum að flytja til þeirra í gamla húsið þeirra í nokkra daga en þá kemur Berta systir hennar. Svo það verður nú fjör í kringum okkur og kannski skeður eitthvað spennandi sem ég get sagt ykkur frá hér á síðunni en hun er nú orðin hálf légleg finnst mér. Þið sem kíkið megið nú alveg segja hæ, eða meiningar ykkar um hvað ég er að bulla hérna alltaf svo gaman að fá smá komment. Ætti ég kannsi að setja hérna inn graskerssúpu uppskriftina sem ég eiginleg bjótil sjálf hún var rosalega góð, ég hafði aldrei búið til svona súpu áður.
Eigið góða og yndislega haustdaga.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 10. október 2011

Sól og hiti í október

María og Michael í skrúðgöngunni
María og Michael í skrúðgöngunni
« 1 af 10 »
Það hefur bara verið ansi mikið að gera síðan við komum hingað út. Þvælast hingað og þangað til að hitta vini og kunningja sem maður hefur eignast hér gegnum árin og er það bara mjög gaman og svo er maður að kynnast nýju fólki hér líka.
Það hefur verið Fiesta í Rafal núna í rúmlega viku og höfum við farið tvö kvöld til að fylgjast með þessum skemmtilegu skrúðgöngum. Ignacio tengdasonur Fermín hefur sent okkur boð á Face og látið okkur vita kl. hvað þetta hefst.
Jú við mættum auðvitað tímanlega til að fá gott sæti og sjá vel en við sátum held ég í klukkutíma áður en allt hófst, bæði kvöldin. Fólkið var að týnast að með stóla og nammi til að hafa það kósý áður en gamanið hófst. Þetta eru engar venjulegar skúðgöngur, fyrri daginn voru mest börn í allavega búningum, það voru geimfarar, kínverjar, blöðrufólk, baðstrandarfólk á fillerýi, kokkar og margt fleira þetta var fyrra kvöldið, og þar sáum við litla Michael barnabarn Fermín með blöðrur og mamma að hjálpa hann er nú bara 4 ára.
Sl. föstudagskvöld var svo svakaleg skrúðganga, márar og kristnir heitir þetta, ég er nú ekki góð í þessum fræðum. Þarna gat að líta flottar dansmeyjar sem dönsuðu magadags og voru hálf naktar en voða fallegir búningar sem voru smáir í sniðum. Svo komu stríðsmenn í fullum skrúða og höfðingjar og höfðingafrúr og þrælar þeirra og kvennbúr, þetta var alveg ótrúlega flott. Ég á bara ekki nógu góða myndavél til að taka af þessu goðar myndir þar sem komið er kvöld þegar þetta hefst allt. Skrúðgangan var ekki búin kl. 12 um kvöldið en þá vorum við búin að fá nóg og fórum heim.
Það er gaman að fylgjast með því hvað menning okkar er ólýk, og hvað það er margt öðruvísi, þó ekki sé svo ýkja langt á milli þessara landa. En það er veðráttan sem er svo miklu öðruvísi, og því er hér svo margt sem skeður utanhús og bara ekki hægt að gera heima.
Ég sé nú ekki okkar ungdóm fara í svona búinga og fara í skrúðgöngu ég hugsa að þau mundu nú fussa margir ungir menn, en hér taka allir þátt bæði ungir og gamlir og gaman að sjá hvað þetta fólk er margt samtaka og unga fólkið hér fylgir þeim gömlu.
Við fengum í heimsókn nýja landnema á Spáni þau Önnu Þóru og Magna en þau eru hér í leiguíbúð og höfum við aðeins verið að segja þeim frá ýmsu hér sem gott er að vita, þau komu hér í heimsókn með okkur á föstudagskv. og var voða gaman að spjalla við  þau. Hvað þau gera svo kemur bara í ljós. Takk fyrir skemmtilegan dag Anna Þóra og Magni.
Nú er ég komin á fullt í spænskunni fer í annan tímann á morgun svo nú sit ég á morgnana og reyni að rifja upp frá í vor þetta kemur vonandi og eitthvað bætist við með tímanum, en heilinn er bara orðin svo gamall að það er erftii að fá eitthvað til að tolla þarna lengi nema maður sé alltaf að berja hann dag og nótt.
Fermín gaf okkur þrjú grasker áðan svo nú ætla ég að finna uppskrift af graskerssúpu og vita hvernig hún smakkast eitthvað verð ég að gera við þetta allt, nú vanta mig Helgu Þurý hún hefur alltaf fengið eitt eða tvö. Held að hún komi frá Madrid á fimmtudaginn þá fær hún eitt. Í gærkveldi vorum við í mat og fíneríi hjá Unnsteini og Rut, takk fyrir kvöldið kæru vinir.
Eigið góða daga
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 28. september 2011

Erilsöm helgi

Bjarney Kata og Aron Viðar með skírnarkertið
Bjarney Kata og Aron Viðar með skírnarkertið
« 1 af 12 »
Það má segja að helgin hafi verið ansi erilsöm, en það er oft síðustu daga okkar á Íslandi, matarboð og feiri uppákomur.
Föstudagurinn, þá flutti ég frá Helgu vinkonu og Dúddi frá Helenu og vorum við hjá Atla Geir og Eddu síðustu dagana. Um kvöldið var okkur boðið í mat hjá Ástu og Jóni i dýrindis saltfiskrétt og gott spjall fram eftir kvöldi. Laugardagurinn byrjaði með því að við Helga fóum um 10 leytið til Ölfusborga í saumaklúbb til Úllu en þangað áttum við að vera mættar kl. 11:00. Þar hittumst við skólasystur frá Ísafirði árgang ´47. Það var voða gaman að hitta þær aftur og voru flestar sem höfðu líka mætt á hittinginn í ágúst. Þessi klúbbur er búin að vera til í mörg ár, en fyir vestan held ég að hann sé búinn að leggja upp laupana. Úlla bauð uppá fína íslenska kjötsúpu sem var mjög góð. Takk fyrir hittinginn allar. Svo varð ég að fara heim til að setja saman skírnartertuna því það var svo matarboð hjá Helenu og Harry um kvöldið, þar fengum við hreindýr og nautakjöt og góða samverustund með þeim og börnunum og spiluðum svo Kana á eftir þegar börnin voru sofnuð.
Sunnudagurinn rann svo upp en þá var skírnin, ég kláraði að skreyta kökuna,  svo var bara að hafa sig til í messuna.
Skírnin fór fram í Lindakirkju í Kópavogi, ungur og hress prestur og kórinn með ví fjörugri sem ég hef séð í kirkju.
Litla fallega prinsessan fékk nafnið Ásta Lind, eftir Ástu ömmu sinni.
Það var voða gaman að presturinn spurði Eddu um skírnarkjólinn hvort hann ætti sögu og það á hann svo sannarlega. Mamma keypti hann í Svíþjóð árið 1966 þegar Bjarney Ingibjörg hennar Önnu Lóu og Gulla fæddist og var hún fyrsta barnið sem var skírt í honum. Eg held að flest barnabörnin hennar mömmu og mjörg langömmubörn séu skírð í þessum kjól. Og þarna í skírninni sagði hann frá þessu en þar voru 4 sem höfðu verið skírðir í kjólnum, það var Óli sem var skírnarvottur, Atli Geir pabbinn og börnin hans tvö Aron Viðar og Bjarney Kata. Maðu þarf að fara að taka þetta saman hvaða börn hafa verið skírð í honum. Allt gekk þetta vel og var mjög hátíðlegt og skemmtileg stund. Á eftir var svo boðið í kaffi og með því hjá Ástu og Jóni í Hafnarfirði flottar veitingar eins og alltaf. Takk fyrir þetta þið öll.
Ég verð víst að viðurkenna að ég var orðin ansi þreytt enda ekki búin að jafna mig enn eftir aðgerðina og má reyndar ekki gera neitt enn en maður getur nú ekki alltaf setið á rassinum.
Svo flugum við til London á mánudagsmorgun og þaðan til Spánar og var nú ansi gott að komast í sitt hús og hætta að búa í ferðatöskum. Hér leit allt vel út María var búinn að þrífa patíóið þessi elska svo það var voða fínt og það sást varla rykkorn hérna inni. En Dúddi minn var voða duglegur í gær að þrífa og ég þurkaði bara af. Fermín kom svo með vínberjaklasa af trénu sínu og stærðar melónu úr garðinum og gjafirnar frá honum eru farnar að birtast hjá okkur.
Það er ansi heitt hér um miðjan daginn fer alveg yfir 30 gr. og er víst búið að vera ansi heitt í sumar segir Fermin. Hér er allt skrælnað það hefur ekki ringt í tvo mánuði sem heitir getur en það á víst að rigna á morgun og föstudag.
Gott í bili eigið góða daga.