Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 4. mars 2010

Skrifa smá

Gamall brauðofn og aðrir munir ú gömlu eldhúsi
Gamall brauðofn og aðrir munir ú gömlu eldhúsi
« 1 af 9 »
Á sl. laugardagskvöld fórum við Dúddi til Rafal á tónleika til styrktar börnum á Haití. Við vissum nú ekkert hvað við vorum að fara héldum að þetta væri á toginu en þar var enginn rétt fyrir 8 þegar þetta átti að byrja. Svo við fórum nú að líta í kringum okkur og sáum þá að fólk fór inn í Ráðhúsið sem er á torginu. Við fórum á eftir því og komum þá í fínan sal sem er svona á stærð við Alþýðuhúsið heima bara flottari, stórt svið og svaka góðir stólar. Við biðum svo eftir listamanninum sem átti að syngja þarna og heitir Luis Guerterra eitthvað svoleiðis. Hann mætti á sviðið kl. 8 1/2. Það var nú ekki margt fólk þarna og allir komu um sama leiti og listamaðurinn því spánverjar eru alveg svakalega óstundvísir. Við vorum þarna í um klukkutíma og var þetta voða fínn söngvari en hann talaði bara svo mikið á milli laga og við skildum ekki neitt nema kannski orð og orð að við fórum bara heim, enda var ég með steik í ofninum og hún var nú orðin aðeins of steikt en allt í lagi. Þetta var bara ágætis skemmtun. Bassaleikarinn var alveg frábær hann var á fleigiferð allan tímann stór og bangsalegur.
Við höfum verið ansi mikið á ferð og flugi þessa vikuna, fara með bílinn í skoðun, fara og láta snyrta sig og eitt og annað mér finnst ég bara aldrei heima svo það gengur seint með litaverkið þið fáið að sjá myndir þegar það er búið og afhjúpun hefur farið fram.
Við fórum á markað á laugardagsmorgun til Almoradí þá var verið að sýna gamla muni úr eldhúsi, gamlan brauðofn og annað.
Það var labbað um og svo fórum við í búð og keyptum á mig pils og skó, Dúddi stjórnaði þessu alveg, sagði bara mátaðu þetta og mátaðu hitt, þetta er alveg það sem ég þarf ef það á að kaupa eitthvað til að fara í. Flott silkipils á 25 evrur sem átti að kosta 275. Góð kaup og skórnir á 10 evrur.
Í dag kom Helga Þurý með prinsana sína í heimsókn og við fórum í göngutúr. Við löppuðum til Mudamiento og þegar við fórum framhjá einu gömlu húsi sem við förum alltaf framhjá kallaði gamli maðurinn á okkur, við fórum til hans og Helga talaði við hann eins og ekkert væri. Hann bauð okkur inn og þar voru fullt af málverkum sem hann hefur málað í gegnum tíðina, hann situr þarna á daginn á stól við dyrnar og málar. Eða gerði það, hann er með fullt af gömlum myndum sem hann hefur gert, ansi fallegar sumar og það var nú alveg yndislegt að koma þarna inn og sjá þetta hús en það býr enginn þarna núna. Hann á heima í Mudamiento og kemur þarna þegar gott er veður. Helga hélt nú að hann hafi tekið feil á sér og einhverri annari.
Í dag er fallegt veður 22 gráður og sól enginn vindur, en það spáir víst rigningu um helgina og við erum að fara á árshátíð á laugardaginn og gistum á hóteli, það verður voða gaman að fara og hitta alla þessa íslendinga sem þar verða.
Eigið góða daga og ljúfar stundir.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 25. febrúar 2010

Allt á floti og fl.

Mynd tekin af sjóvarpsskjánum af flóðinu
Mynd tekin af sjóvarpsskjánum af flóðinu
« 1 af 10 »
Fyrst kom snjórinn fyrir norðan og sunnan hér á Spáni, svo kom rigingin og svo kom vindurinn, og það er hæt að segja að hér hafi verið óvanalega kalt og að veturinn hér hafi verið vondur við spánverja. Núna er verið að sýna í fréttunum alla daga frá miklu flóði í ánni Rió Guadalquvir sem samkvæmt mínu korti liggur þvert á norðurhluta Andalúsíu og er flóð næstum meðfram henni allri. Það er alveg sorglegt að sjá öll þessi hús og híbýli manna full af vatni og allt innbú ónýtt af völdum vatns. Fólk getur ekki búið heima hjá sér þar sem vatnið sjatnar ekkert og menn hafa brugðið á það ráð að múra fyrir neðri hluta dyranna og dæla svo vatninu út. Þetta er alveg svakalegt, nú skilur maður af hverju sumir eru með húsið á efri hæðinni.
Hér er ekkert svona veðurfar bara riging stundum og getur verið kalt en engin óveður, núna er hitinn kominn yfir 20 gr. á daginn og sól. Vonandi er sumarið komið hjá okkur.
Nú ætla ég að segja ykkur og sýna hvað ég er að gera með öll flísabrotin, þið megið reyna að finna út hvað þetta á að verða á veggnum hjá mér. Þið fáið nú að vita það þegar ég er búinn. Það er voða gaman að púsla svona með flísar þó maður kunni ekki neitt í mosaíkgerð, maður lætur bara hugann reika um hvaða brot á að setja næst og hvaða lit. Ég var nú lengi búin að vera að hugsa um þetta mótíf eða þannig og svo byrjaði ég í fyrradag og var ansi dugleg í dag.
Við byrjuðum nú daginn á að fara hjólandi til Rafal til að fara á litla markaðinn þar og kaupa grænmeti, ég gerði það á meðan Dúddi fór og lét klippa sig, hann var orðin eins og hippi og ég lika. Ég pantaði mér tíma og fór svo alein á bílnum til Rafal og fór í klippingu sem var nú orðið tímabært ekki verið klippt síðan í ágúst. Ég er voða fín núna en Guðrún heima er samt besti klipparinn, fer til hennar í vor.
Við kíktum líka inní krijuna í Rafal því hún var opinn, en þangað höfðum við ekki komið fyrr.
Þegar við komum heim í gær var barnabarnahópurinn úr næsta húsi hérna fyrir utan og borðuðu ávexti, það var ávxtatími hjá þeim kl. 5 og allrir sátu i skugganum eins og spánverja er siður, ótrúlegt að sitja ekki í sólinni þegar ekki er heitar en þetta, og Carmen sat á litlum tjaldstól og allir voða glaðir og ánægðir.
Það er góð helgi framundan með góðri veðurspá og líklega stækkar myndin á veggnum.
Eigið góða daga í snjónum, og farið varlega.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 18. febrúar 2010

Eitt og annað

Stóra tréð og Dúddi
Stóra tréð og Dúddi
« 1 af 9 »
Það hefur nú bara margt verið að ske síðan síðast, þótt sumt vilji nú falla í gleymskunnar dá, kannski það sem síst skildi, en eins og sumir segja "maður getur ekki munað allt", ekki satt.
Okkur var boðið í mat til Palla og Öddu áður en þau fóru heim, síðan fórum við með Auðunn og Fríður í bíltúr til að láta skoða fína bílinn þeirra, það gekk allt vel og þau buðu okkur svo á pitsustað í Torrevieja svo það var brunað þangað, en skoðunarstöðin er hérna rétt hjá okkur þannig að við fórum fyrst til La Marina að sækja þau og bílinn svo á skoðunarstöðina, svo til Torrevieja og svo aftur La Marina og svo heim, með viðkomu í stórri kínabúð sem verið var að opna nálægt þeim. Það er svo gaman að koma í þessar búðir þar er allt til og kostar ekki mikið, enda eru þessar búðir hérna að yfirtaka allar gamlar Húsasmiðjur, eða Brykobúðir hérna.
Daginn eftir bauð svo Helga Þurý og Jesu okkur í mat í hádeginu á laugardag, ég var brúinn að prjóna lopapeysu á Ivan að ég hélt en þegar til kom var hún of lítil svo hún passar á Sólmar svona með sumrinu þegar hann kemur til Íslands svo nú verð ég að prjóna aðra en vantar bara garnið sem passar því þær eiga að vera eins, á nóg af öðru.
Svo á þriðjudag áttu tvær sómakonur hérna afmæli þær frænkurnar Helga og Harpa, svo okkur var boðið til veislu hjá Hörpu í lambalæri íslenskt og var það nú alveg himneskt bragð. Þetta var skemmtilegt kvöld og takk fyrir okkur.
Það er nú annað sem er verra hérna í kringum okkur stóru fallegu pálmarnir eru margir hverjir að deyja. Það er kominn einhver bjalla í þá sem verpir eggjum sínum í þá svona um 100 stk. í hvern pálma og svo þegar púpurnar koma úr eggjunum þá éta þær pálmann að innan og hann deyr og bjallan færir sig yfir í þann næsta sem þær finna. Þetta ferli í hverjum pálma tekur um 10 vikur.
Á mörgum stöðum hafa þeir gripið alltof seint inní þetta ferli til að reyna að eiða þessum orm sem er bæði stór og ljótur, en nú eru þeir eitthvað að lifna við til að reyna að hefta útbreiðlu hans en kannski of seint í rassin griðið
Við erum búin að sjá alveg helling af dauðum pálmum, heilu garðarnir þar sem margir eru dauðir og búið að reyna að kveikja í þeim, en þeir brenna illa. Og svo er þetta allt mjög dýrt og hér er nefnilega kreppa líka, og mikið atvinnuleysi.
Veðrið mætti alveg vera svolítið betra hérna þessa dagana það vantar alveg sólina hún skín bara part úr degi, en það rignir nú ekki svona hérna eins og fyrir sunnan bara svona smá skúrir öðru hvortu.
Á bolludaginn voru bakaðar bollur, en ekkert saltkjöt og baunir það verður bara þegar við komum heim.
Eigið góða Góu daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 11. febrúar 2010

Íslensk, spænskt þorrablót

Skeljarétturinn
Skeljarétturinn
« 1 af 10 »
Já við kölluðum það svo, að þetta hafi verið ísl. spænskt þorrablót hjá okkur á sunnudagskvöldið.
Okkur langaði svo í þorramat svo við ákváðum að halda eitt, en við fengum því miður ekkert súrt enga punga eða sviðasultu, svo ekki sé nú minnst á hákarlinn, það er víst orðið vont að smygla þessu hingað. En þetta var voða skemmtilegt kvöld. Maturinn var afgangar síðan á jólunum, skötustappa, hangikjöt, harðfiskur, heimabakað rúgbrauð, og flatkökur frá Fríður, smá síld og uppstúfur, kartöflur og baunir allt eins og best verður á kosið og ekki var nú verra að það var til smábrennivín í frystinum svo það var hægt að skála í litlu.
Þetta spænska var skelfiskréttur sem ég hef verið að æfa mig í að gera, það er uppskrift hér á síðunni. Hann er svakalega góður og er hægt að nota hvaða fisk eða skeljar sem er í hann. Ég var með tvær sortir af litlum skeljum, krækling, rækjur og smokkfisk, þetta bragðaðist bara mjög vel. Svo var auðvitað bjór og rauðvín, og kampavín með skeljunum.
Við vorum auðvitað með skemmtiatriði eins og tíðkast á þorrablótum, Dúddi spilaði á munnhörpuna og söng líka fyrir okkur Minni kvenna og við konurnar reyndum Táp og fjör og frískir menn jújú þetta var allt í lagi enda bara vinir að hittast.
 Ég las svo nokkra brandara uppúr bókinni hans Samma, Rakarinn minn þagði við milka kátínu gesta. Bráðskemmtileg bók Sammi minn.
Annars er lífið hér bara við það sama að dunda sér eitthvað og fara út að labba eða hjóla. Við fórum á þriðjudaginn til Hörpu og Vishnu, Dúddi var eitthvað að kíkja á bílinn hjá þeim. Við fórum svo í göngutúr að skoða okkur aðeins um nágrennið en þá kom hellirigning svo þetta varð svona hálf endaslepptur göngutúr.
Nú er Dúddi farin að rífa niður veggi í húsbóndaherberginu eða að laga í kringum hurðina inní eldhúsið það var eitthvað farið að gefa sig svo ætlar hann að mála allan vegginn. Þá fer þetta nú að líta bara vel út.
Ég sit nú að mestu og prjóna eða hekla, þetta er svo skemmtilegt er að klára eina lopapeysu á Ivan núna og þá er ég eiginlega stopp fer líklega bara að búa til fleiri gorma.
Eigið góða daga elskurnar og takk fyrir öll innlitin á síðuna.
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 6. febrúar 2010

Ruta Cultural

Teatro Cortés leikhúsið í Almoradí
Teatro Cortés leikhúsið í Almoradí
« 1 af 10 »
í dag fórum við í gönguferð um Almoradí sem er kallað Ruta Cultural það var klukkutíma gangur, að skoða, leikhúsið þeirra, litla kapellu og svo kirkjuna. Þetta var ansi skemmtilegt og þarna var um 40 manns englendingar, spánverjar og við.
Leikhúsið var gefið bænum á 18 öld af ríkum manni sem var frá norður Spáni, hann gaf það eftir jarðskjálftann 1829 sem lagði Almoradí í rúst, en það var opnað 1909, því var svo lokað í einhver ár og drabbaðist niður en var svo opnað aftur árið 1988, með stæl,  það er allt rautt í plussi, og tekur um 500 manns í sæti. þetta er voða fallegt hús sem þeir kalla súkkulaðimolann. Þarna eru settar upp sýningar og þar eru sýnd bíó sem kostar bara 1 evru inná. Þeir voru að sýna Avatar þar í síðustu viku. Þar eru líka haldnir tónleikar. Við höfum nú ekki enn farið að sjá neitt þar því við erum búinn að gleyma því um kvöldið að við ætluðum að fara, minni er farið að förlast hm.
Litla kapellan sem við fórum svo í var eitt sinn í einkaeigu og var flott og ríkt fólk sem átti hana, hinumeginn sem var heimili fólksins var svo rekinn bæði sjúkrahús og svo seinna stelpnaskóli eða um árið 1930. En nú rekur bærinnn þetta og þarna eru haldin brúpskaup og minni athafnir, voða falleg.
Síðan fórum við að skoða kirkjuna en hún hefur verið byggð þrisvar sinnum bæði fór hún illa í jarðskálfta sem var 1650 og svo ílíka í jarðskjálft 1829. Hún er svaka falleg með mörgum fallegum líkneskjum af mörgum, Maríu mey og Jesú, ég kann ekki skil á þessu öllu. Svo þegar við komum út var lúðrasveit að spila á tröppunum, þetta var voða gaman og fróðlegt að vita vildi bara að ég hefði heyrt betur í stúlkunni og skilið betur enskuna. Þessi jarðskjálfti sem kom hér 1829 fór svakalega illa með bæinn og er því lítið til að gömlum húsum í bænum og engar þröngar götur eins og í bæjum hér í kring því það hrundi allt.
Í byrjun vikunnar kom Helga Þurý með litlu prinsana sína í heimsókn og hún fór með mér til læknis sem túlkur og Dúddi passaði frændur sína á meðan og gekk það allt vel. Við borðum svo hér saman íslenskan steinbít sem okkur var gefið í haust og hefur alltaf verið að spara að borða, Hann var alveg svakalega góður steiktur eins og mamma gerði og allir voru mettir og fengu svo pönnukökur með rababarasultu og rjóma á eftir.
Svo hefur verið farið í göngu og hjóltúra til að safna flísabrotum, kannski fáið þið að sjá hvað ég ætla að gera við þau seinna.
Sólin skein heitt í dag 20 gr. hiti og alveg yndislegur dagur.
Eigið góða daga á þorranum, og látið ykkur ekki verða kalt.