Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 12. janúar 2009

Jólin, skólinn, og fleira

Einn af konungunum þrem
Einn af konungunum þrem
« 1 af 8 »
Mig langar til að segja ykkur aðeins frá síðasta degi jóla hér á Spáni, þó þeir haldi ekki upp á þrettándann þá er 6. janúar hátíðisdagur hér, svokallaður gjafadagur en þá er öllum færðar gjafir, það sem ekki tíðskast hjá spánverjum á jólunum.
Um kvöldið 5. janúar er farin skúrðganga líklega í hverjum bæ og hverri borg Spánar en það er þegar "Los Reyes Margos" eða hinir 3 konungar koma með nammi til að gefa börnunum. Þeir eru á flottum vögnum allavega skreyttum og henda  nammi til barnanna. Það eru líka allavega persónur með í skrúðgöngunni. Þar með taldir, Súpermann, Batmann, og Spidermann allir saman en það hef ég nú ekki séð áður, mér sýndist líka vera þarna lítill Zorro.
Þarna voru líka flottar dráttarvélar "John Deare" ég set hér eina mynd með fyrir Sigga frænda Sveins. en hann er áhugamaður um dráttarvélar og á víst nokkrar sjálfur en líklega ekki þessa tegund.
Myndirnar af þessu eru svolítið dökkar en það var komið myrkur.

Hér á Spáni hefur verið ansi kalt, og hefur verið gaman að fylgjast með fréttum þar sem verið er að segja frá ófærð á vegum. Margir bílar sátu fastir í löngum röðum og einn hafði komist 200 metra á 45. mín. Þetta er nú ekki mikill snjór á okkar mælikvarða, en hér alveg nóg til að stoppa allt meira að segja flugið í Madrid. En hér snjóar mest í logndrífu og varla sést út úr augum eins og góður regnskúr, bara hvítur.  Einhver sagði að svona kuldi hafi ekki komið hér 35 ár. Ég trúi því alveg.

Jæja, það var sest á skólabekk í dag, fyrsta sinn í mörg mörg ár og var þetta bara ansi gaman. Við erum líklega 50 manns í bekknum, kennarinn situr upp á sviði talar í míkrófón og er með skjávarpa og talar við okkur, við höldum að þetta líkist svona fyrirlestrum í háskólum, þannig að við erum bara fljót að komast upp menntaveginn. Við erum svo látinn segja allt upp eftir kennaranum þegar hún er búinn að þylja yfir okkur. Ég hugsa nú að við lærum jafn mikið í ensku og spænsku því allt fer þetta fram á ensku og við erum trúlega þau einu sem ekki eru með ensku sem móðurmál í þessum bekk. Skólasystkinin er öll á svipuðum aldri og við ef ekki eldri. Skólinn er til húsa á veitingastað  sem heitir Los Arcos og erum við þar í stórum sal. Við þóttumst vera orðin svo góð að við fórum ekki alveg á byrjendanámskeið heldur á 2 stig. Meira um skólann seinna.

"I don't believe it!"
er fyrirsögn í ensku blaði sem hér er gefið út og heitir Perfection. Við fundum þetta blað óvart einn daginn í byggingavöruverlsun. Þessi grein fjallar um þurkaðan appelsínu og sítrónubörk og til hvers hann er notaður og hugsið ykkur hann er ekki notaður í marmelaði heldur aðallega í byssupúður. Börkurinn er mjög eldfimur þegar hann hefur verið þurkaður í sólinni í 15 daga. Einnig er hægt að nudda honum á sig fyrir nóttina til varnar moskító. Það er svo gefið margt annað upp sem hægt er að nota hann til.
Svo fórum við í 2 ára afmæli hjá Ivan á sunnudaginn, orðin stór strákur.
Góður dagur með sól fyrsta skóladaginn.

Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 5. janúar 2009

Nýtt ár

Páll frændi og Arnfríður sem buðu okkur í mat á áramótum
Páll frændi og Arnfríður sem buðu okkur í mat á áramótum
« 1 af 9 »

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka" orti skáldið. 2008 er liðið og nýtt tekið við.
Það hefur nú ýmislegt drifið á dagana á gengnu ári en ég ætla nú ekki að telja það allt upp. Þá skoðar maður bara bloggið til að rifja upp mest af því sem skeði, en yfirleitt var það gott ár allaveg fyrir okkur.
Hér í Mudamiento gengur lífið sinn vanagang. Ég hef nú lítið verið að segja frá því sem bóndinn færir okkur en það rignir alltaf yfir okkur annað slagið allavega káli, appelsínum, sítrónum, hvítlauk og ýmsu öðru góðgæti. Ég hugsa að nú séu til um 10 kg. af appelsínum, bara gott.
Þessir nágrannar okkur eru svo ótrúlega hjálpsamt fólk að maður á varla til eitt einasta orð.
Nokkru fyrir áramót kallaði Fermin bóndi á Dúdda og sýndi honum þakkantinn á húsinu sem snýr inn í sameiginlega portið, hann var alveg að hrinja niður svona steypuklumpar (Spænskbygging). Eitthvað smá hafði hrunið. Svo Dúddi fór uppá þak til að reyna að taka þetta en það gekk nú ekki svo auðveldlega. Hætta stafaði af þessu og stórfjölskyldan i mat í næsta húsi hjá frænku.
Þá kemur Manuelo tengdasonur (hann á þrjá) til að sækja sér bjór og fer að benda og tala á fullu og býðst til að þeir komi eftir áramótin til að laga þetta fyrir okkur. Við eigum ekki að gera neitt þeir komi með stillas og efni svo eitthvað hafa þeir verið búnir að skoða þetta. Þá kom Ignacio líka tengdasonur og allt er ákveðið. Mikið talað bent og patað.
Svo um nóttina þá datt niður annað stykki með háum kvell, en við sváfum og það var búið að sópa og henda öllu draslinu þegar við komum á fætur. Svo við vorum bara róleg og báðum bara Guð um að ekki mynda rigna mikið inní vegginn og hann blotna. Engin varð rigningin utan nokkrir dropar seinni partinn sem ekki olli neinum skaða.
Áttum fín áramót með nýja frændfólkinu mínu og leið bara vel.
Svo komu þeir á laugardagsmorguninn eldsnemma við ekki vöknuð og voru byrjaðir að vinna, Dúddi fór og var snúnigastrákur hjá þeim og sá gamli stóð og horfði á. Þeir voru búnir að pússa hálfan vegginn setja þaksteina og gera þetta voða fínt á hádegi, svo nú er bara eftir að mála sem verður líklega gert fljótlega.
Svo komu þeir með reiking fyrir efninu en vinnan var gefin, ótrúlegt, við sem getum varla talað við þau nema á fingramáli.
Þeim var svo boðið upp á kaffi og bjór á eftir skonur og súkkulaðismákökur með. Í gær á sunnudegi fengu þau öll eina ég meina stórfjölskyldan, Brúna með brúnu, það verður gaman að vita hvernig þeim finnst hún á brgaðið.
Hér er voða lítið um að konur baki heima þær kaupa allt í bakaríunum og það er allt svo dýsætt, úðað sykri.

Við erum búinn að skrá okkur á námskeið í spænsku! við byrjum næsta mánudag og verðum í 2 tíma á mánudögum og miðvikudögum, þurfum að vísu að keyra til Torrevieja en það er nú í lagi. Það er ensk kona sem er með þessi námskeið og hefur verið með þau í mörg ár og þetta kostar heldur ekki mikið. Segi ykkur betur frá þessu í næsta bloggi.
Nú eru semsagt gömlu hjúin að setjast á skólabekk og reyna eitthvað á gömlu sellurnar sem eru nú orðnar ansi gleymnar en við höfum nú bara gott af því að reyna eitthvað á þetta líffæri, ekki satt?
Nú eru sólkinsdagur á Spáni en sólin hefur varla sést á þessu ári fyr.
Eigið góða daga

heimasími: (Spánn 0034)
966753340
gsm:
636736571
email:
silakot@gmail.com
Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 30. desember 2008

Gamlársdagur

Jólatréð í ár
Jólatréð í ár
« 1 af 8 »



GLEÐILEGT ÁR


!FELIZ ANO NUEVO




Við óskum öllum ættingjum og vinum gleðilegt ár
og farsældar á nýju ári
þökkum fyrir allar góðar samverustundir, hittinga,
og heimsókn á síðuna okkar.
Verið endilega duglega að líta við á nýju ári bæði í heimsókn
og á síðuna, ég tala nú ekki um að kvitta fyrir, það er svo æðislegt.

Annars eru þetta búin að vera yndisleg jól, róleg og góð.
Við fórum í jólaboð til Helgu frænku minnar á sunnudaginn og gistum þar hjá þeim, þar hittum við Guðbjart Pál bróðir hennar og hans konu, Arnfríði, Unni dóttir hans , tvær dætur og tengdason.
Það var mjög gaman að kynnast þessu frændfólki mínu. Svo í kvöld erum við boðin í mat til Páls og hans konu svo við verðum nú ekki aldeilis ein þetta gamlárskvöld eins og í fyrra.
Í morgun hjóluðum við til Rafal að versla aðeins í matinn , hrista okkur upp og til að róa samviskuna fyrir meira át og drykk í kvöld. Við fáum svo að gista aftur hjá Helgu. Það er alveg 20 mín. keyrsla á milli okkar.
Það er skýjað í dag en 17 stiga hiti og svakalega rakt ég hjólaði með hanska.
Hafið það sem best í kvöld og farið varlega með allar sprengjurnar.
Við skulum öll eiga ánægjulegan gamlársdag. Megi Guð vaka yfir ykkur.

 

Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 24. desember 2008

Jólin 2008

Jólarósin
Jólarósin
« 1 af 5 »

GLEÐILEG JÓL!

FELIZ NAVIDAD!


Kæru ættingjar og vinir!


Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla
og megi Guð vaka yfir ykkur þessa hátíðardaga.

Jólahátíðin er gengin í garð hjá okkur, við fórum í íslenska jólaguðsþjónustu
í sænsku kirkjunni í Torrevieja kl 12.00, var það mjög hátíðlegt og
prestur var séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir.
Þegar Heims um ból var sungið þá komu nokkur tár í augun.
Og þá hugsaði maður mikið heim.
Við erum nú hér tvö heima að elda okkur hátíðamat
Stórar rækjur að hætti spánverja
Appelsínuönd eftir spánskri uppskrif
og svo hinn hefðbundi anansfrómas
sem ég hef búið til í manna minnum.
En elsku ættingar og vinir við söknum ykkar allra og hugsum mikið heim til ykkar.
Sérstaklega á Ísafjörð og vitum að hann er fallegastur allra fjarða.
Guð veri með ykkur nú og alla daga.

Góður aðfangadagur vonandi hjá okkur öllum.


Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 21. desember 2008

Þegar nálgast jól

El Belén í Almoradí
El Belén í Almoradí
« 1 af 10 »
Þegar líður að jólum eru margir siðir sem haldið er í og gaman er að fylgjast með. Þó við séum ekki búin að vera hér nema tvisvar aðdraganda að jólum, þá erum við strax farin að taka eftir mögru hér í kringum okkur. Það eru haldnar veislur hér á hverri helgi hjá bóndanum Fermín og frú, en þegar nær dregur jólum þá fjölgar gestunum eins og í dag.
Svo er sá siður hér sem flestir þekkja en það er stærsta Lotteri heimsins El Gordo sem verður dregið út á morgun en það er um 3 milljónir evra. Það var byrjað á þessu Lotteríi árið 1812, og er hefðin næstum eins, byrjað er að selja miðana í júlí á hverju ári. Útdrættinum er síðan sjónvarpað beint og byrjar á morgun 22 .des kl. 8 um morguninn til hádegis.  Það eru foreldralaus börn úr kaþólskum skóla í Madrid sem syngja tölurnar sem dregnar eru út. Svo börnin með skærustu raddirnar eru valin til þess að syngja. Það er ekki talað bara sungið.
Það eru 85.000 númer og hvert númer hefur 185 seríur. Þannig að það eru margir vinnigar á sama númer. Ein sería kostar 200 evrur svo er líka hægt að kaupa einstakan miða fyrir 20 evrur. Þetta eru svaka vinningar 1.vinningur 3.000.000 evrur 2. 1.000.000 og svo framvegis. Þessu bíða spánverjar eftir og þegar búið er að draga þá eru jólin komin hjá þeim. Kannski vinnur eitthvert lítið þorp vinningin sem hafa keypt seríu saman og þá ríkir mikil gleði á þeim bæ og kampavínið flýtur eins og á. É ætla að vakna til að horfa á þetta, en við keyptum ekki miða því hjá okkur er ekki eitt peningum í svona því við vinnum aldrei neitt eða ekki ég.
Svo er annað sem mér finnst svo fallegt hér fyrir jólin en það er þetta jólaskraut sem sett er upp á torgum og þeir kalla El Belén (það var einu sinni í Betlehem) ég hef sýnt ykkur myndir af þessu, það eru búin til lítil þorp af fæðingu Jesú, og eru þau mismundandi eftir þorpum en öll eru þau svakalega falleg og förum við alltaf að skoða þau.
Það er hægt að kaupa öll þessi hús, fólk og dýr til að búa til svona þorp og búa spánverjar til svona heima hjá sér, og leggja þeir mikla vinnu og peninga til að hafa þetta sem fallegast. Svo safnast þeir saman fyrir framan sitt Belén og og lesa úr biblíunni til undirbúnings fyrir jóladag.
Þessar upplýsingar um El Gordo og El Belén fékk ég úr Spaniaposten sem er norskt blað sem er gefið hér út og kostar ekkert og er þar margt hægt að lesa um jólin og allar aðrar fréttir um hvað er að ske hér á Spáni. Takk fyrir það góðu norðmenn sem alltaf eru að hjálpa okkur. Við hittum nokkrar norskar dömur sem voru að fá sér Iriscoffí í Torrevieja um daginn og þegar þær fréttu að við værum Íslendingar þá sögðu þær okkur að norðmenn væru svo góðir og hjálpsamir við Íslendinga og að við töluðum gammelnorsk, takk.
Við bíðum bara eftir jólunum ég bakaði tvær sortir af smákökum, sem ég veit nú ekki hver á að borða og svo er allt tilbúið í Dísudrauminn. Kannski baka ég líka brúna með brúnu ef einhver skildi líta við.
Fallegir jólaföstu dagar hér á Spáni.