Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 14. desember 2008

Desember

Jólaljósin komin ákirkjuna í Torrevieja
Jólaljósin komin ákirkjuna í Torrevieja
« 1 af 10 »
Í mínum huga var alltaf heitt á Spáni, og þegar við vorum að íhuga að fara að búa hér á veturnar, þá hugsaði ég aldrei um að það gæti verið kalt, jú það var búið að segja manni það og við fórum með hlýju fötin okkar, sem voru nú reyndar öllum stolið en það er önnur saga. Núna í desember er nefnilega búið að vera óvenju kalt hér og þá meina ég kalt, ekki eins og heima heldur Spánarkuldi sem er allt öðruvísi en sá Íslenski. Það er nefilega svo mikill raki hér. Í 10 stigum eins og núna hefur verið undanfarna daga seinnipartinn og á morgnana er svona eins og kaldur sumardagur heima, eða hlýr vetrardagur.
Hér inni erum við nú búin að læra að hafa heitt án þess að kynda eins og brjálæðingar með rafmagni sem er dýrt hér að okkur finnst. Við erum nefnilega búin að læra að láta sólina hita það upp fyrir okkur, eins og Spánverjar gera. Húsið er gott, og þarf ekki að kynda það í 9 mánuði á ári en þess meira hina 3. Við fórum í hjóltúr áðan og þurfti ég að hafa hanska það var bæði vindur og engin sól og þegar við komum hingað heim kom bölvað rok og rigning. Enda bara 11 gráður úti.
En mikið er nú gott að vera laus við snjóinn, aldrei þurfa að moka neitt eða skafa af bílnum oooooooooo gott.
Annars höfum við nú bara verið róleg þessa vikuna, verið að ditta að hér heima og setja upp jólin, en mig vantar bara allt skrautið mitt gamla. það eru til svo fallegir jóladúkar hérna að ég skreyti bara með þeim og svo jólarósir sem fást hér í þúsundatali ég keypti tvær í gær á 5 evrur.
Á sl. föstudag fórum við í heimsókn með Helgu (nýju frænku minni ) og Guðmundi manninum hennar, til frænku hennar sem heitir Harpa og á sítrónubúgarð hér ekki langt frá eða nálægt Orihuela. Mikið var gaman að koma til hennar og mannins hennar þau keyptu næstum niðurfallið hús og eru búinn að vera að gera það upp núna á 4 ár, og mikið verður þetta skemmtilegt hjá þeim þegar það verður búið. Gaman að fá að sjá hvað aðrir eru að gera hér þetta var alveg ótrúlegt hjá þeim, en þau eru út í sveit eins og við en með stærðar sítrónuland.
Í kvöld höfðum við góða gesti. Auðunn og Fríður komu og borðuðu með okkur saltfisk.
Nú bíðum við bara eftir jólunum ekkert stress bara tíminn látinn líða, og gert það sem mann langar til, en við mættum nú alveg vera duglegri í því að þvælast um.
Það mætti nú stundum halda að maðurinn minn væri í vinnu og hefði það gott á tímann hérna á sínu vinnusvæði, því þar mætir hann strax eftir morgunverð og hættir þegar kvöldar, hann hefur nóg verkefni næsta mánuðinn hugsa ég við að dunda og ditta að, fara út og hjóla, sækja smá spýtu hingað og þangað kannski einn stein með, nokkur glerbrot fyrir mig og saga í eldinn. Alltaf nóg að stússast.
Fínir dagar hér í desember.
Set svo fleiri myndir í ýmsar myndir.
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 6. desember 2008

Eitt ár liðið

Á torginu í Almoradí
Á torginu í Almoradí
« 1 af 10 »
Ja, hvað tíminn er fljótur að líða, nú höfum við átt þetta hús í eitt ár og búið hér mestan tímann. Það hefur nú ekki mikið breyst hér en er orðið svona hlýlegra og vistlegra. Allur kalkúnaskítur farin og lyktin maður minn, gott að vera laus við hana.
Fyrir viku á laugardag fórum við á markaðin í Almordí sem oftar þá var þar hátíð sem oftar, og fólki boðið uppá bjór, skinku og brauð. Svo var heilmikil handverkssýning konur að búa til svaka flottar blúndur og dúka, þvíklík vinna á þessu allt í títuprjónum svo þurfti að færa hvern og einn eftir munstrinu. Set nokkrar myndir hér á síðuna og svo verður svona albúm sem ég ætla að búa til um jólasktemmingu og svona markaði hér í kring, sem við förum á svo þið getið skoðað ef þið hafið áhuga.
Já síðasta laugardag þá héldum við veislu við Dúddi bara tvö til að halda uppá afmælið, vorum á fullu að taka til og undirbúa okkur, stússa í mat og svona. Þá var bankað hressilega á hurðina úti og kallað, Dúddi fór til dyra þá stóð þar nágranninn ungi og bablaði heilmikið og þá skildi Dúddi að hann var að bjóða honum að koma og borða. Við fórum út á götu til þeirra og engan sáum við mannin eða matinn bara GRILLIÐ ekkert 50. þús króna grill ó nei. Eldgamlar hjólbörur undan steypu og svo önnur minni þar oní og í þessu voru miklar brunarústir enda voru þeir búnir að vera að kynda allan daginn til að fá góða glóð svo hægt væri að grilla. Svo kom maturinn þykkar svínasneiðar, pylsur og blóðpylsa. Grindin lögð á götuna svínakjötið settá, svo pylsurnar og svo var stráð salti á og skellt á eldinn en við vildum ekki blóðpylsuna. Svo var okkur boðið uppá bjór og Dúddi sagði takk þá var honum bara rétt flaskan sú sem þeir voru að drekka úr. En ég vildi bara vatn og sjá svipinn vatn! jú það var sótt og svo komu þeir með Fanta óopnað og buðu mér þeir hafa líklega séð einhvern svip á mér. Þetta borðuðum við svo vel brunnið og smakkaðist alveg ágætlega bara borðað með fingrunum ekki einu sinni bréf til að þurka sér með. Þeir voru svo ánægðir að hafa okkur þarna með sér við vorum sko amigo. Þegar þeir birtuat með ginflöskuna þá fórum við og sögðum bara takk fyrir okkar. Það var líka skítakuldi úti. En þessi með húfuna hann á heima hér við hliðina á okkur og er stundum að færa okkur appelsínur og fleira þetta eru víst sígaunar, enda vitum við aldrei hvað það eru margir í heimili hér við hliðina, en allt voða fínt og snyrtilegt hjá þeim og frúin alltaf eins og klipp út úr tískublaði, hún var ekki heima þessa helgi og það hefur verið slett úr klaufunum á meðan líklega bróðir eða vinur.
Fórum bara inn og elduðum okkar fína mat, hvítlauksrækjur, lambakjöt og fínerý.
Annars gengur lífið sinn vanagang alltaf nóg að snúast og dunda sér við. Á fimmtudaginn fórum við niður í bær, ég fór til snyrtidömu, að laga mig fyrir jólin og var boðið í mat i leiðinni hjá henni og það kemur svo í ljós að við erum stórskyldar, ömmur okkar voru systur. Anna Filipipia Bjarnadóttir og Bergljót Bjarnadóttir, þetta fanst okkur nú alveg magnað að hittast svona á heimili hennar á Spáni og finna frænku sína, sem eru svo báðar að fara á ætarmót í sumar. En hún heitir Helga Jósefsdóttir.
Ég baka oft skonsur fyrir mig á morgnana sem er nú ekki í frásögur færandi, nema einn morguninn þá var engin mjólk til á bænum, svo ég tek bara rjóma út úr ísskápnum og set vatn úti, svo helli ég þessu saman við hveitið og eggið og það kemur eitthvað svo skrítin lykt svo ég fer að skoða rjómann, þá var þetta svona salsa rjómi með gráðosti útí og það eru núna borðaðar fínar skonsur með gráðostabragði alveg stórfínar, en mikið hló ég að sjálfri mér þarna. En svona verða til mjörg matarundrin þegar eitthvað slæðist út sem ekki á að vera.
En góðir hlýjir dagar núna líka fyrir ykkur.
Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 28. nóvember 2008

Kuldakast

Lúðrasveitin á torginu
Lúðrasveitin á torginu
« 1 af 10 »
Æ , já það er kalt á Spáni núna þessa dagana. Það snjóar mikið á norður Spáni og líka á suðurlandi jafnvel í Alicante snjóaði aðeins í gær. En það hefur nú ekki enn komið neinn sjór hér sem betur fer. En það er ansi kalt svo við kyndum allt sem hægt er að kynda með, gasofn arinn og rafmagnsofna. Við erum bara duglega að fara út og hreyfa okkur svo blóðið renni betur um æðarnar og fáum þannig innri hita í okkur, alveg stórfínt.
Einn daginn fórum við góðan hjólhring og komum svo við á barnum á leiðinni heim, eitt rauðsvínsglas og það varð bara miklu léttara að hjóla, en þetta verður nú ekki að vana ónei.
Fórum á markaðinn í Almoradí á laugardaginn var . Þar var mikið um að vera eins og alltaf heilu lúðrasveitirnar, föndur fyrir börnin, rauði krossinn með söfnun og kynningu og konur að föndra svona með servettum. Við forum þarna í marga tíma að ráfa um og skoða og fá sér tesopa og svoleiðis. En veðrið var líka frábært.
Við höfum verið mikið á flakki þessa vikuna fórum á sunnudagsmarkaðinn að kaupa rennilás, fórum svo á ströndina í Gurdarmar og löbbuðum um og fengum okkur að borða alveg ofboðslega góðar hvítlauksrækjur hmmmmm. Það var margt fólk á ströndinni þennan dag enda veðrið alveg yndilegt þá, svo fór að kólna. Einnig fórum við til Torrevieja einn daginn að útrétta. Erum búin að kaupa jólagjafirnar og meira að segja koma þeim í póst.
Nú fer maður að baka smákökur fyrir jólin og skreyta aðeins hjá sér. Það er mikið byrjað að skreyta hér í bæjunum í kring, götuljósin að koma upp og eins á torgum. Hér er ekki mikið um að fólk skreyti húsin sín með ljósum eins og heima það eru þá helst englendingar eða íslendingar.
Við fórum svo til Elzce sem er stór bær hér nálægt með Auðunni og Fríði, og fórum þar í voða fínt moll þar sem verið var að skreyta og gera jólalegt voða gott moll.
Dúddi dundar núna við að skera út bak á stól sem hann er að smíða og ég kláraði lopapeysuna fyrir Bjarney og hún er komin á stað til hennar.
Voða góðir kaldir og rólegir dagar núna.

Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 19. nóvember 2008

Letilíf

Fjallið okkar séð frá Rafal
Fjallið okkar séð frá Rafal
« 1 af 10 »
Nú er búið að mála og gera fínt hér. Búið að koma gasofninum í lag sem tók nú sinn tíma, hann reif allt í sundur til að fá logann góðan en svo í dag smallt allt saman hjá mínum manni. Við vorum svo ánægð að við fórum út að hjóla að verki loknu fórum nýja leið í dag. Þar fann ég fullt af góðum glerbrotum, en svo kom riging og við rétt náðum heim. Það ringdi nú ekki lengi en nóg samt.
Í gær komu Auðunn Karls og Fríður í heimsókn og lánuðu Dúdda þessa líka fínu hjólsög til að saga stóru drumbana sem hann gaf honum á fimmtudaginn þegar við fórum við fórum í heimsókn. Hann lánaði okkur kerru til að flytja þá hingað heim einnig gáfu þau okkur skápa sem verða notaðir í bakgarðinum. Þetta eru svaka drumbar sem var tré í garðinum hjá þeim. En þetta er fínn eldiviður fyrir okkur í arininn. Svo nú verður okkur ekki kalt í vetur eins og í fyrra, allt annað líf.
Þau fengu að sjálfsögðu kaffisopa og brauðtertu með kaffinu.
Kerrunni var svo skilað á sunnudeginum um leið og við fórum í mat hjá Helgu Þirý.
Annars er nú ekki mikið um að vera hér við erum dugleg að fara í hjóltúra fórum til Rafal á mánudag til að leita að læknastöðinni og við fundum hana þegar við vorum búin að ganga um allan bæinn og leita, skildum bara hjólin eftir hjá bankanum á meðan. Hérna er alveg hægt að skilja hlutina eftir svona á daginn. Það er voða gaman að rölta um Rafal þetta er lítill bær með nokkrum búðum, bönkum og apóteki eins og allsstaðar jú þar er líka pósthúsið sem sér um póstinn sem við fáum þannig að Rafal er svona okkar næsti heimabær sem við fáum þjónustuna frá, torgið þar er líka fallegt og þar situr margt fólk á daginn meðan búðir eru opnar en ekki frá 2-5 þá er siesta.
Hjóltúrarnir ganga bara vel en ég er voða hrædd við bílana þegar þeir bruna framhjá mér þá byrjar allt að titra og skjálfa svo ég verð að taka á öllu sem ég á af kröftum í höndunum til að allt fari ekki til fjandans eða ég detti oní kanalinn eða á götuna. Þetta verður orðið gott fyrir jólin.
Ég er búin að setja inn þrjú albúm á síðuna undir myndir það er frá sumrinu góða á íslandi og Góustaðadagarnir í sumar, ef einhver hefur áhuga á að skoða. Það var verst að myndavélin mín varð batteríslaus á verlsunarmannahelginni þess vegna eru svona fáar myndir af henni.
Takk fyrir öll innlitin og Svenni takk fyrir uppskriftina hún verður notuð næst þegar við fáum Ál ef af verður. Og Dedda þetta verður nú prufað þegar ég verð búin að kaupa góðan rjóma. Við fengum nefnilega gefins 3 granadepli í gær.
Vonandi eigum við öll góða daga í vændum.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 12. nóvember 2008

Mála, mála og mála

Málarinn
Málarinn
« 1 af 8 »
Nú er bara dugnaður í fólkinu, við erum að mála á fullu hérna inni hjá okkur hurðir og glugga, sem voru svona skítabrúnir á litinn er nú orðið hvítt. Þetta er bara allt annað herbergi, og Dúddi búinn að setja upp forláta gasofn líka til að fá yl á köldum kvöldum. Ef hann virkar!!!
Nú á bara eftir að finna gardínur fyrir gluggann. En það er bara svo skrítið að þegar úrvalið er svona mikið þá er svo erfitt að velja. Allof margar gardínubúðir með svo flottum gardínum að það mundi sæma hverri konungshöll, en ég er nú ekki að leita að svoleiðis takk. Það var nú bara betra heima á Ísafirði þegar við höfðum bara eina búð með gardínum þá var nú ekki erfitt að velja. Maður er ennþá svo vanur slíku og vill helst hafa það þannig.
Það var nefnilega skondið í fyrra fyrir jólin þá vantaði mig tölur á barnapeysu sem ég var að prjóna, og fór inní búð með fullt af efnum svona búð eins og Baðstofan eða Kaupfélaið var, að ég hélt, og spurði karlinn hvort hann ætti til tölur, þvílíkur hneykslunarsvipur sem kom á hann, nei hann seldi bara gardínuefni fyrir hallir.
 Svo við fundum aðra búð þar voru undirfötin fremst í búðinni, en tölur, tvinni og ýmis handavinna afstast, en úrvalið af tölunum úff maður.
Á milli umferða förum við svo í hjóla og göngutúra um nágrennið, það gengur bara vel að hjóla núna, og er skemmtilegra en ég hélt. Fórum næstum alla leið til Callosa um daginn þá var ég ansi þreytt í fótunum þegar við komum heim. Í gær fórum við svo (fyrir þá sem hafa komið) Þangað sem eldiviðurinn er seldur og framhjá Bar Jesulín, þar sem við fórum út að borða með Jón og Ástu og vorum bara fjögur í salum.
Á laugardaginn fórum við á haustfagnað með Íslendingum hér á svæðinu, það var haldið á hóteli í Los Montesinos, tveggja rétta máltíð og dans á eftir. Það var mjög gaman að hitta allt þetta fólk og spjalla við og heyra um efnahagsvandann á hreinni íslensku ekki bara í gegnum moggan á netinu. Það var mikið rætt eins og gefur að skilja og þar var talað um að evran færi í svimandi upphæð maður alveg krossaði sig og fékk sér bara annan rauðvíssopa til að slá á létta strengi.
Á mánudaginn fórum við svo í bæinn og keyptum jólagafirnar fyrir barnabörnin , fórum svo að hitta Unnstein og Rut og þau buðu okkur í fisk að heiman alveg yndislegt að fá svona góðan fisk og grænmeti með. Takk fyrir okkur kæru hjón.
Einn moguninn komu hinir nágrannar okkar ungir krakkar og færðu okkur kartöflumús með hvítlauk mjög sterk ábyggilega með eggjum líka, og seinna um daginn komu þau svo með poka fullan af appelsínum og mandarínum og í dag þegar Dúddi fór með diskinn fengum við meira af músinni og fullt af sítrónum líka. þetta er alveg ótrúlegt að fólkið hér í kring  skuli alltaf vera að færa manni eitthvað, við sem gerum aldrei neitt fyrir þau .Reyndar fengu þau einn Opal pakka sem ég fann niður í skúffu í staðinn!!!!!
Við lítum líklega svona fátæklega út eða þau hafa heyrt að íslensku kreppunni!!!!!
Nú er maður komin með málverk og tölvuverk ekki hausverk, en mikið eru þetta góðir dagar.