Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 6. nóvember 2008

Sítrónuleiðin

Sítrónubörkur í sólbaði
Sítrónubörkur í sólbaði
« 1 af 10 »
Hér hefur verið skrítið veður undanfarna daga, svona eins og á íslandi stundum rigning, stundum hvasst og lítið af sól en hiti svona um 15 til 18 stig breytilegt veður. En það hefur nú samt verið farið í göngutúra og hjóltúra hmhm.
En einn daginn fórum við í óvissuferð með okkur tveim, löbbuðum veg sem við höfum aldrei farið áður og vorum svo orðin rammvillt komin langleiðna til Almoradí eftir ökrum og illfærum vegum og svo vorum við bara alltí einu strand og urðum að snúa við, en sem betur fer var bóndi þarna sem við gátum spurt hvar Mudamiento væri, þá vorum við löngu komin framhjá. En svo sáum við kirkjuna í Mudamiento og stefndum bara beint á hana eftir öðrum ökrum þetta varð 1 1/2 tím göngutúr fyrir vikið, bara fínt.
Á þessum göngutúr okkar fundum við mörg glerbrot og mosaíksteina sem ég er að safna. Þar var einnig mjög skrítin vinnsla í gangi, fyrst sáum við fullt af sítrónum sem búið var að taka börkinn af, svo sáum við börkinn liggjandi í sólbaði, svo Dúddi kíkti inní skúrinn sem var þar hjá og þá hékk sítrónubörkurinn á snúrum þar inni líka, hvað svo er gert við þetta vitum við ekki. En ef myndin er nógu skýr þá getið þið séð sítrónubörk hangandi á snúru!!!!!
Á sunnudaginn færðum við bóndanum og hans stórfjölskyldu sem var í mat eins og alla sunnudaga, rjómapönnukökur og sögðum þeim að þetta væri gott með kaffi eða mjólk, þau urðu voða hissa en fannst þetta mjög gott sagði frúin þegar hún skilaði mér diskunum.
Daginn eftir fór svo bóndin með Dúdda út í garð í ísskápinn sinn og gaf honum tvö granítepli tvo ála sem hann hafði veitt um nóttina, þeir voru lifanndi inní ísskáp. Úpps við kunnum sko ekkert að elda ál, svo það var reynt að hringja í Magna kokk ættarinnar sem svaraði ekki svo við vorum eiginlega alveg mát, því við vissum að það þurfti að elda hann næstum lifandi. Svo Dúddi hringdí í næsta kokk sem er Harry tengdasonur og gaf hann okkur góð ráð eftir öðrum kokkum svo við steiktum álinn inní ofni upp úr olíu, salti og pipar. Svo var hann roðflettur og borðaður. Hann bragaðist svona eins og rauðmagi ekkert sérstakur. Helga Þurý og co kom svo í heimsókn daginn eftir og þá var hann eldaður fyrir þau Jesu fannst hann góður enda vanur svona mat. Þau hjálpuðu okkur svo með sitthvað sem við ekki skiljum í spænsku. Ivan litli er orðin svo stór og duglegur og er farin að segja nokkur orð á íslensku.
Í morgun fórum við svo hjólandi til Rafal á markaðinn til að kaupa grænmeti í súpuna sem við buðum Línu og Adda í.
Við vorum svona 15 mínútur að hjóla hvora leið og gekk þetta bara vel hjá mér, en ég verð voða hrædd þegar ég er hjá kanalnum og þarf að mæta bíl, en vonandi lagast það. Já ég keypti mér líka bleika innskó, á 3 evrur, svaka flottir
Takk fyrir innlitið á síðuna okkar, vonandi eigið þið öll góða daga.


Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 30. október 2008

Reiðhjólið

Dúddi að gera við fákinn
Dúddi að gera við fákinn
« 1 af 10 »
Það er nú þannig að ég hef aldrei verið neitt fyrir að hjóla, enda átti ég aldrei hjól sem krakki og hef því ekki verið að reyna þetta neitt. Ég lærði að hjóla á hjólinu hans pabba sem var svaka stórt og lærði ég að hjóla undir stöng öll skökk og skæld. Og hnén hafa aldrei borið þess bætur alltaf var maður að detta í götuna eða drullupollana svo örin standa enn eftir. Mig minnir nú að mamma hafi átt svona stórt kvenreiðhjól svona eins og mig langar í með engum gírum.
Það er búið að tala um það að fá handa mér hjól, svo við getum farið út að hjóla saman. Svo er alltaf verið að segja mér hvað sé gaman að hjóla, og ég finni það bara strax og ég byrji. En hvernig er hægt að fullyrða eitthvað um það, hvað mér finnst gaman eða ekki, ég er nú kannski ekki með reiðhjólagen, eins og Svenni bróðir. En hann hjólaði vestur um alla firði frá Rvík.
Nema hvað um daginn fórum við til Boggu og Svenna til að sækja lopann sem þau komu með fyrir mig út, haldið þið þá ekki að þau gefi okkur HJÓL og ég spyr " hvað á ég að borga? " ekkert", en það kemst ekki í bílnn" jújú segir Dúddi strax, þannig að þá var sá draumur búinn að ég mundi ekki eignast hjól. það þurfti nú aðeins að gera við það og var Dúddi minn nú snöggur að því. Þetta er Jbike Mountain bike bara fyrir fullorðna.
Í dag var svo prufutúrinn farinn og ég fékk að ráða ferðinni, bara farið með ökrunum þar sem lítil bílaumferð er, jújú þetta var allt í lagi en ég er nefnilega lofthrædd og mér finnst ég vera ansi hátt uppi þegar ég hjóla, allar afsakanir fundnar til að hjóla ekki, kannski verð ég bara alveg vitlaus eftir þetta að fara út að hjóla allt er sextugum fært ha.
En ég bað nú Dúdda að koma með mér í göngutúr á eftir, því þetta reyndi ekkert á, svo við fórum og týndum köngla í eldinn og fengum fullan poka og nóg eftir.
Svo fengum við skemmtilega heimsókn reiðhjólafólk Svenni og Bogga (systir Lilla) sem var búið að hjóla frá Entre Golf um 40 km. á 2 1/2 tíma og áttu svo eftir að fara til baka líka úff duglegt fólk. Við vorum að fara að borða kjúkling svo þau fengu bita líka.
Dúddi er að dunda við að laga rafmagn og flísar svo nóg er að gera á bænum.
Nú eru tvö hjól á bænum gott fyrir gesti.
Góðir dagar hér á Spáni.
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 25. október 2008

Gestakomur

Granateplin 5
Granateplin 5
« 1 af 23 »
Það er orðið langt síðan tími hefur gefist til að skrifa nokkrar línur hér inn. Eins og segir í fyrirsögn hafa verið hér gestakomur bæði frá Íslandi og Danmörk.
Elín Þóra og Jón komu í mat til okkar á meðan Helga og Lilli voru hér, þau fóru heim um miðjan mánuðinn. Einnig var okkur Dúdda boðið í súpupartý til Þuru og Arnars ásamt þeirra vinum það var voða gaman að kynnast nýju fólki, takk fyrir Þura og Örn.
Sissa, Óli Páll, Stefán Atli og Guðrún Þórey hafa verið hér í viku og fóru í gær, til Danmerkur. Þar á undan voru Helga og Lilli hér með annan fótinn á meðan pláss var. Við fórum til Alicante til að reyna að finna þar Nikebúðina sem er svaka stór verksmiðjubúð en hún fannst nú ekki bara önnur á fínum stað í litlu þorpi fyrir utan Alicante en það var gaman að skoða sig þar um og villast í litlu göturnar á tveim bílum og komumst varla áfram vegna framkvæmda líka.
Það var svo líka farið í sólbað þeir sem nenntu en veðrið var bara ekki nógu sólríkt til að fara á ströndina. Svo það var bara legið á þakinu ekkert verra. Stefán Atli varð 18 ára á meðan hann var hér og fórum við á krána í Mudamiento og hann fékk að fara á bar og kaupa sér, nátturúlega í fylgd með fullorðnum. Lilli átti líka afmæli hér en hann þurfti enga fylgd á barinn bauð okkur bara uppá gin og vatn að okkar hætti, takk fyrir Lilli.
Þeir feðgar Óli Páll og Stefán fóru svo einn daginn til Valencia til að skoða þar fótboltavöll og kíka á borgina þetta var góður dagur hjá þeim að ég held. Við sem eftir vorum hér fórum og skoðuðum okkur um í Orihuela bæ sem er hér rétt hjá og fórum upp að klaustrinu sem þar er, þar var gott útsýni yfir bæinn og næsta nágrenni. Fann alveg voða spennandi antikbúð sem ég ætla að skoða betur en við vorum þarna á siesutíma og allt lokað.
Við fórum einnig með Helgu og Lilla áður en Sissa og co komu að heimsækja Línu Halldórs og Adda manninn hennar en þau eru hér núna í sínu húsi, alltaf gaman að sjá hvernig aðrir hafa það hér.
Annars gengur lífið hér í sveitinni vel allt eins og það á að vera, bóndinn kom færandi hendi í gær með 5 granatepli sem ég er nú ekki viss um hvernig á að borða eða gera fínt úr. Við bara skerum þau í tvennt og borðum rauðu kúlurnar sem eru inní þeim, voða gott.
 Það var líka keypt nýtt hjónarúm, það sem fylgdi húsinu var líklega svona um 50 ára gamalt og dýnan svona 30. En þetta er voða gott rúm og mikill munur fyrir fólk á sjötugsaldri,hehe.
Stórfjölskyldan mætir hér reglulega og litlu tvíburarnir eru komnir í skólabúninga bara 3 ára voða sætar.
Dúddi er að þvo og bóna bílinn voða duglegur og ég að skrifa.
Kæru gestir takk fyrir komuna, það er tómlegt hér núna, en lífið hefur sinn vanagang.
Góðir dagar vonandi fyrir okkur öll.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 13. október 2008

Ferðalag

Melónur frá bóndanum
Melónur frá bóndanum
« 1 af 20 »
Það má nú varla segja frá þessu á tímum versnandi gjaldeyrisþrots Íslendinga að maður hafi farið í smá ferðalag og eytt evrum. Góður vinur sagði að ef við hefðum ekki það hjá okkur hér sem við þyrftum, og yrðum að sækja það norður í land þá væri þetta í lagi. Og það var það sem við vorum að gera við heimsóttum Önnu Mazza (Mazza og Margrétar) til Ciudad Real þar sem hún er aupair, við höfðum hana nefnilega ekki hér.
Í byrjun síðustu viku kom bóndinn færandi hendi með 4 melónur, svo kom hann aftur nokkrum dögum seinna með 3 til viðbótar, svo það hefur verið melóna hér á borðum alla daga.
Helga og co komu hingað og voru eina nótt, við fengum okkur göngutúr um kvöldið niður í litla þorpið og þar var enginn á stjái svo við fórum bara heim aftur.
Svo var stelpunum skutlað á völlin á fimmtudagskvöldinu og á föstudagsmorgun fórum við í ferðalag til að heimsækja Önnu. Þetta var 6 tíma keyrsla til hennar, á leiðinni fengum við okkur að borða í litlu þorpi sem heitir Manzanares og staðurinn La Leja fínn spánksur matur. Náðum svo í Önnu og fórum til Toledo, keyrðum aðeins um gamla bærinn, en fórum svo í lítið þorp norðan við Toledo sem heitir Yuncos þar áttum við pantað hótelherbergi á Hótel Carlos I glæsilegt en ódýrt og gott hótel.
Fórum svo að borða um kvöldið á tapasbar og Anna pantaði fyrir okkur fína rétti mjög skemmtilegt og indælt kvöld með Önnu og gaman að heyra hvað hún er búinn að læra í spænsku á ekki lengri tíma.
Daginn eftir fórum við svo til Toledo en þá var grenjandi rigning en það stytti nú upp fljótlega svo við gátum rölt um allar gömlu göturnar en það var ansi kalt og mikill raki í loftinu, en við sáum heilmikið á ekki lengri tíma og það er bara svo gaman að rölta um þessar gömlu þröngu götur. Þarna er nú mikill túrismi og allar búðir þar eru þannig, ég keytpi mér einn disk sem ég ætlaði að setja hér í patíóið hjá okkur en var bara komin rétt út á götu með hann þegar ég missti hann og hann fór í þúsund mola en svona það eru ekki alltaf jólin.
Svo skiluðum við Önnu og keyrðum heim í 5 tíma og fórum á einn kínverskan til að seðja hungrið sem var að verða alvarlegt.
Nú eru Helga og Lilli hér hjá okkur í heimsókn og við eigum von á Elínu Þóru og Jóni í mat í kvöld, kjúklingur með súkkuði og rækjum nammi namm uppskriftin er á síðunni.
Yndislegir og ansi heitir dagar hér núna með smá rigningu inn á milli.
Eigið góða daga og takk fyrir innlitið öll.
,
Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 5. október 2008

Komin vika

Féhirðir, hann var að passa féð
Féhirðir, hann var að passa féð
« 1 af 10 »
Mikið er tíminn fljótur að líða, komin vika síðan við komum hingað, enda hefur mikið verið að stússast til að koma öllu í gang. Við erum búinn að fara til Almoradí að versla og skoða hvort nokkuð hafi breyst þar, en þar er allt eins og var sem betur ver.
Á fimmtudagskvöldið fórum við til Rafal til að reyna að ná í einhvern pening en ekki gekk það nú of vel búið að loka á gjaldeyrir. Svo við fórum bara á hátíðahöld, Rafal fiesta, sáum þar leikþátt um tilkomu bæjarins hvernig arabar og spánverjar böðrust um yfirráð yfir bænum eða það held ég að sagan hafi verið um, það eru hátíðahöld alla helgina en við höfum ekkert farið. Við nefnilega gleymdum að taka græna kortið fyrir bílinn þegar við vorum heima, ekki gott.
Í gærkveldi komu Helga, Agnes og Hildur hingað og stoppuðu meðan strákrnir fóru út á flugvöll með Auðunn, þær voru að dunda sér hér í tölvunni á meðan.
Svo í morgun fórum við og löbbuðum stóra ávxtahringinn svona til að skoða uppskeru næsta vetur hvort appelsínurnar væru í lagi, þær voru bara orðnar ansi stórar en allar grænar og mikið af þeim, eins sítrónurnar.
Við byrjuðum reyndar göngutúrinn á því að tína rusl hérna á leiðinni til Mudamiento plastflöskur og dósir og hentum því í kassa sem eru fyrir þetta rusl.
Við sáum líka að það er byrjað að byggja fleiri hús það sem blokkirnar eru, svo allt er í rífandi gangi hérna. Eins er komin stór mublueitthvað hérna rétt hjá sem var í byggingu í fyrra.
Haninn er farin að gala þessi nýji sem er núna og svo eru tveir kalúnar í búrinu uppá þaki hjá nágrannanum.
Góður og yndislegur dagur .