Fjarbúð og fl.
Það er skrítið að vera svona án hans. Í átta mánuði vorum við alltaf saman allan sólarhringinn í mesta lagi 3 tímar, sem við sáum ekki hvort annað sem kom mjög sjaldan fyrir, bara einu sinni að mig minnir og núna sjáumst við á 10 daga fresti, ótrúlegt og hundleiðinlegt. Hann býr í vegavinnuskúrum og ég heima hjá Ágúst syni mínum, sem er auðvitað fínt en mann vantar heimilið sitt sem ég tel núna vera á Spáni, við erum enn að upplifa ævintýrið sem við fórum á stað í fyrir ári síðan. Enginn veit sinn næturstað gæti þetta næstum verið.
Ég hef verið í sveitinni í Skötufirði allar helgar og helgina sem Dúddi kom í frí síðast komu Helga og Lilli í heimsókn til okkar og stoppuðu lengi og var það mjög gaman að hittast almennilega eftir svona langan tíma.
Svo voru Ágúst, Hrefna og Saga Líf á síðustu helgi og var mjög gaman hjá okkur, Saga var alveg ofsalega ánægð með dvölina og að geta verið úti allan daginn og henda steinum í sjóinn og fara út á sjó á litla bátnum með pabba sínum. Ágúst notaði tímann vel til að taka myndir á svæðinu, svaka fínar myndir hjá honum eins og alltaf. Það var líka alveg svaka fínt veður sól en vinurinn svolítið kaldur.
Þessa helgi fer ég í afmælispartý hjá Magna bróðir á Seljalandi, og verður það gaman að hitta ættingja og vini, og að fá góðan grillaðan mat hjá Magna á pallinum.
Annars eru þetta bara góðir dagar sól á hverjum degi.