Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 3. mars 2008

Hitt og þetta

Hinn barinn í bænum
Hinn barinn í bænum
« 1 af 7 »

Hér er nú bullandi kosningabarátta, og mikið erum við feginn að skilja ekki eitt einasta orð sem þessir kallar eru að lofa og lofa. Þó við séum nú búinn að fá vitneskju úr norsku blöðunum um hvað stærsu málin varða. En litirnir eru eins hér og heima við erum búinn að sjá rauða kratarós, blán borða, og svo er græni liturinn en það fer voða lítið fyrir honum.

Á laugardaginn fórum við á markaðinn í Almoradí og þar voru sko læti, bláir og rauðir með þennan voðalega hávaði sitt hvoru megin, músikin á fullu með sitthvoru laginu auðvitað og voru þeir að gefa blöðrur og barmmerki og eitthvað snakk, en þessir litlu grænu með enga músik bara í rólegheitum á enda torgsins, þeir gáfu sko kveikjara og penna, alltaf rausnarlegir þessir grænu ha. Kveikjarinn fer svo í safnið í Sílakoti. Kannski eru fleiri litir og flokkar en það fer voða lítið fyrir þeim. Sjónvarpið er með mikinn viðbúnað í kvöld, Það verður gaman að upplifa þetta á næsta laugardag þá verða líklega ennþá meiri læti því kosningadagurinn er á sunnudag.

Saga af bóndanum nágrannanum. Við vorum að koma úr göngutúr á laugardaginn, þá stóð hann hér fyrir utan og var að reita pinulítinn fugl sem hafði flogið á vírana,  Við fórum til hans og reyndum að spurja hvort hann ætlaði að borða hann, sí sí hann fer í súpuna, svo hélt hann áfram að reyta litla greyið. Þið getið séð það á myndinni að hann heldur á dauðum fugli. Svo í gær kom stærðar kálhaus og fyrr í vikunni fleiri ætiþirslar. Þessi elska hann er svo vinalegur og þau bæði. Það kom nú nærri öll ættinn hér inn í patíóið í gær og þau töluðu mikið, sem betur fer var Unnsteinn hér og Rut og hann skildi aðeins hvað þau voru að segja okkur. Systir Carmen (kona bóndans) átti heima hér, og þetta var ein systirin í viðbót sem talaði hvað mest.

Við hittum líka spænsku frúrnar í göngutúr á laugardaginn, en þær labba daglega hring hér í hverfinu mismunandi hópar en það er ekki hægt að segja að það sé verið að dressa sig neitt sérstaklega í einhvern göngugalla úr rándýrri búð ónei, bara í sloppunum sem eru líkir gömlu Hagkaupssloppunum og í lélegum skóm engir fínir strigaskór. En voða fínt tilhafðar um hárið nýkomnar úr lagningu. Stilltu sér vel upp fyrir Dúdda og tóku niður gleraugun svo hann gæti tekið af þeim mynd. Sjáið pappann í hendinni á einni hún notaði hann svo vindurinn aflagði ekki hárið, tók pappann bara hjá flöskugámunum og notaði hann fyrir vinhlýf.

Góður dagur í dag sól og 20 stiga hiti. sjáumst.

Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 26. febrúar 2008

Una paloma blanca

Dúfuhús
Dúfuhús
« 1 af 8 »

Una paloma blanca, hvað ætli maður sé nú búinn að syngja þetta oft án þess að vita eða einu sinni hugsa um hvað þetta þýðir, en það var okkur sagt um jólin. Ein hvít dúfa.

En hér í kringum okkur er mikil dúfnarækt, margir dúfnakofar en ekki eins og maður man eftir þeim í gamla daga heima. Hér eru þær í einkakofum eða mest 2 í hverju litlu húsi. Þessar dúfur eru ræktaðar sem bréfadúfur og eru málaðar í öllum regnboganslitum það er svo flott að sjá þær á flugi. Margar saman og margir litir. Við sáum einn um daginn vera að venja eina og var með hana bunda við hendina eins og maður hefur séð með erni, svo lét hann hana fljúgja aðeins og svo kom hún til baka og settist á hendina á honum. Svo mættum við einum um daginn með búr á hjólinu sínu þá fara þeir með þær í burtu og láta þær fljúga heim. Þesar dúfur eru í ýmsum keppnum en ég er ekki búinn að kynna mér þetta nógu vel ennþá bara horfa. Ef þið vitið eitthvað um þessr dúfur væri ég mjög glöð að fá upplýsingar um þær.

Annars er lífið hér bara gott búið að rigna í tvo daga allt svo hreint og fínt úti og blóm og tré allt að taka við sér. Það er eiginlega bara vor í lofti hér fuglasöngur og flugur, ekki mikið ennþá. Við fórum í göngutúr um akrana í dag það hanga enn uppi nokkrar appelsínur og fullt af sítrónum.

Það var sláturtíð í morgun annar haninn var tekinn og kalkúnninn fór í síðustu viku blessuð sé minnig þeirra eða þannig.

Nú er einn hani eftir og það eru komir nokkrir litlir kjúklingar, greyin og það eru páskar í næsta mánuði.

Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 20. febrúar 2008

Árshátíð og afmæli

Dúddi að mála loftið
Dúddi að mála loftið
« 1 af 10 »

Það hefur verið svo mikið að gera hjá okkur í skemmtanahaldi að enginn tími hefur verið til að blogga.

Við fórum á árshátíð Félags Húse. á Spáni á laugardaginn var. Fórum héðan um 11 um morguninn og sóttum Unnstein og Rut. En við fórum með þeim. Keyrðum til San Pedro á Hótel Traina og gistum þar en árshátíðin var haldin á hótelinu. Svaka fínt 4 stjörnu hótel. Mættum klukkan 7 í mat sem var svakalega góður, þrír forréttir, kjúklingabringur, vodkasorbe, og vanillukaramellu eftirréttur vín rautt og hvítt eins og hver gat drukkið með. Svo var ball á eftir til kl. 2 um nóttina. Þetta var svaka gaman, og skrítið var að koma innanum alla þessa íslendinga og heyra bara íslensku, og skilja alla. Góðan daginn ómaði í kringum mann ekkert Hola, eins og spánvegjar segja eða Buenos días. Við vorum svolitla stund að átta okkur á þessu. Við komum svo hingað heim um kl 2 daginn efir en það fylgdi morgun matur með í þessu og svo kostaði þetta voða lítið.

Svo í fyrradag var hringt í okkur og okkur boðið í 60 ára afmæli Jennýjar Guðmunds. En við hittum hana og vini hennar á árshátíðinni svo þau vissu af okkur. Við áttum að mæta sem leynigestir, sem við og gerðum. Það var gaman að hitta jenný og vini hennar heima hjá Svanhvít og Sigurði, við borðuðum lambalæri að íslenskum sið voða gott. Takk kærlega fyrir okkur og Jenný góða ferð heim á klakann.

Við fylgjumst vel með veðurfréttum hérna eins og allir heima nema við sjáum bara Spán. Það hefur verið að spá rigningu núna í viku en hún kemur ekkert hér, nema smá á nóttunni, við sem erum að reyna að safna í brunnana fyrir sumarið.

En núna skiljum við alveg austfirðinga að þeir vilji fá örfhentan veðurfræðing því hér eins og heima þá standa þeir alltaf fyrir austurströndinni en þar eigum við heima núna merkilegt með þetta, mér finnst þeir nú alveg geta bara staðið hjá Portúgal því þeir segja manni aldrei hvernig veðrið er þar.

Nóg bull í bili. Elsku Helena til hamingju með daginn.

Góður dagur í dag.

Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 12. febrúar 2008

Það er farið að rigna

Barinn í Mudamiento er til sölu
Barinn í Mudamiento er til sölu
« 1 af 4 »

Já undur og stórmerki það er farið að rigna hérna. Það hefur ekki komið rigning hér síðan við fluttum hingað 1 des. fyrir utan tvær nætur en núna er komin smá og spáir meiri rigningu svo nú eru líklega bændur hér í kring ánægðir. Hér er allt orðið skrælnað svo það er fínt að fá smá regn. Hér er annars ósköp lítið að frétta. Við fórum í bíltúr á sunnudaginn til smábæja hér fyrir sunnan eða autan okkur sem heita Benijófar og Rojales gaman að keyra um þetta svæði og skoða. Í Rojales er voða fínn golfvöllur hef nú ekki mikið vit á þeim, en hann er líklega bara 9 holur og er á fallegum stað. Fengum okkur að borða þarna í nágrenninu. Þegar við komum heim var okkur færður salathaus sem verður borðaður á eftir. En hvítkálið er búið, ég gerði svaka fína fiskisúpu og setti í hana hvítkál, vorlauk, lauk, hvítlauk, gulrætur, saffran, engifer, eða mér taldist til að þetta hafi verið 10 sortir og lítið af fiski, og smá sletta af rjóma, ég var bara að klára birgðirnar frá bóndanum.

Við erum eiginlega komin á þá skoðun að hann haldi að við séum fátæk og eigum lítið að borða því við förum sjaldan að heiman og erum alltaf í sömu fötunum allavega jökkunum. Svo sá hann Dúdda koma heim með greinar til að setja á eldinn þá hefur hann líklega hugsað, auminginn á hann ekki fyrir eldivið. En við erum að spauga með þetta því við getum lítið sagt við hann eða hana en þau eru alveg yndisleg við okkur. Það kemur vonandi að því að við getum borgað til baka jafnvel í íslenskum fiski.

En svo þið vitið þá er ég að setja inn myndir á síðuna frá ferðalaginu okkar hingað það eru komnar nokkrar en fleiri eru á leiðinni inn. Það verður kannski ekki alltaf texti með, því allt sem við vorum búinn að geyma og skrifa um ferðalagið fór með hjólhýsinu nema þessar myndir, þær vekja upp blendnar tilfinningar því ég hef ekki skoðað þær fyrr en nú. Ég man kannski ekki alltaf hvar við vorum.

Einnig ætla ég að setja inn myndir héðan úr nágrenninu. Þetta kemur svona hægt og rólega fínt þegar rignir að sitja og dunda við þetta.

Uppskriftasíðan hefur verið að stríða mér en hún kemst vonandi fljótlega í lag. Þá koma nokkrar góðar sem ég hef verið að safna og prófa.

Annars erum við að mála og gera eldhúsið almennilega hreint núna, skrúbba veggina og mála loftið.

Spönskukennsla inná milli.

Góður dagur.

Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 8. febrúar 2008

Barnabarn nr. 7

Hvítkálshausinn
Hvítkálshausinn
Við verðum nú að setja nokkar línur inn núna.  Helena, Harrý og Hektor eignuðust litla stúlku í gær 15.5 merkur og 52 cm. dökkhærð eins og mamman falleg prinsessa. Afi er mjög stoltur yfir fjölguninni í fjölskyldunni og ég auðvitað líka.   Nú eru barnabörnin orðin 7 svo við erum ríkt fólk. Því miður get ég ekki sett n,eina mynd af prinsessunni hér en hún kemur bara seinna ,á hana bara í símanum ennþá.
Annars gengur lífið sinn vanagang hér. Það oeðið svo heitt yfir daginn að við sitjum í sólinni hér úti.
Það geengur bara vel að borða hvítkálið hann er orðin hálfur núna. Mjöf gótt að steikja það með öðru grænmeti pg eins soðið með bollum, set mynd á síðuna svona til gamans. Þetta verður bara stutt núna ætlum að skreppa til La Marina til að hitta Íslendingana þar. Ég skoða uppskriftina Pétur og takk fyrir, eins þið öll hin sem skoðið þetta pár í mér.
En Dúddi les það alltaf yfir til að leiðrétta villur.