Hitt og þetta
Hér er nú bullandi kosningabarátta, og mikið erum við feginn að skilja ekki eitt einasta orð sem þessir kallar eru að lofa og lofa. Þó við séum nú búinn að fá vitneskju úr norsku blöðunum um hvað stærsu málin varða. En litirnir eru eins hér og heima við erum búinn að sjá rauða kratarós, blán borða, og svo er græni liturinn en það fer voða lítið fyrir honum.
Á laugardaginn fórum við á markaðinn í Almoradí og þar voru sko læti, bláir og rauðir með þennan voðalega hávaði sitt hvoru megin, músikin á fullu með sitthvoru laginu auðvitað og voru þeir að gefa blöðrur og barmmerki og eitthvað snakk, en þessir litlu grænu með enga músik bara í rólegheitum á enda torgsins, þeir gáfu sko kveikjara og penna, alltaf rausnarlegir þessir grænu ha. Kveikjarinn fer svo í safnið í Sílakoti. Kannski eru fleiri litir og flokkar en það fer voða lítið fyrir þeim. Sjónvarpið er með mikinn viðbúnað í kvöld, Það verður gaman að upplifa þetta á næsta laugardag þá verða líklega ennþá meiri læti því kosningadagurinn er á sunnudag.
Saga af bóndanum nágrannanum. Við vorum að koma úr göngutúr á laugardaginn, þá stóð hann hér fyrir utan og var að reita pinulítinn fugl sem hafði flogið á vírana, Við fórum til hans og reyndum að spurja hvort hann ætlaði að borða hann, sí sí hann fer í súpuna, svo hélt hann áfram að reyta litla greyið. Þið getið séð það á myndinni að hann heldur á dauðum fugli. Svo í gær kom stærðar kálhaus og fyrr í vikunni fleiri ætiþirslar. Þessi elska hann er svo vinalegur og þau bæði. Það kom nú nærri öll ættinn hér inn í patíóið í gær og þau töluðu mikið, sem betur fer var Unnsteinn hér og Rut og hann skildi aðeins hvað þau voru að segja okkur. Systir Carmen (kona bóndans) átti heima hér, og þetta var ein systirin í viðbót sem talaði hvað mest.
Við hittum líka spænsku frúrnar í göngutúr á laugardaginn, en þær labba daglega hring hér í hverfinu mismunandi hópar en það er ekki hægt að segja að það sé verið að dressa sig neitt sérstaklega í einhvern göngugalla úr rándýrri búð ónei, bara í sloppunum sem eru líkir gömlu Hagkaupssloppunum og í lélegum skóm engir fínir strigaskór. En voða fínt tilhafðar um hárið nýkomnar úr lagningu. Stilltu sér vel upp fyrir Dúdda og tóku niður gleraugun svo hann gæti tekið af þeim mynd. Sjáið pappann í hendinni á einni hún notaði hann svo vindurinn aflagði ekki hárið, tók pappann bara hjá flöskugámunum og notaði hann fyrir vinhlýf.
Góður dagur í dag sól og 20 stiga hiti. sjáumst.