Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 30. september 2008

Komin til Mudamiento

Bílinn á leið út úr skúr
Bílinn á leið út úr skúr
« 1 af 8 »
Nú erum við komin heim til Mudamiento. Mikið var gott að koma í húsið og sjá alla hlutina sína aftur á sínum stað.
Síðustu vikuna heima á Íslandi var mikið að gera við að kveðja fólk, við vorum í maratboðum öll kvöld. Hittum börn og barnabörn og vorum að reyna að passa þau svolítið. Á föstudagskvöldið hittumst við öll í mat heima hjá Helenu og Harry og borðuðm lambahrygg, alveg æðislegar stundir með börnunum.
Flugum hingað á laugardag 27 sept. og gekk allt vel, Lilli kom að sækja okkur og Auðunn út á völl , en þeir eru á ráðstefnu í Madrid og Helga hér hjá okkur á meðan. Við kíkjum á markaðina og spjöllum og höfum það gott saman.
Annars var allt í góðu her í húsinu, nema það hafði rignt mikið síðustu daga og var patíóið eða plássið fyrir framan húsið ansi skítugt og komin þangað heimilisdýr, lítill kettlingur og engispretta, kettlingurinn er farin en engisprettan er hérna ennþá. Við vorum að smúla og þrífa í dag og setja nýjan dúk og gera fínt. Bíllinn er kominn út úr bílskúr í fínu standi nema hann var rafmagnslaus en því var fljótlega reddað af bilvélavirkjanum.
Nú er Dúddi búinn að gera við hjólið, skipta um dekk og bögglabera og annað er nú alsæll og hjólaði til Rafal til að láta klippa sig, kom svo fínn til baka rétt í þessu.
Það ringdi fyrsta daginn og var sólarlaust næsta dag, en nú skín sólin hitinn 25 stig.
 Góðir dagar og fleiri í vændum.
Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 23. september 2008

Síðustu dagar á Íslandi í bili

Silakot kvatt í góður veðri eins og alltaf
Silakot kvatt í góður veðri eins og alltaf
« 1 af 10 »
Það hefur nú margt verið að gerast þessa síðustu vikur hér heima á Fróni. Við fórum í árlega Mallakútaveislu hjá Höllu og Hafsteini yndislegur matur og veigar eins vant er og frægt.
Þá var haldið inni á Skarðseyri í Sílakot til að ganga frá fyrir veturinn og vorum við þar frá mánud. til fimmtudags í vitlausu veðri allt uppi 23 msk. það hvein og brast í kofanum og rigingin alveg rosaleg ja eins og hellt væri úr fötu. En það gekk vel að koma öllu fyrir . Bátarnir settir á sinn stað og meira að segja Járntjaldið var pakkað inn fyrir veturinn og er þar í geymslu.
Þá tókum við þátt í tónlistardeginum mikla á Ísafirði sl. laugardag eða bara um kvöldið því við vorum í jarðarför um daginn.
Við mættum á torgið og sungum með lagið eftir Abba svo var gengið niður í Edinborgarhús og þar sungu hinir hressu strákar í Fjallabræðrum þeir eru alveg rosalegir sungu hátt og voru svo glaðlegir og skemmtilegir.
Svo á sunnudaginn keyrum við hingað suður og gistum hjá Helenu og Harry í Kópavoginum og erum boðin í mat öll kvöld. En á næsta laugardag 26 sept förum við svo í flug til Spánar og hlökkum mikið til að sjá aftur heimili okkar þar.
Við erum með nýtt email silakot@gmail.com sem ég kann nú ekki mikið á ennþá endilega sendið mér línu svo auðveldara sé fyrir mig að setja ykkur á póstlistann þar.
Annars langar mig til að þakka ykkur öllum sem kíkið á síðuna okkar fyrir heimsókina og athugasemdir og gestir það er svo gaman að heyra frá ykkur og líka hvetjandi til að halda áfram að skrifa nokkrar línur. Eigið öll góða daga.
Góðir dagar búnir að vera og fleiri framundan. Spánarsímar taka við eftir laugardag.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 27. ágúst 2008

Ísafjörður

Ísafjörður
Ísafjörður
« 1 af 12 »
Ísafjörður, fallegur bær milli fallegra og stórkostlegra fjalla sem verndar mann oft fyrir vondum veðrum. Hér er líka oft logn svo um er talað Ísafjarðarlognið!!
Þetta er minn fæðingarbær og hér hef ég verið næstum alla mína ævi. Í hlíðinni fyrir ofan bærinn Litlurð og Stórurð voru mín leiksvæði í æsku. Fyrir utan það þegar maður stalst niður í fjöru. Þarna var gott að alst upp fá hús og lítill gróður. Nú er húsið sem ég fæddist í á kafi í trjám svo það er vont að taka af því mynd en það er Engjavegur 24. Þá var Engjavegurinn lokaður hjá Hreinshúsi og ef maður vildi heimsækja ömmu á Urðarveginum þá þurfti maður að fara niðður hjá Hertu húsi til að komast niður á Seljandsveg og svo úteftir og svo fór maður upp hjá Dægradvöl hús sem stóð þar lengi fallegt hús en var rifið fyrir mörgum árum síðan, eins var með Ömmuhús það stóð á horni Urðavegar og Engjavegar núna en var rifið líklega í kringum 1989 eða þegar amma fór á Hlíf II.
Engjavegurinn var líka efsta gatan í bænum, en fyrir ofan var sveitabærinn Hraunprýði, þar voru kindur og tún allt í kring.
Það var stundum erfitt að komast í skólann þegar maður var að byrja 6, 7 ára gömul og labba alla snjóskaflana upp í klof þegar mikill snjór var. Svo þegar maður var eldri þá þurfti maður líka að hlaupa heim í mat í hádeginu og aftur í skólann á klukkutíma, ekki skrítið að maður var grannur í þá daga. Alltaf hlaupandi til að koma ekki of seint.
En Ísafjörður á enn eftir eitthvað af sínum gömlu húsum og hér er fallegasti miðbær á Íslandi. Silfurtorgið gamli prófessorinn er farinn og hefði nú verið flott að hafa hann þar ennþá. Þar er yfirleitt alltaf fólk á góðum dögum börn að leik og fólk að rabba saman.
Ég skrapp upp á Dal á sunnudaginn (Seljalandsdal) en það var alltaf talað um að fara uppá Dal. Ég varð eiginlega sorgmædd að sjá bæði hvað skálinn er orðinn þreyttur og að ekki megi vera þar á svigskíðum lengur, en þetta er nú einn af þeim stöðum sem ól mann upp, alltf á skíðum. Þetta var og er alveg yndislegur staður, það eru mér víst margir sammála um. Fínar og góðar brekkur. Svo þegar lyftan kom þá sveif maður bara að þurfa ekki að labba upp úff þetta var alveg draumur.
Margar eru minningarnar frá þessum gömlu og góðu dögum og gæti maður skrifað margar síður um öll uppátækin og skemmtanirnar. Ísafjörður er og verður alltaf skemmtilegur og fallegur bær fullur af lífi og góðum sálum.
Hafið alltaf góða daga kæru Ísfirðingar.
Nú fer að stittast í vetrardvölina á Spáni í Mudamiento, ég skrifa þaðan í vetur. Í sól og sumaryl.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 7. ágúst 2008

Eitt og annað

Járntjaldið á Góustaðatúni
Járntjaldið á Góustaðatúni
« 1 af 18 »
Það er óhætt að segja að mikið hefur verið að gera hjá þessum bloggara síðasta mánuð. Allavega skemmtanir og mót.
Það hafa verið margar ferðir í bústaðinn um helgar og margir komið í heimsókn.
Góustaðahittingur var helgina 26-27 júlí, á föstudagsmorgni kl. 10:00 var haldið alvöru golfmót og einnig púttmót fyrir þá sem sem ekki eru lengra komnir í listinni að slá kúlú. Um kvöldið var svo drukkið var svo fullorðinskakó og barnakakó og Sæmundur borðaður með bæði í vinnugalla og sparifötum. Á laugardeginum var svo farið í bíltúr á Bolafjall og leikið sér í fjörunni í Skálavík þar sem börnin voru að vaða bæði í sjónum og ánni við mikinn fögnuð, enda gott veður og glampandi sól. Svo var aftur mætt í skúrinn á Gósustöðum og var þar grillað og steikt á Murikkapönnum æðislegur matur sem hver kom með fyrir sig. Spjallað og veitt verðlaun fyrir golfmótið. Skemmtilegasta mót og góð æfing fyrir ættatmótið sem verður næst 2010, en þau hafa verið haldin á 5 ára fresti síðan 1985. Svo þessi ættbálkur afkomendur Guðríðar og Sveins á Góustöðum eru búnir að hittast oft og eru orðnir ansi margir og alltaf hefur verið vel mætt á þessi mót. En þetta skiptið hét það hittingur þar sem enn vantar tvö ár í ættarmótið.
Á sunnudeginum fórum við Dúddi svo í frí og vorum í bústaðnum með Aron og Bjarney Kötu Atlabörn í viku og fengum við gjeggjað veður sól og hiti alla daga. Svo komu Helena og Harrý með sín börn á mánudegi svo það var kátt og gaman í Sílakoti þessa viku með 6 börn. Það var farið í fjöruferðir og sjóferðir veiddir nokkrir silungar og annað gert sér til dundurs. þau bjuggu líka til hús úr gömlum dagblöðum hið mesta listaverk dugleg börn og skemmtileg. Einnig lærðu þau elstu að ganga á stultum.
Svo skall verlunarmannahelgin á og þá bættust fleiri í hópinn. Vinir og ættingjar og flest voru börnin um 10. Það var hinn venjubundni krikketleikur sem þurfti að frestast ansi lengi fram eftir degi. Og á sunnudeginun var 4 holu púttmót. Einnig var haldið barna krikket við mikla ánægju þeirra smáu og fengu allir sleikjó í verðlaun. Allir grilluðu saman að venju og svo var sungið og spjallað. Á sunnudagskvöldinu var svo brennan og kúturinn gekk með söngnum að venju.
Það var ofsalega skemmtileg helgi með fjölskyldu og vinum, og ekki spillti góða veðrið neinu. Takk fyrir komuna allir sem voru þarna og verið alltaf velkomin aftur.
Nú er allt komið í fastar skorður aftur Dúddi í vegavinnu og ég í búðinni fram að mánaðarmótum en þá verður henni lokað, og nýjir eigendur taka við. Það er sól í dag eins og aðra daga mætti halda að maður væri komin til Spánar, nema að hitinn er ekki eins mikill.
Yndislegir dagar, og fleiri í vændum.


Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 9. júlí 2008

Afmælisfréttir

Vinnusvæði Dúdda Vatnsfjörður
Vinnusvæði Dúdda Vatnsfjörður
« 1 af 10 »
Nú hef ég verið í afmælisveislum undanfarið eða bara já mér og Magna bróðir. Það var svaka fjör á Sejalandi þegar haldið var uppá daginn hans Magna og Þórðar tengdapabba hans sem var góður og skemmtilegur maður en hann hefði orðið 100 ára 13 júlí. Það var grillaður góður matur og svo sungu börnin fyrir afa og ömmu og börnin tóku nokkur uppáhaldslög Tóta afa.
Þetta var alveg draumapartý með fjölskyldunni.
Svo var brunað inn í Skötufjörð á föstudegi og náð í Dúdda inní Vatnsfjörð. Hann hafði fengið frí á laugardegi fram á sunnudag.
Á laugardegi í hádegi komu Ágúst og fjölskylda í hádegismat og færðu ömmu pakka á afmælisdaginn, það var alveg yndislegt að fá svona óvænta heimskón. Óli og Badda komu svo seinnipartinn og borðuðu með okkur á laugardagskvöldið.
Það var bara leiðinlegt hvað það var mikil þoka næstum alla helgina og kuldi með. Svo það var ekki mikið hægt að sitja úti og hlusta á náttúruna.
Svo fórum við aftur inn í bústað á fimmtudag en þá var Dúddi aftur komin í sitt helgarfrí. Jón og Ásta komu og voru hjá okkur fram á föstudag, en þau voru á leið til Ísafjarðar í brúðkaup. Í dag 10 júlí varð Saga Líf 3 ára. til hamingju dúllan mín.
Dúddi, Ásta og Jón fóru í göngutúr upp í gilið fyrir ofan bústaðinn sem er mjög bratt að ganga og fóru þau alla leið upp, voru þau bara dugleg að klára þetta. Ég var heima, bakaði skonsur og útbjó túnfisksalat og labbaði svo á eftir þeim og hitti þau á hjallanum fyrir neðan.
Svo var túnið slegið og tekið til í Eyjulundi á laugardag þangað til byrjaði að rigna en það var grenjandi rigning seinnipartinn. Komum heim á sunnudag og vorum í afmælisveislu hjá Sögu.
Annars góðir dagar.