Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 4. maí 2008

3 dagar í heimkomu

Elín, ég og Jón á sýningunni í Santa Pola
Elín, ég og Jón á sýningunni í Santa Pola
« 1 af 10 »

Nú er ekki langt í heimkomu. Við höfum nú verið aðeins á ferðinni undanfarið, fórum til Santa Pola til að hitta Elín Þóru og Jón á fimmtudaginn. Okkur var boðið upp á fínan fiskrétt úr íslenskum fiski sem var alveg svakalega góður. Svo röltum við um bæinn en það var nú 1. maí og ferðahelgi á Spáni enda var margt fólk bæði á ströndinni og eins bara á labbinu eins og við. Á torginu er kastali og inni garðinum var handverksýning og básar þar sem voru til mjög fallegir munir. Einnig var þar fulgasýning allt mjög stórir fulgar, uglur, gammar, fálkar aðallega, ansi tignarlegir og bundnir fastir við staur greyin. Þetta var mjög gaman, en hér útum allt í bæjum eru allavega Fiestur, Feriur og skemmtanir af öllu tæi, enda elska spánverjar fiestur, siestur, og manjana.

Á markaðnum hér í Almoradí í gær var verið að búa til krossa ú blómum sem fólk setur á húsin sín og hefur í eitt ár, þeir eiga að veita vernd gegn illum öndum. Þetta mun vera um 200 ára gamall siður . Gömlu krossarnir  eru síðan brenndir á torginu, eins og sést á myndunum sem ég set með. Við höfum séð þessa krossa, og héldum að einhver hefði dáið í húsinu, en nú vitum við aðeins betur af hverju þetta er, en þeir eru mjög fallegir margir hverjir.

Á sl. föstudag var ég svaka dugleg og tók til í beðinu hérna á móti en við höfðum hugsað okkur að geyma bílinn þar. Ég spjallaði fyrst við Fermín bónda um hvernig ég ætti að klippa steinseljuna er hún er orðin svo stór að mér fannst, nei,nei ekki klippa þetta eru fræ, sagði hann. Þá spurði ég hann hvort ekki væri í lagi að geyma bílinn þarna og færa rósina, sí, sí limpio, limpio, sagði hann og þá meinti hann að ég ætti bara að hreinsa allt í burtu og sýndi mér hvað við ættum að fara langt.

Svo ég kallaði í Dúdda til að koma í framkvæmdir og allt var rifið burt og komið þetta fína stæði. Þá kemur Carmen húsfreyja og fer að tala við okkur og við að reyna að tala við hana og segja henni að við ætlum að hafa bílinn þarna næstu 5 mánuði á meðan við verðum heima á Íslandi. Nei,Nei, það er ekki hægt það á að rífa öll blómin niður og leggja ganstétt alveg út á veg og verður líklega byrjað á mánudag. Það verður sko flott hérna hjá okkur ef af því verður, en að vera búinn að færa rósina alla steinana og þrífa fjandans beðið sem á svo að rífa, ussss, enda segir bakið að ég átti að láta þetta vera. En OK fá gangstétt er nú svo flott og þið sem hafið komið vitið hvað ég er að tala um. Svo nú erum við eiginlega í bölv. vandræðum með bílinn, hann verður líkllega bara að standa hérna í götunni í sumar, það er ansi dýrt að geyma hann á flugvellinum svona lengi, en þau fá bara lykilinn og geta svo fært hann til, ja ef þau kunna á bíl því þau eru bara hjólandi eða á vespunni sinni.

Smávegis af hananum, hann er bara að verða eins góður og Placido ef hann verður duglegur að æfa sig í sumar því galið er allt að koma svo enginn svefnfriður er frá kl 4 -6. en maður sofnar bara aftur. Já, og svo er fjölgun í fjölskyldunni það eru komnir ungar í bakhúsið þeir eru þrír ég sá aððeins í kollin á þeim áðan þegar þeir voru að horfa yfir hreiðrið, það er alltaf verið að færa þeim mat.

Góður dagur með sól, fuglasöng og kvaki.

Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 28. apríl 2008

Skemmtun í Rafal

Dúddi, Kristrún, Elín , Högni og Jón
Dúddi, Kristrún, Elín , Högni og Jón
« 1 af 10 »

Það hefur allt gengið sin vanagang hér hjá okkur, á fimmtud. í síðustu viku fór Dúddi til Rafal að vesla á hjólinu þá var þar markaður í gangi svo hann keypti aðeins græmeti og hjólaði um Rafal. Þá rakst hann á svæði þar sem var verið að koma upp sviði, ljósum, sölubásum og fleiru, og hann spurði hvað um væri að vera og honum sagt að það væri Fiesta á föstud.kv. svo við fórum þangað um kl 21:00 og þar var þá að steyma fólk að. Þarna komu litlar sætar senjórítur í fínu kjólunum sínum og hælaháum skóm rétt 2 ára það var yndisllegt að sjá þær. Fyrsta fólkið sem við mættum voru hjón sem eiga litla tvíbura 2 ára sem koma hingað á hverjum sunnudegi til mömmu í mat, svo það var gaman að sjá framan í einhvern sem maður vissi hver var. En þarna heyrðum við ekki í neinum öðrum en spánverjum. Þetta kvöld var heilmikil hestasýning sýning flottir og flínkir hestar að dansa um svæðið. Svo fréttum við að þetta væri líka á laugardag og sunnudag. Við fórum á laugardagskv. kl 21:30 þá var ekkert byrjað en þá voru Flamencodansarar á öllum aldri alveg frá 2 ára bæði stelpur og strákar. Við nentum nú ekki að vera lengi og fórum heim um kl 23:00. Á sunnudag sátum við bara heima.

Það er svo öðruvísi hér en heima skemmtanir byrja aldrei fyrr en eftir kl 21:00 á kvöldin og þá mæta allir úr fjölsk. börn og táningar og fylgjast með, auðvitað táningar í hópum saman en þau mæta þó verið sé að dansa Flamenco. Hvergi sást vín á manni og við vorum líka edrú, hugsa sér. Þarna fær fólk sér að borða kvöldmatinn, sem er Tapas en hann er yfirleitt ekki borðaður fyrr en eftir kl 21:00 á kvöldin og þá er hægt að skemmta sér og haldið á fram á rauða nótt. Við tókum myndir en þær eru voða dökkar set þær bestu með.

Nú eru framkvæmdir í Mudamiento, verið að leggja gangstéttir og haldið áfram að byggja raðhúsin svo það fer að fjölga hér í kringum okkur. Dúddi er úti að hjóla og skoða framkvæmdir og taka myndir. Hann kom nú að vísu með eitt barnareiðhjól hér inn áðan sem einhver hefur kastað á haugana bara lítið að gera við segir hann, vantar hnakk og dekk.

Á föstudag í síðustu viku komu Elín Þór, Jón, Högni og Kristrún í kaffi en við fórum til La Marina til að hitta þau svo eltuþau  okkur hingað til að sjá húsið, og til að rata hingað næst.

Svo í dag komu Þura, Örn, Eygló og Flosi en við buðum þeim í súpu, það er altaf svo gaman að fá gesti, takk fyrir komuna í sveitina.

Góður dagur í sveitinni okkar.

Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 23. apríl 2008

2 vikur í heimkomu

Haninn í skrúðgöngunni á páskunum
Haninn í skrúðgöngunni á páskunum
« 1 af 8 »

Hitinn hér í dag er 25 stig aðeins gola og ansi heitt. Og klukkan hérna núna er 6. Hér hefur varla komið dropi úr lofti í allan vetur og er allt að skrælna hér á ökrunum. Bændurnir fá lítið af vatni það er búið að skrúfa fyrir það. Skritið að hlusta eða sjá fréttirnar í sjónvarpinu um að spánverjar eru að rífast um vatnið því það er til nóg á norður Spáni en allt að skrælna hér á austurströndinni það hefur ekki ringt svo lítið síðan 1912. Það mætti nú eitthvað af íslensku rigningunni vera komið hingað til okkar því við þurfum að vökva blómin eða þannig.

Svo er það þetta með hanann í næsta húsi, stórmerkilegt fyrir fólk eins og okkur sem ekkert vitum um þá. Það voru tveir hér í byrjun desember, svo fór einn fyirir jól pg hinn fyrir páska. En það voru ungar eftir í búrunum nú eru þeir líklega 4 og einn kominn á táningaaldurinn og er að byrja að gala, fyrst þegar ég heyrði þetta hélt ég að það væri barnsgrátur kl. 7 að morgni en það eru bara enginn börn svona lítil hér. Svo hélt þetta áfram núna í fjóra morgna og hefur hækkað og er eins og urg en hann kemur til með galið held ég, verður líklega orðin stórsöngvari þegar við komum hingað aftur næsta haust. En líklega tengist þetta þeirra trú eitthvað. Ég heyri að það er hanaslagur núna og allt að vera vitlaust í litla búrinu þeirra.

Í síðustu viku var okkur boðið í mat til Unnsteins og Rutar og fengum þar íslenskt lambakjöt grillað nammmmmm gott, dóttir þeirra Sigurlaug kom með kjötið með sér og grillaði. Svo var ég að reyna að hjálpa Unnsteini með tölvuna sko ég að hjálpa öðrum með tölvu sem ekkert kann . Ég man varla hvernig svona pc virkar, en ég er auðvitað með Appeltölvu.

Svo komu þau hingað til okkar í gær og gengu ávaxtahringinn eins og við köllum þann göngutúr. Þá er gengið um sítrónu-, appelsínuakrana og einnig núna hveitiakra sem verða svo líklega brokkoliakrar þegar líður að vetri. Það er svo gaman að fylgjast með hvað kemur ipp næst.

Á föstudagskv. síðasta fórum við út að borða með Þuru, Erni og vinum þeirra á voða fínan stað hér í Almoradí sem heitir El Buey, góður matur og fínt vín með. Fórum svo á góðan bar á eftir, svo nú erum við aðeins fróðari um staði hér í nágrenninu, tókum allan pakkann og komum ekki heim fyrr en um 3, eins og sannir íslendingar þegar þeir fara á ferð í útlöndum.

Verð nú að segja frá þvi að ég er búinn að klára dúkinn sem ég byrjaði á heima á Ísafirði í ágúst í fyrra, þetta hef ég nú verið að dunda við í vetur, bara nokkuð fallegur.

Læt hér eina mynd með sem Arnaldur maður Línu Halldórs tók af Dúdda og Fermín bónda og nágranna.

Góður og fallegur dagur og borðuðum Calamaris í hádeginu í dag í Torrevieja.

GLEÐILEGT SUMAR og takk fyrir veturinn ættingjar, og aðrir sem hafa kíkt á þessa síðu.

Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 15. apríl 2008

Blómin í Mudamento

Nýja reiðhjólið
Nýja reiðhjólið
« 1 af 10 »

Ég hef nú verið að taka myndir af fallegum útsprungun blómum hér í kring, svona að gamni mínu, það bæði gleður augað og hjartað að sjá þessi fallegu blóm springa út svona snemma árs. En því miður er ég nú ekki viss hvað þau heita. Og ennþá meira verður gaman að sjá þetta svo allt gerast hægt og rólrga þegar maður kemur heim til Íslands í maí.

Á föstudaginn fórum við til La Marina til að hitta íslendinga sem þar búa en þeir hittast þar á föstudögum á sundlaugarbar og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar eins og sagt er. Þar hittum við Högna Þórðar og Kristrúnu konuna hans og þau buðu okkur í kaffi heim til sín. Verst ég gleymdi að taka myndir. En þau búa þar í mjög fallegu raðhúsi sem þau hafa breytt lítillega fyrir sig. Gaman að koma til þeirra takk fyrir Högni og Kristrún.

Undur og stórmerki við fórum á krána á laugardagskv. kl 21:30 og fengum okkur rauðvín og bjór, þar var fólk að borða tapas og mér leist bara vel á það sem fólk var að borða. Eins og spánverja er siður þá borða þeir mjög seint á kvöldin og þegar við vorum að fara um 10 leytið þá streymdi fólkið inn til að borða. Við vorum nú bara rétt að kanna þetta svo við stoppuðum stutt í fyrsta sinn, það má ekki fá leið á okkur strax.

Svo á sunnudagsmorgun kom Þura og vinkona hennar Eygló hingað í kaffi og með stefnuljósið í Toyotuna en hún var strax orðin góð daginn eftir áreksturinn (góður bílviðgeðarmaður sem ég hef.) Takk fyrir Þura að snúast svona fyrir okkur.

Svo fórum við á markaðinn í Guardamar þar sem selt er allt milli himnins og jarðar bæði notað og nýtt, je minn allt draslið, en Dúddi minn fann sér reiðhjól sem hann keypti á 25 evrur en hann er nú víst eitthvað að laga það núna, hann fór nú samt í reiðtúr í gær en eitthvað fór úrskeiðs í dag. Hann er núna að rífa eitthvað í sundur. Smá tækni innskot: Það er brotin á sveifaröxlinum og brakaði leiðinlega í þegar verið var að hjóla. Ég er búinn að rífa sundur og fer í hjólabúða á fimmtudaginn og kaupi þar nýjar legukúlur. HG.

Auðunn Karls og Fríður komu svo hingað í kaffi í gær, en þau voru á ferðinni, gaman að fá þau hingað.

Annars bara legið í leti í sólbaði og dúllað sér.

Góður og fallegur dagur.

Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 9. apríl 2008

9. apríl 2008

Ég og Ivan
Ég og Ivan
« 1 af 6 »

Í dag hefði faðir minn Guðmundur Sveinsson netagerðarmeistari frá Góustöðum orðið 95 ára, blessuð sé minning hans.

Hann dó á 74 ára afmælisdeginum sínum, hann var góður maður og stóð alltaf fast á sínu.

 

 

 

Það hefur nú verið rólegt hjá okkur þessa viku og við að jafna okkur eftir gestaganginn. Fórum í heimsókn á sunnudag. Og svo komu Helga Þirý og Ivan í heimsón í gær,  fengu súpu og brauð. Svo fórum við í göngutúr með henni að skoða hús hér í kring .

Annars hefur dagurinn í dag verið ansi fjölbreyttur, vaknað eins og venjulega, morgunmatur og lesið gamla Mogga með. Svo fór Dúddi að búa sér til græjur og fór út að tína rusl hérna í kringum húsin og ruslagámana. Kettirnir eru ansi duglegir að gramsa í þeim svo allt fer útum allt.

Svo eru komnir ávestir á tréð hérna úti hjá okkur sem við héldum að væri avókadó er er bara allt annað litlir ávextir ansi súrir gulir og heita Kumquat að ég held (sýnist það úr gulubókinni). Dúddi tíndi nokkra af í dag þetta borðar hann með bestu list, en mér finnst þeir of súrir.

Svo var ákveðið að fara í smá bíltúr áður en við færum að versla í matinn. En bomms!!!!!!! það varð árekstur í einni af mjóu götunum í Almoradí. Akkúrat á meðan á þessu stóð þurfti að hellirigna en það hefur ekki komið dropi úr lofti í margar vikur. Hinn bílinn rann til og var náttulega á alltof mikilli ferð og við að koma frá stöðvunarskyldu. Stuðarinn brotnaði eitthvað og framljósið og stefnuljóið fór í mask á okkar bíl en hinn fór ver bæði brettið og húddið. Hann var óökufær eftir að hafa lent á Toyotu, svona Citróendrusla. En það tók lögguna 15 mín, að koma á staðinn og annað korter að gera skýrslu og alltaf helliringdi, þar til löggan segir og nú máttu fara þá stytti upp. Alveg magnað. En nú hefur Dúddi minn nóg að gera næstu daga við bílaviðgerðir sem er nú ekki hans uppáhald þessa dagana. En vonandi fer þetta nú allt vel ef við fáum varahluti.

Ekkert að frétta af Svölunum okkar í bakhúsinu þær koma alltaf á kvöldin fyrir myrkur og sofa hérna frammi.

Ekki alveg nógu góður dagur.