Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 28. janúar 2013

Mallakútar, Góustaðaþorrablót og fl.

Skrapdagur
Skrapdagur
« 1 af 17 »
Það hefur nú bara verið svo mikið að gera hjá okkur Dúdda þennan mánuð, að það mætti halda að við værum í fullri vinnu frá 8-5 eða þannig. Það er líka búið að gera margt. Vinnan við baðherbergið hefur gengið alveg ljómandi vel hjá honum, fyrir utan nokkrar truflanir. Hann þurfti að stoppa eina helgi svo hægt væri að halda hér Mallakútaboð sem ákveðið var að halda fyrir hina Mallakútana. 
Mallakútar voru stofnaðir á seinnihluta síðustu aldar, nákvæmlega veit ég ekki því við vorum boðin innganga seinna þegar þeir fyrstu sem stofnuðu hann fluttu til Reykjavíkur til að fara í skóla. Það er búið að vera ansi gaman að vera í þessum klúbb hann er haldin 4 sinnum á vetri en við erum 4 pör í honum. Þó svo við höfum horfið héðan á veturna hafa þau alltaf haldið fyrir okkur eina veislu þegar við komum heim eða áður en við förum aftur. Það hefur margt verið brallað og mikið eldað það hafa verið haldin þemakvöld og þá með mat frá ýmsum löndum eða eitthvað aldurstengt. Við höfum haldið sushimatarboð þá kom Óli sonur  minn og eldaði flott sushi fyrir okkur og bar matinn fram á steinum. Einu sinni vorum við með þema aldamótin 1900 og þá var slökkt á öllum ljósum bara kertaljós og maturinn þá var fiskihlaup, kæfusteikt læri og ávaxtagrautur á eftir. Ljósin voru svo kveikt á miðnætti og þá spiluðum við Megas. Já einu sinni fórum við til Portugals í matarferð og var þa ansi gaman að fara alltaf á valda staði til að borða sem var búið að pikka út af góðu fólki. Alltaf reynir maður að hafa einhverja framandi rétti eða eitthvað sem maður er ekki alltaf að elda. En sem sagt hér var haldin í litlu íbúðinni Mallakútaboð þann 12. janúar og vorum við með rétti frá Spáni, aspargus með reyktum laxi að hætti Karlosar og svo kjúklingarétt með súkkulaðisósu og rækjum sem ég hef eldað áður á Spáni. Þetta gekk vel í mannskapinn. Takk fyrir skemmtilegt kvöld, Magni, Svana, Halla, Hafsteinn, Óli og Badda.
Svo helgina á eftir var svo Góstaðaþorrablótið sem er árlegur viðburður hér á Ísafirði og koma þá saman þeir sem eiga ættir að rekja til Góustaðabræðra og erum við bara þó nokkur sem enn búum hér. Þetta blót er búið að halda í líklega um 30 ár og er alltaf vel mætt og eru margar hefðir sem eru haldar eru þar í heiðri. Alltaf er spurningakeppni sem einhver tekur að sér að stjórna og búa til spurningar og er þetta ómissandi og mikið fjör í kringum, börnin sjá um að skemmta okkur hinum og hafa þau gaman af því að láta okkur hin gera ýmsa hluti. Við vorum nú ákaflega þakklát fyrir að þau skyldu nú hafa þetta á þeim tíma sem við erum stödd hérna á þessum tíma árs. Takk fyrir skemmtunina Góustaðapúkar.
Ég má nú ekki gleyma þrettándagleðinni sem Halla og Hafsteinn halda alltaf fyrir gamlingjana sem hittust alltaf hjá þeim á gamlárskvöld hérna einu sinni, nú er þetta alltaf á þrettándanum og var okkur boðið að vera með núna þar sem við vorum á svæðinu, og var reglulega gaman að vera með ykkur takk fyrir þetta Halla og Hafsteinn.
Þannig að það er búið að vera mikið að gera í skemmtanalífinu hérna fyrir vestan maður var bara alveg búinn að gleyma hvað að er mikið fjör hérna í janúar, og er það líka gott því hann er ansi dimmur og kaldur, því var ég líka búin að gleyma þegar við ákváðum að vera heima þennan mánuð, en fínt, það er búið að gera margt og nú eigum við bara frí í sumar þurfum ekki að hanga í einhverri innivinnu þegar sumarið kemur.
Síðasta helgi var bara róleg því það var verið að lakka gólfið og við fengum að gista á Búinu hjá Svönu og Magna en þau voru á þorrablóti i Reykjanesinu, við vorum bara að horfa á eurovison eins og hinir íslendingarnir bara gaman.
Það er nú eitt þorrablót eftir, en þar á Dúddi að spila á trommur svo ekki fæ ég að dansa við hann þar. Svo förum við suður á þriðjudag og svo út til Spánar 11. febrúar, það verður gott að komast í sólina á ný.
 Þetta hefur verið yndislegur tími þó veðrið hafi verið ansi risjótt, en voða fallegir dagar hafa verið hér líka alveg logn og næstum sól en nú á hún að vera komin niður í bæ en það er kalt og hvasst úti og ég heldi mig bara inni.
Eigið góða daga á þorranum þó þeir geti verið kaldir og blautir, höfum sól í hjarta.
Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 11. janúar 2013

Nýtt ár og hvað er framundan?

Þetta er orðin fallegur hópur hjá okkur Dúdda.
Sjáið vettlingana!!!
Þetta er orðin fallegur hópur hjá okkur Dúdda. Sjáið vettlingana!!!
« 1 af 9 »
Nú er komið nýtt ár og maður spyr sig, hvað er framundan á því nýja? Það verður bara spennandi að vita hvað tekur við.
Hvað tekur maður sér fyrir hendur, það verður gaman að vita, og ég ætla bara að halda áfram að skrifa hérna á þessa síðu mína á meðan ég nenni og hef eitthvað að segja. Það er líka svo gott að geta bara flett upphérna til að vita hvað var ég að gera hér og þar á þessum árum síðan ég byrjaði á þessu. Þið eruð líka ansi mörg sem kíkið hérna inn svo ég hugsa alltaf oo ég verð að fara að skrifa og þetta heldur mér við efnið, takk fyrir það öll sem kíkið hér inn. Þið megið nú alveg segja halló öðru  hvoru það þarf ekki meira til að gleðja mína litlu sál, sérstaklega þegar ég er á Spáni og hef kannski engan talað við lengi.
Nú erum við Dúddi búin að vera bara ansi dugleg síðan á áramótum við að laga litlu íbúðina okkar hérna á Ísafirði. Ég er búin að mála eldhúsið á meðan hann er að rífa niður baðherbergið sem var orðið ansi ljótt og illa farið. Baðkarið farið út og verður notað sem sandkakki í Sílakoti, laga í kringum gluggann og annað. Klósettið og vaskurinn fjúka svo eftir helgina og nýtt kemur í staðin, að sjálfsögðu. Settar verða fínar plötur á veggina og korkur á gólfið, þetta er voða spennandi.
Svo verð ég að skrifa eitthvað um veðrið. Nú er fínt veður nærri heiðskírt og maður sér smá geisla sólarinna skína á skýjin og hitinn um 5 gr. Ótrúlegt eins og veðrið var fyrir 10 dögum síðan þegar allt fór á kaf í snjó, nokkrum dögum seinna kom rigning og nú er næstum allur snjór farinn og götur auðar, hálka var ansi mikil en er farin. Ég veit að það er sól pg fínt veður á Spáni núna og er mér oft hugsað þangað en það er gaman að upplifa þetta veðurfar uppá nýtt.
Á morgun ætlum við að halda hér matarboð fyrir Mallakúta, í fyrsta skipti hérna og verður gaman að vita hvernig það tekst með 6 gesti, en þröngt mega sáttir sitja, stendur einhversstaðar.
Nú ætla ég að skella hérna nokkrum myndum sem Ágúst tók í sumar þegar fjölskyldan hittist í sælunni í sveitinni, þetta var helgin 17 júní og gistu allir í tjöldum, gestahúsi, hjólhýsi og auðvitað bústaðnum líka og var þetta mjög skemmtilegt, vonandi verður þetta sem oftast.
Nú erum við búin að hitta allt fólkið okkar nema Óla og Elísabetu, Óli kemur hingað á fimmtudaginn en hann var í Perú á jólunum og Elísabet er að vinna í London, hitti hana vonandi smástund áður en við förum út því hún kemur líklega í byrjun febrúar, í smá frí.
Eigið góða daga á nýju ári og farið vel með ykkur.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 31. desember 2012

Gamla árið kvatt

Jólatréð á Silfurtorgi eftir mikla snjókomu
Jólatréð á Silfurtorgi eftir mikla snjókomu
« 1 af 20 »
Gleðilegt ár og
farsælt komandi ár


Feliz anos nueve


Nú er gamla árið  nætum liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, vonandi ekki þessir síðustu dagar hér á Ísafirði. Ég bað nú um að það kæmi smá bylur á meðan ég væri stödd á landinu en vildi ekki fá þennan byl akkurat núna. Manni finnst maður vera komin 20 ár aftur í tímann, ég man varla eftir svona mikilli snjókomu eins og þessa daga nema frá árunum 1990 - 95. þá fór állt á kaf á Urðaveginum. En þetta er nú bara gaman að rifja þetta upp og flestir hafa nú bara gott af að fá svona veður, að ég tali nú ekki um þá sem aldrei hafa upplifað þetta. Komast ekki á netið og að fá almennilegt rafmagnsleysi og svoleiðis, bara góð upplifun fyrir unga fólkið sem skildi ekkert í þessu, allavega á þessu heimili.
þetta var bara rómó með öll þessi kertjós.

Við erum nú búin að halda jól á Bifröst með Ágúst og fjölskyldu og var það ánægjulegur tími hjá þeim en stuttur því á jóladag var brunað til Atla Geirs og þar borðuðum við öll saman  hangikjöt og var gaman að vera með öllum börnunum. Á annan í jólum vorum við svo hjá Helenu og stórfjölskyldu og fengum þar stóra veislu að hætti Harry.  Daginn eftir vorum við svo í stórveislu hjá Dísu og Jóni í Kópavoginum og þar mættu þau öll, Gurrý, Dedda og Dúddi ásamt fleirum ættingjum.
Það kvöld fórum við Dúddi upp á Bifröst til að vakna þar snemma næsta morgun til að keyra vestur snemma, því hætta var á að Súðavíkuhlíð myndi teppast. Ágúst og co voru samferða okkur ásamt Sverri Úlf og Nótt Þórunn og höfðum við þá táningana með okkur í bílnum. Við vöknuðum kl. 7 og fórum af stað kl. 8 og mátti það ekki vera mikið seinna því við náðum að vera í Súðavík um kl. 1 en þá var bílalest hleypt í gegn um hlíðina í fylgd með björgunarsveitum við þurftum nú samt að bíða í 40 mín. á miðri hlíðinni þar sem eitt fljóðið kom á meðan við vorum að fara yfir. Við vorum bara heppinn það voru margir sem komu með bátum hingað frá Súðavíkinni. Ég væri þar ennþá ef ég hefði þurft að fara með bát.
Nú er maður bara búin að vera í góðu yfirlæti hér í litlu íbúðinni með Ágúst og fjölkyldu og hefur varla verið farið út úr húsi. Það var rafmagnslaust hér í heilan dag og það þurfti að hlaupa út í búð eftir kertum og fóru þau ansi mörg, maður hefði þurft að fá kertastyrk frá ríkinu.
Þetta er allt að verða gott við ætlum allavega að brjóast uppá Hlíðarveg seinna í dag og halda uppá áramótin í góðra vina hópi sem ekki hefur skeð í 5 ár. og hlökkum við mikið til.

Gleðilegt ár og farsælt komandi ár kæru ættingjar og vinir og megi næsta ár verða ykkur gott og gæfuríkt.
 Eigið gott kvöld og farið varlega með flugeldana.



 
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 24. desember 2012

Jólin 2012

Jólatréð í stofu stendur
Jólatréð í stofu stendur
« 1 af 12 »



Gleðileg Jól


Feliz navidad


Kæru börn, barnabörn, aðrir ættingjar og vinir, við óskum ykkur innilegra Gleðilegra Jóla og farsældar á næsta ári og þökkum kærlega fyrir hittinga og aðra gleðifundi á liðnu ári og megi þeir verða fleiri á því næsta.

Nú höldum við Dúddi jól í fyrsta skipti í 5 ár á Íslandi og mikið er gaman að vera  með öllu fólkinu sínu hérna, þetta er auðvitað svolítið meira stress en maður er búinn að venja sig á en allt ósköp fallegt, allir taka svo vel á móti okkur og við fáum marga knúsa sérstaklega frá börnunum ungu.
Við erum búinn að fá fullt af góðum mat. 'I gær fórum við í skötuveislu til Hörpu og Baldurs og þar hittum við margt skemmtilegt fólk. Eftir það fórum við aðeins til Helenu og svo hingað á Bifröst þar sem við verðum á aðfangadagskvöld og fram á jóladag, en þá förum við til Atla og Eddu og síðan til Helenu á annan. Því miður gleymdum við að taka myndir þegar við hittum Hektor og Hildi síðast en þær koma bara næst.
Til Ísafjarðar förum við svo eftir hitting með Dúdda systrum og fjölskyldu og við erum bara dugleg að hitta fólkið okkar þessi jól. 
Vonandi heldur veðrið sér í skefjum svo við komumst alla leið vestur því þar bíða fleiri fjölskyldumeðlimir sem þarf að hitta. 
Það er hægt að segja að það er munur á jólum hér og á Spáni þar sem fáir ættingjar eru þar en ekki þetta stress eins og hér og lítið að gera, jú maður býr til Frómas og steikir eitthvert kjöt, en maður sleppur alveg við alla þessa brjálðuðu umferð eins og er hér í borginni, ég var orðin taugaveikluð af öllum þessum látum. En það er rólegt hér í sveitinni á Bifröst. 
Var voða dugleg í gær og gerði 2 skammta af bæði Ís og frómas fyrir allt liðið mitt. En við ætlum að hittast hjá Atla á morgun, Þvi miður kemst Helena ekki hún fer til Þorlákshafnar að hitta Harrys fjölskyldu.
Eigið góða jóladaga og Guð blessi ykkur öll nær og fjær.

 
 
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 12. desember 2012

12.12. 2012 kl. 12:00

Glugginn á gestaherberginu með  lampanum í sem lýsir Fermín á kvöldin
Glugginn á gestaherberginu með lampanum í sem lýsir Fermín á kvöldin
« 1 af 7 »
Datt í hug þessi fyrirsögn því nú er klukkan hér hjá mér um 12:00 og ég er að fara að horfa á Karlos vin minn elda fylltan kjúkling svo nú verður þetta enn að bíða smá. Sko bloggið. Það er alltaf gaman að Karlosi þetta er ábyggilega góður kjúklingur einn af þeim sem fær að hlaupa um og er lífrænn, þeir eru gulir hérna. Hann fyllti hann með ýmsu góðu dóti eins og lauk, epli, papriku, brauði sem var bleytt í rjóma, allt steikt á pönnu og svo troðið í greyið. Ég set kannski uppskriftina hérna á síðuna á eftir
Nú er búið að mála vegginn sem Lilli og Dúddu múruðu, og Gummi og Dúddi eru nú búnir að mála hann hvítan, þvílíkur munur þetta er svo fínt eins og nýtt hús. Þeir eru svo duglegir í málverki. Búnir að mála Gamla húsið hátt og lágt að utan og er það eins og höll svona hvítt með svörtum grindum, æði.
Annars er nú bara rólegt maður er á fullu við að hugsa hvað á að taka með sér heim um jólin, við höfum aldrei farið heim um jól fyrr síðan við fórum að vera hér svo þetta er allt voða fyndið. Ég er nú búinn að fylla ferðatöskurnar af allavega dóti og fötum á barnbabörnin en það er nú eitthvað minna á stóru börnin. Hér er voða lítið jólalegt bara sól alla daga þó það sé nú ekkert voðalega hlýtt svona um 18. gr. Og kalt inní húsum og við erum að kynda arininn og gasofninn til að halda á okkur hita þegar við sitjum innivið, eins og núna. Ég er nú oft að hugsa þegar maður er að kvarta hér um kulda, hvað við erum þá að gera hérna, hér kemur aldrei snjór, aldrei frost, einstaka sinnum rigning, eini kuldinn sem maður finnur fyrir er inní húsunum, þegar við tímum ekki að kynda. Datt nú í hug vísan" Konan sem kyndir ofninn minn;; Það sem er verst hérna er rakinn sem vill verða ansi mikill, svo að maður finnur stundum fyrir honum á andlitinu á sér, sérstaklega um það leyti sem sólin er að setjast. Þetta er allt öðruvísi heima þar sem húsin eru kynnt allt árið, hér bara kynt í 3 mánuði á ári en kannski 4 og þá bara á kvöldin á nóttunni slekkur maður aftur.
Blyndbil hefur maður nú ekki upplifað í 5 ár næstum búinn að gleyma svoleiðis veðri en mig er nú farið að hlakka til að upplifa þetta aftur þá er svo gott að geta stungið af í sólina ef manni líkar illa við bylinn.
Við eigum pantað far heim 17. des og förum með Norwegian til Kaupmannahafnar og þaðan heim og verðum komin um miðjan dag.
Héðan þurfum við að fara eldsnemma eða um miðja nótt til að ná fluginu. Við eigum góða vini sem ætla að skutla okkur á völlun þó ókristilegur tími sé.
Við fórum í göngutúr áðan hérna um akrana og það eru heilu breiðurnar af steinselju núna allt svo fallega grænt. Appelsínutrén full af jólaappelsínum.
Eigið góða daga á aðventunni, farið vel með ykkur, Guð blessi ykkur og mig hlakkar til að sjá ykkur öll um jólin.